Mynd: Bára Huld Beck

Innflytjendur voru aflið að baki síðasta góðæri

Á örfáum árum hefur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi fjölgað úr rúmlega 20 þúsund í rúmlega 50 þúsund. Flestir þeirra koma hingað til lands til að vinna. Samhliða hafa þeir mannað þau þúsundir starfa sem ferðaþjónustugóðærið kallaði á og aukið skattgreiðslur til ríkissjóðs langt umfram það sem íslenskir ríkisborgarar hafa gert á undanförnum árum. Í eðlilegu árferði þiggja innflytjendurnir mun minna af félagslegum greiðslum en aðrir íbúar landsins.

Það var upp­gangur á Íslandi áður en kór­ónu­veiran skall á. Mik­ill efna­hags­legur upp­gang­ur. Hag­vöxtur var hér á hverju ári frá árinu 2011 og út síð­asta ár. Mestur var hann í 2016, þegar hag­vöxtur var 7,4 pró­­sent. Það er einn mesti hag­vöxtur sem mæld­ist í heim­inum það árið. Árið 2018 var hann 4,8 pró­sent og í fyrra, þrátt fyrir stór­kost­leg áföll á borð við gjald­þrot WOW air, erf­ið­leika Icelandair vegna kyrr­setn­ingar MAX 737 vél­anna og loðnu­brests, var hann samt 0,2 pró­sent.

Sam­hliða þessu ástandi styrkt­ist íslenska krónan um tugi pró­­senta og verð­­bólga hélst undir mark­mið­um, sem leiddi af sér mikla kaup­mátt­ar­aukn­ing­u. 

Það ríkti ein­fald­­lega góð­æri. Mesta góð­æri sem Íslend­ingar hafa upp­­lif­að. Kaup­máttur launa almennt jókst um 26 pró­sent frá árs­lokum 2014 til árs­loka 2019.  Á ein­fald­ara máli þýðir það að flestir lands­menn urðu rík­ari. Eign­uð­ust meira. 

Meg­in­á­stæðan fyrir þess­ari stöðu var gríð­­ar­­legur vöxtur í ferða­­þjón­­ustu sem skil­aði því að sú stoð hag­­kerf­is­ins var orðin sú stærsta sem það hvílir á. 

Þessi mikli vöxtur útheimti mikið vinn­u­afl, bæði beint og óbeint. Það þurfti nefni­lega að manna alla pósta innan ferða­þjón­ust­unnar en líka byggja upp inn­viði, eins og hótel og önnur nauð­syn­leg mann­virki.

Það var hins vegar ekki til staðar vinnu­afl á Íslandi til að manna öll þessi störf, sem skiptu tugum þús­unda. Því þurfti að sækja það fólk ann­að, eða lokka það hing­að, enda atvinnu­leysi á Íslandi nei­kvætt á þessum tímum ef leið­rétt var fyrir komu erlendra rík­is­borg­ara.

Auglýsing

Þess vegna kom aflið sem knúði áfram þessa góð­ær­is­vél fyrst og síð­ast að utan. 

Það er ekki álykt­un, heldur stað­reynd sem studd er tölu­legum gögn­um. 

Langstærstur hluti fjölg­unar íbúa kom erlendis frá

Í lok árs 2011 voru erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar sem bjuggu á Íslandi 20.957 tals­ins. Þeim hafði fækkað árin á undan í ljósi þess að hrunið hafði skilið eftir sig atvinn­u­­­leysi sem slag­aði upp í tveggja stafa tölu, verð­­­bólgu sem fór hæst upp í um 18 pró­­­sent og tug­­­pró­­­senta geng­is­­­fall íslensku krón­unn­­­ar.

Síðan þá hefur þeim fjölgað ár frá ári, en þó aldrei jafn mikið og á árinu 2017. Á því ári einu saman fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum meira en á þeim fjórum árum sem á undan komu til sam­ans. Sú fjölgun hélt áfram að vera mikil 2018 og þótt hún hafi dreg­ist saman í fyrra þá fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum samt um rúm­lega fimm þús­und.

Íbúum lands­ins fjölg­aði um 10.130 á árinu 2017 og um 8.470 árið 2018. Í fyrra fjölg­aði þeim um sirka sjö þús­und. Það þýðir að 75 pró­­sent þeirrar fjölg­unar sem orðið hefur hér á landi á þriggja ára tíma­bili var vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til lands­ins.

Ferðamönnum sem heimsóttu Íslands fjölgaði úr um hálfri milljón í 2,3 milljónir á örfáum árum. Til að þjónusta þá þurfti að manna mörg þúsund störf. Útlendingar mönnuðu þau að uppistöðu.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þrátt fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem hefur skilið ferða­þjón­ustu á Íslandi eftir í djúpri kreppu og orsakað um 25 pró­sent atvinnu­leysi hjá erlendum rík­is­borg­urum hér­lend­is, þá hefur þeir samt sem áður fjölgað um rúm­lega 1.600 í ár. 

Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru erlendir rík­is­borg­arar sem búa hér­lendis 51.120 tals­ins, eða tæp­lega 14 pró­sent íbúa lands­ins. Til að setja þá tölu í sam­hengi þá væru erlendu rík­is­borg­ar­arnir næst stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins ef þeir byggju allir í einu slíku. Þeir eru næstum jafn margir og búa í Kópa­vogi og Garðabæ sam­an­lagt, en íbúar þar eru um 58 þús­und. Erlendum rík­­is­­borg­­urum á Íslandi hefur fjölgað um 142 pró­­sent frá byrjun árs 2011.

Þá eru ekki taldir með þeir sem koma hingað á vegum t.d. starfs­manna­leiga, sem hafa á hverjum tíma að minnsta kosti verið nokkur hund­ruð, eða þeir sem hafa tekið upp íslenskt rík­is­fang.

Pól­verjar í sér­flokki

Lang­flestir sem flytja hingað eru ungt fólk á þrí­tugs- og fer­tugs­aldri. Og lang­flestir þeirra koma upp­runa­lega frá Pól­landi. Alls bjuggu hér­lendis 21.108 manns með pólskt rík­is­fang í októ­ber 2020. Þeir eru nú 5,4 pró­sent allra íbúa lands­ins. Það eru jafn margir og allir erlendu rík­is­borg­ar­arnir sem hér bjuggu í byrjun árs 2011, og fleiri en búa í Reykja­nesbæ eða á Akur­eyri, en tæp­lega 20 þús­und manns búa í hvoru sveit­ar­fé­lagi fyrir sig. 

Flestir þeirra setj­ast að í Reykja­vík, en rúm­lega 40 pró­sent allra útlend­inga á land­inu bá þar. Frá byrjun árs 2016 hefur íbúum Reykja­vík­ur­borgar fjölgað um 10,420 tals­ins. Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um tæp­lega 10.940 á sama tíma Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík á þessu tíma­bili var því vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar, og rúm­lega það. Í dag búa rúm­lega 21 þús­und erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­vík. 

Auglýsing

Til sam­an­burðar bjuggu 880 útlend­ingar í Garðabæ í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins, sem er fimm  pró­sent af íbúum sveit­ar­fé­lags­ins. 

Í byrjun árs 2015 bjuggu 1.590 erlendir rík­­is­­borg­­ar­ar í Reykja­nes­bæ. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru þeir orðnir fimm þús­und og fjöldi þeirra því þre­fald­­ast á örfáum árum. Erlendir rík­­is­­borg­­arar voru 10,6 pró­­sent íbúa í Reykja­­nesbæ í byrjun árs 2015 en tæp­lega 26 pró­­sent þeirra nú.

Ráð­andi í hópi nýrra skatt­greið­enda

Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara sem flutt hafa hingað til lands í þeirri efna­hags­­upp­­­sveiflu sem verið hefur á und­an­­förnum árum hefur gjör­breytt mörgu hér­­­lend­­is. Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem greiddu skatta á Íslandi fjölg­aði til að mynda um 9.782 milli áranna 2016 og 2017, eða um 27,9 pró­­sent. Á sama tíma fjölg­aði þeim íslensku rík­­is­­borg­­urum sem greiddu skatta ­hér­­­lendis um 1.166 tals­ins.

Alls greiddu 44.850 erlendir rík­­is­­borg­­arar skatta á Íslandi á árinu 2017 og voru þeir þá 15,1 pró­­sent allra skatt­greið­enda. Árið áður voru þeir 12,2 pró­­sent þeirra ein­stak­l­inga sem skráðir voru í skatt­grunn­­skrá.

Fólkið sem sífellt eldri þjóð vantar

Þeim sem eru eldri en 67 ára hefur fjölgað mikið á skömmum tíma, enda Íslend­ingar sífellt að lifa leng­ur. Í upphafi árs 2020 höfðu rúmlega 45 þúsund manns náð hefðbundnum eftirlaunaaldri. Mið­spá síðustu mann­fjölda­spár Hag­stofu Íslands gerir ráð fyrir að þessi hópur telji 77.123 árið 2040 og 114.308 árið 2066. Til að setja þetta í annað sam­hengi þá voru 39 Íslend­ingar 100 ára eða eldri í lok árs 2017. Spáin gerir ráð fyrir því að 405 manns verði að minnsta kosti 100 ára árið 2066.

Frjó­semi íbú­a á Íslandi hefur líka dreg­ist nokkuð sam­an. Árið 1960, þegar hún náði hámarki, eign­að­ist hver kona að með­al­tali 4,3 börn. Und­an­farin ár hefur frjó­semi hins vegar mælst rétt undir 2,0 á hverja konu. Minni frjó­semi er bein­tengd hækk­andi með­al­aldri kvenna. Á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu aldar var með­al­aldur mæðra sem eign­uð­ust sitt fyrsta barn um 22 ár. Um miðjan níunda ára­tug­inn var hann kom­inn upp í 23,3 ár og 2018 í heild 28,2 ár.

Við þurfum tvö til þrjú þúsund manns í viðbót á ári, að lágmarki, við þá sem við búum til á vinnumarkað svo að hagvöxtur geti haldið áfram og svo hægt sé að manna þau fjölmörgu störf við umönnun sem sífellt eldri þjóð mun útheimta.

Það fólk verður einungis sótt út fyrir landsteinanna. Útlendingar verða því að minnsta kosti fjórði hver landsmaður árið 2065 ef við ætlum okkur að að ná ofangreindum markmiðum.

Erlendum rík­­­is­­­borg­­­urum fjölg­aði því rúm­­­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum á skrá. Erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar voru um 89,3 pró­­­sent fjölg­unar á skrá árið 2017.

Mun ólík­legri til að þiggja félags­legar greiðslur

Hvaða áhrif hefur þessi mikla fjölgun haft á íslenskt vel­­ferð­­ar­­kerfi? Hafa útlend­ing­­arnir sem hingað flytja lagst eins og mara á það? Töl­­urnar fyrir þorra síð­ustu ára benda ekki til þess.

Þvert á móti dróg­ust greiðslur sveit­­ar­­fé­laga vegna félags­­­legrar fram­­færslu saman árið 2016 og 2017. Síð­ara árið námu greiðslur sveit­­­ar­­­fé­laga í húsa­­­leig­u­bæt­­­ur, félags­­­­­lega aðstoð og styrki alls 2,4 millj­­­örðum króna og dróg­ust saman um 456 millj­ónir á milli ára. 

Sömu sögu er að segja af útgreiðslu atvinn­u­­leys­is­­bóta. Árið 2009 fengu tæp­­lega 28 þús­und manns sam­tals 23,2 millj­­arða króna greiddar í slík­­­ar. 2017 fengu tæp­­lega tíu þús­und manns 8,7 millj­­arða króna í atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur. Þá hefur þeim sem þiggja bætur fækkað ár frá ári, og hefur alls fækkað um 18 þús­und frá árinu 2009 til loka árs 2016, fram að árinu 2017 þegar þeim fjölg­aði milli ára um 107 á ári þar sem Íslend­ingum í heild fjölg­aði um tíu þús­und. 

Langflestir erlendir ríkisborgarar búa í höfuðborginni Reykjavík.
Mynd: Bára Huld Beck

Inn­flytj­endur þiggja líka minni greiðslur í félags­lega fram­færslu en inn­fædd­ir. Sam­­kvæmt tölum Hag­­stofu Íslands þá var með­­al­­tal „ann­­arra tekna“ hjá inn­­­lendum íbúum Íslands um 1,3 millj­­ónir króna á árinu 2017. Á sama tíma var það 626 þús­und krónur hjá inn­­flytj­end­um, eða rúm­­lega 50 pró­­sent lægra.

„Aðrar tekj­­ur“ eru sam­tala ýmissa félags­­­legra greiðsla, svo sem líf­eyr­is­greiðsl­­ur, greiðslur frá Trygg­inga­­stofnun rík­­is­ins og aðrar bóta­greiðslur á borð við atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, vaxta- og barna­bæt­­ur. Auk þess telj­­ast til ann­­arra tekna náms- og rann­­sókn­­ar­­styrkir, vinn­ingar og ýmsar aðrar tekj­­ur.

En hvað með glæpi? Fylgja þessum aukna fjölda útlend­inga ekki aukin glæpa­­tíðni? Nei, ekki sam­­kvæmt afbrota­­töl­fræði. Til­kynn­ingum um hegn­ing­ar­laga­brot hefur annað hvort fækkað milli ára eða fjölgað lít­il­lega, í takti við heild­ar­fjölgun mann­fjölda (þrjú pró­sent á árinu 2019) og langt undir því hlut­falli sem fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hefur ver­ið.

Umburð­ar­lynd­ari þjóð

Sem betur fer virð­­ast Íslend­ingar verða frjáls­­lynd­­ari og opn­­ari með hverju árinu. Og betur í stakk búnir til að takast á við þessar mestu breyt­ingar á sam­­setn­ingu íbúa lands­ins sem nokkru sinni hafa átt sér stað hér­­­lend­­is. 

Auglýsing

Í nið­­­ur­­­stöðum íslensku kosn­­­inga­rann­­­sókn­­­ar­innar töldu 34,6 pró­­­sent Íslend­inga að inn­­­flytj­endur væru alvar­­­leg ógn við þjóð­­­ar­ein­­­kenni okkar árið 2007. Árið 2017 var það hlut­­fall komið niður í 17,8 pró­­sent, og hafði því helm­ing­­ast. 

Ein­ungis kjós­­endur Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks voru enn jafn hræddir við útlend­inga árið 2017 og þeir voru ára­tug áður. Lík­lega má bæta við kjós­endum Mið­flokks­ins inn í þá breytu, sem koma að uppi­stöðu úr fyrra kjós­enda­mengi áður­nefndra tveggja flokka.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar