Þórólfur ætlar ekki að bíða eftir faraldri innlagna „því þá er of seint í rassinn gripið“

Við erum að fara inn í óvissu, segir sóttvarnalæknir og telur óskynsamlegt að tala með þeim hætti að hægt verði að taka upp „eðlilegt líf“ eftir nokkrar vikur. „Það er bara ekki þannig.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Enn og aftur stöndum við frammi fyrir nýjum veru­leika í bar­átt­unni við veiruna,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna og land­læknis í dag. Það eru orð að sönnu. Mik­ill meiri­hluti lands­manna er bólu­settur en frá mán­aða­mót­um, þegar aflétt­ingar inn­an­lands höfðu tekið gildi og hætt var að skima bólu­setta á landa­mær­un­um, hafa greinst 236 smit inn­an­lands. Á einni viku hafa greinst 213 smit. Á þriðja hund­rað manns eru eft­ir­liti hjá COVID-­göngu­deild Land­spít­al­ans og útlit fyrir að ein­hverjir þurfi bráð­lega á sjúkra­húsinn­lögn að halda. Á spít­al­anum liggur nú einn inni vegna COVID-19. Sá er, líkt og meiri­hluti þeirra sem hafa greinst að und­an­förnu, bólu­sett­ur.

„Hegðun veirunnar hefur verið marg­breyti­leg og hún sýnir okkur enn eitt and­lit sitt nún­a,“ sagði Víð­ir. „Stöðugt nýjar áskor­anir og enda­lausar vanga­veltur um hvað við getum gert og hvað við erum til­búin að ger­a.“

Aðgerðir inn­an­lands er svarið sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir leggur til. Þeim var aflétt með öllu 26. júní – fyrir aðeins 26 dög­um. „Málið er að við kunnum þetta,“ sagði Víð­ir. „Við vitum alveg hvað það er sem þarf að gera og lítið annað í stöð­unni en að takast á við þetta, halda áfram þess­ari bar­áttu sem engan enda virð­ist ætla að taka.“

Bar­áttan mun standa í ein­hverja mán­uði til við­bót­ar, sagði sótt­varna­lækn­ir, og aðgerðir verða við lýði þar með í ein­hverri mynd. Far­aldr­inum ljúki ekki fyrr en honum ljúki alls staðar í heim­in­um. „Það er eins og menn á Íslandi telji að það sé nóg að hefta útbreiðslu hér og þá sé COVID lok­ið. Það er bara ekki þannig.“

Við þurfum „virki­lega að horfast í augu við“ að þetta verði ekki nokk­urra vikna bar­átta og að þeim tíma loknum getum við tekið upp okkar fyrra líf. „Að mínu mati er óskyn­sam­legt að hugsa þannig.“

Auglýsing

Sú bylgja sem nú er haf­in, fjórða bylgjan í far­aldr­in­um, er greini­lega í veld­is­vexti að mati Þór­ólfs. Í gær greindust 78 með veiruna inn­an­lands og hafa sjaldan verið jafn margir á einum sól­ar­hring frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Öll smitin sem greinst hafa að und­an­förnu eru af völdum delta-af­brigðis veirunnar og við rað­grein­ingar hafa fund­ist nokkuð mörg und­ir­af­brigði henn­ar. Sum má rekja beint til landamær­anna en önnur hafa komið „ógreind þangað yfir og svo dreifst áfram um land­ið.“

Delta, delta og aftur delta

Þórólfur sagði vitað að delta-af­brigðið er meira smit­andi en önnur og einnig valdi það senni­lega alvar­legri veik­ind­um.

Hann sagði ljóst að bólu­efnin væru ekki að veita eins góða vörn gegn afbrigð­inu og áður hafði verið talið þó að virkni efn­anna sé enn talin um 90 pró­sent hvað alvar­leg veik­indi varði.

Benti hann í þessu sam­hengi á nýjar upp­lýs­ingar frá Ísr­ael um að vernd bólu­setn­inga gegn delta sé minni en talið hafi ver­ið. Enn sem komið er liggja engar nákvæmar tölur um þetta fyrir enda stöndum við mitt í þró­un­inni, sagði Þórólf­ur, „í raun­tíma“.

Þórólfur kann­aði einnig stöð­una hjá kol­legum sínum ann­ars staðar í Evr­ópu. Þeir segja delta-af­brigðið í mik­illi sókn, bæði bólu­settir og óbólu­settir séu að sýkj­ast og farið sé að gæta fjölg­unar í sjúkra­húsinn­lögnum vegna þessa.

Þetta þýð­ir, að mati hans, að þrátt fyrir útbreidda bólu­setn­ingu geti smit breiðst hratt og mikið út hér á landi og þar með gætum við farið að sjá aukn­ingu í inn­lögnum á sjúkra­hús. Áhættan sé hins vegar ekki þekkt í augna­blik­inu en mun skýr­ast á næstu vik­um.

Víð­tæk útbreiðsla frá landa­mær­unum

„Hvert er þá matið á far­aldr­inum nún­a?“ spurði Þórólfur og hélt áfram. „Það er ljóst að eftir að slakað var á landa­mær­unum hafa margir komið hingað með veiruna sem hefur hrundið af stað víð­tækri útbreiðslu inn­an­lands.“ Þetta hefur gerst þrátt fyrir að ferða­menn hafi verið með vott­orð um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu. „Þrátt fyrir góða þátt­töku hér í bólu­setn­ingum hefur veiran náð að dreifa sér ótrú­lega hratt inn­an­lands sem bendir til að virkni bólu­efn­anna sé minni gegn delta-af­brigð­in­u.“

Við vitum ekki hvort að sýk­ingar hjá bólu­settum muni leiða til alvar­legra veik­inda, sagði hann og vissu­lega væri hægt að full­yrða að bólu­efnin væru að vernda marga. Óvissan sé hins vegar mest hjá eldra fólki og þeim sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Auglýsing

„Hvað er þá til ráða á þess­ari stund­u?“ spurði Þórólfur svo og minnti á að ein aðgerð­in, að krefja bólu­setta og fólk með vott­orð um fyrri sýk­ingu, um að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi við kom­una til lands­ins tæki gildi næsta þriðju­dag. Einnig væru ferða­menn með tengsla­net inn­an­lands hvattir til að fara í skimun eftir kom­una til lands­ins og halda sig til hlés þar til nið­ur­staða er ljós. Þetta muni von­andi lág­marka frek­ari dreif­ingu veirunnar yfir landa­mærin en ef ekki, gæti þurft að hefja skimanir á þeim í ein­hverri mynd á ný.

„En þetta mun ekki eitt og sér stöðva dreif­ing­una sem er í gangi inn­an­lands,“ sagði Þórólf­ur. Hann hefur því skrifað minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann leggur til að teknar verði upp tak­mark­anir inn­an­lands á ný, svo „hefta megi veiruna og koma í veg fyrir alvar­legar afleið­ingar henn­ar“.

Vitum öll hvað þarf að gera

Líkt og fyrri dag­inn vildi sótt­varna­læknir ekki tíunda hvað í minn­is­blað­inu stendur á fund­in­um, stjórn­völd eigi enn eftir að taka afstöðu til þeirra, „en við vitum hins vegar öll hvaða sam­fé­lags­legu aðgerðir hafa virkað til þessa og eðli­legt að nýta sér þá reynslu“.

Við erum að fara inn í óvissu, sagði hann einnig og bætti við að skyn­sam­legt væri að grípa hart inn í núna og reyna að koma í veg fyrir fleiri smit heldur en að bíða „eftir að við fáum ein­hvern far­aldur inn­lagna. Því þá er of seint í rass­inn grip­ið.“

Þórólfur sagði að ítrekað hefði verið að ný afbrigði veirunnar gætu breytt far­aldr­in­um. Að þau gætu haft áhrif á virkni bólu­efn­anna. „Við eru að upp­lifa þetta núna en megum ekki láta það slá okkur út af lag­in­u.“ Þróun far­ald­urs­ins nú væri „okkur öllum von­brigði“ en við yrðum að muna að sam­staðan hafi verið okkar styrkur hingað til og „mun verða það áfram“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent