Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði

„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­víkur segir að end­ur­skoða þurfi lagaum­hverfi leigu­mark­að­ar­ins hér á landi. Miklar breyt­ingar hafi verið gerðar á lög­gjöf um skamm­tíma­leigu, s.s. Air­bnb, en tryggja þurfi öryggi leigj­enda sem leigja hús­næði til lengri tíma. Það sé m.a. hægt að gera með því að auka heim­ildir eft­ir­lits­að­ila til að skoða leigu­hús­næði með til­liti til eld­varna og ann­ars aðbún­að­ar.Dag­ur, sem einnig er stjórn­ar­for­maður slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, segir að átak hafi verið gert í eld­varna­eft­ir­liti í atvinnu­hús­næði þar sem vitað er að fólk býr. Heim­ildir slökkvi­liðs til slíks eft­ir­lits og þving­unar­úr­ræða ef úrbætur eru ekki gerð­ar, eru skýrar í lög­um.„En það sem maður situr svo­lítið eftir með í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg, þar sem margt svip­aði til þeirra aðstæðna sem er að finna í óleyf­is­hús­næði og búsetu í atvinnu­hús­næði, er að þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða er ábyrgðin sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum fyrst og fremst eig­and­ans,“ segir Dagur í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann um elds­voð­ann og það sem hann afhjúpaði í aðstæðum erlends verka­fólks hér á landi. „Lög­gjaf­inn nán­ast ætl­ast ekki til aðkomu eld­varna­eft­ir­lits og slökkvi­liðs þegar íbúð­ar­hús­næði er ann­ars vegar nema þegar sótt er um að gera breyt­ingar á eldra hús­næð­i.“  Eft­ir­lits­að­ilar séu algjör­lega háðir sam­starfi við eig­endur íbúð­ar­húsa, jafn­vel þótt að þar fari fram umfangs­mikil leigu­starf­semi og að eig­and­inn búi ein­hvers staðar allt ann­ars staðar eins og raunin var á Bræðra­borg­ar­stíg 1.  

Auglýsing Dagur segir að í húsa­leigu­lögum sé nán­ast gert ráð fyrir því að fólk leigi frá sér eitt her­bergi í íbúð­inni sinni eða eina hæð í hús­inu sínu og að eig­and­inn búi sjálfur á staðn­um. „Það má segja að ekki sé gert ráð fyrir því að ein­hver stundi þá atvinnu­starf­semi að leigja út til mjög margra í lang­tíma­leigu eða að koma hópi fólks fyrir í íbúð­ar­hús­næði, til dæmis erlendum verka­mönn­um, án þess að eig­and­inn búi þar sjálf­ur.“ Á Bræðra­borg­ar­stíg 1 bjó fjöldi erlendra verka­manna sem hver leigði sitt her­bergi. Í ítar­legri úttekt Kjarn­ans á elds­voð­anum kom fram að eld­vörnum í hús­inu, sem eru á ábyrgð eig­anda, var ábóta­vant.

Leigj­endur geti kallað eftir eld­varna­skoðunAð mati borg­ar­stjóra hljóta sömu sjón­ar­mið að mörgu leyti að eiga við um skamm­tíma- og lang­tímagist­ingu, sér­stak­lega ef um útleigu á íbúð­ar­hús­næði er að ræða þar sem eig­and­inn býr ekki sjálf­ur. „Mér finnst mjög brýnt, að þegar nið­ur­staða rann­sóknar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg liggur fyr­ir, hafi sú stofnun for­ystu í því að fara yfir þetta reglu­verk með það að meg­in­mark­miði að tryggja öryggi leigj­enda,“ segir Dag­ur. „Ég vil að þú eigir að geta treyst því þegar þú tekur her­bergi eða íbúð á lang­tíma­leigu að þar sé búið að huga að eld­vörnum og öryggi, eða þú eigir að geta með auð­veldum hætti kallað eftir eld­varn­ar­skoð­un, á kostnað leigusala, þér að kostn­að­ar­lausu.“Þessi staða, bæði þeirra sem leigja í íbúð­ar­hús­næði og í óleyf­is­hús­næði, hefur þró­ast mjög hratt á und­an­förnum árum. „Þetta til­tekna mál, brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg, sýnir að lög­gjöfin og reglu­verkið hefur ekki náð að taka utan um þennan veru­leika. Athyglin hefur verið á atvinnu­hús­næð­inu og óleyf­is­bú­setu þar en síður á íbúð­ar­hús­næði og það er eitt af því sem þetta mál verður að vekja alla til umhugs­unar um.“

Um 70 manns voru skráðir til heimilis að Bræðraborgarstíg 1 er bruninn varð. Mynd: LögreglanUm sjö­tíu manns voru skráðir til heim­ilis að Bræðra­borg­ar­stíg 1 er brun­inn varð. Þessi ranga lög­heim­il­is­skrán­ing flækti m.a. við­brögð vel­ferð­ar­þjón­ust­unnar við eft­ir­lif­endur brun­ans. Ekki tókst að hafa uppi á öllum sem raun­veru­lega bjuggu í hús­inu.Í fram­haldi af fundi sem borg­ar­stjóri boð­aði full­trúa slökkvi­liðs, bygg­inga­full­trúa, heil­brigð­is­eft­ir­lits og fleiri á í haust var ákveðið að beina erindum til eig­enda húsa í borg­inni þar sem annað hvort margir voru skráðir til heim­ilis eða borist hafa margar ábend­ingar um Í þessum erindum var óskað eftir sam­vinnu við eig­end­ur, meðal ann­ars um að fá að fara í eft­ir­lits­ferð­ir. „Við viljum láta á sam­vinnu við eig­endur reyna og auð­vitað standa vonir okkar til þess að þessir eig­endur séu búnir að átta sig á því eld­varn­ar­eft­ir­lit getur leið­beint og bent á mjög mik­il­væga hluti. En þetta er líka hluti af ákveð­inni gagna­öflun hjá okkur til að eiga í fram­hald­inu sam­tal við lög­gjafann. Ef það kemur nú í ljós í ein­hverjum til­teknum til­vikum að ekki fæst sam­vinna, sem er ekki full­reynt á þess­ari stundu, verður auð­vitað sú spurn­ing áleitn­ari hvað eigi þá til bragðs að taka.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent