Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans

Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.

Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið áformar að breyta lögum um Seðla­bank­ann, á þann veg að Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri taki við for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans. For­mennska í þeirri nefnd hefur verið í höndum Unnar Gunn­ars­dóttur vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá því Seðla­bank­inn tók við eft­ir­liti með fjár­mála­starf­semi í árs­byrjun 2020.

For­mennska í öðrum nefndum bank­ans, pen­inga­stefnu­nefnd og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd, er einnig í höndum seðla­banka­stjór­ans í dag. Er verið var breyta lögum til þess að sam­eina Seðla­bank­anna og FME stóð sam­kvæmt fram­lögðu frum­varpi til að seðla­banka­stjóri færi einnig með for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­inni, en því var breytt í með­förum Alþingis árið 2019.

Unnur Gunnarsdóttir er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. Samkvæmt fyrirhugðum lagabreytingum verður hún staðgengill seðlabankastjóra sem formaður fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Mynd: Seðlabanki Íslands

Í nefnd­ar­á­liti á Alþingi á þeim tíma var breyt­ingin rök­studd þannig að með henni væri verið að reyna að draga úr orð­spors­á­hættu, sem rýrt gæti trú­verð­ug­leika Seðla­bank­ans og haft nei­kvæð áhrif á starf­semi hans á öðrum svið­um, auk þess sem þetta væri gert til að milda áhrif þeirrar miklu sam­þjöpp­unar valds sem fælist í sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Aukið flækju­stig fylgi núver­andi fyr­ir­komu­lagi

Úttekt­ar­nefnd sem var skipuð í fyrra til þess að fara yfir reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans á árunum 2020 og 2021, í kjöl­far þess að breyt­ingar voru gerðar á stjórn­kerfi bank­ans við sam­ein­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits og Seðla­banka sem tók gildi um ára­mót 2020, mælti með því að þessi breyt­ing yrði gerð.

„Seðla­banka­stjóri ætti að gegna for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd, eins og í hinum nefnd­un­um, eins og lagt var til í upp­haf­legu frum­varpi til laga árið 2019. Mis­mun­andi for­mennska býr til flækju­stig og það gerir einnig hið marg­brotna fram­sal valds og hin lag­skipta stjórn­sýsla sem búin er til í kringum eft­ir­lits­verk­efni innan sömu stofn­un­ar­inn­ar,“ sagði í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem for­sæt­is­ráðu­neytið er nú að bregð­ast við með fyr­ir­hug­uðum laga­breyt­ing­um, sem eru til kynn­ingar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þessa dag­ana.

Auglýsing

Í skýrslu nefnd­ar­innar kom einnig fram að áhyggjur sem settar voru fram á þingi af orð­spors­á­hættu fyrir Seðla­bank­ann vegna setu seðla­banka­stjóra í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd virð­ist hafa verið ýkt­ar. Í við­tölum nefnd­ar­innar við aðila innan og utan Seðla­bank­ans kom fram að Seðla­bank­inn myndi „í raun aldrei sleppa við gagn­rýni eða óánægju með fjár­mála­eft­ir­lits­starf­sem­ina þótt ákvarð­anir séu teknar án þátt­töku banka­stjór­ans“.

Vilja einnig breyta ákvæðum um ákvarð­ana­töku

Auk áður­nefndra breyt­inga sem varða for­mennsk­una í nefnd­inni stendur einnig til að ákvæðum laga um töku ákvarð­ana á sviði fjár­mála­eft­ir­lits verði breytt. Nánar til­tekið á að nú að fela Seðla­bank­anum að taka ákvarð­anir sem faldar eru Fjár­mála­eft­ir­lit­inu sam­kvæmt lögum og stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um, en í dag gera lög ráð fyrir því að fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd taki slíkar ákvarð­an­ir, en geti fram­selt það vald til vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits ef ákvarð­anir telj­ast ekki meiri hátt­ar.

Ef þetta hljómar dálítið flók­ið, þá er það senni­lega sökum þess að þetta er fremur flók­ið. Í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­innar sagði að miðað við þetta marg­brotna fram­sal valds og lag­skipta stjórn­sýslu sem búin væri til í kringum eft­ir­lits­verk­efni innan sömu stofn­unar væri ekki hægt að full­yrða að réttar­ör­yggi og rétt­lát máls­með­ferð væru tryggð, og taldi nefndin að heppi­legra væri að koma í veg fyrir laga­leg álita­mál sem geti skap­ast með end­ur­bótum á lög­gjöf eða fram­kvæmd.

„Í sam­ræmi við þetta er áætlað að leggja til breyt­ingar á lögum um Seðla­banka Íslands þar sem kveðið verði á um að Seðla­banki Íslands taki ákvarð­anir sem faldar eru Fjár­mála­eft­ir­lit­inu sam­kvæmt lögum og stjórn­valds­fyr­ir­mælum og kveða jafn­framt á um að fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd skuli taka íþyngj­andi ákvarð­an­ir, svo sem um álagn­ingu stjórn­valds­sekta. Hvað undir það fellur verður að hluta til skil­greint í lögum en að hluta til útfært í starfs­reglum nefnd­ar­inn­ar,“ segir í skjali for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem áformin um laga­breyt­ing­arnar eru útli­st­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent