„Okkur langaði svo óendanlega mikið til að geta glatt aðra“

Sykurverk Café er kaffihús og veisluþjónusta á Akureyri en eigendur þess safna nú fyrir stærra húsnæði á Karolina Fund.

Karolína Helenudóttir, Helena og Þórunn Jóna.
Karolína Helenudóttir, Helena og Þórunn Jóna.
Auglýsing

Kar­olína Hel­enu­dóttir er einn af eig­endum Syk­ur­verks. Hún hefur alla tíð haft mik­inn áhuga á bakstri og köku­skreyt­ing­um. Hún hefur haft ein­stak­lega gaman að því að búa til kökur með mömmu sinni og syst­ur, sem einnig eru eig­endur Syk­ur­verks, öll sín upp­vaxtar ár sem leiddi til þess að þær ákváðu að opna saman veislu­þjón­ustu og kaffi­hús sem hefur fengið gríð­ar­góðar við­tök­ur. Þær bjóða upp á fjölda af alls kyns spenn­andi kök­um, makkar­ónum og cupcakes sem og klass­ískar brauðtert­ur, skonsutert­ur, rjóma- og mar­engstertur svo dæmi séu tek­in.

Þær leggja mest upp úr veislu­þjón­ust­unni sem eru aðal­lega veislukökur s.s. fyrir afmæli, brúð­kaup, ferm­ingar o.þ.h. Allar kök­urnar eru svo sér­sniðnar eftir óskum hvers og eins, hvað varðar útlit sem og bragð. Allt sem þær bjóða upp á er fram­leitt á staðn­um, með þeirra eigin upp­skrift­um. Nú þurfa þær að stækka vinnu­svæði, veit­inga­sal, tæki og tól sem og bæta aðgengi til muna og safna þær því fyrir nýju hús­næði á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin af Syk­ur­verki?

Karolína Helenudóttir Mynd: Aðsend

„Hug­myndin byrj­aði í koll­inum á mér, ég byrj­aði að spreyta mig í flókn­ari köku­skreyt­ingum rétt áður en að fyrsta dóttir mín fædd­ist. Mig lang­aði læra að gera fal­legar kökur fyrir kynja­veislur og afmæl­is­veislur fram­tíð­ar­inn­ar, þar sem að mamma hafði alltaf gert allar afmæliskökur sama hvað var beðið um af okkur systkin­un­um, hvort sem það var snáka­spil, Svampur Sveins­son eða jafn­vel Sylvía Nótt! Mamma setti sko ekk­ert fyrir sig í þessu og það lang­aði mig að geta gert fyrir mín börn líka. Við syst­urnar munum alltaf eftir þeirri til­finn­ingu og hreinni gleði sem fal­leg afmæliskaka skilar af sér og okkur lang­aði svo óend­an­lega mikið til að geta glatt aðra með þess­ari ynd­is­legu til­finn­ing­u,“ segir Kar­olína.

Hvers vegna ákváðum þið að leita til Karol­ina Fund?

„Syk­ur­verk varð að veru­leika árið 2020 í gömlu hús­næði með mjög litlu eld­húsi, það gekk mjög vel hjá okkur til að byrja með en þegar orðið fór að ber­ast með fal­legu og bragð­góðu kök­unum okk­ar, þá varð eft­ir­spurnin meiri og meiri þannig að okkur fannst við ekki geta athafnað okkur lengur á þessu litla svæði sem við erum með á staðnum þar sem við erum núna. Hug­mynd­irnar eru svo ótrú­lega margar en til þess að geta boðið upp á breið­ara úrval og einnig til að geta gert kökur fyrir alla þá sem þess óska, sáum við fram á það að við þyrftum hrein­lega að flytja okkar rekstur í nýtt hús­næði.

Með því að opna nýjan stað verður aðgengið betra, við getum tekið við fleiri kökupönt­unum og þurfum þar af leið­andi ekki að vísa jafn mörgum frá þegar fólk langar að fá köku frá okkur sökum pláss­leys­is. Þar sem ekki er mikið um laus hús­næði með full­búnu atvinnu­eld­húsi, höfum fengið nýtt hús­næði til leigu sem þarf nú að inn­rétta sem eld­hús. Það er afar kostn­að­ar­samt og þess vegan ákváðum við að leita til fólks­ins til að aðstoða okkur að láta draum­inn verða að veru­leika. Kost­irnir við að opna nýjan stað eru margir: Snyrti­legra hús­næði með betri aðkomu, stórt og gott úti­svæði fyrir gesti til að njóta veit­inga úti í sól­inni, stærra eld­hús svo við getum annað eft­ir­spurn, okkar vin­sæla crêpes verður hægt að fá allan dag­inn, aukið fram­boð á til­búnum kökum og margt fleira. Okkur finnst svo ótrú­lega gaman að gleðja bæj­ar­búa með fal­legum og góðum kök­um. Við yrðum mjög þakk­látar ef þið vilduð hjálpa okkur að standa straumi við flutn­ings­kostnað þannig að við getum haldið því áfram,“ segir hún að lok­um.

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiFólk