Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Jákvæðni svífur yfir vötnum hjá Icelandair Group þrátt fyrir að félagið hafi tapað 10,9 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins. Flugfélagið sér fyrir sér að flytja 400 þúsund ferðamenn til landsins á árinu.

Icelandair vonast til þess að flytja 400 þúsund ferða menn til landsins á árinu.
Icelandair vonast til þess að flytja 400 þúsund ferða menn til landsins á árinu.
Auglýsing

Á þremur mán­uð­um, frá því í byrjun apríl og fram í lok júní, nam tap af rekstri Icelandair Group 6,9 millj­örðum króna. Á sama tíma­skeiði í fyrra nam tapið hjá flug­fé­lag­inu 11,4 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í upp­gjörstil­kynn­ingu flug­fé­lags­ins, sem barst eftir lokun Kaup­hall­ar­innar í dag. Tap félags­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi nam 4 millj­örðum króna og er tapið á fyrri helm­ingi árs­ins 2021 því sam­tals 10,9 millj­arð­ar.

Þrátt fyrir tap­rekstur ann­ars árs­fjórð­ungs gætir jákvæðni í frétta­til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins, en lausa­fjár­staða félags­ins styrkt­ist veru­lega vegna mik­illar aukn­ingar í bók­unum á flugi á seinni helm­ingi árs­ins.

„Hand­bært fé frá rekstri nam 8,2 millj­örðum króna (65,0 millj­ónum dala) sam­an­borið við nei­kvætt hand­bært fé frá rekstri að fjár­hæð 12,2 millj­arðar króna (96,8 millj­ónir dala) á sama fjórð­ungi í fyrra sem er aukn­ing um 20,4 millj­arða króna (161,8 millj­óna dala). Lausa­fjár­staða félags­ins í lok fjórð­ungs­ins nam 45,6 millj­örðum króna (362,5 millj­ónum dala), þar af hand­bært fé og lausa­fjár­sjóðir að fjár­hæð 24,0 millj­arðar króna (190,5 millj­ónir dala), sem er aukn­ing um 10,1 millj­arða króna (80,6 millj­ónir dala) í fjórð­ungn­um,“ segir í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu.

Kostn­að­ar­samt að auka umsvif

Félagið jók umsvif sín mikið á öðrum árs­fjórð­ungi og fór fjöldi brott­fara á viku úr 28 í apríl í 160 í júní. „Tals­verður kostn­aður felst í því að hefja flug á ný og er því fram­legð af fyrstu flugum yfir­leitt minni en þegar flug­á­ætlun hefur gengið í ákveð­inn tíma. Sæta­nýt­ing jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á fjórð­ung­inn þrátt fyrir mikla aukn­ingu á tíðni fluga. Þá féll tölu­verður rekstr­ar­kostn­aður til vegna und­ir­bún­ings félags­ins fyrir metn­að­ar­fulla flug­á­ætlun til að mæta auk­inni eft­ir­spurn á seinni hluta þessa árs. Meðal ann­ars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mán­uði í geymslu, inn­leið­ingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félags­ins, þjálfun starfs­fólks og mark­aðs­mál. Þessi fjár­fest­ing mun skila sér í auknum tekjum síðar á árin­u,“ ­segir í til­kynn­ingu Icelanda­ir.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að flug­fram­boð Icelandair í júlí verði um 43 pró­sent af fram­boði félags­ins í júlí 2019 á meðan fram­boð á öðrum árs­fjórð­ungi hafi verið ein­ungis 15 pró­sent af fram­boði á sama tíma árið 2019.

„Sæta­nýt­ing í júlí er áætluð um 70% sam­an­borið við 47% í öðrum árs­fjórð­ungi 2021. Miðað við núver­andi horfur er gert ráð fyrir að flug­fram­boð muni aukast enn frekar í ágúst og sæta­nýt­ing sömu­leið­is. Loka­nið­ur­staða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun far­ald­urs­ins og ferða­tak­mark­anir hafa á eft­ir­spurn,“ segir í til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins.

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group segir að við­spyrnan sé haf­in, en að aukn­ing í umsvifum sem og áfram­hald­andi áhrif af COVID-19 far­aldr­inum hafi haft veru­leg áhrif á rekstr­ar­nið­ur­stöðu ann­ars árs­fjórð­ungs. Á móti komi hafi mikil aukn­ing bók­ana fyrir flug á seinni hluta árs­ins hafði jákvæð áhrif á hand­bært fé frá rekstri.

„Allt frá því að heims­far­ald­ur­inn skall á, höfum við lagt mikla áherslu á að við­halda innviðum og sveigj­an­leika til að geta brugð­ist hratt við örum breyt­ingum á mörk­uðum okkar og aukið flugið um leið og tæki­færi gæf­ist. Þetta erum við að gera nú og var flug­fram­boð okkar í öðrum árs­fjórð­ungi fimm­falt meira en á sama tíma í fyrra og voru far­þegar í milli­landa­flugi fjór­falt fleiri. Þá hefur inn­an­lands­flugið gengið vel að und­an­förnu og var fram­boðið í öðrum árs­fjórð­ungi um 85% af fram­boði okkar á sama tíma 2019,“ er haft eftir Boga Nils í til­kynn­ingu.

400 þús­und ferða­menn

Hann segir flug­fé­lagið gera ráð fyrir því að flytja um 400 þús­und ferða­menn til Íslands á þessu ári og að áætlað sé að þessir far­þega­flutn­ingar skapi um 80 millj­arða króna útflutn­ings­tekj­ur.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.

„Þá er ánægju­legt að margir fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­lagar hafi komið aftur til starfa á und­an­förnum vikum vegna auk­inna umsvifa. Við gerum ráð fyrir að með­al­fjöldi heils­árs­starfa verði um 2.100 á þessu ári og áætlum að bein efna­hags­leg áhrif félags­ins í formi launa, launa­tengdra gjalda og líf­eyr­is­greiðslna verði um 26 millj­arðar króna á árinu. Þá eru ótalin óbein efna­hags­leg áhrif, ekki ein­ungis á ferða­þjón­ustu í land­inu heldur hag­kerfið í heild,“ er haft eftir Boga Nils.

Von­ast eftir að Banda­ríkin opni sig

Bogi Nils segir að Icelandair finni fyrir „miklum áhuga á Íslandi sem áfanga­stað“ og að félagið hafi „sett fram metn­að­ar­fulla flug­á­ætlun á seinni helm­ingi árs­ins.“

„Við höldum þó áfram að stýra leiða­kerf­inu eftir því hvernig far­ald­ur­inn og ferða­tak­mark­anir þró­ast en ákveð­innar óvissu gætir enn vegna stöðu far­ald­urs­ins og hertra ferða­tak­mark­ana á landa­mærum Íslands. Við bindum vonir við að Banda­ríkin muni opna fyrir ferða­lög frá Evr­ópu á þriðja árs­fjórð­ungi. Þá er upp­gangur í frakt­flutn­ingum og eft­ir­spurn eftir leiguflugi einnig að aukast á seinni helm­ingi árs­ins sem styður við tekju­öflun og sjálf­bæran vöxt félags­ins til fram­tíð­ar,“ er haft eftir Boga Nils.

Icelandair Group heldur raf­rænan hlut­hafa­fund á morgun kl. 16 þar sem teknar verða fyrir til­lögur um hluta­fjár­aukn­ingu í tengslum við aðkomu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Bain Capi­tal um kaup á nýju hlutafé í félag­inu, en alls hefur Bain Capi­tal skuld­bundið sig til að kaupa 16,6 pró­senta hlut í félag­inu á 8,1 millj­arða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent