Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum

Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.

Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Auglýsing

Þjóð­verjar hafa ekki dregið nógu mikið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til þess að hægt sé að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins að mati Ang­elu Merkel Þýsklandskansl­ara. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Merkel á árlegum sum­ar­blaða­manna­fundi kanslar­ans. Fund­ur­inn var ef til vill hennar síð­asta form­legi blaða­manna­fundur en hún lætur af emb­ætti eftir kosn­ing­arnar í haust, eftir 16 ára setu í emb­ætti kansl­ara.

Merkel sagði Þjóð­verja hafa lagt þung lóð á vog­ar­skál­arnar í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa hefði farið úr 10 pró­sentum upp í 40 pró­sent og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefði dreg­ist saman um 20 pró­sent á milli áranna 1990 og 2010 og svo um önnur 20 pró­sent á síð­ustu 10 árum.

Að hennar mati hafi árang­ur­inn þó ekki verið nógur ef hann er met­inn til hlið­sjónar við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að halda hlýnun hita­stigs jarðar innan við tvær gráður og helst innan við 1,5 gráður miðað við með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­væð­ingu. Merkel sagði að allar þjóðir heims ættu það sam­eig­in­legt að hafa ekki staðið við skuld­bind­ingar sín­ar, ekki bara Þjóð­verj­ar.

Auglýsing

Þjóðin gæti sýnt gott for­dæmi

Merkel sem er með dokt­ors­próf í eðl­is­efna­fræði sagði að hún gæti sagt það með fullri vissu að aðstæður í lofts­lags­málum krefð­ust þess að meira væri gert og að aðgerðum þyrfti að hraða. Þjóð­verjar einir gætu ekki breytt lofts­lag­inu með aðgerðum sín­um, en þjóðin gæti sýnt gott for­dæmi. Hún sagði enn fremur umhverf­is­mál hafa mótað allan hennar póli­tíska feril en hún var umhverf­is­ráð­herra frá 1994 til 1998 í rík­is­stjórn Helmut Kohl.

Lofts­lags­málin eru ofar­lega á baugi í þýskum stjórn­málum í kjöl­far mik­illa ham­fara­flóða í vest­ur­hluta lands­ins. Í umfjöllun Deutsche Welle segir að í fram­sögu sinni á fund­inum hafi Merkel ann­ars vegar fjallað um flóðin og hins vegar um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið tók við 80 mín­útna spurn­inga­tími.

Merkel, sem hefur heim­sótt flóða­svæðin tvisvar, tal­aði um þá eyði­legg­ingu sem blasti við henni á flóða­svæð­un­um. Enn sé fólks saknað en að minnsta kosti 170 lét­ust í flóð­un­um. Í vik­unni sam­þykkti rík­is­stjórn Merkel að veita 200 millj­ónum evra, um 30 millj­arða króna, í aðgerðir handa fólki á flóða­svæð­un­um.

Kór­ónu­veirusmit á upp­leið á ný

Fjölgun kór­ónu­veirusmita í land­inu væri áhyggju­efni að mati Merkel og nú þyrfti að horfa aftur til aðgerða sem hindrað gæti smit. „Að koma í veg fyrir að heil­brigð­is­kerfið slig­ist undan álagi hefur verið leið­ar­stef í okkar aðgerð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum um aðgerðir stjórn­valda. Merkel lof­aði í kjöl­farið bólu­setn­ingar og sagði að fólk ætti að hvetja aðra í kringum sig til þess að fara í bólu­setn­ing­ar. Um 60 pró­sent Þjóð­verja hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bólu­efnis en nú er útlit fyrir að Delta afbrigði veirunnar sé að koma af stað nýrri bylgju þar í landi.

Sam­kvæmt tölum frá Our World in Data greindust rúm­lega 1900 með COVID-19 í Þýska­landi í gær og er sjö daga með­al­tal yfir fjölda smita sem greind eru á degi hverjum komin yfir 1400. Þetta með­al­tal stóð í tæp­lega 600 við upp­haf mán­að­ar. Tæp­lega 3,8 millj­ónir hafa fengið COVID-19 í land­inu frá upp­hafi far­ald­urs og rúm­lega 91 þús­und hafa lát­ist vegna veirunn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent