Þórólfur ætlar ekki að bíða eftir faraldri innlagna „því þá er of seint í rassinn gripið“

Við erum að fara inn í óvissu, segir sóttvarnalæknir og telur óskynsamlegt að tala með þeim hætti að hægt verði að taka upp „eðlilegt líf“ eftir nokkrar vikur. „Það er bara ekki þannig.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Enn og aftur stöndum við frammi fyrir nýjum veru­leika í bar­átt­unni við veiruna,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna og land­læknis í dag. Það eru orð að sönnu. Mik­ill meiri­hluti lands­manna er bólu­settur en frá mán­aða­mót­um, þegar aflétt­ingar inn­an­lands höfðu tekið gildi og hætt var að skima bólu­setta á landa­mær­un­um, hafa greinst 236 smit inn­an­lands. Á einni viku hafa greinst 213 smit. Á þriðja hund­rað manns eru eft­ir­liti hjá COVID-­göngu­deild Land­spít­al­ans og útlit fyrir að ein­hverjir þurfi bráð­lega á sjúkra­húsinn­lögn að halda. Á spít­al­anum liggur nú einn inni vegna COVID-19. Sá er, líkt og meiri­hluti þeirra sem hafa greinst að und­an­förnu, bólu­sett­ur.

„Hegðun veirunnar hefur verið marg­breyti­leg og hún sýnir okkur enn eitt and­lit sitt nún­a,“ sagði Víð­ir. „Stöðugt nýjar áskor­anir og enda­lausar vanga­veltur um hvað við getum gert og hvað við erum til­búin að ger­a.“

Aðgerðir inn­an­lands er svarið sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir leggur til. Þeim var aflétt með öllu 26. júní – fyrir aðeins 26 dög­um. „Málið er að við kunnum þetta,“ sagði Víð­ir. „Við vitum alveg hvað það er sem þarf að gera og lítið annað í stöð­unni en að takast á við þetta, halda áfram þess­ari bar­áttu sem engan enda virð­ist ætla að taka.“

Bar­áttan mun standa í ein­hverja mán­uði til við­bót­ar, sagði sótt­varna­lækn­ir, og aðgerðir verða við lýði þar með í ein­hverri mynd. Far­aldr­inum ljúki ekki fyrr en honum ljúki alls staðar í heim­in­um. „Það er eins og menn á Íslandi telji að það sé nóg að hefta útbreiðslu hér og þá sé COVID lok­ið. Það er bara ekki þannig.“

Við þurfum „virki­lega að horfast í augu við“ að þetta verði ekki nokk­urra vikna bar­átta og að þeim tíma loknum getum við tekið upp okkar fyrra líf. „Að mínu mati er óskyn­sam­legt að hugsa þannig.“

Auglýsing

Sú bylgja sem nú er haf­in, fjórða bylgjan í far­aldr­in­um, er greini­lega í veld­is­vexti að mati Þór­ólfs. Í gær greindust 78 með veiruna inn­an­lands og hafa sjaldan verið jafn margir á einum sól­ar­hring frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Öll smitin sem greinst hafa að und­an­förnu eru af völdum delta-af­brigðis veirunnar og við rað­grein­ingar hafa fund­ist nokkuð mörg und­ir­af­brigði henn­ar. Sum má rekja beint til landamær­anna en önnur hafa komið „ógreind þangað yfir og svo dreifst áfram um land­ið.“

Delta, delta og aftur delta

Þórólfur sagði vitað að delta-af­brigðið er meira smit­andi en önnur og einnig valdi það senni­lega alvar­legri veik­ind­um.

Hann sagði ljóst að bólu­efnin væru ekki að veita eins góða vörn gegn afbrigð­inu og áður hafði verið talið þó að virkni efn­anna sé enn talin um 90 pró­sent hvað alvar­leg veik­indi varði.

Benti hann í þessu sam­hengi á nýjar upp­lýs­ingar frá Ísr­ael um að vernd bólu­setn­inga gegn delta sé minni en talið hafi ver­ið. Enn sem komið er liggja engar nákvæmar tölur um þetta fyrir enda stöndum við mitt í þró­un­inni, sagði Þórólf­ur, „í raun­tíma“.

Þórólfur kann­aði einnig stöð­una hjá kol­legum sínum ann­ars staðar í Evr­ópu. Þeir segja delta-af­brigðið í mik­illi sókn, bæði bólu­settir og óbólu­settir séu að sýkj­ast og farið sé að gæta fjölg­unar í sjúkra­húsinn­lögnum vegna þessa.

Þetta þýð­ir, að mati hans, að þrátt fyrir útbreidda bólu­setn­ingu geti smit breiðst hratt og mikið út hér á landi og þar með gætum við farið að sjá aukn­ingu í inn­lögnum á sjúkra­hús. Áhættan sé hins vegar ekki þekkt í augna­blik­inu en mun skýr­ast á næstu vik­um.

Víð­tæk útbreiðsla frá landa­mær­unum

„Hvert er þá matið á far­aldr­inum nún­a?“ spurði Þórólfur og hélt áfram. „Það er ljóst að eftir að slakað var á landa­mær­unum hafa margir komið hingað með veiruna sem hefur hrundið af stað víð­tækri útbreiðslu inn­an­lands.“ Þetta hefur gerst þrátt fyrir að ferða­menn hafi verið með vott­orð um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu. „Þrátt fyrir góða þátt­töku hér í bólu­setn­ingum hefur veiran náð að dreifa sér ótrú­lega hratt inn­an­lands sem bendir til að virkni bólu­efn­anna sé minni gegn delta-af­brigð­in­u.“

Við vitum ekki hvort að sýk­ingar hjá bólu­settum muni leiða til alvar­legra veik­inda, sagði hann og vissu­lega væri hægt að full­yrða að bólu­efnin væru að vernda marga. Óvissan sé hins vegar mest hjá eldra fólki og þeim sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Auglýsing

„Hvað er þá til ráða á þess­ari stund­u?“ spurði Þórólfur svo og minnti á að ein aðgerð­in, að krefja bólu­setta og fólk með vott­orð um fyrri sýk­ingu, um að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi við kom­una til lands­ins tæki gildi næsta þriðju­dag. Einnig væru ferða­menn með tengsla­net inn­an­lands hvattir til að fara í skimun eftir kom­una til lands­ins og halda sig til hlés þar til nið­ur­staða er ljós. Þetta muni von­andi lág­marka frek­ari dreif­ingu veirunnar yfir landa­mærin en ef ekki, gæti þurft að hefja skimanir á þeim í ein­hverri mynd á ný.

„En þetta mun ekki eitt og sér stöðva dreif­ing­una sem er í gangi inn­an­lands,“ sagði Þórólf­ur. Hann hefur því skrifað minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann leggur til að teknar verði upp tak­mark­anir inn­an­lands á ný, svo „hefta megi veiruna og koma í veg fyrir alvar­legar afleið­ingar henn­ar“.

Vitum öll hvað þarf að gera

Líkt og fyrri dag­inn vildi sótt­varna­læknir ekki tíunda hvað í minn­is­blað­inu stendur á fund­in­um, stjórn­völd eigi enn eftir að taka afstöðu til þeirra, „en við vitum hins vegar öll hvaða sam­fé­lags­legu aðgerðir hafa virkað til þessa og eðli­legt að nýta sér þá reynslu“.

Við erum að fara inn í óvissu, sagði hann einnig og bætti við að skyn­sam­legt væri að grípa hart inn í núna og reyna að koma í veg fyrir fleiri smit heldur en að bíða „eftir að við fáum ein­hvern far­aldur inn­lagna. Því þá er of seint í rass­inn grip­ið.“

Þórólfur sagði að ítrekað hefði verið að ný afbrigði veirunnar gætu breytt far­aldr­in­um. Að þau gætu haft áhrif á virkni bólu­efn­anna. „Við eru að upp­lifa þetta núna en megum ekki láta það slá okkur út af lag­in­u.“ Þróun far­ald­urs­ins nú væri „okkur öllum von­brigði“ en við yrðum að muna að sam­staðan hafi verið okkar styrkur hingað til og „mun verða það áfram“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent