Enn græn þrátt fyrir fjölgun smita

Á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um þróun kórónuveirufaraldursins heldur Ísland græna litnum. Austurhluti álfunnar og Skandinavía eru að megninu til græn en rauðara er um að litast á Íberíuskaga og í Hollandi.

Sóttvarnastofnun Evrópu
Auglýsing

Ísland heldur græna litnum á nýupp­færðu korti Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu, ECDC, um þróun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í álf­unni. Til þess að fá grænan lit á kort­inu þarf 14 daga nýgengi smita að vera innan við 50 sam­hliða því að hlut­fall jákvæðra sýna er innan við fjögur pró­sent. Sé hlut­fall jákvæðra sýna hins vegar innan við eitt pró­sent er nóg að 14 daga nýgengi smita sé innan við 75 til þess að fá grænan lit á korti ECDC.

Skand­in­av­ía, Þýska­land sem og lönd austar í álf­unni eru að mestu eða öllu leyti græn. Staðan er verst í Hollandi, sem er að stórum hluta dökkrautt, og á Íber­íu­skaga en Portú­gal fær rauðan lit og hluti Spánar dökk­rauð­an. Þá er Kýpur einnig dökkrautt á kort­inu en Írland rautt. Á þeim svæðum sem eru dökk­rauð er 14 daga nýgengi smita meira en 500.

Ef kortið er borið saman við kort síð­ustu viku má helst merkja breyt­ingar til hins verra. Írland var til að mynda gult en er nú rautt, Frakk­land var að mestu leyti grænt en er nú gult. Í síð­ustu viku var litur Hollands á kort­inu rauður en á nýjasta kort­inu er Hol­land að megn­ingu til dökkrautt.

Auglýsing

Nýgengið á hraðri upp­leið

­Sam­vkæmt upp­lýs­ingum á covid.is er 14 daga nýgengi inn­an­lands komið upp í 63,5 á hverja 100 þús­und íbúa og hefur hækkað mjög skart á síð­ustu viku. Nýgengi á landa­mær­unum stendur í rúm­lega 16. Frá mán­aða­mótum hafa full­bólu­settir ekki þurft að fara í skimun við kom­una til lands­ins en breyt­ing á því fyr­ir­komu­lagi er í vænd­um. Frá og með þriðju­degi þurfa allir sem koma til lands­ins að skila nei­kvæðu PCR-­prófi eða hrað­prófi sem er innan við 72 klukku­stunda gam­alt fyrir brott­för. Enn munu óbólu­settir þurfa að fara í tvær skimanir við kom­una til lands­ins með fimm daga sótt­kví á milli.

Þórólfur Guðna­son greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi fyrr í dag að hann hefði nú þegar skrifað minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann leggur til að teknar verði upp tak­mark­anir inn­an­lands á ný, svo „hefta megi veiruna og koma í veg fyrir alvar­legar afleið­ingar henn­ar“.

Í gær greindust 78 manns með COVID-19 inn­an­lands sem er mesti fjöldi smita sem greinst hefur það sem af er ári. Dag­inn þar áður greindust 56 sem var mesti fjöldi sem greinst hafði á einum degi frá því í októ­ber í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent