Ólympíueldurinn tendraður fyrir auðu húsi

Ólympíuleikarnir í Tókýó verða með töluvert öðru sniði í ár en áður. Fyrir utan að vera haldnir ári á eftir áætlun þá verða engir áhorfendur leyfðir. Auðir áhorfendabekkir eru líklegir til að hafa mismikil áhrif á keppendur eftir greinum.

Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Auglýsing

Opnunarhátíð Ólympíuleikana er jafnan mikill gleðiviðburður, spennuþrunginn upphafspunktur stærstu íþróttahátíðar veraldar. Íþróttamennirnir ganga fullir stolti inn á leikvanginn og veifa upp á áhorfendapallana. En ekki í ár, því það verður einfaldlega enginn til að veifa á áhorfendapöllunum, þeir verða tómir. Ólympíuleikarnir verða haldnir og þeir hefjast á einhvers konar opnunarhátíð en allt verður þetta - eins og svo margt á tímum heimsfaraldurs - öðruvísi.

Fyrr í vikunni var tilkynnt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á Ólympíuleikunum í Tókýó. Upphaflega stóð til að heimamenn, Japanir, fengju að vera á áhorfendapöllunum með ákveðnum takmörkunum. En nú mega þeir ekki einu sinni vera viðstaddir þennan stórviðburð í heimalandi sínu sem hefur verið í undirbúningi frá árinu 2011 þegar borgin var valin til að halda sumarleikana 2020. Engir aðrir en keppendur, þjálfarar og starfsfólk fá að koma nálægt keppnissvæðunum. En hvaða áhrif hefur áhorfendaleysið?

Áhorfendur stór hluti af mannlífinu á Ólympíuleikunum

Ólympíuleikarnir, sem kenndir eru við árið 2020 þótt þeir fari fram í ár, standa yfir dagana 23. júlí til 8. ágúst og Íslendingar eiga fjóra fulltrúa. Anton Sveinn Mckee keppir í 200m bringusundi, Ásgeir Sigurgeirsson keppir í skotfimi með loftskammbyssu, Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti og Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir bæði í 100m og 200m skriðsundi.

Auglýsing

Andri Stefánsson aðalfararstjóri ÍSÍ með forsetahjónunum. Ljósmynd úr safni ÍSÍ

Aðalfararstjóri íslenska hópsins er Andri Stefánsson. Spurður um hvaða áhrif hann telji að áhorfendaleysi hafi á keppendur segir hann það ekki hafa verið rætt sérstaklega innan hópsins. Stemningin sé almennt góð og allir spenntir þrátt fyrir að leikarnir verði ólíkir öllum öðrum Ólympíuleikum.

Hann segir íþróttamenn komna með talsverða reynslu í því að þurfa að aðlaga keppnir að heimsfaraldri. „Allt síðasta ár hefur verið öðruvísi. Þau eru komin með ákveðna reynslu í að vera að keppa án áhorfenda og í ýmsum aðstæðum.“

„Það sem er kannski öðruvísi á Ólympíuleikum er að áhorfendur eru ekki bara á sjálfum íþróttaviðburðunum heldur eru svo stór hluti af mannlífinu í kringum leikana. Þessir Ólympíuleikar verða því ólíkir öllum öðrum í gegnum tíðina og við rennum svolítið blint í sjóinn með hvernig þetta mun takast til. Það er mjög misjafnt eftir greinum hvaða áhrif áhorfendur hafa. Í skotfimi sem Ásgeir Sigurgeirsson keppir í þá eru vanalega fáir áhorfendur í keppnissalnum, þannig að þetta hefur ekki mikil áhrif. Á meðan ertu með tugi þúsunda áhorfenda í frjálsum íþróttum til dæmis. Áhorfendaleysið mun hafa mismunandi áhrif á íþróttagreinarnar,“ segir Andri. Hann bendir einnig á að heimaþjóð hafi vanalega verið dyggilega studd af áhorfendum og því sé líklegt að Japanir gætu liðið fyrir það að áhorfendur vanti.

„En fyrir þjóðir sem væru hvort sem er ekki með þúsundir manna á bakvið sig þá skiptir þetta ekki öllu máli. Í okkar tilviki skiptir meira máli að vera með þjálfara og hóp sem styður vel við keppendur. Án þess að ég hafi rætt það við Ólympíufarana þá held ég að þau muni kannski sjá þetta sem tækifæri, þetta gæti jafnað leikinn og við gætum þá alveg eins komið sterkari út en margir aðrir. Ég hef mikla trú á okkar fólki. Þetta er lítill en þéttur hópur og held að þau spjari sig við allar aðstæður,“ segir fararstjórinn þegar Kjarninn náði tali af honum skömmu fyrir brottför til Tókýó.

Sjónvarpsstöðvarnar sem sýna frá Ólympíuleikunum hafa þó töluverðar áhyggjur af auðum áhorfendapöllum. Þeirra áhyggjur snúa þó ekki að andlegri líðan íþróttamanna heldur hefur reynslan í heimsfaraldrinum sýnt að íþróttakeppnir án áhorfenda njóta minni vinsælda meðal sjónvarpsáhorfenda en þegar pallarnir eru pakkaðir. Til dæmis hrapaði áhorf á úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta um 50% við það eitt að sleppa áhorfendum.

Ólympíufarar Íslands í Tókýó eru Anton Sveinn Mckee, Ásgeir Sigurgeirsson, Guðni Valur Guðnason og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd úr safni ÍSÍ.

Áhorfendaleysi getur virkað í báðar áttir

Ólympíuleikarnir eru miklu meira en bara íþróttakeppni. Hugsunin á bakvið þá í grunninn er að sameina þjóðir heims, að stuðla að friði og vináttu þvert á þjóðerni. Í hópi áhorfenda eru ekki aðeins áhangendur og íþróttaunnendur heldur þjóðarleiðtogar, kóngafólk, fyrrum keppendur og svo mætti áfram telja. Mannlífið í kringum Ólympíuleikana er mikilvægt fyrir viðburðina. Fólkið sem horfir á staðnum tekur þátt, lifir sig inn í viðburðina og sú innlifun skilar sér heim í stofu til áhorfenda sem fylgjast með á sjónvarpsskjá.

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við HÍ.

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum áhorfenda á íþróttamótum en að sögn Viðars Halldórssonar prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands eru niðurstöðurnar ekki á einn veg. „Rannsóknir á þessu hafa mest verið gerðar í hópíþróttum þar sem áhorfendur mynda oft mikla stemningu og virka hvetjandi. Einstaklingsíþróttir byggja meira á einstaklingsbundnum hæfileikum og einbeitingu. Árangur þar byggir líklega ekki jafnmikið á stemningunni eins og í hópíþróttum. Þú þarft mikla einbeitingu á það hvað þú ert að gera, og þá getur alveg verið að það hjálpi að sleppa áhorfendum.

Áhorfendaleysi getur þannig virkað í báðar áttir, annars vegar leitt til verri frammistöðu því það dregur úr stemningu og hvatningu á vellinum sjálfum. En það getur líka bætt frammistöðu því að sama skapi dregur það úr streitu að hafa enga áhorfendur. Mómentið þegar á að fara að gera eitthvað stórkostlegt getur verið streituvaldur.“

Minni hávaði geti dregið úr streitu og minnkað líkur á að fólk yfirspennist. Viðar telur þó engu hægt að slá föstu um áhrif þess að hafa enga áhorfendur á svona stórum viðburði eins og Ólympíuleikarnir eru. Áhrifin verði ólík eftir greinum og einnig eftir einstaklingum.

„Þetta bitnar eflaust á þeim íþróttamönnum sem þrífast á stemningu en getur aftur á móti hjálpað þeim sem eiga það til að fara yfirum í spennu. Kannski verður munurinn á milli þeirra bestu og þeirra lakari minni af þessum sökum, það verður bara áhugavert að sjá. Kenningar í sálfræði sýna að ef þú ert svakalega góður í einhverju þá hjálpa áhorfendur, en ef þú ert óöruggur þá draga áhorfendur úr árangri. Áhorfendaleysi gæti því alveg jafnað leikana,“ segir Viðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent