Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans

Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.

Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið áformar að breyta lögum um Seðla­bank­ann, á þann veg að Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri taki við for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans. For­mennska í þeirri nefnd hefur verið í höndum Unnar Gunn­ars­dóttur vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá því Seðla­bank­inn tók við eft­ir­liti með fjár­mála­starf­semi í árs­byrjun 2020.

For­mennska í öðrum nefndum bank­ans, pen­inga­stefnu­nefnd og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd, er einnig í höndum seðla­banka­stjór­ans í dag. Er verið var breyta lögum til þess að sam­eina Seðla­bank­anna og FME stóð sam­kvæmt fram­lögðu frum­varpi til að seðla­banka­stjóri færi einnig með for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­inni, en því var breytt í með­förum Alþingis árið 2019.

Unnur Gunnarsdóttir er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. Samkvæmt fyrirhugðum lagabreytingum verður hún staðgengill seðlabankastjóra sem formaður fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Mynd: Seðlabanki Íslands

Í nefnd­ar­á­liti á Alþingi á þeim tíma var breyt­ingin rök­studd þannig að með henni væri verið að reyna að draga úr orð­spors­á­hættu, sem rýrt gæti trú­verð­ug­leika Seðla­bank­ans og haft nei­kvæð áhrif á starf­semi hans á öðrum svið­um, auk þess sem þetta væri gert til að milda áhrif þeirrar miklu sam­þjöpp­unar valds sem fælist í sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Aukið flækju­stig fylgi núver­andi fyr­ir­komu­lagi

Úttekt­ar­nefnd sem var skipuð í fyrra til þess að fara yfir reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans á árunum 2020 og 2021, í kjöl­far þess að breyt­ingar voru gerðar á stjórn­kerfi bank­ans við sam­ein­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits og Seðla­banka sem tók gildi um ára­mót 2020, mælti með því að þessi breyt­ing yrði gerð.

„Seðla­banka­stjóri ætti að gegna for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd, eins og í hinum nefnd­un­um, eins og lagt var til í upp­haf­legu frum­varpi til laga árið 2019. Mis­mun­andi for­mennska býr til flækju­stig og það gerir einnig hið marg­brotna fram­sal valds og hin lag­skipta stjórn­sýsla sem búin er til í kringum eft­ir­lits­verk­efni innan sömu stofn­un­ar­inn­ar,“ sagði í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem for­sæt­is­ráðu­neytið er nú að bregð­ast við með fyr­ir­hug­uðum laga­breyt­ing­um, sem eru til kynn­ingar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þessa dag­ana.

Auglýsing

Í skýrslu nefnd­ar­innar kom einnig fram að áhyggjur sem settar voru fram á þingi af orð­spors­á­hættu fyrir Seðla­bank­ann vegna setu seðla­banka­stjóra í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd virð­ist hafa verið ýkt­ar. Í við­tölum nefnd­ar­innar við aðila innan og utan Seðla­bank­ans kom fram að Seðla­bank­inn myndi „í raun aldrei sleppa við gagn­rýni eða óánægju með fjár­mála­eft­ir­lits­starf­sem­ina þótt ákvarð­anir séu teknar án þátt­töku banka­stjór­ans“.

Vilja einnig breyta ákvæðum um ákvarð­ana­töku

Auk áður­nefndra breyt­inga sem varða for­mennsk­una í nefnd­inni stendur einnig til að ákvæðum laga um töku ákvarð­ana á sviði fjár­mála­eft­ir­lits verði breytt. Nánar til­tekið á að nú að fela Seðla­bank­anum að taka ákvarð­anir sem faldar eru Fjár­mála­eft­ir­lit­inu sam­kvæmt lögum og stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um, en í dag gera lög ráð fyrir því að fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd taki slíkar ákvarð­an­ir, en geti fram­selt það vald til vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits ef ákvarð­anir telj­ast ekki meiri hátt­ar.

Ef þetta hljómar dálítið flók­ið, þá er það senni­lega sökum þess að þetta er fremur flók­ið. Í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­innar sagði að miðað við þetta marg­brotna fram­sal valds og lag­skipta stjórn­sýslu sem búin væri til í kringum eft­ir­lits­verk­efni innan sömu stofn­unar væri ekki hægt að full­yrða að réttar­ör­yggi og rétt­lát máls­með­ferð væru tryggð, og taldi nefndin að heppi­legra væri að koma í veg fyrir laga­leg álita­mál sem geti skap­ast með end­ur­bótum á lög­gjöf eða fram­kvæmd.

„Í sam­ræmi við þetta er áætlað að leggja til breyt­ingar á lögum um Seðla­banka Íslands þar sem kveðið verði á um að Seðla­banki Íslands taki ákvarð­anir sem faldar eru Fjár­mála­eft­ir­lit­inu sam­kvæmt lögum og stjórn­valds­fyr­ir­mælum og kveða jafn­framt á um að fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd skuli taka íþyngj­andi ákvarð­an­ir, svo sem um álagn­ingu stjórn­valds­sekta. Hvað undir það fellur verður að hluta til skil­greint í lögum en að hluta til útfært í starfs­reglum nefnd­ar­inn­ar,“ segir í skjali for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem áformin um laga­breyt­ing­arnar eru útli­st­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent