Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum

Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.

Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Auglýsing

Þjóð­verjar hafa ekki dregið nógu mikið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til þess að hægt sé að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins að mati Ang­elu Merkel Þýsklandskansl­ara. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Merkel á árlegum sum­ar­blaða­manna­fundi kanslar­ans. Fund­ur­inn var ef til vill hennar síð­asta form­legi blaða­manna­fundur en hún lætur af emb­ætti eftir kosn­ing­arnar í haust, eftir 16 ára setu í emb­ætti kansl­ara.

Merkel sagði Þjóð­verja hafa lagt þung lóð á vog­ar­skál­arnar í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa hefði farið úr 10 pró­sentum upp í 40 pró­sent og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefði dreg­ist saman um 20 pró­sent á milli áranna 1990 og 2010 og svo um önnur 20 pró­sent á síð­ustu 10 árum.

Að hennar mati hafi árang­ur­inn þó ekki verið nógur ef hann er met­inn til hlið­sjónar við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að halda hlýnun hita­stigs jarðar innan við tvær gráður og helst innan við 1,5 gráður miðað við með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­væð­ingu. Merkel sagði að allar þjóðir heims ættu það sam­eig­in­legt að hafa ekki staðið við skuld­bind­ingar sín­ar, ekki bara Þjóð­verj­ar.

Auglýsing

Þjóðin gæti sýnt gott for­dæmi

Merkel sem er með dokt­ors­próf í eðl­is­efna­fræði sagði að hún gæti sagt það með fullri vissu að aðstæður í lofts­lags­málum krefð­ust þess að meira væri gert og að aðgerðum þyrfti að hraða. Þjóð­verjar einir gætu ekki breytt lofts­lag­inu með aðgerðum sín­um, en þjóðin gæti sýnt gott for­dæmi. Hún sagði enn fremur umhverf­is­mál hafa mótað allan hennar póli­tíska feril en hún var umhverf­is­ráð­herra frá 1994 til 1998 í rík­is­stjórn Helmut Kohl.

Lofts­lags­málin eru ofar­lega á baugi í þýskum stjórn­málum í kjöl­far mik­illa ham­fara­flóða í vest­ur­hluta lands­ins. Í umfjöllun Deutsche Welle segir að í fram­sögu sinni á fund­inum hafi Merkel ann­ars vegar fjallað um flóðin og hins vegar um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið tók við 80 mín­útna spurn­inga­tími.

Merkel, sem hefur heim­sótt flóða­svæðin tvisvar, tal­aði um þá eyði­legg­ingu sem blasti við henni á flóða­svæð­un­um. Enn sé fólks saknað en að minnsta kosti 170 lét­ust í flóð­un­um. Í vik­unni sam­þykkti rík­is­stjórn Merkel að veita 200 millj­ónum evra, um 30 millj­arða króna, í aðgerðir handa fólki á flóða­svæð­un­um.

Kór­ónu­veirusmit á upp­leið á ný

Fjölgun kór­ónu­veirusmita í land­inu væri áhyggju­efni að mati Merkel og nú þyrfti að horfa aftur til aðgerða sem hindrað gæti smit. „Að koma í veg fyrir að heil­brigð­is­kerfið slig­ist undan álagi hefur verið leið­ar­stef í okkar aðgerð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum um aðgerðir stjórn­valda. Merkel lof­aði í kjöl­farið bólu­setn­ingar og sagði að fólk ætti að hvetja aðra í kringum sig til þess að fara í bólu­setn­ing­ar. Um 60 pró­sent Þjóð­verja hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bólu­efnis en nú er útlit fyrir að Delta afbrigði veirunnar sé að koma af stað nýrri bylgju þar í landi.

Sam­kvæmt tölum frá Our World in Data greindust rúm­lega 1900 með COVID-19 í Þýska­landi í gær og er sjö daga með­al­tal yfir fjölda smita sem greind eru á degi hverjum komin yfir 1400. Þetta með­al­tal stóð í tæp­lega 600 við upp­haf mán­að­ar. Tæp­lega 3,8 millj­ónir hafa fengið COVID-19 í land­inu frá upp­hafi far­ald­urs og rúm­lega 91 þús­und hafa lát­ist vegna veirunn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent