Stuðningur hins opinbera við ferðaþjónustuna nam 35 milljörðum árið 2020

Ferðaþjónustan tók til sín um helming af fjárútlátum hins opinbera vegna efnahagslegra mótvægisaðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fyrra. Áætlað er að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 hafi verið 149 milljarðar króna.

Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Auglýsing

Heildarstuðningur hins opinbera til einkennandi greina ferðaþjónustu nam 34,8 milljörðum króna árið 2020. Rekstur gististaða var sá flokkur sem naut mests opinbers stuðnings, alls 11,7 milljörðum króna og þar á eftir kom farþegaflug með 7,5 milljarða króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.

Í fyrra námu heildarfjárútlát hins opinbera vegna mótvægisaðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki um 70 milljörðum króna. Hlutur ferðaþjónustunnar í þessari fjárhæð er því um helmingur.

Gerður er greinarmunur á aðgerðum sem ætlaðar voru rekstraraðilum og aðgerðum sem ætlaðar voru einstaklingum í skýrslunni. Þær aðgerðir sem ætlaðar voru einstaklingum voru hlutabótaleið og greiðsla launa í sóttkví. Hlutabótaleiðin er engu að síður sögð hafa komið til móts við rekstraraðila og launþega, því hún leiddi til þess að fyrirtæki gátu haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hlutabótaleiðin var sú aðgerð sem flestir innan ferðaþjónustunnar nýttu sér árið 2020.

Auglýsing

Alls námu greiðslur hlutabóta til starfsfólks í einkennandi greinum ferðaþjónustu 10,8 milljörðum árið 2020. Mest fór til starfsfólks í veitingasölu og þjónustu, rúmlega 3,5 milljarðar, en næst mest til starfsfólks gististaða, 3,1 milljarður. Um 44 prósent greiddra hlutabóta rann til starfsfólks í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar en heildarupphæð greiddra hlutabóta á árinu 2020 nam tæpum 24,5 milljörðum króna.

Ferðaþjónustufyrirtæki fengu úthlutað um 65 prósent af þeim stuðningi sem einungis var ætlaður rekstraraðilum, utan sjálfkrafa frestunar á skattgreiðslum á árinu 2020. Það er um 22,7 milljarðar króna. Sé horft til heildarstuðnings, með sjálfkrafa skattfrestunum, nam stuðningurinn 23,9 milljörðum króna sem er um 53 prósent af heildarfjármagninu í málaflokknum.

Tapaður virðisauki greinarinnar 149 milljarðar í fyrra

Ferðaþjónustan varð fyrir miklum búsifjum árið 2020. Samdráttur í komum erlendra ferðamanna mældist 76 prósent en á árinu kom tæplega hálf milljón ferðamanna til landsins. Þar af komu 70 prósent þeirra á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fjöldi þeirra sem starfaði í ferðaþjónustu dróst saman um 48 prósent og velta greinarinnar dróst saman um 59.

Í skýrslunni er spáð fyrir um hvað hefði gerst ef ekki hefði skollið á heimsfaraldur. Spár höfðu gert ráð fyrir um tveimur milljónum ferðamanna til landsins og því er áætlað að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi verið um 149 milljarðar króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent