Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ef svo fari að hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni verði slegnar út af borðinu myndi hann strax vilja ráðast í vinnu við að skoða aðra flugvallarkosti sem fjallað var um í skýrslu Rögnunefndarinnar.

Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, for­maður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, segir að ef svo fari að hug­myndir um flug­völl í Hvassa­hrauni verði slegnar út af borð­inu vilji hann strax hefja vinnu við að skoða aðra val­kosti sem fjallað var um í skýrslu svo­kall­aðrar Rögnu­nefnd­ar, um flug­vall­ar­kosti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, frá árinu 2015.

Þetta kemur fram í umfjöllun um stöðu flug­mála í ljósi jarð­hrær­ing­anna á Reykja­nesi, sem birt­ist á vef Túrista í dag.

„Hvassa­hraun var á sínum tíma tal­inn álit­leg­asti kost­ur­inn fyrir nýjan flug­völl og Veð­ur­stofan skilar skýrslu sinni um þann kost í haust. Ég tel rétt að bíða eftir þeim nið­ur­stöðum áður en við gefum út miklar yfir­lýs­ing­ar. Ef nið­ur­staðan verður sú að Hvassa­hraun sé ekki lengur álit­legur kostur þá myndi ég vilja að strax hæf­ist vinna við að kanna aðra kosti sem nefndir voru í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­inn­ar,“ er haft eftir Ein­ari í umfjöllun mið­ils­ins.

Auglýsing

Í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar, sem var sam­eig­in­legur stýri­hópur Reykja­vík­ur­borg­ar, rík­is­ins og Icelandair Group, sagði um Hvassa­hraun að hraun­rennsli væri „ólík­legt næstu ald­ir“ á fyr­ir­hug­uðu flug­vall­ar­stæði og að „mjög litlar lík­ur“ væru á „vand­ræðum vegna sprungu­virkni næstu ald­ir“.

Nú virð­ist allt benda til þess að nýtt gos­tíma­bil sé hafið á Reykja­nesskaga, sem varað gæti þar til sá sem þetta ritar og allir sem þetta lesa verða komnir undir græna torfu. Það breytir stöð­unni, eins og ráða­menn hafa tjáð sig um að und­an­förnu.

Bessa­staða­nes, Hólms­heiði og Löngu­sker

Hinir kost­irnir sem fjallað var um í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar voru Bessa­staða­nes, Hólms­heiði og Löngu­sker, auk þess sem fjallað var útfærslur á flug­vell­inum í Vatns­mýri í breyttri mynd.

Mynd: Úr skýrslu Rögnunefndar.

Hvassa­hraun var að mati stýri­hóps­ins sá flug­vall­ar­kostur sem hafði mesta þró­un­ar­mögu­leika til fram­tíð­ar, í sam­an­burði við hina, sem þó voru allir sagðir geta rúmað þá starf­semi sem væri í Vatns­mýri.

Varð­andi Hvassa­hraunið voru þó ýmis atriði sem Rögnu­nefndi taldi að skoða þyrfti bet­ur, þar á meðal mögu­legar mót­væg­is­að­gerðir vegna sjúkra­flutn­inga. Einnig sagði að taka þyrfti með í reikn­ing­inn nálægð fyr­ir­hug­aðs flug­vallar við Kefla­vík­ur­flug­völl, með til­liti til loft­rým­is, flug­ferla og rekst­urs.

Í umfjöllun um Hvassa­hraunið sagði í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­innar að í skýrslu sem sér­fræð­ingar hefðu verið látnir vinna um nátt­úruvá á svæð­inu hefði komið fram að hraun sem myndu ógna flug­vall­ar­stæði í Hvassa­hrauns­landi myndu koma upp í Krýsu­vík­ur­kerf­inu.

„Miklar líkur eru á að aldir líði áður en Krýsu­vík­ur­kerfið rumskar næst. Búast má við að næsta goss­keið á Reykja­nesskaga hefj­ist í Brenni­steins­fjöll­um. Það gæti orðið eftir um eina öld. Hraun þaðan er ekki lík­legt til að ógna flug­vall­ar­stæð­inu í Hvassa­hrauni. Mjög litlar líkur eru á að sprungur og mis­gengi verði til vand­ræða á flug­vall­ar­stæð­inu næstu ald­ir. Miðað við tíma­bil goss­keiða í þeim er langt í það næsta, jafn­vel yfir 300 ár,“ sagði í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­inn­ar, með vísan í skýrslu sér­fræð­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent