Garðabær og Hafnarfjörður kanna hvort unnt sé að flýta vinnu við Borgarlínu

Bæjarstjórnir bæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa í vikunni samþykkt að kanna hjá Betri samgöngum og Vegagerðinni hvort mögulegt sé að fara fyrr af stað með vinnu við frumdrög að borgarlínuleiðinni sem tengja á Hafnarfjörð og Reykjavík.

Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Auglýsing

Bæj­ar­stjórnir bæði Hafn­ar­fjarðar og Garða­bæjar hafa í vik­unni sam­þykkt til­lögur þess efnis að athugað verði hvort flýta megi vinnu frum­draga við svo­kall­aða borg­ar­línu­leið D, fjórðu lotu borg­ar­línu­verk­efn­is­ins, sem tengja á saman Reykja­vík og Hafn­ar­fjörð. Til­lög­urnar komu frá full­trúa Við­reisnar í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar og odd­vita Garða­bæj­ar­list­ans, sem er full­trúi Við­reisnar innan þess fram­boðs.

Í til­lög­un­um, sem eru nær sam­hljóða, segir að ýmsar fram­kvæmdir í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins séu á eftir á ætlun og því „gæti skap­ast rými til að horfa til ann­arra liða í sátt­mála sem mætti ýta framar í tíma­lín­u,“ en ekki stendur til að borg­ar­línu­leið verði byrjuð að aka á milli Hafn­ar­fjarðar og Reykja­víkur fyrr en árið 2030 sam­kvæmt núver­andi fram­kvæmda­á­ætlun verk­efn­is­ins.

Sam­kvæmt þeirri tíma­á­ætlun borg­ar­línu­verk­efn­is­ins sem sett var fram í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu er þó horft til þess að und­ir­bún­ings­vinna við lotu 4 – leið­ina á milli Fjarðar í Hafn­ar­firði og Miklu­braut­ar, um Hamra­borg og Kringlu­mýr­ar­braut, hefj­ist strax á þessu ári. Fram­kvæmdir geti svo haf­ist árið 2026.

Tímaáætlun 2.-6. lotu Borgarlínu eins og hún var sett fram í frumdragaskýrslu 1. lotu.

„Við Sara Dögg [Svan­hild­ar­dótt­ir] kollegi minn og bæj­ar­full­trúi okkar í Garðabæ lögðum þetta til,“ segir Jón Ingi Hákon­ar­son bæj­ar­full­trúi Við­reisnar í Hafn­ar­firði í sam­tali við Kjarn­ann, en hann seg­ist hafa fengið þau svör frá Vega­gerð­inni að lík­lega yrði ekki byrjað að vinna eig­in­leg frum­drög að leið­inni fyrr en um miðjan ára­tug­inn.

„Með því að þrýsta á gerð frum­draga núna árið 2021 eða 2022 er hægt að byrja 4-5 árum fyrr á leið D (gefið að fjár­magn fáist),“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­unum tveim­ur.

„Besti Mið­flokks­mað­ur­inn“ studdi til­lög­una í Hafn­ar­firði

Jón Ingi segir líf­legar umræður hafa spunn­ist um til­lög­una á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í Hafn­ar­firði á mið­viku­dag og að end­ingu hafi allir bæj­ar­full­trúar lýst sig sam­mála því að leita til Betri sam­gangna ohf. og Vega­gerð­ar­innar með þessa fyr­ir­spurn.

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.

„Það voru allir með, meira að segja Mið­flokk­ur­inn, sem er bara frá­bært,“ segir Jón Ingi, en þess skal getið að full­trúi flokks­ins lét bóka að sam­þykki sitt væri með þeim fyr­ir­vara að Borg­ar­línan væri of dýr leið og hægt væri að fara ódýr­ari leið­ir. „Við erum með besta Mið­flokks­mann­inn,“ segir Jón Ingi um Sig­urð Þ. Ragn­ars­son félaga sinn í bæj­ar­stjórn, sem margir þekkja sem veð­ur­frétta­mann.

„Það var ánægju­legt hvað fólk var sam­mála þessu og vildi sam­ein­ast um þetta. Það finnst mér frá­bært og segir manni það að borg­ar­línu­verk­efnið hefur miklu meiri stuðn­ing en kannski virð­ist á yfir­borð­in­u,“ segir Jón Ingi, sem lætur þess einnig getið að honum þyki ágætt að ekki séu allir sam­mála um verk­efn­ið.

„Þá þurfum við bara að hafa meira fyrir því að rök­styðja okkar mál. Það er gott að hafa ein­hvern sem er mál­efna­lega andsnú­inn.“

Tækni­skól­inn breytir mynd­inni fyrir Hafn­ar­fjörð

Jón Ingi segir að á frekar stuttum tíma hafi orðið tölu­vert miklar breyt­ingar á mynstr­inu í sam­fé­lag­inu. „Allt í einu er stærsti fram­halds­skóli lands­ins, Tækni­skól­inn, að öllum lík­indum að koma í Hafn­ar­fjörð og þá viljum við að Borg­ar­línan verði fyrr til­búin þar heldur en ella,“ segir Jón Ingi við blaða­mann.

Auglýsing

Hann segir skipta máli að það liggi fyrir fyrr en seinna hvernig lega borg­ar­línu­leið­anna verði útfærð og svo sé líka hægt að hafa frum­drögin klár, þannig að mögu­lega yrði hægt að byrja fyrr á fram­kvæmda­hlut­anum en áætlað er.

„Borg­ar­línan er skipu­lags­mál og hvernig við skipu­leggjum íbúa­byggð og hvernig við skipu­leggjum þjón­ustu í kringum áhrifa­svæði borg­ar­lín­unnar skiptir svo miklu máli,“ segir Jón Ingi.

Hefur fengið þau svör að tíma­línur verk­efna geti hnikast til

Sara Dögg Svan­hild­ar­dóttir bæj­ar­full­trúi í Garðabæ segir við Kjarn­ann að það skipti máli að sveit­ar­fé­lögin séu öll „á tán­um“ gagn­vart borg­ar­línu­verk­efn­inu. „Það er gríð­ar­lega mikil ábyrgð falin í hverju sveit­ar­fé­lagi fyrir sig á að koma þessu verk­efni hratt og örugg­lega til fram­kvæmda,“ segir Sara Dögg.

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.

Sara Dögg segir að hún hafi setið fundi með for­svars­mönnum Betri sam­gangna og Vega­gerðar þar sem fram hafi komið að „hægt sé að hafa áhrif á tíma­lín­una“ innan sam­göngusátt­mál­ans ef upp komi seink­anir á öðrum fram­kvæmdum innan sam­göngusátt­mál­ans. Hún nefnir að fram­kvæmdir á borð við gatna­mót Bústaða­vegar og Reykja­nes­brautar séu á eftir áætlun og fleiri verk­efni sömu­leið­is.

Óviss með stokk á Hafn­ar­fjarð­ar­vegi

Hún segir að henni skilj­ist að for­senda þess að Garða­bær sé með í borg­ar­línu­verk­efn­inu sé að Hafn­ar­fjarð­ar­vegur verði lagður í stokk þar sem hann sker sig í gegnum miðbæ Garða­bæj­ar, en lýsir sjálf yfir efa­semdum um þær fyr­ir­ætl­an­ir.

Áætl­unin byggi á til­lögu frá 2016 og síðan þá hafi lítil umræða verið í póli­tík­inni í Garðabæ um hvort stokkur sé eina leið­in. Fram­kvæmdin við stokk­inn er ein af mörgum í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem sveit­ar­fé­lögin og ríkið und­ir­rit­uðu árið 2019.

„Ég hef talað við fólk sem telur að stokkur sé algjör óþarf­i,“ segir Sara Dögg, sem segir að áhuga­vert væri að fá upp for­send­urnar að baki lagn­ingu umferð­ar­stokks­ins, svo sem ábata­mat og mat á umhverf­is­á­hrifum út frá hávaða og öðru.

„Eftir því sem maður fer að garfa meira í þessu þá finnur maður að það skiptir miklu máli að sveit­ar­fé­lögin séu að vakta verk­efnið og halli sér ekki bara aftur og hugsi að verið sé að vinna verkið ann­ars stað­ar,“ segir Sara Dögg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent