Landsbankinn hagnaðist um 14,1 milljarð á fyrri helmingi árs

Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Bankastjórinn segir uppgjör bankans á fyrri helmingi árs hafa verið afar gott og bankinn sé vel í stakk búinn til að mæta áframhaldandi COVID-óvissu.

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi árs nam 14,1 milljarði króna.
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi árs nam 14,1 milljarði króna.
Auglýsing

Lands­bank­inn hagn­að­ist um 6,5 millj­arða króna á öðrum árs­fjórð­ungi og því alls um 14,1 millj­arð króna á fyrri helm­ingi árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra tap­aði bank­inn 3,3 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í upp­gjöri bank­ans, sem birt var í hádeg­inu í dag. Arð­semi eigin fjár bank­ans á fyrstu 6 mán­uðum árs­ins hefur verið 10,8 pró­sent á árs­grund­velli, en var nei­kvæð um 2,7 pró­sent á sama tíma­bili árið 2020. Eigið fé bank­ans var 267,9 millj­arðar þann 30. júní og eig­in­fjár­hlut­fallið hans var 25,1 pró­sent.

Bank­inn segir frá því að kostn­aður sem hlut­fall af tekjum hafi verið 43,7 pró­sent á fyrri helm­ingi árs­ins og hag­kvæmni í rekstri bank­ans, sem er í fullri eigu íslenska rík­is­ins, hafi haldið áfram að aukast. Rekstr­ar­kostn­aður bank­ans nam 13 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs og hafa laun og launa­tengd gjöld lækkað um 153 millj­ónir króna frá fyrri helm­ingi árs­ins 2020.

Auglýsing

Mark­aðs­hlut­deild bank­ans á ein­stak­lings­mark­aði slagar upp í tæp 39 pró­sent og hefur aldrei verið hærri, sam­kvæmt upp­gjörstil­kynn­ingu bank­ans.

Í góðri stöðu til að bregð­ast við áfram­hald­andi óvissu

Lilja Björk Ein­ars­dóttir banka­stjóri Lands­bank­ans segir upp­gjörið afar gott og rekur að heims­far­ald­ur­inn hafi ekki valdið bank­anum eins miklum skakka­föllum og ef til vill var útlit fyrir síð­asta vor.

Fram kemur í árs­hluta­reikn­ingi bank­ans að þó hafi bók­fært virði útlána með virk greiðslu­frest­un­ar­úr­ræði numið 90,5 millj­örðum króna þann 30. júní. Þar af voru 71,6 millj­arða króna útlán til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu.

„Um mitt ár 2020 settum við veru­legar fjár­hæðir í var­úð­ar­sjóð vegna mögu­legra útlánatapa en vegna betri stöðu í efna­hags­líf­inu og fárra van­efnda eru virð­is­breyt­ingar útlána nú jákvæðar og var­úð­ar­sjóður lækkar á árinu. Bank­inn er eftir sem áður í góðri stöðu til að takast á við áfram­hald­andi óvissu og bregð­ast við áhrifum Covid-19-far­ald­urs­ins,“ er haft eftir Lilju Björk í frétta­til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent