Hommar hafa lægri tekjur en gagnkynhneigðir þrátt fyrir meiri menntun

Samkvæmt nýrri rannsókn BHM, Samtakanna 78 og Hagfræðistofnunar telur meirihluti hinsegin fólks halla á kjör og réttindi þess á vinnumarkaði. Hommar eru tekjulægri en gagnkynhneigðir karlar en lesbíur eru tekjuhærri en gagnkynhneigðar konur.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Hommar hafa að jafn­aði þriðj­ungi lægri tekjur en gagn­kyn­hneigðir karl­menn þrátt fyrir að vera almennt mennt­aðri og atvinnu­ör­yggi trans fólks er minna en hjá öðru hinsegin fólki. Þá finnst meiri­hluti hinsegin fólks halla á kjör og rétt­indi þess á vinnu­mark­aði. Þetta er meðal nið­ur­staðna úr grein­ingu BHM á hinsegin vinnu­mark­aði á Íslandi sem unnin var í sam­starfi við Sam­tökin 78 og og Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands.

Árið 2019 voru atvinnu­tekjur homma á árs­grund­velli um 6 millj­ónir króna eða þriðj­ungi lægri en hjá gagn­kyn­hneigðum körlum sem höfðu um 8,9 millj­ónir króna í atvinnu­tekjur á árinu. „Mun­ur­inn er athygl­is­verður í ljósi þess að mennt­un­ar­stig homma í rann­sókn­inni er mun hærra en gagn­kyn­hneigða sam­an­burð­ar­hóps­ins. Um 50% homma eru með háskóla­menntun en aðeins 36% gagn­kyn­hneigðra karla,“ segir um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Þar segir einnig að hommar eru lík­legri en gagn­kyn­hneigðir karlar til þess að vinna í þjón­ustu­störf­um, „eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvenna­störf“.“

Þessi kyn­hneigð­ar­halli er öfugur þegar horft er til kvenna. Les­b­íur voru með um 13 pró­sent hærri atvinnu­tekjur en gagn­kyn­hneigðar konur að með­al­tali árið 2019. Atvinnu­tekjur lesbía var um 6,3 millj­ónir árið 2013 sam­an­borið við 5,6 millj­ónir hjá gagn­kyn­hneigðum kon­um. Það virð­ist ekki vera eins­dæmi hér á landi því nýleg rann­sókn sem unnin var eftir sömu aðferða­fræði í Dan­mörku leiddi sam­bæri­legar nið­ur­stöður í ljós.

Auglýsing

Atvinnu­ör­yggið minnst meðal trans fólks

Sökum þess hve hátt hlut­fall homma vinnur í þjón­ustu­greinum á almennum vinnu­mark­aði komu þeir verst út úr heims­far­aldr­inum þegar litið er til atvinnu­leys­is. Um 38 pró­sent homma þáðu atvinnu­leys­is­bætur árið 2020 en hlut­fallið fyrir karla í heild var 28 pró­sent. 23 pró­sent kvenna þáðu atvinnu­leys­is­bætur á því ári.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar benda til þess að atvinnu­ör­yggi trans fólks sé minna en hjá öðru hinsegin fólki. Um 70 pró­sent trans fólks seg­ist hafa upp­lifað atvinnu­leysi en til sam­an­burðar er hlut­fallið 40 pró­sent hjá þeim sem hafa sís-kyn­vit­und.

Meiri­hluti svar­enda, um 60 pró­sent, finnst halla á kjör og rétt­indi fólks á vinnu­mark­aði og telja sumir svar­endur vinnu­mark­að­inn of sér­snið­inn að þeim sem auð­veld­lega geta eign­ast börn.

Helm­ingur ánægður með stefnu stjórn­valda

„Að­eins um helm­ingur þeirra sem tóku þátt í rann­sókn­inni eru ánægð með stefnu stjórn­valda í mál­efnum hinsegin fólks og aðeins um 20% trans fólks,“ segir um nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar. Mik­ill meiri­hluti vill að lögð verði aukin áhersla á grein­ingar og rann­sóknir á aðstæðum hinsegin fólks á vinnu­mark­aði, svo sem hjá Hag­stofu Íslands.

Engu að síður eru svar­endur bjart­sýnni um stöðu hinsegin fólks til fram­tíðar á Íslandi heldur en á heims­vísu. Ein­ungis 20 pró­sent aðspurðra eru bjart­sýn fyrir hönd hinsegin fólks á heims­vísu til fram­tíðar en 90 pró­sent þegar kemur að stöð­unni hér á landi.

Fyrsti fasi rann­sóknar sem snýr að grein­ingu á hinsegin vinnu­mark­aði á Íslandi sneri að mestu leyti á sam­an­burði á stöðu sam­kyn­hneigðra og gagn­kyn­hneigðra. Í tengslum við rann­sókn­ina var fram­kvæmd spurn­inga­könnun meðal hinsegin fólks en henni svör­uðu 850 í júní og júlí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent