Átti erfitt með að orða sorgina og ástina án ljóða

Kristín Snorradóttir ætlar að gefa út ljóðabók með völdum ljóðum eftir eiginmann sinn, sem lést í september síðastliðnum. Hún safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Baldvin_Mynd1.jpg
Auglýsing

Lífs­hlaup hjón­anna Bald­vins og Krist­ínar hefur verið langt í frá hefð­bund­ið, en mik­ill meiri­hluti þeirra tíma saman ein­kennd­ist af bar­áttu Bald­vins við hinn ill­víga sjúk­dóm sem krabba­mein er. Þrátt fyrir þann skugga sem sjúk­dóm­ur­inn varp­aði á líf þeirra hjóna tókst þeim að eiga dýr­mætar stundir saman og breyta ógnum í tæki­færi og upp­lif­an­ir. Bald­vin féll frá eftir erf­iða bar­áttu þann 10. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og var ein af óupp­fylltum óskum hans að gefa út bók með völdum ljóðum sem hann hafði samið í gegnum árin. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bald­vins, Kristín Snorra­dótt­ir, stefnir á að láta þann draum ræt­ast með góðri hjálp, en söfnun hefur verið sett í gang á Karol­ina Fund af því til­efni.

Hún segir að þau Bald­vin hafi ver­ið ­saman í 29 ár og á 26 af þeim var krabba­mein þriðji aðili í hjóna­band­inu og eitt af stóru verk­efnum lífs­ins. „Bald­vin minn var rólynd­is­maður og maður fárra orða, en það sem hann sagði var fullt af visku. Hann átti auð­veld­ara með að tjá sig í gegnum ljóð og gerði það snilldar vel. Á okkar 29 árum var það partur af til­ver­unni að finna bréfs­snifsi þar sem hann hafði hripað niður hugs­anir sínar og til­finn­ingar í ljóð­um.

Krabba­meinið tók toll og hann þekkti svo vel myrkan heim þung­lyndis og kvíða, að mörgu leiti skrif­aði hann sig frá þung­lynd­inu og kvíð­anum og það má ber­sýni­lega sjá í bók­inni. Einnig lýsa ljóðin því svo vel hvernig svart­nættið leggst yfir og allt virð­ist svo von­laust.“

Auglýsing

Kristín segir að sorgin sem Bald­vin upp­lifði þegar elsti sonur þeirra leidd­ist út í heim fíkni­efna­neyslu og ástin vera eitt­hvað sem hann átti erfitt með að orða án ljóða. „Son­ur­inn sem var hans þrátt fyrir að hann hafi fylgt kon­unni inn í líf hans, þá fjög­urra ára gam­all. Við bætt­ust tvö önnur börn dóttir og son­ur, en öll áttu jafnan stað í hjarta hans og svo barna­barnið þegar hann kom í heim­inn.

Bald­vin starf­aði sem lög­reglu­maður og í starfi sínu sá hann ýmis­legt, en hann dæmdi engan því fyrir honum voru menn jafnir í augum almætt­is. Bald­vin var alltaf and­lega sinn­að­ur, trúði á eitt­hvað annað og meira en þessa einu jarð­vist. Hann trúði á ljósið í hjörtum mann­anna, allra manna líka ógæfu­manna.“

Í seinni tíð leyfði Bald­vin sér að hleypa út þess­ari and­legu hlið, lærði reiki og spil­aði á Gong og krist­als­skál­ar. „Með því veitti hann fólki hljóð­heil­un, en ávallt var ljóð með í för og fólk kom aftur og aftur til okkar hjóna í hjartanær­andi stundir á sunnu­dög­um, þar sem ég leiddi slökun og hann spil­aði og las ljóð.

Bald­vin ætl­aði að gefa út þessa bók en því miður varð hann undir í barrátt­unni við krabba­meinið þann 10. sept­em­ber 2021, þremur dögum fyrir 59 ára afmælið sitt. Því kom ekk­ert annað til greina en að eft­ir­lif­andi ekkja léti draum­inn ræt­ast. Verk­efnið snýst því um að heiðra minn­ingu lát­ins eig­in­manns og láta draum­inn hans ræt­ast.

Draumar geta ræst og allir ættu að trúa því.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiFólk