Pexels - Open source myndasöfn

„Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist

Hún er mætt aftur. En hvernig má það vera? Þrennt skýrir helst fjölgun smita á Íslandi, því landi heims sem er hvað lengst komið í bólusetningum: Bólusetning minnkar líkur á smiti en kemur ekki í veg fyrir það, aflétting aðgerða og þar af leiðandi breytt hegðun fólks og í þriðja lagi landnám hæfasta afbrigðis veirunnar til þessa. „Landslagið breyttist mikið með deltunni,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur sem fer í viðtali við Kjarnann yfir stöðuna með vísindin að vopni.

Eins og þruma úr heið­skíru lofti? Margir eru stein­hissa á því að síð­ustu daga hafi full­bólu­settir ein­stak­lingar verið að grein­ast með kór­ónu­veiruna, bæði inn­an­lands og á landa­mær­un­um. Að þetta sama fólk geti svo – og hafi – smitað aðra. „Greini­lega er maður ekki alveg hólp­inn með bólu­setn­ing­unn­i,“ sagði ungur Íslend­ingur í sam­tali við Vísi nýverið en hann sýkt­ist af COVID-19 í fríi erlendis og smit­aði eftir heim­kom­una móður sína og syst­ur. Hann var bólu­sett­ur. Fór áhyggju­laus í frí en engu að síður var­lega.

Fleiri hafa rekið upp stór augu. Furðað sig á fjölgun smita inn­an­lands síð­ustu daga.

Arnar Pálsson erfðafræðingur. Mynd: HÍ/Kristinn Ingvarsson

Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur er ekki einn þeirra. Hann segir „ekk­ert furðu­legt“ við það að full­bólu­sett fólk smit­ist af veirunni og smiti jafn­vel aðra. „Það var fyr­ir­séð, sér­stak­lega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í sam­fé­lag­inu hefur verið upp á síðkast­ið,“ segir hann við Kjarn­ann. Engar tak­mark­anir eru lengur inn­an­lands og margir virð­ast hafa tekið því þannig að það þýddi, þrátt fyrir varn­að­ar­orð yfir­valda, að öll hætta væri liðin hjá. Fólk stand­andi í hnapp við kæl­inn í kjör­búð­inni er ein birt­ing­ar­mynd­in. Fólk í kös á börum bæj­ar­ins er önn­ur. Tómir spritt­brúsar í versl­unum sú þriðja. Og svo mætti áfram telja.

„Bólu­setn­ing kemur ekki í veg fyrir smit,“ ítrekar Arn­ar, enda hafi því aldrei verið haldið fram, „heldur minnkar hún lík­urnar á því umtals­vert og minnkar auk þess lík­urnar á að smit leiði til alvar­legri sjúk­dóms.“ Ávinn­ingi af bólu­setn­ingu sé hins vegar hægt að tapa með því að sleppa öllum smit­vörn­um, vera sífellt í marg­menni og „knúsa alla sem koma með flug­vélum til lands­ins“.

Talandi um knús.

Auglýsing

„Það er loks­ins komið að þessum áfanga í þess­ari bar­áttu sem við höfum öll beðið eft­ir. Og við erum öll svo spennt að geta lifað okkar eðli­lega lífi aft­ur. Að mega heils­ast og knúsa og faðma.“

Þetta sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á blaða­manna­fundi stjórn­valda í Safna­hús­inu 25. júní er til­kynnt var að öllum tak­mörk­unum inn­an­lands yrði aflétt á mið­nætti þann sama dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum í Safnahúsinu. Mynd: Skjáskot RÚV

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði okkar góðu stöðu í bólu­setn­ingum og þá stað­reynd að nán­ast engin smit væru að grein­ast gera það að verkum „að við erum hingað komin í dag“.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagð­ist hafa und­ir­ritað tugi reglu­gerða vegna COVID-ráð­staf­ana en nú, rúmum fimmtán mán­uðum eftir þá fyrstu, „hef ég und­ir­ritað reglu­gerð um það að fella brott allar tak­mark­anir á sam­komum vegna far­sótt­ar.“ Þar með talið fjölda­tak­mark­an­ir, grímu­skyldu, nálægð­ar­regl­una, skerta opn­un­ar­tíma veit­inga­húsa og svo fram­veg­is. „Allar þessar tak­mark­anir eru felldar nið­ur.“

Sam­tímis var til­kynnt að skimun bólu­settra, barna og fólks með vott­orð um fyrri sýk­ingu yrði hætt á landa­mær­unum frá og með 1. júlí. Dóms­mála­ráð­herra sagð­ist vona að öllum aðgerðum á landa­mær­unum yrði aflétt sem fyrst. „Takk fyrir fórn­irnar sem þið færðuð á þessum skrítnu mán­uðum sem er að ljúka.“

Katrín Jakobsdóttir í viðtali við RÚV eftir fundinn í Safnahúsinu. Skjáskot: RÚV

Á fund­inum var ekki einu orði minnst á að mögu­lega þyrfti síðar að taka skref til baka. Herða aft­ur. Sú er þó orðin raunin því eftir nokkra daga verða bólu­settir krafðir um nei­kvætt COVID-­próf við kom­una til lands­ins. Aðgerðir inn­an­lands hafa heldur ekki verið úti­lok­að­ar.

Aflétt­ing aðgerða inn­an­lands sem og breyttar aðgerðir á landa­mær­unum, voru í sam­ræmi við til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is. Hann ítrek­aði þó oft­sinnis var­úð­ar­orð. „Mik­il­vægt er þó að almenn­ingur sé hvattur áfram til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varn­ir,“ skrif­aði hann í minn­is­blað sitt sem lá aflétt­ing­unum til grund­vallar. Í sam­tali við frétta­mann RÚV rétt fyrir fund ráð­herr­anna í Safna­hús­inu sagði hann: „Ég held að það sé rétt að muna það að þetta er ekki búið. Þetta eru ekki ein­hver lok bók­ar­inn­ar.“

Bæði Svan­dís og Katrín sögðu einnig á fund­inum að fólk yrði áfram að fara var­lega og hafa sprittið við hend­ina.

Grímuskylda var afnumin eftir að hafa verið í gildi á Íslandi frá síðasta hausti.
EPA

Á und­an­förnum níu sól­ar­hringum hafa 96 smit greinst inn­an­lands. Stökk varð í fjöld­anum milli daga í fyrra­dag er 38 greindust. Svo margir hafa ekki greinst frá því í lok októ­ber. Þrennt getur helst skýrt það breytta lands­lag sem blasir nú við – 25 dögum eftir fund­inn í Safna­hús­inu.

Eitt er aflétt­ing aðgerða inn­an­lands og til­slak­anir á landa­mær­un­um. Það hefur almennt í för með sér ann­ars vegar aukna hættu á því að smit ber­ist inn í landið og hins vegar aukna smit­hættu almennt.

Í öðru lagi veita bólu­efni ekki full­komna vörn. Og í þriðja lagi hefur nýtt og meira smit­andi afbrigði breiðst hratt út, afbrigði sem bólu­efnin veita minni vörn gegn en öðrum sem höfðu áður komið fram á sjón­ar­svið­ið.

Fólk heyrir bara „aflétt­ing“

Bólu­setn­ing gegn COVID-19 felur í sér minnk­aða áhættu – ekki 100 pró­sent vörn, minnir Arnar á. „Pró­sentur eru hins vegar svo ógagn­sæj­ar,“ heldur hann áfram. Og almennt á fólk erfitt með að skilja áhættu sem sett er fram með þeim hætti. Sér­stak­lega þegar um áhættu yfir lengra tíma­bil er að ræða. Þannig er því til dæmis farið með lofts­lags­breyt­ing­ar. „Ef vernd bólu­efna er 90 pró­sent. Hvað þýðir það? En ef hún er 70 pró­sent?“ Um leið og talan er ekki 100 pró­sent þá vitum við að það eru ein­hverjar lík­ur. En það hefði að mati Arn­ars mátt miðla því bet­ur, minna á að það sé raun­veru­leg hætta á að smit­ast fyrir hendi – þrátt fyrir bólu­setn­ingu. „Yf­ir­völd hafa vissu­lega sagt að það sé full ástæða til að fara var­lega en fólk virð­ist ekki með­taka það sem við­vör­un. Það heyrir bara „aflétt­ing“. Það heyrir góðu frétt­irnar en ekki varnaglana.“

Þetta er teningakast. Þeim mun fleiri teningum sem er kastað, þeim mun líklegra er að stökkbreytingar verði á veirunni henni í hag. Hvert einasta smit, hérlendis sem erlendis, er tækifæri fyrir veiruna til að stökkbreytast.
Auglýsing

Í drögum að svari Arn­ars, sem birt verður á Vís­inda­vefn­um, varpar hann ljósi á hvað er á bak við pró­sentu­töl­urn­ar.

Mat á því hversu mikla vernd bólu­efni veita gegn smiti eða alvar­legum ein­kennum byggir á rann­sóknum á fjölda ein­stak­linga, í svoköll­uðum tví­blindum rann­sókn­um, skrifar hann. Í þeim eru bornir saman tveir hópar, jafn­gildir að öllu leyti nema ein­stak­lingar í öðrum fá til­tekna með­höndlun en hinir gervi­með­ferð sem er við­mið­un­ar­hóp­ur. Hann vitnar svo til rann­sóknar á Jan­sen-­bólu­efn­inu. Til að meta alvar­leika ein­kenna voru í þeirri rann­sókn bornir saman tveir hópar, hvor með tæp­lega 9.000 ein­stak­linga. Til að gera töl­urnar sam­bæri­legar eru þær umreikn­aðar og rúnn­aðar miðað við 10.000 ein­stak­linga.

Af 10.000 bólu­settum ein­stak­lingum smit­uð­ust 36. En af sam­bæri­legum fjölda í við­mið­un­ar­hópnum smit­uð­ust 127 ein­stak­ling­ar. Það bendir til að bólu­efni Jan­sen veiti 71 pró­sent vernd gegn smiti.

Hægt er að beita sam­bæri­legum reikn­ingi til að meta lík­urnar á alvar­legum ein­kenn­um, skrifar Arn­ar. Í lyfja­próf­inu fyrir Jan­sen voru bornir saman um 20.000 manna hópar, bólu­settir og ekki. Af þeim sem voru bólu­settir fengu fimm alvar­leg ein­kenni en af sam­bæri­legum fjölda í við­mið­un­ar­hópnum smit­uð­ust 35 ein­stak­lingar. Það bendir til að bólu­efni Jan­sen veiti 86 pró­sent vernd gegn alvar­legum ein­kenn­um.

Arnar segir að setja verði ákveðna fyr­ir­vara við þessar rann­sókn­ir. Lyfja­próf­anir séu ekki alveg sam­bæri­legar með til­liti til ald­urs, kyns, þjóð­ernis og fleiri breyta. Mik­il­væg­ust af þeim er lík­lega hegð­un­ar­mynstur fólks á meðan prófin fóru fram. Hegð­uðu allir sér eðli­lega eða voru sam­komu­tak­mark­anir í gangi? Að auki eru veirur ekki endi­lega þær sömu á öllum svæð­um. Nið­ur­stöð­urnar gætu því litið öðru­vísi út að teknu til­liti til ólíkra afbrigða.

Og þá komum við að delta í gríska staf­róf­inu.

Afbrigði kórónuveirunnar, sem hvað mest hafa breiðst út, eru nú kennd við stafi úr gríska stafrófinu.

Í fyrstu voru veiru­af­brigði kennd við þau lönd sem þau upp­götv­uð­ust fyrst í. Það breska. Það suð­ur­a­fríska. Það brasil­íska. Öll þessi afbrigði eru með aðra eig­in­leika en upp­runa­lega veiran sem notuð var í fyrstu rann­sókn­unum við þróun bólu­efn­anna. Nýverið var farið að kalla afbrigðin nöfnum gríska staf­rófs­ins og það sem nú hefur breiðst mest og hrað­ast út, og var áður kennt við Ind­land, hefur fengið nafnið delta.

„Lands­lagið breytt­ist mikið með delt­unn­i,“ segir Arnar við Kjarn­ann spurður um hvaða þýð­ingu afbrigðið hafi á smit­hættu. Delt­an, eins og Arnar kallar hana, er „miklu hæf­ari“ en hin afbrigðin – hún er mun meira smit­andi og sam­fara minni tak­mörk­unum í flestum ríkjum heims síð­ustu vik­ur, hefur hún náð að dreifa sér víða „og verður alls­ráð­andi þar sem hún nemur land“.

Þrátt fyrir að bólu­setn­ingar séu langt á veg komnar á vest­ur­lönd­um, sem einnig breyti lands­lag­inu, „þá snýst borðið aft­ur“ með delta-af­brigð­inu og enn hraðar með minni tak­mörk­unum nú en fyrir nokkrum vik­um. „Þá opn­ast mögu­leikar fyrir veiruna á ný.“

Að bólusetja alla og á sem stystum tíma er markmið sem gagnast allri heimsbyggðinni
EPA

Arnar grípur til mynd­máls og seg­ir: „Þetta er ten­inga­kast. Þeim mun fleiri ten­ingum sem er kastað, þeim mun lík­legra er að stökk­breyt­ingar verði á veirunni henni í hag. Hvert ein­asta smit, hér­lendis sem erlend­is, er tæki­færi fyrir veiruna til að stökk­breyt­ast. Lík­urnar á að delta stökk­breyt­ist í enn meira smit­andi afbrigði eru ennþá umtals­verð­ar.“

Delta, rétt eins og hin fyrri afbrigði sem hafa sér­stak­lega verið undir smá­sjá heil­brigð­is­yf­ir­valda, kom fram við ákveðnar aðstæð­ur. Þar sem smit var útbreitt og litlar tak­mark­anir við lýði. Flest hófu þau að breið­ast út áður en bólu­setn­ingar komu til.

Óvernd­aðir hópar eru leik­völlur fyrir veiruna

Og þar liggur enn einn hund­ur­inn graf­inn. Þótt bólu­setn­ingar á Íslandi, í Evr­ópu og á Vest­ur­löndum almennt séu orðnar nokkuð almenn­ar, eru mörg af fjöl­menn­ustu svæðum heims á byrj­un­ar­reit. Þar, til dæmis í Afr­íku þar sem aðeins um 2 pró­sent íbúa hafa fengið bólu­setn­ingu, er ten­inga­kastið enn stöðugt. Ten­ing­arnir nær ótelj­andi. Veiran hefur millj­ónir lík­ama á millj­ónir ofan til að flakka óheft á milli – án þeirra varna sem bólu­setn­ingar þó veita.

„Mann­kynið mun ekki ná taum­haldi á far­aldr­inum fyrr en öll heims­byggðin verður bólu­sett,“ segir Arn­ar, „og mögu­lega þarf fleira til að hægt verði að útrýma veirunni alveg.“ Ákaf­lega mik­il­vægt sé að að bólu­setja alla, ekki aðeins ákveðnar þjóðir eða þá elstu í hverju sam­fé­lagi. „Allir óvernd­aðir hópar eru leik­völlur fyrir veiruna. Þannig að það er öllum heim­inum í hag að við náum að bólu­setja sem flesta á sem stystum tíma.“

Hvernig atburð­irnir þró­uð­ust á Ind­landi ætti að vera öllum víti til varn­að­ar. Þar voru nær engar tak­mark­anir í gildi og fáir bólu­sett­ir. Og þá varð deltan til. „Það er fyr­ir­séð að þetta muni fara úr bönd­unum á fleiri stöð­u­m,“ segir Arnar af hrein­skilni. Afbrigðið sé þegar búið að stökk­breyt­ast og nú séu menn farnir að tala um „delta plús“.

Yfirvöld hafa vissulega sagt að það sé full ástæða til að fara varlega en fólk virðist ekki meðtaka það sem viðvörun. Það heyrir bara „aflétting“. Það heyrir góðu fréttirnar en ekki varnaglana.
EPA

Við vitum öll hvernig veiran smit­ast. Með dropa­smiti, úða­smiti og með lofti. Hegðun fólks er því enn stærsta breytan þegar kemur að því að verj­ast sýk­ingu. Nánd­ar­reglan var ekki kennd við nánd fyrir ekki neitt.

„Ég sé sterk rök fyrir því að hafa hemil á ferða­lögum og verja landa­mæri og reyna að koma í veg fyrir að veiran breið­ist út eins og sinu­brun­i,“ segir Arn­ar. Því er að hans mati skyn­sam­legt skref að krefja alla ferða­menn um að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi, hvort sem þeir eru bólu­settir eður ei.

En hvernig mun þetta enda?

„Maður er far­inn að efast um að það verði nokkurn tím­ann hægt að útrýma veirunni miðað við hversu útbreidd hún er orðin og hvernig eig­in­leikar hennar eru,“ svarar Arn­ar. „Fólk getur verið smitað en ein­kenna­laust og sömu­leiðis verður fólk minna veikt með bólu­setn­ing­um. Þannig að hún gæti náð að krauma í sam­fé­lag­inu eða á vissum land­svæðum án þess að við áttum okkur á því. Af því að hún er þannig gerð verður alltaf erfitt að útrýma henn­i.“

Þrátt fyrir að engar fjölda­tak­mark­anir séu í gildi, engin grímu­skylda eða 2-metra regla, allt þetta sem við kvöddum með við­höfn í Safna­hús­inu 25. júní, þá er enn mjög mik­il­vægt að fólk gæti sín. Engar reglur þurfi ekki að þýða að skyn­sam­legt sé að vera í miklum mann­fjölda. Snerta mann og ann­an. Vilj­andi eða óvilj­andi. „Ég held að því ættu allir að stíga var­lega til jarðar í því sam­band­i,“ segir hann spurður hvort fólk ætti að forð­ast fjöl­mennar hátíð­ir. „Ég per­sónu­lega forð­ast enn fjöl­menna við­burð­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal