Stuðningur hins opinbera við ferðaþjónustuna nam 35 milljörðum árið 2020

Ferðaþjónustan tók til sín um helming af fjárútlátum hins opinbera vegna efnahagslegra mótvægisaðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fyrra. Áætlað er að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 hafi verið 149 milljarðar króna.

Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Auglýsing

Heild­ar­stuðn­ingur hins opin­bera til ein­kenn­andi greina ferða­þjón­ustu nam 34,8 millj­örðum króna árið 2020. Rekstur gisti­staða var sá flokkur sem naut mests opin­bers stuðn­ings, alls 11,7 millj­örðum króna og þar á eftir kom far­þega­flug með 7,5 millj­arða króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfanga­skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.

Í fyrra námu heild­ar­fjár­út­lát hins opin­bera vegna mót­væg­is­að­gerða fyrir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki um 70 millj­örðum króna. Hlutur ferða­þjón­ust­unnar í þess­ari fjár­hæð er því um helm­ing­ur.

Gerður er grein­ar­munur á aðgerðum sem ætl­aðar voru rekstr­ar­að­ilum og aðgerðum sem ætl­aðar voru ein­stak­lingum í skýrsl­unni. Þær aðgerðir sem ætl­aðar voru ein­stak­lingum voru hluta­bóta­leið og greiðsla launa í sótt­kví. Hluta­bóta­leiðin er engu að síður sögð hafa komið til móts við rekstr­ar­að­ila og laun­þega, því hún leiddi til þess að fyr­ir­tæki gátu haldið ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­fólk. Hluta­bóta­leiðin var sú aðgerð sem flestir innan ferða­þjón­ust­unnar nýttu sér árið 2020.

Auglýsing

Alls námu greiðslur hluta­bóta til starfs­fólks í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu 10,8 millj­örðum árið 2020. Mest fór til starfs­fólks í veit­inga­sölu og þjón­ustu, rúm­lega 3,5 millj­arð­ar, en næst mest til starfs­fólks gisti­staða, 3,1 millj­arð­ur. Um 44 pró­sent greiddra hluta­bóta rann til starfs­fólks í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ust­unnar en heild­ar­upp­hæð greiddra hluta­bóta á árinu 2020 nam tæpum 24,5 millj­örðum króna.

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki fengu úthlutað um 65 pró­sent af þeim stuðn­ingi sem ein­ungis var ætl­aður rekstr­ar­að­il­um, utan sjálf­krafa frest­unar á skatt­greiðslum á árinu 2020. Það er um 22,7 millj­arðar króna. Sé horft til heild­ar­stuðn­ings, með sjálf­krafa skatt­frest­un­um, nam stuðn­ing­ur­inn 23,9 millj­örðum króna sem er um 53 pró­sent af heild­ar­fjár­magn­inu í mála­flokkn­um.

Tap­aður virð­is­auki grein­ar­innar 149 millj­arðar í fyrra

Ferða­þjón­ustan varð fyrir miklum búsifjum árið 2020. Sam­dráttur í komum erlendra ferða­manna mæld­ist 76 pró­sent en á árinu kom tæp­lega hálf milljón ferða­manna til lands­ins. Þar af komu 70 pró­sent þeirra á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Fjöldi þeirra sem starf­aði í ferða­þjón­ustu dróst saman um 48 pró­sent og velta grein­ar­innar dróst saman um 59.

Í skýrsl­unni er spáð fyrir um hvað hefði gerst ef ekki hefði skollið á heims­far­ald­ur. Spár höfðu gert ráð fyrir um tveimur millj­ónum ferða­manna til lands­ins og því er áætlað að tap­aður virð­is­auki í ferða­þjón­ustu vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru hafi verið um 149 millj­arðar króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent