Mynd: Golli

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Græðgin æðri mennskunni og reisn allra

Ritstjórn Kjarnans hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins 2020 fyrir umfjöllun sína um brunann á Bræðraborgarstíg og margháttaðar afleiðingar hans. Hér er hægt að lesa umfjöllunina, sem er sú umfangsmesta sem Kjarninn hefur ráðist í, í heild sinni.

Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í fyrra­sum­ar, í hjarta Reykja­vík­ur, er sá mann­skæð­asti sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni. Þrjár ungar mann­eskjur fórust, fólk sem hafði komið til Íslands frá heima­land­inu Pól­landi til að vinna. Það hafði séð hér tæki­færi til að bæta hag sinn til fram­tíð­ar. 

Í ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg var fjallað um húsið sjálft, eig­endur þess og sögu og við­brögð opin­berra stofn­anna og ann­arra við atburði sem á sér enga hlið­stæðu á síð­ari tím­um. Varpað var ljósi á fram­lag erlends verka­fólks í auk­inni hag­sæld íslensku þjóð­ar­inn­ar, á kjör þess og þær aðstæður sem það er látið búa við og hvernig þær aðstæður gátu skap­ast.

Fjallað var um sam­fé­lagið í Gamla Vest­ur­bænum sem stóð þétt saman og reyndi eftir fremsta megni að rétta fórn­ar­lömbun­um, sem mörg hver hafa lítið tengsla­net hér á landi, hjálp­ar­hönd og sagðar sögur þeirra sem komu fyrst á vett­vang brun­ans. 

Auglýsing

Þunga­miðja umfjöll­un­ar­innar voru frá­sagnir þeirra sem lifðu af. Fólks sem kom til Íslands í leit að betra lífi en glímir nú við afleið­ingar áfalls­ins sem á eftir að fylgja því alla ævi. 

Græðgi æðri mennsku

Um er að ræða umfangs­mesta rann­sókn­ar­verk­efni sem rit­stjórn Kjarn­ans hefur ráð­ist í. Kjarn­inn vildi kafa ofan í málið frá öllum hliðum og upp­runa­lega umfjöll­un­in, sem birt var um miðjan nóv­em­ber 2020, inni­hélt alls 15 frétta­skýr­ingar og við­töl, tæp 31 þús­und orð. Henni var svo fylgt eftir með ítar­legum hætti út síð­asta ár. 

Umfjöll­unin snertir alla fleti máls­ins. Hún lýsir mann­­legum harm­­leik, kerf­is­legri jað­­ar­­setn­ingu erlendra verka­­manna á Íslandi og því hvernig við sem sam­­fé­lag sam­­þykkjum að græðgi sé æðri mennsku og reisn allra.

Kjarn­inn taldi mik­il­vægt að birta þessa umfjöllun og varpa með því ljósi á stöðu jað­ar­settra hópa sem oft búa við óboð­legar aðstæð­ur­. Um­fjöll­unin var í gær til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa Blaða­manna­fé­lags Íslands í flokknum umfjöllun árs­ins. Um er að ræða átt­undu til­nefn­ingu blaða­manna Kjarn­ans frá því að hann var stofn­aður 2013, en þeir hafa hlotið til­nefn­ingu á hverju ári á tæp­lega átta ára líf­tíma mið­ils­ins. Blaða­menn Kjarn­ans hafa tví­vegis hlotið verð­launin á þeim tíma.

Allar myndir sem fylgdu með umfjöll­un­inni, og eru sýni­legar hér, eru teknar af Golla og Báru Huld Beck. Mynd­bandið sem sést efst í þess­ari umfjöllun er gert af Golla.

Hér að neðan er hægt að lesa þau efni sem mynd­uðu umfjöllun Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg 1 á árinu 2020:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar