Hommar hafa lægri tekjur en gagnkynhneigðir þrátt fyrir meiri menntun

Samkvæmt nýrri rannsókn BHM, Samtakanna 78 og Hagfræðistofnunar telur meirihluti hinsegin fólks halla á kjör og réttindi þess á vinnumarkaði. Hommar eru tekjulægri en gagnkynhneigðir karlar en lesbíur eru tekjuhærri en gagnkynhneigðar konur.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Hommar hafa að jafn­aði þriðj­ungi lægri tekjur en gagn­kyn­hneigðir karl­menn þrátt fyrir að vera almennt mennt­aðri og atvinnu­ör­yggi trans fólks er minna en hjá öðru hinsegin fólki. Þá finnst meiri­hluti hinsegin fólks halla á kjör og rétt­indi þess á vinnu­mark­aði. Þetta er meðal nið­ur­staðna úr grein­ingu BHM á hinsegin vinnu­mark­aði á Íslandi sem unnin var í sam­starfi við Sam­tökin 78 og og Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands.

Árið 2019 voru atvinnu­tekjur homma á árs­grund­velli um 6 millj­ónir króna eða þriðj­ungi lægri en hjá gagn­kyn­hneigðum körlum sem höfðu um 8,9 millj­ónir króna í atvinnu­tekjur á árinu. „Mun­ur­inn er athygl­is­verður í ljósi þess að mennt­un­ar­stig homma í rann­sókn­inni er mun hærra en gagn­kyn­hneigða sam­an­burð­ar­hóps­ins. Um 50% homma eru með háskóla­menntun en aðeins 36% gagn­kyn­hneigðra karla,“ segir um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Þar segir einnig að hommar eru lík­legri en gagn­kyn­hneigðir karlar til þess að vinna í þjón­ustu­störf­um, „eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvenna­störf“.“

Þessi kyn­hneigð­ar­halli er öfugur þegar horft er til kvenna. Les­b­íur voru með um 13 pró­sent hærri atvinnu­tekjur en gagn­kyn­hneigðar konur að með­al­tali árið 2019. Atvinnu­tekjur lesbía var um 6,3 millj­ónir árið 2013 sam­an­borið við 5,6 millj­ónir hjá gagn­kyn­hneigðum kon­um. Það virð­ist ekki vera eins­dæmi hér á landi því nýleg rann­sókn sem unnin var eftir sömu aðferða­fræði í Dan­mörku leiddi sam­bæri­legar nið­ur­stöður í ljós.

Auglýsing

Atvinnu­ör­yggið minnst meðal trans fólks

Sökum þess hve hátt hlut­fall homma vinnur í þjón­ustu­greinum á almennum vinnu­mark­aði komu þeir verst út úr heims­far­aldr­inum þegar litið er til atvinnu­leys­is. Um 38 pró­sent homma þáðu atvinnu­leys­is­bætur árið 2020 en hlut­fallið fyrir karla í heild var 28 pró­sent. 23 pró­sent kvenna þáðu atvinnu­leys­is­bætur á því ári.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar benda til þess að atvinnu­ör­yggi trans fólks sé minna en hjá öðru hinsegin fólki. Um 70 pró­sent trans fólks seg­ist hafa upp­lifað atvinnu­leysi en til sam­an­burðar er hlut­fallið 40 pró­sent hjá þeim sem hafa sís-kyn­vit­und.

Meiri­hluti svar­enda, um 60 pró­sent, finnst halla á kjör og rétt­indi fólks á vinnu­mark­aði og telja sumir svar­endur vinnu­mark­að­inn of sér­snið­inn að þeim sem auð­veld­lega geta eign­ast börn.

Helm­ingur ánægður með stefnu stjórn­valda

„Að­eins um helm­ingur þeirra sem tóku þátt í rann­sókn­inni eru ánægð með stefnu stjórn­valda í mál­efnum hinsegin fólks og aðeins um 20% trans fólks,“ segir um nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar. Mik­ill meiri­hluti vill að lögð verði aukin áhersla á grein­ingar og rann­sóknir á aðstæðum hinsegin fólks á vinnu­mark­aði, svo sem hjá Hag­stofu Íslands.

Engu að síður eru svar­endur bjart­sýnni um stöðu hinsegin fólks til fram­tíðar á Íslandi heldur en á heims­vísu. Ein­ungis 20 pró­sent aðspurðra eru bjart­sýn fyrir hönd hinsegin fólks á heims­vísu til fram­tíðar en 90 pró­sent þegar kemur að stöð­unni hér á landi.

Fyrsti fasi rann­sóknar sem snýr að grein­ingu á hinsegin vinnu­mark­aði á Íslandi sneri að mestu leyti á sam­an­burði á stöðu sam­kyn­hneigðra og gagn­kyn­hneigðra. Í tengslum við rann­sókn­ina var fram­kvæmd spurn­inga­könnun meðal hinsegin fólks en henni svör­uðu 850 í júní og júlí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent