Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ef svo fari að hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni verði slegnar út af borðinu myndi hann strax vilja ráðast í vinnu við að skoða aðra flugvallarkosti sem fjallað var um í skýrslu Rögnunefndarinnar.

Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, for­maður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, segir að ef svo fari að hug­myndir um flug­völl í Hvassa­hrauni verði slegnar út af borð­inu vilji hann strax hefja vinnu við að skoða aðra val­kosti sem fjallað var um í skýrslu svo­kall­aðrar Rögnu­nefnd­ar, um flug­vall­ar­kosti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, frá árinu 2015.

Þetta kemur fram í umfjöllun um stöðu flug­mála í ljósi jarð­hrær­ing­anna á Reykja­nesi, sem birt­ist á vef Túrista í dag.

„Hvassa­hraun var á sínum tíma tal­inn álit­leg­asti kost­ur­inn fyrir nýjan flug­völl og Veð­ur­stofan skilar skýrslu sinni um þann kost í haust. Ég tel rétt að bíða eftir þeim nið­ur­stöðum áður en við gefum út miklar yfir­lýs­ing­ar. Ef nið­ur­staðan verður sú að Hvassa­hraun sé ekki lengur álit­legur kostur þá myndi ég vilja að strax hæf­ist vinna við að kanna aðra kosti sem nefndir voru í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­inn­ar,“ er haft eftir Ein­ari í umfjöllun mið­ils­ins.

Auglýsing

Í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar, sem var sam­eig­in­legur stýri­hópur Reykja­vík­ur­borg­ar, rík­is­ins og Icelandair Group, sagði um Hvassa­hraun að hraun­rennsli væri „ólík­legt næstu ald­ir“ á fyr­ir­hug­uðu flug­vall­ar­stæði og að „mjög litlar lík­ur“ væru á „vand­ræðum vegna sprungu­virkni næstu ald­ir“.

Nú virð­ist allt benda til þess að nýtt gos­tíma­bil sé hafið á Reykja­nesskaga, sem varað gæti þar til sá sem þetta ritar og allir sem þetta lesa verða komnir undir græna torfu. Það breytir stöð­unni, eins og ráða­menn hafa tjáð sig um að und­an­förnu.

Bessa­staða­nes, Hólms­heiði og Löngu­sker

Hinir kost­irnir sem fjallað var um í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar voru Bessa­staða­nes, Hólms­heiði og Löngu­sker, auk þess sem fjallað var útfærslur á flug­vell­inum í Vatns­mýri í breyttri mynd.

Mynd: Úr skýrslu Rögnunefndar.

Hvassa­hraun var að mati stýri­hóps­ins sá flug­vall­ar­kostur sem hafði mesta þró­un­ar­mögu­leika til fram­tíð­ar, í sam­an­burði við hina, sem þó voru allir sagðir geta rúmað þá starf­semi sem væri í Vatns­mýri.

Varð­andi Hvassa­hraunið voru þó ýmis atriði sem Rögnu­nefndi taldi að skoða þyrfti bet­ur, þar á meðal mögu­legar mót­væg­is­að­gerðir vegna sjúkra­flutn­inga. Einnig sagði að taka þyrfti með í reikn­ing­inn nálægð fyr­ir­hug­aðs flug­vallar við Kefla­vík­ur­flug­völl, með til­liti til loft­rým­is, flug­ferla og rekst­urs.

Í umfjöllun um Hvassa­hraunið sagði í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar að í skýrslu sem sér­fræð­ingar hefðu verið látnir vinna um nátt­úruvá á svæð­inu hefði komið fram að hraun sem myndu ógna flug­vall­ar­stæði í Hvassa­hrauns­landi myndu koma upp í Krýsu­vík­ur­kerf­inu.

„Miklar líkur eru á að aldir líði áður en Krýsu­vík­ur­kerfið rumskar næst. Búast má við að næsta goss­keið á Reykja­nesskaga hefj­ist í Brenni­steins­fjöll­um. Það gæti orðið eftir um eina öld. Hraun þaðan er ekki lík­legt til að ógna flug­vall­ar­stæð­inu í Hvassa­hrauni. Mjög litlar líkur eru á að sprungur og mis­gengi verði til vand­ræða á flug­vall­ar­stæð­inu næstu ald­ir. Miðað við tíma­bil goss­keiða í þeim er langt í það næsta, jafn­vel yfir 300 ár,“ sagði í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­inn­ar, með vísan í skýrslu sér­fræð­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent