Líkir afléttingum og takmörkunum á víxl við pyntingar á stríðsföngum

Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur stjórnvöld til þess að stíga varlega til jarðar í ákvörðunum um mögulegar sóttvarnaráðstafanir innanlands.

Óvissa ríkir um hvort hægt verður að halda mannmargar samkomur á borð við Þjóðhátíð í Eyjum á næstu vikum. Að taka ákvörðun um það bíður ríkisstjórnarinnar.
Óvissa ríkir um hvort hægt verður að halda mannmargar samkomur á borð við Þjóðhátíð í Eyjum á næstu vikum. Að taka ákvörðun um það bíður ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Hildur Sól­veig Sig­urð­ars­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja, hvetur stjórn­völd til þess að stíga „var­lega og ígrundað til jarð­ar“ varð­andi frelsis­tak­mark­anir þegna lands­ins, því þær séu ákveðin ógn í sjálfu sér.

Bæj­ar­full­trú­inn líkir aflétt­ingum sótt­varna­ráð­staf­ana og tak­mörk­unum á víxl við pynt­ingar á stríðs­föng­um, í grein sem hún ritar á Vísi í dag, undir fyr­ir­sögn­inni „Þjóð­há­tíð er menn­ing­ar­arfur og stolt Vest­manna­ey­inga“.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.

Þar gagn­rýnir Hildur Sól­veig umræðu um Þjóð­há­tíð Vest­manna­eyja, sem stefnt er að því að halda um Versl­un­ar­manna­helg­ina. Hún segir í grein­inni að við hvert ár sem hátíðin sé lögð niður verði erf­ið­ara að við­halda þeirri hefð að halda hana og minnir á að um helstu fjár­öflun ÍBV íþrótta­fé­lags sé að ræða.

Örlög Þjóð­há­tíðar í hendi stjórn­valda

Eins og fram hefur komið í dag ætlar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að senda minn­is­blað með til­lögum að hertum aðgerðum inn­an­lands til stjórn­valda í dag og mun rík­is­stjórnin funda um þær á morg­un. Skiptar skoð­anir hafa verið settar fram víða í dag um það hvort þörf sé á því að herða tak­mark­anir í sam­fé­lag­inu með ein­hverjum hætti, í ljósi útbreiddrar bólu­setn­ingar á Íslandi.

Auglýsing

Odd­vita sjálf­stæð­is­manna í Vest­manna­eyjum virð­ist hreint ekki lít­ast á að hart verði stigið til jarð­ar, enda myndi slíkt stefna Þjóð­há­tíð í Eyjum í upp­nám.

Hildur grípur til lík­inga­máls til þess að færa rök fyrir skað­legum áhrifum þess að grípa aftur til íþyngj­andi tak­mark­ana í sam­fé­lag­inu.

„Sótt­varn­ar­tak­mark­anir og aflétt­ingar á víxl líkj­ast að vissu leyti ákveðnum pynt­ing­ar­að­ferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðs­föngum þar sem súr­efni til fang­ans er tak­markað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tæki­færi til að leysa frá skjóð­unn­i), loks þegar ljósið við enda gang­anna er gefið er það svo jafn­harðan slökkt aftur og vonin hverf­ur. Slíkar aðgerð­ir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafn­harðan hljóta að taka sinn toll af almenn­ingi sem heil­brigð­is­kerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr,“ skrifar Hildur Sól­veig í grein sinni á Vísi.

Kallar eftir hóf­semi

Þar minnir hún einnig á að rúm­lega 85 pró­sent þeirra sem eru 16 ára og eldri á Íslandi hafa verið full­bólu­sett og segir að bólu­setn­ing­arnar dragi veru­lega úr dán­ar­tíðni vegna COVID-19. Tak­mark­anir þurfi fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkasta­getu heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar.

Í nið­ur­lagi grein­ar­innar kallar bæj­ar­full­trú­inn eftir „hóf­semi í umræðu og ákvörð­un­um“, bæði um Þjóð­há­tíð og sótt­varna­ráð­staf­an­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent