Inneignir fyrir 11,2 milljarða útistandandi

Í lok júní áttu viðskiptavinir Icelandair alls 11,2 milljarða í ónýttum inneignarnótum. Á sama tíma nam verðmæti bókaðra flugmiða hjá félaginu 21,3 milljörðum.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Auglýsing

Í lok júnímánaðar nám upphæð ferðainneignar sem einstaklingar eiga inni hjá flugfélaginu Icelandair alls rúmum 11,2 milljörðum króna. Á sama tíma nam virði bókaðra flugmiða hjá flugfélaginu rúmum 21,3 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Icelandair Group, sem birt var í gærkvöldi. Sú háa upphæð sem viðskiptavinir félagsins eiga í inneignarnótum þarf ekki að koma á óvart, enda gaf flugfélagið út inneignarnótur fyrir um 12 milljarða króna á síðasta ári, vegna flugferða sem ekki voru farnar.

Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög, reyndi eftir fremsta megni að endurgreiða viðskiptavinum fyrir flug sem féllu niður vegna heimsfaraldursins með ferðainneignum, til þess að hefta útstreymi lausafjár á þeim miklu óvissutímum sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér er hann skall á. Inneignarnótur hjá Icelandair gilda almennt í þrjú ár.

Fyrirtækið, sem tapaði 6,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og alls 10,9 milljörðum á fyrri helmingi ársins, var jákvætt í yfirlýsingum sínum til markaðarins í gær.

Flugáætlun 2022 80 prósent af flugáætlun ársins 2019

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði í tilkynningu í gær að viðspyrna væri hafin hjá félaginu og að mikil aukning bókana á seinni hluta ársins hefði jákvæð áhrif á lausafjárstöðu félagsins, en handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna í lok júní.

Auglýsing

Fram kom hjá Boga Nils að Icelandair vonaðist eftir því að flytja alls 400 þúsund ferðamenn til Íslands á árinu og að metnaðarfull flugáætlun hefði verið sett upp fyrir haustið og veturinn.

Hann viðurkenndi þó að óvissa vegna kórónuveirufaraldursins væri enn allnokkur. Í lok júnímánaðar höfðu 75 þúsund ferðamenn komið til landsins, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu.

Samkvæmt fjárfestakynningu Icelandair, sem farið var yfir á fundi í morgun, er félagið nú með flugáætlun fyrir árið 2022 sem er um 80 prósent af flugáætlun ársins 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent