Barnaból – vöggusett sem fjölskyldudýrgripur

Árið 2010, þegar allir voru á kafi að bjarga Íslandi með prjónaskap og sláturgerð, fékk Margrét Birna Kolbrúnardóttir hugmynd. Hún safnar nú fyrir framkvæmd þeirrar hugmyndar á Karolina Fund.

IMG_7322 (3).JPG
Auglýsing

Mar­grét Birna Kol­brún­ar­dóttir býr í sveit á Snæ­fells­nesi. Hún er sagn­fræð­ingur að mennt og mikil áhuga­kona um útsaum. Hún safnar nú fyrir útgáfu Barna­bóls á vöggu­settum sem útsaum­s­pakka með garni og leið­bein­ing­um, á Karol­ina Fund.

Mar­grét segir hug­mynd­ina að verk­efn­inu hafa kviknað árið 2010 þegar allir voru á kafi að bjarga Íslandi með prjóna­skap og slát­ur­gerð. „Ég var á útsaums­nám­skeiði þar sem við vorum hvött til að skapa eitt­hvað úr útsaumnum og þá kom vöggu­settið fljótt upp í hug­ann, bæði vegna fjölg­unar í fjöl­skyld­unni og ekki síst vegna þess að útsaumuð vöggu­sett eiga það til að ganga milli kyn­slóða og verða því fólki mjög kær. Útsaumur er yfir­leitt ekki ódýr og því skiptir máli að það sem eftir liggur sé fyr­ir­hafn­ar­innar virð­i.“

Vöggu­settin eru áprentuð með vöggu­vísum sem hafa verið mynd­skreyttar af Elínu Elísa­betu Ein­ars­dótt­ur. „Við eigum svo mikið af skemmti­legum vöggu­vísum og bænum sem gaman er að leika sér með, t.d. ”Leiddu mína litlu hendi” sem von­andi á eftir að rata á vöggu­sett. Seinna meir er draum­ur­inn að koma með “Ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka” fyrir sér­stak­lega óþæg börn. “Úti bíður and­lit á glugga” hefur líka verið nefnt við mig en það verður nú senni­lega ein­hver bið eftir því.“

Auglýsing
Það sem gefur verk­efn­inu sér­stöðu, að sögn Mar­grét­ar, er garn­ið. „Þegar ég var að byrja að þróa vöggu­settin var mér gefið mikið af árórug­arni frá gam­alli konu sem hafði verið að sanka að sér garni í 60 ár en var þarna hætt að geta saum­að. Með alla þessa liti fyrir framan mig þá fór ég að prófa að blanda þeim saman og við það mynd­að­ist skemmti­leg dýnamík eða hreyf­ing. Í vöggu­sett­unum eru alltaf tveir litir saman í nál­inni þar sem annar gefur birtu og hinn skugga. Það hefur verið mikil áskorun að finna út hvaða litir fást til að eiga sam­band og í raun­inni er hægt að halda því enda­laust áfram. Svo má líka nefna umbúð­irnar því að vöggu­settin koma í bómull­ar­poka sem er áprent­aður og það má sauma í hann líka. Ekk­ert fer því til spill­is.“

Það má að lokum geta þess að vöggu­settin frá Barna­bóli verða á Hand­verk og hönnun í Ráð­húsi Reykja­víkur frá 18. til 22. nóv­em­ber. 

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk