Átti erfitt með að orða sorgina og ástina án ljóða

Kristín Snorradóttir ætlar að gefa út ljóðabók með völdum ljóðum eftir eiginmann sinn, sem lést í september síðastliðnum. Hún safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Baldvin_Mynd1.jpg
Auglýsing

Lífs­hlaup hjón­anna Bald­vins og Krist­ínar hefur verið langt í frá hefð­bund­ið, en mik­ill meiri­hluti þeirra tíma saman ein­kennd­ist af bar­áttu Bald­vins við hinn ill­víga sjúk­dóm sem krabba­mein er. Þrátt fyrir þann skugga sem sjúk­dóm­ur­inn varp­aði á líf þeirra hjóna tókst þeim að eiga dýr­mætar stundir saman og breyta ógnum í tæki­færi og upp­lif­an­ir. Bald­vin féll frá eftir erf­iða bar­áttu þann 10. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og var ein af óupp­fylltum óskum hans að gefa út bók með völdum ljóðum sem hann hafði samið í gegnum árin. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bald­vins, Kristín Snorra­dótt­ir, stefnir á að láta þann draum ræt­ast með góðri hjálp, en söfnun hefur verið sett í gang á Karol­ina Fund af því til­efni.

Hún segir að þau Bald­vin hafi ver­ið ­saman í 29 ár og á 26 af þeim var krabba­mein þriðji aðili í hjóna­band­inu og eitt af stóru verk­efnum lífs­ins. „Bald­vin minn var rólynd­is­maður og maður fárra orða, en það sem hann sagði var fullt af visku. Hann átti auð­veld­ara með að tjá sig í gegnum ljóð og gerði það snilldar vel. Á okkar 29 árum var það partur af til­ver­unni að finna bréfs­snifsi þar sem hann hafði hripað niður hugs­anir sínar og til­finn­ingar í ljóð­um.

Krabba­meinið tók toll og hann þekkti svo vel myrkan heim þung­lyndis og kvíða, að mörgu leiti skrif­aði hann sig frá þung­lynd­inu og kvíð­anum og það má ber­sýni­lega sjá í bók­inni. Einnig lýsa ljóðin því svo vel hvernig svart­nættið leggst yfir og allt virð­ist svo von­laust.“

Auglýsing

Kristín segir að sorgin sem Bald­vin upp­lifði þegar elsti sonur þeirra leidd­ist út í heim fíkni­efna­neyslu og ástin vera eitt­hvað sem hann átti erfitt með að orða án ljóða. „Son­ur­inn sem var hans þrátt fyrir að hann hafi fylgt kon­unni inn í líf hans, þá fjög­urra ára gam­all. Við bætt­ust tvö önnur börn dóttir og son­ur, en öll áttu jafnan stað í hjarta hans og svo barna­barnið þegar hann kom í heim­inn.

Bald­vin starf­aði sem lög­reglu­maður og í starfi sínu sá hann ýmis­legt, en hann dæmdi engan því fyrir honum voru menn jafnir í augum almætt­is. Bald­vin var alltaf and­lega sinn­að­ur, trúði á eitt­hvað annað og meira en þessa einu jarð­vist. Hann trúði á ljósið í hjörtum mann­anna, allra manna líka ógæfu­manna.“

Í seinni tíð leyfði Bald­vin sér að hleypa út þess­ari and­legu hlið, lærði reiki og spil­aði á Gong og krist­als­skál­ar. „Með því veitti hann fólki hljóð­heil­un, en ávallt var ljóð með í för og fólk kom aftur og aftur til okkar hjóna í hjartanær­andi stundir á sunnu­dög­um, þar sem ég leiddi slökun og hann spil­aði og las ljóð.

Bald­vin ætl­aði að gefa út þessa bók en því miður varð hann undir í barrátt­unni við krabba­meinið þann 10. sept­em­ber 2021, þremur dögum fyrir 59 ára afmælið sitt. Því kom ekk­ert annað til greina en að eft­ir­lif­andi ekkja léti draum­inn ræt­ast. Verk­efnið snýst því um að heiðra minn­ingu lát­ins eig­in­manns og láta draum­inn hans ræt­ast.

Draumar geta ræst og allir ættu að trúa því.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk