Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum

Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.

Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Auglýsing

Þjóð­verjar hafa ekki dregið nógu mikið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til þess að hægt sé að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins að mati Ang­elu Merkel Þýsklandskansl­ara. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Merkel á árlegum sum­ar­blaða­manna­fundi kanslar­ans. Fund­ur­inn var ef til vill hennar síð­asta form­legi blaða­manna­fundur en hún lætur af emb­ætti eftir kosn­ing­arnar í haust, eftir 16 ára setu í emb­ætti kansl­ara.

Merkel sagði Þjóð­verja hafa lagt þung lóð á vog­ar­skál­arnar í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa hefði farið úr 10 pró­sentum upp í 40 pró­sent og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefði dreg­ist saman um 20 pró­sent á milli áranna 1990 og 2010 og svo um önnur 20 pró­sent á síð­ustu 10 árum.

Að hennar mati hafi árang­ur­inn þó ekki verið nógur ef hann er met­inn til hlið­sjónar við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að halda hlýnun hita­stigs jarðar innan við tvær gráður og helst innan við 1,5 gráður miðað við með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­væð­ingu. Merkel sagði að allar þjóðir heims ættu það sam­eig­in­legt að hafa ekki staðið við skuld­bind­ingar sín­ar, ekki bara Þjóð­verj­ar.

Auglýsing

Þjóðin gæti sýnt gott for­dæmi

Merkel sem er með dokt­ors­próf í eðl­is­efna­fræði sagði að hún gæti sagt það með fullri vissu að aðstæður í lofts­lags­málum krefð­ust þess að meira væri gert og að aðgerðum þyrfti að hraða. Þjóð­verjar einir gætu ekki breytt lofts­lag­inu með aðgerðum sín­um, en þjóðin gæti sýnt gott for­dæmi. Hún sagði enn fremur umhverf­is­mál hafa mótað allan hennar póli­tíska feril en hún var umhverf­is­ráð­herra frá 1994 til 1998 í rík­is­stjórn Helmut Kohl.

Lofts­lags­málin eru ofar­lega á baugi í þýskum stjórn­málum í kjöl­far mik­illa ham­fara­flóða í vest­ur­hluta lands­ins. Í umfjöllun Deutsche Welle segir að í fram­sögu sinni á fund­inum hafi Merkel ann­ars vegar fjallað um flóðin og hins vegar um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Í kjöl­farið tók við 80 mín­útna spurn­inga­tími.

Merkel, sem hefur heim­sótt flóða­svæðin tvisvar, tal­aði um þá eyði­legg­ingu sem blasti við henni á flóða­svæð­un­um. Enn sé fólks saknað en að minnsta kosti 170 lét­ust í flóð­un­um. Í vik­unni sam­þykkti rík­is­stjórn Merkel að veita 200 millj­ónum evra, um 30 millj­arða króna, í aðgerðir handa fólki á flóða­svæð­un­um.

Kór­ónu­veirusmit á upp­leið á ný

Fjölgun kór­ónu­veirusmita í land­inu væri áhyggju­efni að mati Merkel og nú þyrfti að horfa aftur til aðgerða sem hindrað gæti smit. „Að koma í veg fyrir að heil­brigð­is­kerfið slig­ist undan álagi hefur verið leið­ar­stef í okkar aðgerð­u­m,“ sagði Merkel á fund­inum um aðgerðir stjórn­valda. Merkel lof­aði í kjöl­farið bólu­setn­ingar og sagði að fólk ætti að hvetja aðra í kringum sig til þess að fara í bólu­setn­ing­ar. Um 60 pró­sent Þjóð­verja hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bólu­efnis en nú er útlit fyrir að Delta afbrigði veirunnar sé að koma af stað nýrri bylgju þar í landi.

Sam­kvæmt tölum frá Our World in Data greindust rúm­lega 1900 með COVID-19 í Þýska­landi í gær og er sjö daga með­al­tal yfir fjölda smita sem greind eru á degi hverjum komin yfir 1400. Þetta með­al­tal stóð í tæp­lega 600 við upp­haf mán­að­ar. Tæp­lega 3,8 millj­ónir hafa fengið COVID-19 í land­inu frá upp­hafi far­ald­urs og rúm­lega 91 þús­und hafa lát­ist vegna veirunn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent