Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína

Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.

Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að staðfesta ákvörðun bæjarstjórnar Grindavikurbæjar um að nýja hraunið úr eldgosinu í Geldingadölum fái nafnið Fagradalshraun.

Þetta kom fram í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur í vikunni. Bæjarstjórnin í Grindavík ákvað þetta nafn, eins og lög um örnefni gera ráð fyrir, enda er eldgosið og hraunið nýja innan sveitarfélagamarka Grindavíkurbæjar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Tvö nöfn voru til skoðunar hjá bæjarstjórninni, sem leitaði til íbúa í bænum eftir uppástungum að nafni á nýja hraunið skömmu eftir að eldgosið hófst í lok mars. Þau tvö nöfn sem oftast voru nefnd af hálfu íbúa voru Fagradalshraun og Fagrahraun, en alls bárust um 340 tillögur að nafni á nýja hraunið.

Þessar tillögur að örnefnum sendi bæjarstjórnin svo inn til örnefnanefndar, sem ráðherra skipar, og þótti nefndinni ekkert því til fyrirstöðu að nota hvort örnefnið sem væri.

Bæjarstjórnin ákvað þó að endingu að gera tillögu um heitið Fagradalshraun og eins og lög um örnefni gera ráð fyrir hefur ráðherra nú staðfest það formlega.

Eldgosið virðist í rénun

Eldgosið í Geldingadölum hefur nú staðið í rúma fjóra mánuði og merki eru um að farið sé að draga úr virkni þess.

Auglýsing

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði sagði við Ríkisútvarpið í gær að svo virtist sem framboðið af kviku, sem virðist vera að koma beint úr möttli jarðar en ekki úr kvikuhólfi, virðist vera að minnka.

„Það er líklegt að við munum horfa á minnkandi gos sem svo fjarar út en tímasetningar eru mjög erfiðar,“ sagði Magnús Tumi við RÚV.

Það er því óljóst enn hversu mikið Fagradalshraun mun stækka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent