Ólympíueldurinn tendraður fyrir auðu húsi

Ólympíuleikarnir í Tókýó verða með töluvert öðru sniði í ár en áður. Fyrir utan að vera haldnir ári á eftir áætlun þá verða engir áhorfendur leyfðir. Auðir áhorfendabekkir eru líklegir til að hafa mismikil áhrif á keppendur eftir greinum.

Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Auglýsing

Opn­un­ar­há­tíð Ólymp­íu­leik­ana er jafnan mik­ill gleði­við­burð­ur, spennu­þrung­inn upp­haf­s­punktur stærstu íþrótta­há­tíðar ver­ald­ar. Íþrótta­menn­irnir ganga fullir stolti inn á leik­vang­inn og veifa upp á áhorf­enda­pall­ana. En ekki í ár, því það verður ein­fald­lega eng­inn til að veifa á áhorf­endapöll­un­um, þeir verða tóm­ir. Ólymp­íu­leik­arnir verða haldnir og þeir hefj­ast á ein­hvers konar opn­un­ar­há­tíð en allt verður þetta - eins og svo margt á tímum heims­far­ald­urs - öðru­vísi.

Fyrr í vik­unni var til­kynnt að engir áhorf­endur yrðu leyfðir á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó. Upp­haf­lega stóð til að heima­menn, Jap­an­ir, fengju að vera á áhorf­endapöll­unum með ákveðnum tak­mörk­un­um. En nú mega þeir ekki einu sinni vera við­staddir þennan stór­við­burð í heima­landi sínu sem hefur verið í und­ir­bún­ingi frá árinu 2011 þegar borgin var valin til að halda sum­ar­leik­ana 2020. Engir aðrir en kepp­end­ur, þjálf­arar og starfs­fólk fá að koma nálægt keppn­is­svæð­un­um. En hvaða áhrif hefur áhorf­enda­leysið?

Áhorf­endur stór hluti af mann­líf­inu á Ólymp­íu­leik­unum

Ólymp­íu­leik­arn­ir, sem kenndir eru við árið 2020 þótt þeir fari fram í ár, standa yfir dag­ana 23. júlí til 8. ágúst og Íslend­ingar eiga fjóra full­trúa. Anton Sveinn Mckee keppir í 200m bringu­sundi, Ásgeir Sig­ur­geirs­son keppir í skot­fimi með loft­skamm­byssu, Guðni Valur Guðna­son keppir í kringlu­kasti og Snæ­fríður Sól Jór­unn­ar­dóttir keppir bæði í 100m og 200m skrið­sundi.

Auglýsing

Andri Stefánsson aðalfararstjóri ÍSÍ með forsetahjónunum. Ljósmynd úr safni ÍSÍ

Aðal­far­ar­stjóri íslenska hóps­ins er Andri Stef­áns­son. Spurður um hvaða áhrif hann telji að áhorf­enda­leysi hafi á kepp­endur segir hann það ekki hafa verið rætt sér­stak­lega innan hóps­ins. Stemn­ingin sé almennt góð og allir spenntir þrátt fyrir að leik­arnir verði ólíkir öllum öðrum Ólymp­íu­leik­um.

Hann segir íþrótta­menn komna með tals­verða reynslu í því að þurfa að aðlaga keppnir að heims­far­aldri. „Allt síð­asta ár hefur verið öðru­vísi. Þau eru komin með ákveðna reynslu í að vera að keppa án áhorf­enda og í ýmsum aðstæð­u­m.“

„Það sem er kannski öðru­vísi á Ólymp­íu­leikum er að áhorf­endur eru ekki bara á sjálfum íþrótta­við­burð­unum heldur eru svo stór hluti af mann­líf­inu í kringum leik­ana. Þessir Ólymp­íu­leikar verða því ólíkir öllum öðrum í gegnum tíð­ina og við rennum svo­lítið blint í sjó­inn með hvernig þetta mun takast til. Það er mjög mis­jafnt eftir greinum hvaða áhrif áhorf­endur hafa. Í skot­fimi sem Ásgeir Sig­ur­geirs­son keppir í þá eru vana­lega fáir áhorf­endur í keppn­is­saln­um, þannig að þetta hefur ekki mikil áhrif. Á meðan ertu með tugi þús­unda áhorf­enda í frjálsum íþróttum til dæm­is. Áhorf­enda­leysið mun hafa mis­mun­andi áhrif á íþrótta­grein­arn­ar,“ segir Andri. Hann bendir einnig á að heima­þjóð hafi vana­lega verið dyggi­lega studd af áhorf­endum og því sé lík­legt að Jap­anir gætu liðið fyrir það að áhorf­endur vanti.

„En fyrir þjóðir sem væru hvort sem er ekki með þús­undir manna á bak­við sig þá skiptir þetta ekki öllu máli. Í okkar til­viki skiptir meira máli að vera með þjálf­ara og hóp sem styður vel við kepp­end­ur. Án þess að ég hafi rætt það við Ólymp­íu­far­ana þá held ég að þau muni kannski sjá þetta sem tæki­færi, þetta gæti jafnað leik­inn og við gætum þá alveg eins komið sterk­ari út en margir aðr­ir. Ég hef mikla trú á okkar fólki. Þetta er lít­ill en þéttur hópur og held að þau spjari sig við allar aðstæð­ur,“ segir far­ar­stjór­inn þegar Kjarn­inn náði tali af honum skömmu fyrir brott­för til Tókýó.

Sjón­varps­stöðv­arnar sem sýna frá Ólymp­íu­leik­unum hafa þó tölu­verðar áhyggjur af auðum áhorf­endapöll­um. Þeirra áhyggjur snúa þó ekki að and­legri líðan íþrótta­manna heldur hefur reynslan í heims­far­aldr­inum sýnt að íþrótta­keppnir án áhorf­enda njóta minni vin­sælda meðal sjón­varps­á­horf­enda en þegar pall­arnir eru pakk­að­ir. Til dæmis hrap­aði áhorf á úrslita­keppni NBA-­deild­ar­innar í körfu­bolta um 50% við það eitt að sleppa áhorf­end­um.

Ólympíufarar Íslands í Tókýó eru Anton Sveinn Mckee, Ásgeir Sigurgeirsson, Guðni Valur Guðnason og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd úr safni ÍSÍ.

Áhorf­enda­leysi getur virkað í báðar áttir

Ólymp­íu­leik­arnir eru miklu meira en bara íþrótta­keppni. Hugs­unin á bak­við þá í grunn­inn er að sam­eina þjóðir heims, að stuðla að friði og vin­áttu þvert á þjóð­erni. Í hópi áhorf­enda eru ekki aðeins áhan­gendur og íþróttaunn­endur heldur þjóð­ar­leið­tog­ar, kónga­fólk, fyrrum kepp­endur og svo mætti áfram telja. Mann­lífið í kringum Ólymp­íu­leik­ana er mik­il­vægt fyrir við­burð­ina. Fólkið sem horfir á staðnum tekur þátt, lifir sig inn í við­burð­ina og sú inn­lifun skilar sér heim í stofu til áhorf­enda sem fylgj­ast með á sjón­varps­skjá.

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við HÍ.

Ýmsar rann­sóknir hafa verið gerðar á áhrifum áhorf­enda á íþrótta­mótum en að sögn Við­ars Hall­dórs­sonar pró­fess­ors í félags­fræði við Háskóla Íslands eru nið­ur­stöð­urnar ekki á einn veg. „Rann­sóknir á þessu hafa mest verið gerðar í hóp­í­þróttum þar sem áhorf­endur mynda oft mikla stemn­ingu og virka hvetj­andi. Ein­stak­lings­í­þróttir byggja meira á ein­stak­lings­bundnum hæfi­leikum og ein­beit­ingu. Árangur þar byggir lík­lega ekki jafn­mikið á stemn­ing­unni eins og í hóp­í­þrótt­um. Þú þarft mikla ein­beit­ingu á það hvað þú ert að gera, og þá getur alveg verið að það hjálpi að sleppa áhorf­end­um.

Áhorf­enda­leysi getur þannig virkað í báðar átt­ir, ann­ars vegar leitt til verri frammi­stöðu því það dregur úr stemn­ingu og hvatn­ingu á vell­inum sjálf­um. En það getur líka bætt frammi­stöðu því að sama skapi dregur það úr streitu að hafa enga áhorf­end­ur. Mómentið þegar á að fara að gera eitt­hvað stór­kost­legt getur verið streitu­vald­ur.“

Minni hávaði geti dregið úr streitu og minnkað líkur á að fólk yfir­spenn­ist. Viðar telur þó engu hægt að slá föstu um áhrif þess að hafa enga áhorf­endur á svona stórum við­burði eins og Ólymp­íu­leik­arnir eru. Áhrifin verði ólík eftir greinum og einnig eftir ein­stak­ling­um.

„Þetta bitnar eflaust á þeim íþrótta­mönnum sem þríf­ast á stemn­ingu en getur aftur á móti hjálpað þeim sem eiga það til að fara yfirum í spennu. Kannski verður mun­ur­inn á milli þeirra bestu og þeirra lak­ari minni af þessum sök­um, það verður bara áhuga­vert að sjá. Kenn­ingar í sál­fræði sýna að ef þú ert svaka­lega góður í ein­hverju þá hjálpa áhorf­end­ur, en ef þú ert óör­uggur þá draga áhorf­endur úr árangri. Áhorf­enda­leysi gæti því alveg jafnað leik­ana,“ segir Við­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent