Hundrað ára hús verði ekki sjálfkrafa aldursfriðuð

Til stendur að leggja fram frumvarp á þingi um að í stað þess að 100 ára hús verði sjálfkrafa aldursfriðuð verði fundið eitthvað nýtt ártal til þess að miða aldursfriðun húsa við. Ekki er ljóst hvaða ártal verður lagt til.

Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Auglýsing

Umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­neytið hefur lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda áform um að fella niður hina svoköll­uðu 100 ára reglu í tengslum við ald­urs­friðun húsa. Til stendur að leggja fram frum­varp til Alþingis þar sem lagt verður til að miða við eitt­hvað eitt, fast ártal, í stað þess að öll mann­virki sem ná 100 ára aldri verði sjálf­krafa ald­urs­frið­uð.

Í skjali sem ráðu­neytið hefur birt í sam­ráðs­gátt­inni segir að stutt sé í ald­urs­friðun mik­ils fjölda stein­steyptra húsa og ann­arra mann­virkja bæði í þétt­býli og sveit, sem og inn­viða úr fjölda­fram­leiddum efni­við, til dæmis gadd­ar­vírs­girð­inga í sveitum lands­ins.

Ráðu­neytið segir að fágæti auki varð­veislu­gildi minja, en hið gagn­stæða dragi úr því. Ljóst sé að það sé hvorki „hægt né æski­legt að vernda allar menn­ing­arminjar og hús“ heldur sé þörf fag­legum rökum fyrir vernd, „ekki síst í ljósi þess að bygg­ing­ar­efni og verk­hættir breytt­ust all­nokkuð á þriðja ára­tug 20. ald­ar“. Ráðu­neytið segir að ef ekk­ert verði aðhafst muni fjöldi forn­leifa öðl­ast ald­urs­frið­un, sem ekki er þörf á að vernda.

Álag á stjórn­sýslu og tómur húsa­frið­un­ar­sjóður

Einnig er því haldið til haga í plaggi ráðu­neyt­is­ins að með stór­auknum fjölda húsa og ann­arra mann­virkja sem yrðu friðuð á hverju ári myndi álag á stjórn­sýslu minja­mála aukast. Það er sagt geta „dregið úr getu til að fjalla á vand­aðan hátt um öll mál og til lengri tíma haft nei­kvæð áhrif á minjar með hátt varð­veislu­gildi sem sann­ar­lega þarf að vernda“. Auk þess er þess getið að fjár­hags­leg áhrif þess­ara breyt­inga á rík­is­sjóð verði senni­lega jákvæð til langs tíma lit­ið, því ef engu yrði breytt myndi kostn­aður við stjórn­sýslu minja­mála stór­aukast.

Auglýsing

Þá er fjallað um nei­kvæð áhrif á húsa­frið­un­ar­sjóð, sem er sér­stakur sjóður sem Minja­stofnun úthlutar úr til fram­kvæmda við friðuð hús. Á þessu ári var 300 millj­ónum króna úthlutað úr sjóðn­um, en sótt var um fjór­falda þá upp­hæð í sjóð­inn, eða 1,2 millj­arða króna.

Ráðu­neytið segir í skjali sínu að ef það verði mikil fjölgun á ald­urs­frið­uðum húsum blasi við að húsa­frið­un­ar­sjóð­ur­inn muni ekki geta mætt slíkum fjölda, og verði ein­ungis fær um að styrkja lít­inn hluta þeirra húsa sem hlotið hafa ald­urs­frið­un.

Sig­mundur Davíð vildi miða við 1915

Sem áður segir er horft til þess að breyta ald­urs­frið­un­ar­á­kvæð­inu á þann hátt að í stað þess að minjar verði frið­aðar þegar þær verða 100 ára þá verði lög­fest til­tekið ártal sem verði miðað við.

Hug­mynd að slíku til­teknu ártali er ekki lögð fram í skjali stjórn­valda, en til stendur að leggja fram drög að frum­varpi um málið í sam­ráðs­gátt og þá vænt­an­lega verður ein­hverju einu ártali varpað fram.

Umræða var um þessi mál árið 2015, er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks. Sig­mundur lagði þá fram til­lögu um sama og nú ert gert, að hætta að friða sjálf­krafa öll 100 ára gömul hús og horfa þess í stað til þess að öll hús sem byggð voru fyrir árið 1915 yrðu frið­uð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði til svipaðar breytingar árið 2015, er hann var forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Hlaut það góðar und­ir­tektir hjá Magn­úsi Skúla­syni, sem þá var for­maður húsa­frið­un­ar­nefnd­ar, en í sam­tali við RÚV sagði hann að það væri orðið húsa­frið­un­ar­nefnd og Minja­stofnun ofviða að taka á móti jafn mörgum húsum til frið­unar og raun bæri vitni.

„Það þarf að vinsa þar úr ennþá meira. 1915-reglan er vel við­eig­andi vegna þess að þá lýkur timb­ur­húsa­öld í Reykja­vík, og við tekur svona stein­steypu­öld­in, og það gildir nú fyrir allt landið reynd­ar,“ sagði Magn­ús, við frétta­stofu RÚV.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent