Inniheldur uppskriftir til listsköpunar

Brynjar Helgason safnar fyrir útgáfu „listræns tímarits“ á Karolina Fund.

Screen Shot 2021-11-02 at 10.22.51.png
Auglýsing

Brynjar Helga­son kallar sig mynd-þeyti og hefur sett saman „list­rænt tíma­rit“ með því sem hann hefur verið að dunda sér við í tölv­unni síð­ast­liðin 5 – 10 ár. Áður hefur hann sýnt, og þá helst skúlp­túr eða inn­setn­ing­ar, bæði hér heima og erlend­is. Þar hafa verið um að ræða bæði sam­sýn­ingar og einka­sýn­ing­ar.

Staf­ræn mynd­vinnsla er ­gegnum gang­andi í hans „vinn­u“, eða dútli í gegnum tíð­ina. Oft er hann að end­ur­vinna verk bæði eftir sjálfan sig og aðra með þessu móti. Og þá gildir einu og sama um hvort heldur að höf­und­ur­inn er ein­hver fægur eða láti frá sér hug­myndir í nafn­leysi inter­nets­ins. „Ég geri mér mat úr þessu öllu sam­an,“ segir Brynjar sem safnar nú fyrir útgáfu tíma­rits­ins á Karol­ina Fund. 

Auglýsing
Á kápu tíma­rits­ins, sem kall­ast „Ryan Air­b“, stend­ur; „With recipes for make Art’’ eða „Inni­heldur upp­skriftir til list­sköp­un­ar’’. Um er að ræða 170+ blað­síðna tíma­rit með úrvali myndefn­is.

Brynjar Helgason

Brynjar segir að hug­myndin hafi kviknað þegar hann sá staf­rænt tíma­rit sem lista­mað­ur­inn Dar­ren Bader gerði. Þá hafi ljóstr­ast upp fyrir honum að það sem hann væri sjálfur að gera ætti heima á þessu formi. „Nokkrum ára­tugum fyrr var Andy War­hol í sinni útgáfu­starf­sem­i.  Það hét eða heitir Intervi­ew. Ég er ekk­ert viss um að ég geri reyndar nokk­urn­tím­ann annað svona verk, frekar að ég ein­beiti mér að öðru. Reyndar hef ég gert annað skilt þessu sem er svona War­hol/M­all­ar­méan ljóð og mynd­verk sem heitir „Morg­un­blaðið lesið um kvöld“. Það er bara til á staf­rænu formi.“

Brynjar segir að það sé nokk­urs kon­ar National geograp­hic þema í verk­efn­inu. „Það er að segja að ég fæ lán­aðan gula ramman þeirra. Mig vant­aði eitt­hvað smá svona graf­ískt elem­ent sem myndi hnýta þetta saman í eina heild. Og svo er þetta nátt­úru­lega með vís­anir í ólíka menn­ing­ar­kima og líka mikið um dýr og plöntur og þannig. Bara hitt og þetta. Kannski er ég að draga upp hlið­stæður sem ólík vist­kerfi nátt­úr­unnar og vist­kerfi list­ar­inn­ar. Mig vantar rétt rúmar 300.000 kr. til þess að prenta fyrsta upp­lag. Ég vona að sem flestir sjái sér fært um að leggja verk­efn­inu lið.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk