Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína

Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.

Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur ákveðið að stað­festa ákvörðun bæj­ar­stjórnar Grinda­vik­ur­bæjar um að nýja hraunið úr eld­gos­inu í Geld­inga­dölum fái nafnið Fagra­dals­hraun.

Þetta kom fram í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Grinda­víkur í vik­unni. Bæj­ar­stjórnin í Grinda­vík ákvað þetta nafn, eins og lög um örnefni gera ráð fyr­ir, enda er eld­gosið og hraunið nýja innan sveit­ar­fé­laga­marka Grinda­vík­ur­bæj­ar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Tvö nöfn voru til skoð­unar hjá bæj­ar­stjórn­inni, sem leit­aði til íbúa í bænum eftir upp­á­stungum að nafni á nýja hraunið skömmu eftir að eld­gosið hófst í lok mars. Þau tvö nöfn sem oft­ast voru nefnd af hálfu íbúa voru Fagra­dals­hraun og Fagra­hraun, en alls bár­ust um 340 til­lögur að nafni á nýja hraun­ið.

Þessar til­lögur að örnefnum sendi bæj­ar­stjórnin svo inn til örnefna­nefnd­ar, sem ráð­herra skipar, og þótti nefnd­inni ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að nota hvort örnefnið sem væri.

Bæj­ar­stjórnin ákvað þó að end­ingu að gera til­lögu um heitið Fagra­dals­hraun og eins og lög um örnefni gera ráð fyrir hefur ráð­herra nú stað­fest það form­lega.

Eld­gosið virð­ist í rénun

Eld­gosið í Geld­inga­dölum hefur nú staðið í rúma fjóra mán­uði og merki eru um að farið sé að draga úr virkni þess.

Auglýsing

Magnús Tumi Guð­munds­son pró­fessor í jarð­eðl­is­fræði sagði við Rík­is­út­varpið í gær að svo virt­ist sem fram­boðið af kviku, sem virð­ist vera að koma beint úr möttli jarðar en ekki úr kviku­hólfi, virð­ist vera að minnka.

„Það er lík­legt að við munum horfa á minnk­andi gos sem svo fjarar út en tíma­setn­ingar eru mjög erf­ið­ar,“ sagði Magnús Tumi við RÚV.

Það er því óljóst enn hversu mikið Fagra­dals­hraun mun stækka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent