Kjarninn tilnefndur til verðlauna fyrir umfjöllun um Bræðraborgarstígsbrunann

Umfjöllun Sunnu Óskar Logadóttur og annarra blaðamanna Kjarnans um brunann á Bræðraborgarstíg er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna BÍ í flokknum umfjöllun ársins. Verðlaunin verða afhent í næstu viku.

Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.
Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.
Auglýsing

Dómnefnd Blaðamannaverðlauna BÍ hefur tilkynnt um tilnefningar sínar til allra fjögurra flokka verðlaunanna. Sunna Ósk Logadóttir og aðrir blaðamenn á ritstjórn Kjarnans hljóta tilnefningu fyrir það sem dómnefnd kallar „vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans.“

Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.

Fjallað var um brunann frá ýmsum hliðum, en bruninn hefur verið sagður afhjúpa þær slæmu aðstæður sem útlendingar búa oft við hér á landi.

Ríkisútvarpið er með flestar tilnefningar til Blaðamannaverðlauna BÍ þetta árið, fjórar talsins. Fjölmiðlar Sýnar hljóta þrjár tilnefningar, Stundin tvær og Kjarninn, Morgunblaðið og DV hljóta eina tilnefningu til verðlaunanna, sem afhent verða föstudaginn 26. mars.

Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna BÍ:

Umfjöllun ársins

Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV. Fyrir fjölbreytta, aðgengilega og upplýsandi umfjöllun af erlendum vettvangi sem vakið hefur athygli í þáttunum Heimskviðum.

Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, Sýn. Fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi.

Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum. Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans.

Viðtal ársins

Erla Hlynsdóttir, DV. Fyrir áhrifamikið viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur þar sem lýst er alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi.

Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kynferðislegum kynþáttafordómum í sinn garð allt frá grunnskólaaldri.

Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð.

Rannsóknarblaðamennska ársins

Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringarþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög.

Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni. Fyrir fréttaflutning um plastmengun í Krýsuvík vegna moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins valdi umhverfisfyrirtæki ársins 2020.

Nadine Guðrún Yaghi, Sýn. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Blaðamannaverðlaun ársins

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnuleysi þar sem tekið var á sálrænum, félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum þess í skugga heimsfaraldurs COVID-19.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sýn. Fyrir yfirgripsmiklar og áhrifaríkar fréttir sem fluttar voru beint af vettvangi af aurskriðunum á Seyðisfirði og afleiðingum þeirra.

Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent