Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði

„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­víkur segir að end­ur­skoða þurfi lagaum­hverfi leigu­mark­að­ar­ins hér á landi. Miklar breyt­ingar hafi verið gerðar á lög­gjöf um skamm­tíma­leigu, s.s. Air­bnb, en tryggja þurfi öryggi leigj­enda sem leigja hús­næði til lengri tíma. Það sé m.a. hægt að gera með því að auka heim­ildir eft­ir­lits­að­ila til að skoða leigu­hús­næði með til­liti til eld­varna og ann­ars aðbún­að­ar.Dag­ur, sem einnig er stjórn­ar­for­maður slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, segir að átak hafi verið gert í eld­varna­eft­ir­liti í atvinnu­hús­næði þar sem vitað er að fólk býr. Heim­ildir slökkvi­liðs til slíks eft­ir­lits og þving­unar­úr­ræða ef úrbætur eru ekki gerð­ar, eru skýrar í lög­um.„En það sem maður situr svo­lítið eftir með í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg, þar sem margt svip­aði til þeirra aðstæðna sem er að finna í óleyf­is­hús­næði og búsetu í atvinnu­hús­næði, er að þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða er ábyrgðin sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum fyrst og fremst eig­and­ans,“ segir Dagur í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann um elds­voð­ann og það sem hann afhjúpaði í aðstæðum erlends verka­fólks hér á landi. „Lög­gjaf­inn nán­ast ætl­ast ekki til aðkomu eld­varna­eft­ir­lits og slökkvi­liðs þegar íbúð­ar­hús­næði er ann­ars vegar nema þegar sótt er um að gera breyt­ingar á eldra hús­næð­i.“  Eft­ir­lits­að­ilar séu algjör­lega háðir sam­starfi við eig­endur íbúð­ar­húsa, jafn­vel þótt að þar fari fram umfangs­mikil leigu­starf­semi og að eig­and­inn búi ein­hvers staðar allt ann­ars staðar eins og raunin var á Bræðra­borg­ar­stíg 1.  

Auglýsing Dagur segir að í húsa­leigu­lögum sé nán­ast gert ráð fyrir því að fólk leigi frá sér eitt her­bergi í íbúð­inni sinni eða eina hæð í hús­inu sínu og að eig­and­inn búi sjálfur á staðn­um. „Það má segja að ekki sé gert ráð fyrir því að ein­hver stundi þá atvinnu­starf­semi að leigja út til mjög margra í lang­tíma­leigu eða að koma hópi fólks fyrir í íbúð­ar­hús­næði, til dæmis erlendum verka­mönn­um, án þess að eig­and­inn búi þar sjálf­ur.“ Á Bræðra­borg­ar­stíg 1 bjó fjöldi erlendra verka­manna sem hver leigði sitt her­bergi. Í ítar­legri úttekt Kjarn­ans á elds­voð­anum kom fram að eld­vörnum í hús­inu, sem eru á ábyrgð eig­anda, var ábóta­vant.

Leigj­endur geti kallað eftir eld­varna­skoðunAð mati borg­ar­stjóra hljóta sömu sjón­ar­mið að mörgu leyti að eiga við um skamm­tíma- og lang­tímagist­ingu, sér­stak­lega ef um útleigu á íbúð­ar­hús­næði er að ræða þar sem eig­and­inn býr ekki sjálf­ur. „Mér finnst mjög brýnt, að þegar nið­ur­staða rann­sóknar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg liggur fyr­ir, hafi sú stofnun for­ystu í því að fara yfir þetta reglu­verk með það að meg­in­mark­miði að tryggja öryggi leigj­enda,“ segir Dag­ur. „Ég vil að þú eigir að geta treyst því þegar þú tekur her­bergi eða íbúð á lang­tíma­leigu að þar sé búið að huga að eld­vörnum og öryggi, eða þú eigir að geta með auð­veldum hætti kallað eftir eld­varn­ar­skoð­un, á kostnað leigusala, þér að kostn­að­ar­lausu.“Þessi staða, bæði þeirra sem leigja í íbúð­ar­hús­næði og í óleyf­is­hús­næði, hefur þró­ast mjög hratt á und­an­förnum árum. „Þetta til­tekna mál, brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg, sýnir að lög­gjöfin og reglu­verkið hefur ekki náð að taka utan um þennan veru­leika. Athyglin hefur verið á atvinnu­hús­næð­inu og óleyf­is­bú­setu þar en síður á íbúð­ar­hús­næði og það er eitt af því sem þetta mál verður að vekja alla til umhugs­unar um.“

Um 70 manns voru skráðir til heimilis að Bræðraborgarstíg 1 er bruninn varð. Mynd: LögreglanUm sjö­tíu manns voru skráðir til heim­ilis að Bræðra­borg­ar­stíg 1 er brun­inn varð. Þessi ranga lög­heim­il­is­skrán­ing flækti m.a. við­brögð vel­ferð­ar­þjón­ust­unnar við eft­ir­lif­endur brun­ans. Ekki tókst að hafa uppi á öllum sem raun­veru­lega bjuggu í hús­inu.Í fram­haldi af fundi sem borg­ar­stjóri boð­aði full­trúa slökkvi­liðs, bygg­inga­full­trúa, heil­brigð­is­eft­ir­lits og fleiri á í haust var ákveðið að beina erindum til eig­enda húsa í borg­inni þar sem annað hvort margir voru skráðir til heim­ilis eða borist hafa margar ábend­ingar um Í þessum erindum var óskað eftir sam­vinnu við eig­end­ur, meðal ann­ars um að fá að fara í eft­ir­lits­ferð­ir. „Við viljum láta á sam­vinnu við eig­endur reyna og auð­vitað standa vonir okkar til þess að þessir eig­endur séu búnir að átta sig á því eld­varn­ar­eft­ir­lit getur leið­beint og bent á mjög mik­il­væga hluti. En þetta er líka hluti af ákveð­inni gagna­öflun hjá okkur til að eiga í fram­hald­inu sam­tal við lög­gjafann. Ef það kemur nú í ljós í ein­hverjum til­teknum til­vikum að ekki fæst sam­vinna, sem er ekki full­reynt á þess­ari stundu, verður auð­vitað sú spurn­ing áleitn­ari hvað eigi þá til bragðs að taka.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent