Golli

Deilur um peninga koma í veg fyrir að Bræðraborgarstígur 1 verði rifinn

Félagið sem á Bræðraborgarstíg 1 sættir sig ekki við mat VÍS á tjóninu sem bruni þess olli. Það vill hærri fjárhæð frá tryggingafélaginu. Nokkur ár gætu liðið þar til að rústirnar verði rifnar. Lögmaður þess segir að ef borgin rífi húsið, og spilli þar með sönnunargögnum í bótamálinu, muni HD verk sækja bætur til borgarinnar. „Borgin verður þá bara að borga,“ segir hann.

HD verk ehf. er félag sem á nokkrar fast­eign­ir. Meg­in­starf­semi þess felst í því að reka þær fast­eign­ir. Hafa af þeim tekjur vegna útleigu. Eig­andi félags­ins er Krist­inn Jón Gísla­son. 

Eignir félags­ins voru metnar á 1,3 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót og eigið fé HD verks var þá bók­fært á 137 millj­ónir króna. Tekjur af starf­sem­inni námu 101 milljón króna á árinu 2019, sam­kvæmt árs­reikn­ingi, og juk­ust lít­il­lega á milli ára. Um 30 milljón króna tap var á rekstr­inum á síð­asta ári, aðal­lega vegna mik­ils vaxta­kostn­að­ar, en félagið skuldar hátt í 1,2 millj­arða króna. Stærstur hluti þeirra skulda er við lána­stofn­an­ir. 

Stærstur hluti eigna HD verks eru fimm fast­eign­ir. Ein þeirra er Bræðra­borg­ar­stígur 1, sem brann í sum­ar. Auk þess á félagið Bræðra­borg­ar­stíg 3 í Reykja­vík, Dal­veg 24 og 26, Kárs­nes­braut 96a og Hjalla­brekku 1 í Kópa­vogi. Virði fast­eign­anna var end­ur­metið á síð­asta ári í sam­ræmi við gild­andi fast­eigna­mat þeirra. Við það sér­staka end­ur­mat hækk­aði virði þeirra um 500 millj­ónir króna og var það bók­fært á 1.218 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót.

Auglýsing

Bruna­bóta­mat þeirra fast­eigna sem HD verk á var 1.276 millj­ónir króna í lok árs 2019. Þar af var bruna­bóta­matið á Bræðra­borg­ar­stíg 1 alls 155,8 millj­ónir króna.

Buðu 109 millj­ónir

VÍS, trygg­inga­fé­lag HD verks, gerði mats­gerð á tjóni félags­ins í sumar þegar Bræðra­borg­ar­stígur 1 brann. Hún er dag­sett rúmum tveimur vikum eftir brun­ann, eða 10. júlí 2020. 

Tjóna­mats­mats­menn trygg­inga­fé­lags­ins komust þar að þeirri nið­ur­stöðu að húsið sé ekki allt ónýtt. Í mats­gerð­inni seg­ir: „Mats­menn líta svo á að yfir­bygg­ing húss­ins frá 1906 sé það mikið skemmd af eldi, hita og vatni að ekki verið við gert. Þeir lýsa þó þeirri skoðun að gólf­plata og und­ir­stöður húss­ins séu alls óskemmdar af eldi og hita og meta því þann hluta heilan, ásamt lögnum í grunni. Húsið frá 1944 er veru­lega sótað á neðri hæð­inni, en þar þarf að taka niður létta veggi og lausar inn­rétt­ingar en burð­ar­virki er óskemmt af eldi og hita. Hluti lagna­kerfis er óskemmdur af eldi og hita og er því ekki met­inn skemmdur af brun­an­um. Skemmdir efri hæðar húss­ins frá 1944 eru að stærstum hluta af sóti, en þar er gert ráð fyrir að klæðn­ingar og inn­rétt­ingar verði að hluta til end­ur­nýj­að­ar.“

Tekist er á um hversu stóran hluta af húsinu eldurinn skemmdi.
Bára Huld Beck

Nið­ur­staðan sé sú að eld­ur­inn hafi skemmt 70 pró­sent af bygg­ing­unni, en að 30 pró­sent hennar sé enn heilt. Því vill VÍS meina að greiða eigi út 70 pró­sent af bruna­bóta­mati og bauð eig­anda HD verks alls 109 millj­ónir króna í greiðslu vegna tjóns, rifs og hreins­un­ar. 

Borgin bregst við

Þrátt fyrir að trygg­inga­fé­lagið hafi metið tjónið hratt, og skilað áður­nefndri mats­gerð, þá hefur vinna við að rífa Bræðra­borg­ar­stíg 1 ekki hafist, tæpum fimm mán­uðum eftir að húsið brann. 

Þann 27. októ­ber síð­ast­lið­inn, í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­unar um stöðu nið­ur­rifs á hús­inu, brást emb­ætti bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík við og sendi bréf á eig­anda húss­ins. Í bréf­inu kemur fram að húsið sé í „mjög slæmu ástandi eftir brun­ann og er veru­legt lýti á umhverf­inu og skapar hættu fyrir nágranna m.a. vegna mögu­legs foks úr rúst­un­um.“

Þar skrif­aði bygg­ing­ar­full­trú­inn, Niku­lás Úlfar Más­son, að eig­and­inn hefði 30 daga til að sækja um nið­ur­rif á hús­inu frá útgáfu bréfs­ins. Verði hann ekki við því gæti emb­ætti bygg­ing­ar­full­trúa ráð­ist í úrbætur á kostnað eig­enda eða beitt hann dag­sett­um. Eig­anda HD verks voru gefnir 15 dagar til að svara erind­inu. Það svar barst 8. nóv­em­ber.

Vilja hærri fjár­hæð frá VÍS

Í bréfi lög­manns HD verks til borg­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir m.a.: „Í stuttu máli þá hefur umbj. minn, að svo stöddu, ekki tekið ákvörðun um nið­ur­rif húss­ins. Ástæða þess er að ágrein­ingur er milli umbj. míns og Vátrygg­ing­ar­fé­lags Íslands (VÍS), er bruna­tryggði hús­ið, um umfang tjóns og bætur fyrir það tjón sem orðið hef­ur. Full­trúar VÍS hafa skoðað tjónið og lagt mat á það fyrir sína hönd, sbr. fskj. nr. 3. Umbj. minn hefur marg­vís­legar athuga­semdir gert við þetta tjóna­mat VÍS, sem telja verður að sé aug­ljós­lega ekki unnið í sam­ræmi við þá vátrygg­ingu sem í gildi var um eign­ina (Lög­bundna bruna­trygg­ingu) á tjóns­deg­i.“ 

Auglýsing

Með öðrum orðum þá er eig­andi HD verks ósáttur við þá upp­hæð sem VÍS er til­búið að greiða honum vegna brun­ans. Hann telur hlut­föllun tjóns­ins miðað við vátrygg­ing­ar­fjár­hæð – að 70 pró­sent húss­ins hafi eyði­lagst vegna brun­ans en að 30 pró­sent sé ekki ónýtt vegna hans – ekki vera í nokkru sam­ræði við „raun­veru­legt tjón og þá raun­veru­legan kostnað við end­ur­bygg­ingu húss­ins auk hreins­un­ar. Bent er sér­stak­lega á að vátrygg­ing­ar­fjár­hæðin sem slík er engin mæli­kvarði á tjónið sjálft eða raun­veru­legan kostnað við end­ur­bygg­ingu og hreins­un, heldur segir vátrygg­ing­ar­fjár­hæðin ein­ungis til um hvert hámark bóta getur ver­ið.“ 

Málið á leið fyrir dóm­stóla

HD verk seg­ist hafa reynt að ná samn­ingum við VÍS um málið og að loka­til­raun til þess hafi verið gerð þriðju­dag­inn 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Á þeim fundi hafi HD verk boð­ist til að gefa eftir hluta af kröfu sinni gegn því að VÍS sam­þykkti að greiða það sem HD verk telur „eðli­legar og sann­gjarnar bætur fyrir það tjón sem orðið hef­ur“. 

VÍS hafn­aði því að end­ur­skoða afstöðu sína og sam­kvæmt bréfi lög­manns HD verks til borg­ar­innar þá vill VÍS fremur láta reyna á málið fyrir dómi en að semja á þeim nót­u­m. 

Því ætlar HD verk að stefna VÍS og krefj­ast fullra bóta. Í bréfi lög­manns HD verks segir að í ljósi þess verði ekki unnt að rífa og fjar­lægja bruna­rúst­irnar sem enn standa að Bræðra­borg­ar­stíg 1 „fyrr en nið­ur­staða dóm­stóla liggur fyrir varð­andi þann ágrein­ing.“ Þær séu ein­fald­lega sönn­un­ar­gagn í mál­inu og nauð­syn­legt sem slíkt til að sýna fram á tjón HD verks.

Fyr­ir­liggj­andi er að slíkur mála­rekstur geti staðið í nokkur ár. 

Auglýsing

Borgin gæti verið krafin um bætur

Lög­maður HD verks, Skúli Sveins­son, stað­festir þann skiln­ing. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að húsið verði ekki rifið á næstu mán­uð­um. „Við von­umst til þess að þetta ger­ist á næstu árum.“ 

Aðspurður hvað ger­ist ef bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­víkur bregð­ist við þeirri afstöðu með því að rífa ein­fald­lega húsið segir Skúli að því verði þá mót­mælt. „Ef bygg­ing­ar­full­trúi rífur húsið og eyði­leggur sönn­un­ar­gögnin okkar þá munum við bara krefja borg­ina um bæt­ur. Mis­mun­inn á því sem VÍS telur sér skylt að borga og því sem við teljum tjónið vera. Borgin verður þá bara að borga mis­mun­inn, ef þeir vilja fjar­lægja hús­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar