Eftir Trump – Endurreisn Bidens

Við hverju má búast í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þegar Joe Biden verður forseti?

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna
Auglýsing

Nú þegar Joe Biden tekur við for­seta­emb­ætti í Banda­ríkj­unum er ljóst að ein­hver umskipti munu verða á utan­rík­is­stefn­unni. Don­ald Trump hefur gengið lengra en nokkur for­seti við að koll­varpa hefð­bund­inni stefnu banda­rískra stjórn­valda, með slæmum afleið­ingum myndu margir segja. COVID-19-far­ald­ur­inn mun þó verða fyr­ir­ferð­ar­mik­ill og Biden því ekki lík­legur til að gera nein strand­högg þegar kemur að utan­rík­is­málum fyrst um sinn. Þar er þó af nógu af taka og ljóst að hann mun vilja snúa frá þeirri stefnu sem for­veri hans mark­aði og fram­kvæmdi.

Minni­hluti í öld­unga­deild­inni

Joe Biden er eng­inn nýgræð­ingur í utan­rík­is­málum því hann hefur hátt í hálfrar aldar reynslu, fyrst sem öld­unga­deild­ar­þing­maður og síðar sem vara­for­seti. Þar sem þekk­ingu hans sleppir er hann óhræddur við að hlusta á sér­fræð­inga, ólíkt fyr­ir­renn­ara hans. Hann hefur sett saman gríð­ar­lega umfangs­mikið ráð­gjafa­ráð, um eitt­þús­und sér­fræð­inga, sem var honum til halds og trausts í kosn­inga­bar­átt­unni, og mun að ein­hverju leyti fylgja honum inn í emb­ætt­ið. 

Biden stendur frammi fyrir meiri­hluta repúblíkana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, í það minnsta fram til 2022 og mun það binda hendur hans í mik­il­vægum laga­setn­ingum sem varða inn­an­rík­is­mál. Það þarf þó ekki að koma að sök í utan­rík­is­málum því sem for­seti getur Biden farið fram hjá þing­inu og beitt sér­stökum til­skip­un­um. 

Auglýsing

Don­ald Trump hafði gjarnan þann hátt á til að fá málum fram­gengt, án þess að þurfa að fá sam­þykki full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings þar sem demókratar höfðu meiri­hluta. Barack Obama gerði þetta einnig og kom þannig fjölda mála í fram­kvæmd, eins og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, kjarn­orku­samn­ingi við Íran, og hern­að­ar­að­gerðum í Írak, Líb­íu, Sýr­landi og víð­ar, jafn­vel þar sem þingið neit­aði að veita sér­staka heim­ild. Slíkar aðferðir og stefnu­breyt­ingar hafa þó þann ókost að þær end­ast ekki mikið lengur en sá for­seti sem kom þeim í kring, því jafn auð­velt er að aft­ur­kalla þær og koma þeim á.

Mis­tök Trump­stjórn­ar­innar – verk­efna­list­inn er langur

Það er langur listi verk­efna sem bíður Bidens eins og búast má við og hefur hann þegar tekið til við að und­ir­búa breyt­ing­ar. Áður en kemur að utan­rík­is­málum er hins vegar ljóst að bar­áttan við COVID-19-far­ald­ur­inn mun taka athygl­ina fyrst um sinn, auk þeirra efna­hags­þreng­inga sem hann hefur vald­ið. Þar er Biden á heima­velli en hann leiddi end­ur­reisn­ar­starf Obama-­stjórn­ar­innar í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2009.  

Umhverf­is­mál eru Joe Biden hug­leikin og hann hefur lýst því yfir að eitt af hans fyrstu verkum verði að end­ur­nýja aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem Don­ald Trump dró þau út úr, en þar með urðu Banda­ríkin eina ríkið í heim­inum sem stóð utan þess. Það sama má segja um Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina en Banda­ríkin hættu aðild að henni á þeim for­sendum að Kín­verjum hefði ekki verið sýnd nógu mikil harka vegna fram­komu þeirra þegar COVID-19-far­ald­ur­inn braust út. 

Donald Trump hefur lagt áherslu á að draga úr framlagi Bandaríkjanna til ýmiss alþjóðasamstarfs, þar á meðal NATO.

Don­ald Trump ein­setti sér að rétta stöðu Banda­ríkj­anna í alþjóða­kerf­inu sem hann sagði markast af mis­notk­un, að Banda­ríkja­menn væru látnir borga brús­ann í alþjóða­sam­starfi sem gangi í mörgum til­fellum gegn hags­munum þeirra. Þunga­miðja utan­rík­is­stefnu hans hefur því verið ein­angr­un­ar­hyggja; að draga Banda­ríkin út úr hverskyns samn­ing­um, sátt­mál­um, og ábyrgð gagn­vart öðrum ríkjum sam­kvæmt stefnu sem kall­ast „Amer­ica Fir­st“ – ein­blína á efna­hags­mál og hags­muni banda­rískra fyr­ir­tækja og vinnu­mark­að­ar. 

Þetta tókst að ein­hverju leyti því efna­hag­ur­inn hélt áfram að blómstra og atvinnu­leysi var í lág­marki. En þar með var ekki öll sagan sögð því jafn­vel þó COVID-19 hefði ekki komið til var ljóst að óveð­urs­skýin voru tekin að hrann­ast upp. Við­skipta­hall­inn hafði farið hratt vax­andi og fram­kvæmd stefnu­mála var oft handa­hófs­kennd, ómark­viss, illa skil­greind og háð duttl­ungum for­set­ans. Sama átti við um mót­væg­is­að­gerðir inn­an­lands til að mæta þeim skakka­föllum sem óhjá­kvæmi­lega leiddu af fram­kvæmd henn­ar.

Þó til­gang­ur­inn hafi verið að styrkja stöðu Banda­ríkj­anna, sér í lagi inn á við, má segja að vopnin hafi snú­ist í hönd­unum á honum og þetta hafi valdið miklum skaða og ógni hrein­lega öryggi lands­ins. Amer­ica Fir­st-­stefnan hefur haft það í för með sér að Banda­ríkin geta átt það á hættu að missa það for­ystu­hlut­verk sem þau hafa haft á ýmsum svið­um; í örygg­is­mál­um, við­skiptum og tækni. Til að mynda hefur þetta skapað tóma­rúm sem ríki eins og Kína sjá sér nú leik á borði að fylla upp í. Sumir segja að þetta hafi þegar gerst og erfitt gæti verið fyrir Biden að leið­rétta mis­tök­in.

Rísandi Kína – mis­ráð­inn ein­leikur Trumps

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um, sem og ann­ars stað­ar, hafa haft miklar áhyggjur af hinu rísandi Kína; efna­hags­legum vexti, sífellt meiri tækni­legri getu Kín­verja til eft­ir­lits og netnjósna og hætt­unni sem þetta hefur í för með sér fyrir sam­keppni, frið­helgi og frjáls­lynt lýð­ræði. Ein stærstu mis­tök Don­alds Trumps voru að fara einn í stríð gegn þess­ari vá því Evr­ópu­búar deila þessum áhyggj­um. Trump hefði verið í lófa lagið að fá  Evr­ópu­ríki með í banda­lag sem hefði þrýst á Kín­verja til að skapa nýjan alþjóð­legan ramma um staf­ræn við­skipti. Þessi í stað nú takast á þrír ásar, Banda­rík­in, Evr­ópa og Kína. 

Við­skipta­stríð við Kína hefur heldur ekki skilað því sem til var ætl­ast því tollar sem banda­rískir neyt­endur greiða fyrir kín­verskar vörur hafa hækkað vöru­verð. Bændur hafa einnig komið illa út úr aðgerð­unum en Trump­stjórnin hefur lagt fram millj­arða doll­ara í nið­ur­greiðslur til reyna að bæta skað­ann. Að sama skapi koma tollar á inn­flutn­ing frá Kína sér illa fyrir fram­leiðslu­greinar í Banda­ríkj­unum sem reiða sig á hrá­efni það­an, því þeir skekkja sam­keppn­is­stöðu þeirra.

Xi Jinping, forseti Kína og Joe Biden þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna.

Þarna er verk að vinna og má búast við því að Biden beiti reynslu sinni sem maður sátta og reyni að end­ur­nýja það traust sem glat­ast hefur milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Hann er lík­legur til að nýta kosti sam­vinnu fremur en að beita þeirri ein­angr­un­ar­hyggju sem fyr­ir­renn­ari hans lagði upp með. Í stað þess að líta á alþjóða­sam­starf sem ógn við banda­ríska hags­muni eins og inn­lenda atvinnu­starf­semi væri ráð­legra að Banda­ríkja­menn myndu styrkja fjöl­þjóð­legt sam­starf, m.a. við Evr­ópu­rík­i. 

Þetta á við um sam­eig­in­legar reglur um við­skipti, vinnu­afl og umhverf­is­staðla, skatt­lagn­ingu og staf­ræna hag­kerf­ið. Slíkt væri raun­veru­lega til hags­bóta fyrir almenn­ing. Og vilji Biden fara í við­skipta­stríð við Kína er ráð­legra að safna liði meðal ann­arra Asíu­ríkja sem einnig eiga mikla hags­muni að verja gagn­vart Kína, en eitt af fyrstu verkum Trumps var að úti­loka mögu­leika á slíku sam­starfi sem þó var í burð­ar­liðnum með samn­ingnum um Trans-Pacific Partners­hip. 

Örygg­is- og varn­ar­mál

Biden er lík­legur til þess að marka hóf­sama hefð­bundna stefnu í örygg­is- og varn­ar­málum og í raun fylgja þeirri línu sem Barack Obama reyndi að leggja með því að lág­marka íhlutun á erlendri grund. Stefna banda­rískra stjórn­valda í inn­an­rík­is­málum hefur einnig mikil áhrif á utan­rík­is-, örygg­is- og varn­ar­mál, því allur heim­ur­inn fylgist með þegar Banda­ríkin eru ann­ars veg­ar. 

Fram­koma og gjörðir Trumps sem ýta undir ras­isma og móðg­anir hans við ríki rómönsku Amer­íku, upp­hefja þannig ras­ista í öðrum löndum og grafa undan mögu­leikum Banda­ríkja­manna til vera fyr­ir­mynd og stuðla að lýð­ræð­isum­bót­um, friði og öryggi ann­ars staðar í heim­in­um. Biden mun án efa snúa við blað­inu hvað þetta varð­ar.

Einnig má gera ráð fyrir því að hann breyti stefn­unni gagn­vart Rússum sem hefur verið í ein­kenni­legum far­vegi og muni fylgja hefð­bundn­ari stefnu í þeim sam­skipt­um. Einnig bíður Bidens að leysa úr þeim hnút sem Trump hefur komið málum í er varða Íran, N-Kóreu og Venes­ú­ela. Trump hefur lagt áherslu á að ná fram póli­tískum mark­miðum með því að sýna hámarks styrk, meðal ann­ars með harka­legum efna­hags­legum refsi­að­gerð­um. Þær hafa þó fyrst og fremst bitnað á almenn­ingi í þeim ríkjum sem þeim er beint að og vanda­málin eru í verri far­vegi en áður; N-Kórea hefur haldið áfram með kjarn­orku­vopna­á­ætlun sína, Íranir sömu­leiðis og staða harð­stjór­ans Maduros hefur styrkst í Venes­ú­ela.

Það er lít­ill áhugi fyrir nýjum styrj­öldum og verk­efna­list­inn heima fyrir er ansi umfangs­mik­ill; COVID-19, aðgerðir til að efla og hraða efna­hags­bata, klofn­ingur vegna átaka milli kyn­þátta og almennt að sætta þjóð­ina. Biden mun því hafa fangið fullt og vinstri vængur hans eigin flokks mun standa í veg­inum fyrir hvers­konar til­hneig­ingu í átt að íhlut­unum í öðrum heims­hlutum í nafni frelsis og lýð­ræð­is, eins og tíðk­að­ist fyrr­um. Og ekki mun minni­hluti í öld­unga­deild­inni hjálpa til því repúblík­anar munu lík­lega halda sig að mestu ofan í skot­gröf­unum hvað sem hæfi­leikum og vilja Bidens til sátta líð­ur.

Þó er ljóst að taka þarf ákveðin skref til að laga þá stöðu sem komin er upp. Örygg­is- og varn­ar­mál tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar­innar snú­ast um fjöl­þáttaógnir og sam­fé­lags­legt öryggi. Hættan er sú að þetta ástand geti gert Biden og þar með Banda­ríkja­mönnum erfitt eða ómögu­legt að ná árang­urs­ríkum og mjög nauð­syn­legum samn­ingum á alþjóða­vett­vangi; um lofts­lags­mál, staf­ræna stjórn­ar­hætti, heil­brigð­is­mál og umbætur í við­skipt­u­m. 

Hvað var Trump að reyna? 

Banda­ríkin eru stór og innan þeirra eru hópar sem hafa mjög mis­mun­andi heims­sýn, allt frá því að alríkið eigi að hafa sig sem minnst í frammi, með lág­marks umfangi, skatt­heimtu, þaðan af síður að vasast í málum ann­arra þjóða – til þess að Banda­ríkin eigi að vera í for­ystu á alþjóða­vett­vangi og ganga hratt og ákveðið fram í að tryggja lýð­ræði og frelsi í heim­in­um. Báðir hóp­arnir rúm­ast að ein­hverju leyti innan hvors flokks, repúblik­ana og demókrata, svo erfitt er að alhæfa og setja fólk í hólf.

Verk­efni for­set­ans er að sam­eina og sætta þessi sjón­ar­mið, sem hugs­an­lega gekk betur áður fyrr þegar Banda­ríkja­menn áttu sér skýr­ari, skil­greinda óvini sem berj­ast þurfti við. Þegar ekki var lengur hægt að sam­eina þjóð­ina vegna hættu af komm­ún­isma eða Íslam var hnatt­væð­ing nær­tæk, sem hefur aug­ljós­lega sínar slæmu hlið­ar. Don­ald Trump hefur nýtt sér það óspart og magnað hana upp sem ógn við banda­ríska þjóð, þrátt fyrir að hafa sjálfur óneit­an­lega notið kost­anna við alþjóða­væð­ing­una. Þetta hefur enn aukið á úlfúð og átök í banda­rísku sam­fé­lagi sem er lík­lega klofn­ara en nokkru sinni fyrr.

Mál­flutn­ingur Trumps gegn alþjóða­væð­ing­unni á sér aug­ljós­lega mik­inn hljóm­grunn í ákveðnum hópum og þrátt fyrir ósigur í kosn­ing­unum hlaut hann met­fjölda atkvæða. Hann fór þá leið að reyna ekki að höfða til breið­ari hóps, miklu frekar að skerpa á klofn­ingnum til að styrkja stöðu sína meðal stuðn­ings­manna. Sá hópur hefur engan áhuga á að bæta ímynd Banda­ríkj­anna til þess að geta beitt sér á erlendum vett­vangi, hann tor­tryggir útlend­inga en veit jafn­framt að Banda­ríkin eru vold­ug­asta ríki heims með öfl­ug­asta vopna­búrið og flest kjarn­orku­vopn­in. 

Það má jafn­framt reikna Don­ald Trump til tekna að hann vildi hemja óhóf­leg umsvif Banda­ríkja­hers um víða ver­öld, um leið og hann jók útgjöld til her­mála. Hann hafði uppi stór orð um tvö erfið mál þegar hann tók við emb­ætti; Stríðið í Afganistan, sem stendur enn þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt að ljúka því, bæði með góðu og illu, og Íslamska rík­ið, sem hefur verið að ná vopnum sínum og byggir nú upp af miklum móð í Sýr­landi. Trump gekk þó jafn illa með þessi erf­iðu mál og for­verum hans og ekk­ert bendir til þess að Joe Biden muni vegna neitt bet­ur. 

Bidens bíður sam­ein­ing­ar­starf 

Bidens bíður erfitt verk­efni við að sam­eina ólík sjón­ar­mið, bæði sinna manna sem og repúblík­ana. Á heima­velli er ann­ars vegar hóp­ur­inn sem lítur á efl­ingu hers­ins og hern­að­ar­að­gerðir horn­auga, því það muni draga úr fjár­veit­ingum til félags­legra úrlausn­ar­efna sem er ærið nóg af í banda­rísku sam­fé­lagi, hópur sem inni­heldur fólk eins og Bernie Sand­ers og Alex­andriu Ocasi­o-Cor­tez. Hinn hóp­ur­inn er íhalds­sam­ari demókratar sem vilja, í anda Bills Clint­ons og ára eft­ir­stríðs­áranna, mynda sterk tengsl við fjöl­þjóða­stofn­anir eins og NATO og að Banda­ríkin haldi uppi merkjum frelsis og lýð­ræðis í heim­in­um. 

Repúblík­ana­megin stendur svo eftir hóp­ur­inn sem fylgdi Trump að málum í ein­angr­un­ar­hyggj­unni, þeir sem vilja öfl­ugan her, m.a. með kjarn­orku­vopn­um, til að verja Banda­rískt land­svæði en ekki til þess að standa í kostn­að­ar­sömum aðgerðum á erlendri grund. Og svo hinn sem vill að Banda­ríkja­her sé sá öfl­ug­asti og geti látið að sér kveða til að styðja við banda­rísk gildi og hags­muni hvar sem er í heim­in­um. 

Hér er auð­vitað um að ræða grófar línur um afmörkuð mál en þær segja ákveðna sögu um klofn­ing­inn þegar kemur að stefnu­mótun í utan­rík­is­mál­um. Þetta beinir jafn­framt sjónum að því hversu erfitt verk Biden gæti átt fyrir hönd­um, því ef reynt er að sigla á milli skers og báru og gera sem flestum til hæfis getur nið­ur­staðan orðið hálf bragð­dauf og litlu verið komið í verk.

Hvað með Ísland?

Í þessu sam­hengi er jafn­framt eðli­legt að velta fyrir sér hver staða Íslands verður í sam­skiptum við þennan mik­il­væg­asta banda­mann okkar og öfl­ug­asta nágranna. Þrátt fyrir allt hefur Ísland ekki liðið fyrir skort á athygli frá banda­rískum stjórn­völdum á tíma Trump-­stjórn­ar­inn­ar. Vara­for­seta­heim­sókn, utan­rík­is­ráð­herra­heim­sóknir og önnur inn­lit hátt­settra emb­ætt­is­manna eru fáheyrð af þeirri tíðni sem verið hefur síð­ast­liðin fjögur ár. End­ur­fjár­fest­ing Banda­ríkj­anna í varn­ar­sam­starfi ríkj­anna er veru­leg og jafn­framt hefur virst ein­lægur áhugi á því að efla við­skipta­sam­band ríkj­anna. 

Frá opinberri heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands.Á það ber að líta að þessi athygli sem Ísland fær kemur ekki til af góð­mennsku því þar ráða banda­rískir hags­mun­ir. Banda­ríkja­menn hafa verið að beina sjónum sínum að N-Atl­ants­hafi síðan aftur tók að kólna í sam­skiptum við Rússa og Ísland er á ytri mörkum varn­ar­svæðis þeirra, sem skýrir áhug­ann. Lík­legt er að þessi áhugi muni hald­ast með nýrri stjórn, en miklu mun skipta hverjir ráða yfir utan­rík­is- og varn­ar­mála­ráðu­neytum Banda­ríkj­anna eftir að Biden sver form­lega emb­ætt­is­eið þann 20. jan­úar næst­kom­andi.

Íslensk stjórn­völd skyldu hafa í huga að mikil munur er á afstöðu Bidens og Trumps þegar kemur að alþjóða­stofn­un­um, hlutum sem varða nátt­úru­vernd og nýt­ingu auð­linda eins og fisk­stofna og hvala. Lobbí­istar nátt­úru­vernd­ar­sam­taka munu eiga mun greið­ari leið að Biden en Trump og má nefna að beit­ing Pelly-á­kvæð­is­ins svo­kall­aða, sem Obama virkj­aði í sinni tíð, var virt að vettugi af Trump-­stjórn­inni. Ekki er ólík­legt að ein­hver þrýst­ingur verði settur á íslensk stjórn­völd verði t.d. tekið til við hval­veiðar eða farið illi­lega út af spor­inu að mati nátt­úru­vernd­ar­sam­taka vest­an­hafs.

Þarna fel­ast þó tæki­færi því hagur smá­ríkja í sam­skiptum við ríki eins og Banda­ríkin er best tryggður með öfl­ugu alþjóða­sam­starfi, að samn­ingar séu virtir og að lög og reglur séu í hávegum hafð­ar. Íslend­ingar hafa að ein­hverju leyti byggt ímynd sína á hrein­leika óspilltrar nátt­úru, hvort sem það er á sviði mat­væla­fram­leiðslu eða ferða­mennsku. Með breyttum áherslum í Was­hington er því tæki­færi fyrir Íslend­inga að standa stoltir í stafni og kvika ei frá ströngum við­miðum þegar kemur að nátt­úru­vernd, m.a. í mál­efnum Norð­ur­slóða. Slík stefna er vís til að vekja eft­ir­tekt og myndi vafa­laust styrkja tengslin við Banda­ríkin undir hinni nýju stjórn Bidens.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar