„Okkur langaði svo óendanlega mikið til að geta glatt aðra“

Sykurverk Café er kaffihús og veisluþjónusta á Akureyri en eigendur þess safna nú fyrir stærra húsnæði á Karolina Fund.

Karolína Helenudóttir, Helena og Þórunn Jóna.
Karolína Helenudóttir, Helena og Þórunn Jóna.
Auglýsing

Kar­olína Hel­enu­dóttir er einn af eig­endum Syk­ur­verks. Hún hefur alla tíð haft mik­inn áhuga á bakstri og köku­skreyt­ing­um. Hún hefur haft ein­stak­lega gaman að því að búa til kökur með mömmu sinni og syst­ur, sem einnig eru eig­endur Syk­ur­verks, öll sín upp­vaxtar ár sem leiddi til þess að þær ákváðu að opna saman veislu­þjón­ustu og kaffi­hús sem hefur fengið gríð­ar­góðar við­tök­ur. Þær bjóða upp á fjölda af alls kyns spenn­andi kök­um, makkar­ónum og cupcakes sem og klass­ískar brauðtert­ur, skonsutert­ur, rjóma- og mar­engstertur svo dæmi séu tek­in.

Þær leggja mest upp úr veislu­þjón­ust­unni sem eru aðal­lega veislukökur s.s. fyrir afmæli, brúð­kaup, ferm­ingar o.þ.h. Allar kök­urnar eru svo sér­sniðnar eftir óskum hvers og eins, hvað varðar útlit sem og bragð. Allt sem þær bjóða upp á er fram­leitt á staðn­um, með þeirra eigin upp­skrift­um. Nú þurfa þær að stækka vinnu­svæði, veit­inga­sal, tæki og tól sem og bæta aðgengi til muna og safna þær því fyrir nýju hús­næði á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin af Syk­ur­verki?

Karolína Helenudóttir Mynd: Aðsend

„Hug­myndin byrj­aði í koll­inum á mér, ég byrj­aði að spreyta mig í flókn­ari köku­skreyt­ingum rétt áður en að fyrsta dóttir mín fædd­ist. Mig lang­aði læra að gera fal­legar kökur fyrir kynja­veislur og afmæl­is­veislur fram­tíð­ar­inn­ar, þar sem að mamma hafði alltaf gert allar afmæliskökur sama hvað var beðið um af okkur systkin­un­um, hvort sem það var snáka­spil, Svampur Sveins­son eða jafn­vel Sylvía Nótt! Mamma setti sko ekk­ert fyrir sig í þessu og það lang­aði mig að geta gert fyrir mín börn líka. Við syst­urnar munum alltaf eftir þeirri til­finn­ingu og hreinni gleði sem fal­leg afmæliskaka skilar af sér og okkur lang­aði svo óend­an­lega mikið til að geta glatt aðra með þess­ari ynd­is­legu til­finn­ing­u,“ segir Kar­olína.

Hvers vegna ákváðum þið að leita til Karol­ina Fund?

„Syk­ur­verk varð að veru­leika árið 2020 í gömlu hús­næði með mjög litlu eld­húsi, það gekk mjög vel hjá okkur til að byrja með en þegar orðið fór að ber­ast með fal­legu og bragð­góðu kök­unum okk­ar, þá varð eft­ir­spurnin meiri og meiri þannig að okkur fannst við ekki geta athafnað okkur lengur á þessu litla svæði sem við erum með á staðnum þar sem við erum núna. Hug­mynd­irnar eru svo ótrú­lega margar en til þess að geta boðið upp á breið­ara úrval og einnig til að geta gert kökur fyrir alla þá sem þess óska, sáum við fram á það að við þyrftum hrein­lega að flytja okkar rekstur í nýtt hús­næði.

Með því að opna nýjan stað verður aðgengið betra, við getum tekið við fleiri kökupönt­unum og þurfum þar af leið­andi ekki að vísa jafn mörgum frá þegar fólk langar að fá köku frá okkur sökum pláss­leys­is. Þar sem ekki er mikið um laus hús­næði með full­búnu atvinnu­eld­húsi, höfum fengið nýtt hús­næði til leigu sem þarf nú að inn­rétta sem eld­hús. Það er afar kostn­að­ar­samt og þess vegan ákváðum við að leita til fólks­ins til að aðstoða okkur að láta draum­inn verða að veru­leika. Kost­irnir við að opna nýjan stað eru margir: Snyrti­legra hús­næði með betri aðkomu, stórt og gott úti­svæði fyrir gesti til að njóta veit­inga úti í sól­inni, stærra eld­hús svo við getum annað eft­ir­spurn, okkar vin­sæla crêpes verður hægt að fá allan dag­inn, aukið fram­boð á til­búnum kökum og margt fleira. Okkur finnst svo ótrú­lega gaman að gleðja bæj­ar­búa með fal­legum og góðum kök­um. Við yrðum mjög þakk­látar ef þið vilduð hjálpa okkur að standa straumi við flutn­ings­kostnað þannig að við getum haldið því áfram,“ segir hún að lok­um.

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk