Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði

„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­víkur segir að end­ur­skoða þurfi lagaum­hverfi leigu­mark­að­ar­ins hér á landi. Miklar breyt­ingar hafi verið gerðar á lög­gjöf um skamm­tíma­leigu, s.s. Air­bnb, en tryggja þurfi öryggi leigj­enda sem leigja hús­næði til lengri tíma. Það sé m.a. hægt að gera með því að auka heim­ildir eft­ir­lits­að­ila til að skoða leigu­hús­næði með til­liti til eld­varna og ann­ars aðbún­að­ar.Dag­ur, sem einnig er stjórn­ar­for­maður slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, segir að átak hafi verið gert í eld­varna­eft­ir­liti í atvinnu­hús­næði þar sem vitað er að fólk býr. Heim­ildir slökkvi­liðs til slíks eft­ir­lits og þving­unar­úr­ræða ef úrbætur eru ekki gerð­ar, eru skýrar í lög­um.„En það sem maður situr svo­lítið eftir með í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg, þar sem margt svip­aði til þeirra aðstæðna sem er að finna í óleyf­is­hús­næði og búsetu í atvinnu­hús­næði, er að þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða er ábyrgðin sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum fyrst og fremst eig­and­ans,“ segir Dagur í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann um elds­voð­ann og það sem hann afhjúpaði í aðstæðum erlends verka­fólks hér á landi. „Lög­gjaf­inn nán­ast ætl­ast ekki til aðkomu eld­varna­eft­ir­lits og slökkvi­liðs þegar íbúð­ar­hús­næði er ann­ars vegar nema þegar sótt er um að gera breyt­ingar á eldra hús­næð­i.“  Eft­ir­lits­að­ilar séu algjör­lega háðir sam­starfi við eig­endur íbúð­ar­húsa, jafn­vel þótt að þar fari fram umfangs­mikil leigu­starf­semi og að eig­and­inn búi ein­hvers staðar allt ann­ars staðar eins og raunin var á Bræðra­borg­ar­stíg 1.  

Auglýsing Dagur segir að í húsa­leigu­lögum sé nán­ast gert ráð fyrir því að fólk leigi frá sér eitt her­bergi í íbúð­inni sinni eða eina hæð í hús­inu sínu og að eig­and­inn búi sjálfur á staðn­um. „Það má segja að ekki sé gert ráð fyrir því að ein­hver stundi þá atvinnu­starf­semi að leigja út til mjög margra í lang­tíma­leigu eða að koma hópi fólks fyrir í íbúð­ar­hús­næði, til dæmis erlendum verka­mönn­um, án þess að eig­and­inn búi þar sjálf­ur.“ Á Bræðra­borg­ar­stíg 1 bjó fjöldi erlendra verka­manna sem hver leigði sitt her­bergi. Í ítar­legri úttekt Kjarn­ans á elds­voð­anum kom fram að eld­vörnum í hús­inu, sem eru á ábyrgð eig­anda, var ábóta­vant.

Leigj­endur geti kallað eftir eld­varna­skoðunAð mati borg­ar­stjóra hljóta sömu sjón­ar­mið að mörgu leyti að eiga við um skamm­tíma- og lang­tímagist­ingu, sér­stak­lega ef um útleigu á íbúð­ar­hús­næði er að ræða þar sem eig­and­inn býr ekki sjálf­ur. „Mér finnst mjög brýnt, að þegar nið­ur­staða rann­sóknar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg liggur fyr­ir, hafi sú stofnun for­ystu í því að fara yfir þetta reglu­verk með það að meg­in­mark­miði að tryggja öryggi leigj­enda,“ segir Dag­ur. „Ég vil að þú eigir að geta treyst því þegar þú tekur her­bergi eða íbúð á lang­tíma­leigu að þar sé búið að huga að eld­vörnum og öryggi, eða þú eigir að geta með auð­veldum hætti kallað eftir eld­varn­ar­skoð­un, á kostnað leigusala, þér að kostn­að­ar­lausu.“Þessi staða, bæði þeirra sem leigja í íbúð­ar­hús­næði og í óleyf­is­hús­næði, hefur þró­ast mjög hratt á und­an­förnum árum. „Þetta til­tekna mál, brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg, sýnir að lög­gjöfin og reglu­verkið hefur ekki náð að taka utan um þennan veru­leika. Athyglin hefur verið á atvinnu­hús­næð­inu og óleyf­is­bú­setu þar en síður á íbúð­ar­hús­næði og það er eitt af því sem þetta mál verður að vekja alla til umhugs­unar um.“

Um 70 manns voru skráðir til heimilis að Bræðraborgarstíg 1 er bruninn varð. Mynd: LögreglanUm sjö­tíu manns voru skráðir til heim­ilis að Bræðra­borg­ar­stíg 1 er brun­inn varð. Þessi ranga lög­heim­il­is­skrán­ing flækti m.a. við­brögð vel­ferð­ar­þjón­ust­unnar við eft­ir­lif­endur brun­ans. Ekki tókst að hafa uppi á öllum sem raun­veru­lega bjuggu í hús­inu.Í fram­haldi af fundi sem borg­ar­stjóri boð­aði full­trúa slökkvi­liðs, bygg­inga­full­trúa, heil­brigð­is­eft­ir­lits og fleiri á í haust var ákveðið að beina erindum til eig­enda húsa í borg­inni þar sem annað hvort margir voru skráðir til heim­ilis eða borist hafa margar ábend­ingar um Í þessum erindum var óskað eftir sam­vinnu við eig­end­ur, meðal ann­ars um að fá að fara í eft­ir­lits­ferð­ir. „Við viljum láta á sam­vinnu við eig­endur reyna og auð­vitað standa vonir okkar til þess að þessir eig­endur séu búnir að átta sig á því eld­varn­ar­eft­ir­lit getur leið­beint og bent á mjög mik­il­væga hluti. En þetta er líka hluti af ákveð­inni gagna­öflun hjá okkur til að eiga í fram­hald­inu sam­tal við lög­gjafann. Ef það kemur nú í ljós í ein­hverjum til­teknum til­vikum að ekki fæst sam­vinna, sem er ekki full­reynt á þess­ari stundu, verður auð­vitað sú spurn­ing áleitn­ari hvað eigi þá til bragðs að taka.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent