Þórólfur ætlar ekki að bíða eftir faraldri innlagna „því þá er of seint í rassinn gripið“

Við erum að fara inn í óvissu, segir sóttvarnalæknir og telur óskynsamlegt að tala með þeim hætti að hægt verði að taka upp „eðlilegt líf“ eftir nokkrar vikur. „Það er bara ekki þannig.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Enn og aftur stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika í baráttunni við veiruna,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Það eru orð að sönnu. Mikill meirihluti landsmanna er bólusettur en frá mánaðamótum, þegar afléttingar innanlands höfðu tekið gildi og hætt var að skima bólusetta á landamærunum, hafa greinst 236 smit innanlands. Á einni viku hafa greinst 213 smit. Á þriðja hundrað manns eru eftirliti hjá COVID-göngudeild Landspítalans og útlit fyrir að einhverjir þurfi bráðlega á sjúkrahúsinnlögn að halda. Á spítalanum liggur nú einn inni vegna COVID-19. Sá er, líkt og meirihluti þeirra sem hafa greinst að undanförnu, bólusettur.

„Hegðun veirunnar hefur verið margbreytileg og hún sýnir okkur enn eitt andlit sitt núna,“ sagði Víðir. „Stöðugt nýjar áskoranir og endalausar vangaveltur um hvað við getum gert og hvað við erum tilbúin að gera.“

Aðgerðir innanlands er svarið sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til. Þeim var aflétt með öllu 26. júní – fyrir aðeins 26 dögum. „Málið er að við kunnum þetta,“ sagði Víðir. „Við vitum alveg hvað það er sem þarf að gera og lítið annað í stöðunni en að takast á við þetta, halda áfram þessari baráttu sem engan enda virðist ætla að taka.“

Baráttan mun standa í einhverja mánuði til viðbótar, sagði sóttvarnalæknir, og aðgerðir verða við lýði þar með í einhverri mynd. Faraldrinum ljúki ekki fyrr en honum ljúki alls staðar í heiminum. „Það er eins og menn á Íslandi telji að það sé nóg að hefta útbreiðslu hér og þá sé COVID lokið. Það er bara ekki þannig.“

Við þurfum „virkilega að horfast í augu við“ að þetta verði ekki nokkurra vikna barátta og að þeim tíma loknum getum við tekið upp okkar fyrra líf. „Að mínu mati er óskynsamlegt að hugsa þannig.“

Auglýsing

Sú bylgja sem nú er hafin, fjórða bylgjan í faraldrinum, er greinilega í veldisvexti að mati Þórólfs. Í gær greindust 78 með veiruna innanlands og hafa sjaldan verið jafn margir á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Öll smitin sem greinst hafa að undanförnu eru af völdum delta-afbrigðis veirunnar og við raðgreiningar hafa fundist nokkuð mörg undirafbrigði hennar. Sum má rekja beint til landamæranna en önnur hafa komið „ógreind þangað yfir og svo dreifst áfram um landið.“

Delta, delta og aftur delta

Þórólfur sagði vitað að delta-afbrigðið er meira smitandi en önnur og einnig valdi það sennilega alvarlegri veikindum.

Hann sagði ljóst að bóluefnin væru ekki að veita eins góða vörn gegn afbrigðinu og áður hafði verið talið þó að virkni efnanna sé enn talin um 90 prósent hvað alvarleg veikindi varði.

Benti hann í þessu samhengi á nýjar upplýsingar frá Ísrael um að vernd bólusetninga gegn delta sé minni en talið hafi verið. Enn sem komið er liggja engar nákvæmar tölur um þetta fyrir enda stöndum við mitt í þróuninni, sagði Þórólfur, „í rauntíma“.

Þórólfur kannaði einnig stöðuna hjá kollegum sínum annars staðar í Evrópu. Þeir segja delta-afbrigðið í mikilli sókn, bæði bólusettir og óbólusettir séu að sýkjast og farið sé að gæta fjölgunar í sjúkrahúsinnlögnum vegna þessa.

Þetta þýðir, að mati hans, að þrátt fyrir útbreidda bólusetningu geti smit breiðst hratt og mikið út hér á landi og þar með gætum við farið að sjá aukningu í innlögnum á sjúkrahús. Áhættan sé hins vegar ekki þekkt í augnablikinu en mun skýrast á næstu vikum.

Víðtæk útbreiðsla frá landamærunum

„Hvert er þá matið á faraldrinum núna?“ spurði Þórólfur og hélt áfram. „Það er ljóst að eftir að slakað var á landamærunum hafa margir komið hingað með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands.“ Þetta hefur gerst þrátt fyrir að ferðamenn hafi verið með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. „Þrátt fyrir góða þátttöku hér í bólusetningum hefur veiran náð að dreifa sér ótrúlega hratt innanlands sem bendir til að virkni bóluefnanna sé minni gegn delta-afbrigðinu.“

Við vitum ekki hvort að sýkingar hjá bólusettum muni leiða til alvarlegra veikinda, sagði hann og vissulega væri hægt að fullyrða að bóluefnin væru að vernda marga. Óvissan sé hins vegar mest hjá eldra fólki og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.

Auglýsing

„Hvað er þá til ráða á þessari stundu?“ spurði Þórólfur svo og minnti á að ein aðgerðin, að krefja bólusetta og fólk með vottorð um fyrri sýkingu, um að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komuna til landsins tæki gildi næsta þriðjudag. Einnig væru ferðamenn með tengslanet innanlands hvattir til að fara í skimun eftir komuna til landsins og halda sig til hlés þar til niðurstaða er ljós. Þetta muni vonandi lágmarka frekari dreifingu veirunnar yfir landamærin en ef ekki, gæti þurft að hefja skimanir á þeim í einhverri mynd á ný.

„En þetta mun ekki eitt og sér stöðva dreifinguna sem er í gangi innanlands,“ sagði Þórólfur. Hann hefur því skrifað minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að teknar verði upp takmarkanir innanlands á ný, svo „hefta megi veiruna og koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar hennar“.

Vitum öll hvað þarf að gera

Líkt og fyrri daginn vildi sóttvarnalæknir ekki tíunda hvað í minnisblaðinu stendur á fundinum, stjórnvöld eigi enn eftir að taka afstöðu til þeirra, „en við vitum hins vegar öll hvaða samfélagslegu aðgerðir hafa virkað til þessa og eðlilegt að nýta sér þá reynslu“.

Við erum að fara inn í óvissu, sagði hann einnig og bætti við að skynsamlegt væri að grípa hart inn í núna og reyna að koma í veg fyrir fleiri smit heldur en að bíða „eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna. Því þá er of seint í rassinn gripið.“

Þórólfur sagði að ítrekað hefði verið að ný afbrigði veirunnar gætu breytt faraldrinum. Að þau gætu haft áhrif á virkni bóluefnanna. „Við eru að upplifa þetta núna en megum ekki láta það slá okkur út af laginu.“ Þróun faraldursins nú væri „okkur öllum vonbrigði“ en við yrðum að muna að samstaðan hafi verið okkar styrkur hingað til og „mun verða það áfram“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent