Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“

Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

„Það er auð­vitað góð spurn­ing,“ svarar Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri spurður um hvort nóg hafi verið að gert í við­brögðum borg­ar­innar gagn­vart eft­ir­lif­endum brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg. Í úttekt Kjarn­ans á elds­voð­anum kom fram að sumum þeirra sem lifðu af hafi þótt við­brögðin til­vilj­ana­kennd og þeir upp­lifað von­brigði með að fá ekki meiri aðstoð og stuðn­ing. Flestir sem bjuggu í hús­inu sem brann voru útlend­ingar sem margir hverjir áttu lítið stuðn­ings­net hér á landi. „Rauði kross­inn veitir fyrstu hjálp og hefur verið í frá­bæru sam­starfi við slökkvi­liðið í mörgum brunum árum sam­an,“ segir borg­ar­stjóri m.a. í við­tali við Kjarn­ann um elds­voð­ann. „Þeir hafa þó allir verið minni og ekki eins afdrifa­rík­ir. Það sem ger­ist yfir­leitt í elds­voðum á Íslandi er að eftir fyrstu hjálp í sól­ar­hring eða tvo er fólk gripið af sínu félags­lega neti í sam­fé­lag­inu. En í þessu til­viki var því ekki til að dreifa. Þannig að Þjón­ustu­mið­stöð mið­borgar steig inn á virk­ari hátt en í öðrum brunum og veitti meiri aðstoð, til dæmis hús­næð­is­stuðn­ing í tvær vik­ur, og reyndi að kom­ast í sam­band við alla. Það hefði verið mjög gott að gera það strax í upp­hafi og átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðru­vísi en aðr­ir. En ég fann mjög sterkt fyrir því að þjón­ustu­mið­stöðin var að reyna að gera sitt allra besta.“AuglýsingDagur hefur hins vegar átt fund með eft­ir­lif­endum úr brun­anum sem fannst þetta ekki við­brögðin ekki nógu skipu­lögð og hefðu viljað finna fyrir þétt­ari stuðn­ingi og meira sam­tali strax frá upp­hafi. „Og það er eitt­hvað sem við verðum að taka til okk­ar. Við verðum að tryggja að aðstæður séu metnar hverju sinni og koma inn með þann stuðn­ing sem þarf að teknu til­liti til aðstæðna þeirra sem í hlut eiga.“

Þjón­ustu­mið­stöðin bauð þeim íbúum húss­ins sem hún náði í gist­ingu á gisti­heim­ili í tvær vikur eða and­virði slíkrar gist­ing­ar. Þá var einnig veitt neyð­ar­að­stoð varð­andi lyfja­kaup og aðrar nauð­synj­ar. Sú upp­hæð nam um 20 þús­und krón­um. Í úttekt Kjarn­ans er m.a. gagn­rýnt að þjón­usta borg­ar­innar hafi ekki tekið við um leið og neyð­ar­að­stoð Rauða kross­ins sleppti. Töldu við­mæl­endur Kjarn­ans það m.a. helg­ast af því að brun­inn varð á fimmtu­degi og þjón­ustu­mið­stöðin lokuð um helg­ar. Þá er ljóst að starfs­menn þjón­ustu­mið­stöðv­ar­innar náðu ekki í alla sem bjuggu í hús­inu, m.a. vegna þess að lög­heim­il­is­skrán­ing í því var mjög vill­and­i. „Það sem við verðum líka að hafa í huga,“ segir borg­ar­stjóri, „er að flestir sem bjuggu á Bræðra­borg­ar­stíg 1 voru vinn­andi fólk sem er ekki vant því að leita sér aðstoðar eða stuðn­ings frá hinu opin­bera og vita jafn­vel ekki hvert það á að snúa sér. Eitt­hvað sem við gerum kannski of mikið ráð fyrir að allir viti í íslensku sam­fé­lagi. Þá þurfum við að vera fljót á vett­vang og kynna okkar stuðn­ings­kerf­i.“Spurður hvort að hann telji ástæðu til að fara yfir við­brögð borg­ar­innar gagn­vart eft­ir­lif­endum og jafn­vel veita þeim ein­hverja frek­ari aðstoð segir Dagur að það hafi einmitt verið ákveðið að gera á fundi ýmissa við­bragðs­að­ila í haust sem hald­inn var í kjöl­far fundar hans með einum eft­ir­lif­enda. „Þjón­ustu­mið­stöð mið­borgar fór strax í það mál. Við erum með­vituð um það að sumt fólkið þarf aðstoð. Sumt hefur fengið stuðn­ing frá sínum stétt­ar­fé­lögum sem ég er mjög ánægður með. Ann­að, eins og sál­fræði­þjón­ustu, er hægt að sækja í gegnum heilsu­gæsl­una. Það sem ég held að við verðum að velta fyrir okkur er hvernig við tryggjum að við atburði sem þessa þá komum við mark­visst upp­lýs­ingum til fólks sem ekki er vant að þurfa á þjón­ustu að halda. Við sem sam­fé­lag þurfum í mínum huga að passa upp á að fólk sem á ekki stuðn­ings­net hér eða þekkir ekki hefð­bundnar leiðir eða sinn rétt á auknum stuðn­ingi fái upp­lýs­ingar um hann.“Hér má nálg­ast við­talið við borg­ar­stjór­ann í heild.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent