„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“

Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.

Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Auglýsing

Ekki er allt með felldu í því sam­spili hag­stærða á Íslandi sem veldur miklum hækk­unum á hús­næð­is­mark­aði, sem leiðir svo af sér verð­bólgu sem leiðir af sér vaxta­hækk­anir sem leiða af sér hærri afborg­anir af hús­næð­is­lán­um. Þetta skynji flestir og spurn­ingin er hvort það sé ekki kom­inn tími til að breyta þessu kerfi?

Að þessu spyrja hag­fræð­ing­arnir Gylfi Zoega, pró­fessor við Háskóla Íslands, og Kjartan B. Braga­son, sem er sjálf­stætt starf­andi, í grein sem þeir skrifa saman í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni benda þeir á að það væri til dæmis hægt að „láta hækk­anir á verði íbúð­ar­hús­næðis koma hægar inn í vísi­tölu neyslu­verðs eins og margoft hefur verið bent á. Það væri einnig hægt að láta fast­eigna­gjöld fara eftir stærð híbýla en ekki mark­aðs­verði vegna þess að stærð mælir fremur þjón­ustu­þörf en mark­aðs­verð­mæti, fjölda ein­stak­linga sem búa í eign.“ 

Auglýsing
Þá gætu ríki, sveit­ar­fé­lög eða líf­eyr­is­sjóðir látið byggja hús­næði til þess að mæta óvæntri eft­ir­spurn í fram­tíð­inni og dregið þannig úr verð­sveifl­um. „Hægt væri að banna Air­bnb í þétt­býli þegar skortur er á íbúð­ar­hús­næði og setja reglur um að vextir á lánum til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði til leigu séu hærri en til kaupa á eigin hús­næð­i.“

Vænt­ingar um hærra gengi valda geng­is­hækkun

Hér eigi sér stað flókið sam­spil þar sem fólks­fjölgun – í formi aðfluttra umfram brott­fluttra – geti valdið veru­legum ófyr­ir­séðum breyt­ingum á eft­ir­spurn og/ eða fram­boði á hús­næði með til­heyr­andi verð­hækk­unum eða lækk­unum auk þess sem vaxta­breyt­ingar Seðla­bank­ans hafi mikil áhrif á hús­næð­is­verð. „Sam­spil hús­næð­is­verðs, fast­eigna­mats, verð­bólgu og vaxta verður nú enn flókn­ara þegar í ljós kemur að sveiflur raun­gengis auka aðflutn­ing fólks til lands­ins sem síðan veldur hækkun hús­næð­is­verðs, sem veldur hærri verð­bólgu­mæl­ingu, hækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra lána, hærri fast­eigna­gjöldum og hækk­andi vöxtum seðla­banka. En hvað veldur hærra raun­geng­i?.“ 

Þeir svara spurn­ing­unni svo sjálfir og segja ýmsa þætti koma þar við sögu. Bætt við­skipta­kjör, auk­inn sjáv­ar­afli, fleiri erlendir ferða­menn, færri Íslend­ingar sem fara til útlanda og erlendar fjár­fest­ingar leiða til að mynda til hærra raun­geng­is. „Ekki þarf annað en að vænt­ingar mynd­ist um hærra gengi krón­unnar og útflytj­endur flýti sér að skipta erlendum gjald­eyri í krónur sem síðan veldur geng­is­hækkun og þar með hærra raun­gengi sem svo hefur þau áhrif sem hér hefur verið lýst.“

Hægt er að lesa grein Gylfa og Kjart­ans í heild sinni með því að ger­­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent