Mynd: Golli

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Græðgin æðri mennskunni og reisn allra

Ritstjórn Kjarnans hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins 2020 fyrir umfjöllun sína um brunann á Bræðraborgarstíg og margháttaðar afleiðingar hans. Hér er hægt að lesa umfjöllunina, sem er sú umfangsmesta sem Kjarninn hefur ráðist í, í heild sinni.

Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í fyrra­sum­ar, í hjarta Reykja­vík­ur, er sá mann­skæð­asti sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni. Þrjár ungar mann­eskjur fórust, fólk sem hafði komið til Íslands frá heima­land­inu Pól­landi til að vinna. Það hafði séð hér tæki­færi til að bæta hag sinn til fram­tíð­ar. 

Í ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg var fjallað um húsið sjálft, eig­endur þess og sögu og við­brögð opin­berra stofn­anna og ann­arra við atburði sem á sér enga hlið­stæðu á síð­ari tím­um. Varpað var ljósi á fram­lag erlends verka­fólks í auk­inni hag­sæld íslensku þjóð­ar­inn­ar, á kjör þess og þær aðstæður sem það er látið búa við og hvernig þær aðstæður gátu skap­ast.

Fjallað var um sam­fé­lagið í Gamla Vest­ur­bænum sem stóð þétt saman og reyndi eftir fremsta megni að rétta fórn­ar­lömbun­um, sem mörg hver hafa lítið tengsla­net hér á landi, hjálp­ar­hönd og sagðar sögur þeirra sem komu fyrst á vett­vang brun­ans. 

Auglýsing

Þunga­miðja umfjöll­un­ar­innar voru frá­sagnir þeirra sem lifðu af. Fólks sem kom til Íslands í leit að betra lífi en glímir nú við afleið­ingar áfalls­ins sem á eftir að fylgja því alla ævi. 

Græðgi æðri mennsku

Um er að ræða umfangs­mesta rann­sókn­ar­verk­efni sem rit­stjórn Kjarn­ans hefur ráð­ist í. Kjarn­inn vildi kafa ofan í málið frá öllum hliðum og upp­runa­lega umfjöll­un­in, sem birt var um miðjan nóv­em­ber 2020, inni­hélt alls 15 frétta­skýr­ingar og við­töl, tæp 31 þús­und orð. Henni var svo fylgt eftir með ítar­legum hætti út síð­asta ár. 

Umfjöll­unin snertir alla fleti máls­ins. Hún lýsir mann­­legum harm­­leik, kerf­is­legri jað­­ar­­setn­ingu erlendra verka­­manna á Íslandi og því hvernig við sem sam­­fé­lag sam­­þykkjum að græðgi sé æðri mennsku og reisn allra.

Kjarn­inn taldi mik­il­vægt að birta þessa umfjöllun og varpa með því ljósi á stöðu jað­ar­settra hópa sem oft búa við óboð­legar aðstæð­ur­. Um­fjöll­unin var í gær til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa Blaða­manna­fé­lags Íslands í flokknum umfjöllun árs­ins. Um er að ræða átt­undu til­nefn­ingu blaða­manna Kjarn­ans frá því að hann var stofn­aður 2013, en þeir hafa hlotið til­nefn­ingu á hverju ári á tæp­lega átta ára líf­tíma mið­ils­ins. Blaða­menn Kjarn­ans hafa tví­vegis hlotið verð­launin á þeim tíma.

Allar myndir sem fylgdu með umfjöll­un­inni, og eru sýni­legar hér, eru teknar af Golla og Báru Huld Beck. Mynd­bandið sem sést efst í þess­ari umfjöllun er gert af Golla.

Hér að neðan er hægt að lesa þau efni sem mynd­uðu umfjöllun Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg 1 á árinu 2020:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar