Kjarninn tilnefndur til verðlauna fyrir umfjöllun um Bræðraborgarstígsbrunann

Umfjöllun Sunnu Óskar Logadóttur og annarra blaðamanna Kjarnans um brunann á Bræðraborgarstíg er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna BÍ í flokknum umfjöllun ársins. Verðlaunin verða afhent í næstu viku.

Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.
Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.
Auglýsing

Dóm­nefnd Blaða­manna­verð­launa BÍ hefur til­kynnt um til­nefn­ingar sínar til allra fjög­urra flokka verð­laun­anna. Sunna Ósk Loga­dóttir og aðrir blaða­menn á rit­stjórn Kjarn­ans hljóta til­nefn­ingu fyrir það sem dóm­nefnd kallar „vand­aða og yfir­grips­mikla umfjöllun um elds­voð­ann á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og marg­hátt­aðar afleið­ingar hans.“

Umfjöllun Kjarn­ans fór í loftið þann 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, en um var að ræða greina­flokk sem fjall­aði um elds­voða sem kost­aði þrjár ungar mann­eskjur líf­ið, þann mann­skæð­asta sem orðið hefur í höf­uð­borg­inn­i.

Fjallað var um brun­ann frá ýmsum hlið­um, en brun­inn hefur verið sagður afhjúpa þær slæmu aðstæður sem útlend­ingar búa oft við hér á landi.

Rík­is­út­varpið er með flestar til­nefn­ingar til Blaða­manna­verð­launa BÍ þetta árið, fjórar tals­ins. Fjöl­miðlar Sýnar hljóta þrjár til­nefn­ing­ar, Stundin tvær og Kjarn­inn, Morg­un­blaðið og DV hljóta eina til­nefn­ingu til verð­laun­anna, sem afhent verða föstu­dag­inn 26. mars.

Til­nefn­ingar til Blaða­manna­verð­launa BÍ:

Umfjöllun árs­ins

Birta Björns­dóttir og Guð­mundur Björn Þor­björns­son, RÚV. Fyrir fjöl­breytta, aðgengi­lega og upp­lýsandi umfjöllun af erlendum vett­vangi sem vakið hefur athygli í þátt­unum Heimskvið­um.

Erla Björg Gunn­ars­dóttir og Nadine Guð­rún Yag­hi, Sýn. Fyrir áhrifa­mikla og afhjúp­andi umfjöllun Komp­áss um dul­inn vanda kvenna með þroska­hömlun sem leiðst hafa út í vændi.

Sunna Ósk Loga­dótt­ir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júl­í­us­son, Arnar Þór Ing­ólfs­son og Jónas Atli Gunn­ars­son, Kjarn­an­um. Fyrir vand­aða og yfir­grips­mikla umfjöllun um elds­voð­ann á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og marg­hátt­aðar afleið­ingar hans.

Við­tal árs­ins

Erla Hlyns­dótt­ir, DV. Fyrir áhrifa­mikið við­tal við Elísa­betu Ron­alds­dóttur þar sem lýst er alvar­legu ofbeldi í nánu sam­bandi.

Hlé­dís Maren Guð­munds­dótt­ir, Stund­inni. Fyrir við­tal við fjórar ungar íslenskar konur sem eiga rætur að rekja til Asíu og lýsa kyn­ferð­is­legum kyn­þátta­for­dómum í sinn garð allt frá grunn­skóla­aldri.

Orri Páll Orm­ars­son, Morg­un­blað­inu. Fyrir við­tal við Ingva Hrafn Jóns­son þar sem hann ræðir um and­lát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dán­ar­að­stoð.

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins

Aðal­steinn Kjart­ans­son, Helgi Seljan og Stefán Drengs­son, RÚV. Fyrir frétta­skýr­ing­ar­þátt um afdrif tveggja gáma­flutn­inga­skipa sem Eim­skip seldi í gegnum milli­lið til nið­ur­rifs í Ind­landi þvert á evr­ópsk lög.

Freyr Rögn­valds­son og Bjart­mar Oddur Þeyr Alex­and­ers­son, Stund­inni. Fyrir frétta­flutn­ing um plast­mengun í Krýsu­vík vegna moltu­dreif­ingar umhverf­is­fyr­ir­tæk­is­ins Terra sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins valdi umhverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins 2020.

Nadine Guð­rún Yag­hi, Sýn. Fyrir að afhjúpa umfangs­mikil og afdrifa­rík mis­tök sem gerð voru við grein­ingar á leg­háls­sýnum hjá Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins.

Blaða­manna­verð­laun árs­ins

Hólm­fríður Dagný Frið­jóns­dótt­ir, RÚV. Fyrir umfjöllun um atvinnu­leysi þar sem tekið var á sál­ræn­um, félags­legum og fjár­hags­legum afleið­ingum þess í skugga heims­far­ald­urs COVID-19.

Sunna Karen Sig­ur­þórs­dótt­ir, Sýn. Fyrir yfir­grips­miklar og áhrifa­ríkar fréttir sem fluttar voru beint af vett­vangi af aur­skrið­unum á Seyð­is­firði og afleið­ingum þeirra.

Þór­hildur Þor­kels­dótt­ir, RÚV. Fyrir vönduð frétta­tengd við­töl þar sem sjónum er beint að ein­stak­lingum í erf­iðum aðstæð­um.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent