Marek metinn ósakhæfur og sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins

Dómur liggur fyrir í einu stærsta manndrápsmáli sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla þar sem tvær konur og einn karlmaður létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg 1 síðastliðið sumar.

Bræðraborgarstígur 1
Auglýsing

Marek Moszczynski var í dag sýkn­aður af refsi­kröfu ákæru­valds­ins fyrir brennu, til­raun til mann­dráps og þrefalt mann­dráp. Hann var met­inn ósak­hæfur og skal sæta vistun á við­eig­andi rétt­ar­gæslu­stofn­un. Bar­bara Björns­dóttir hér­aðs­dóm­ari kvað upp dóm­inn í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur klukkan 15:00 í dag.

Ákærða er gert að greiða fyrr­ver­andi íbúum á Bræðra­borg­ar­stíg bæt­ur, sem nema allt frá 500 þús­und krónum upp í 11 millj­ón­ir. Allur sak­ar­kostn­aður verður greiddur upp úr rík­is­sjóði. Hægt er að lesa dóm­inn hér.

Þetta er í fyrsta skipti sem maður er ákærður fyrir að bana þremur en tvær konur og einn karl­maður lét­ust í elds­voð­an­um. Þetta er því stærsta mann­dráps­mál sem komið hefur fyrir íslenska dóm­stóla.

Auglýsing

Í dómnum segir að ákærði hafi „verið fund­inn sekur um mjög alvar­leg brot sem höfðu hrika­legar afleið­ing­ar“. Þá sé hafið yfir skyn­sam­legan vafa að nokkur annar en ákærði hafi getað verið valdur að brun­an­um.

Jafn­framt kemur fram að úti­lokað sé að segja fyrir um það með vissu hvernig and­legri heilsu ákærða verði háttað til fram­tíð­ar. „Það liggur því fyrir að nauð­syn­legt er að fylgj­ast náið með geð­rænu ástandi hans, meta ein­kenni hans og þróun þeirra, stilla af lyfja­með­ferð og gera áhættu­mat. Telur dóm­ur­inn, sem skip­aður er sér­fróðum með­dóms­manni, að nauð­syn­legt sé vegna réttar­ör­yggis að ákærði sæti örygg­is­gæslu á við­eig­andi stofn­un. Þá þykir rétt að á þeim tíma gang­ist ákærði undir við­eig­andi með­ferð vegna veik­inda sinna.“

Nið­ur­staðan kom vara­hér­aðs­sak­sókn­ara ekki á óvart

Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari sagði við blaða­menn eftir dóms­upp­kvaðn­ingu að nið­ur­staðan kæmi sér ekki á óvart og nú yrði dóm­ur­inn skoð­aður og staðan met­in. Ekki lægi fyrir hvort dómnum yrði áfrýj­að.

Stefán Karl Krist­jáns­son, verj­andi Mar­eks Moszczynski, sagði í sam­tali við blaða­menn að dóm­ur­inn um sýknu hefði verið nið­ur­staðan sem þeir bjugg­ust við. „Hann er met­inn ósak­hæfur og á ég eftir að skoða for­sendur dóms­ins betur og fara yfir hann. Við hreyfðum við ákveðnum sjón­ar­miðum sem kalla á skýr­ari svör við en það er manía af völdum lyfja sem er mjög fátítt en eins og ég hef sagt áður þá er alltaf ein­hver sem veik­ist af sjald­gæfu sjúk­dómun­um.“

Hann sagð­ist ætla að heyra í skjól­stæð­ingi sínum í dag, fara yfir dóm­inn og taka ákvarð­anir um næstu skref. „Mér finnst grund­völlur fyrir því að skoða áfrýjun í ljósi þess að hann hefur ætíð haldið fram sak­leysi sínu. Það kæmi mér á óvart ef ekki væri skoðað alvar­lega að fara með málið áfram.“

Rétt­ar­höldin hófust í lok apríl en ákæru­valdið fór fram á ævi­langt fang­elsi en örygg­is­vistun yrði hann dæmdur ósak­hæf­ur. Marek sagð­ist sak­laus og verj­andi hans lagði meðal ann­ars áherslu á að eng­inn hefði séð hann kveikja í og að á honum og fötum hans hefði ekki fund­ist ummerki á borð við bens­ín- eða reykj­ar­lykt við hand­töku.

Stefán Karl beindi sjónum að pari sem bjó á jarð­hæð húss­ins og því að svo kynni að vera að Marek hefði verið í maníu vegna sýkla­lyfja dag­inn sem brun­inn varð. Því ætti ekki að vista hann í örygg­is­gæslu, yrði hann fund­inn sek­ur.

Neit­aði alltaf sök

Marek Moszczynski er fæddur í Pól­landi í des­em­ber árið 1957. Hann flutti til Íslands fyrir nokkrum árum til að vinna en í lok júní­mán­aðar síð­asta sumar bár­ust tvær alvar­legar til­kynn­ingar til neyð­ar­lín­unnar nær sam­tím­is: Það var mik­ill eldur í húsi á Bræðra­borg­ar­stíg og karl­maður lét ófrið­lega við rúss­neska sendi­ráðið í Garða­stræti. Fljót­lega var ljóst að atburð­irnir tveir tengd­ust. Sá sem lög­reglan hand­tók við sendi­ráðið bjó að Bræðra­borg­ar­stíg – í hús­inu sem stóð í björtu báli að því er virt­ist á örskots­stundu.

Hinn hand­tekni var Mar­ek. Þegar vakn­aði grunur um að hann hefði kveikt eld í hús­inu og notað til þess bens­ín, yfir­gefið það svo strax og lagt leið sína að sendi­ráð­inu í Garða­stræti.

Hann hefur verið í varð­haldi síðan en hér­aðs­sak­sókn­ari ákærði hann í haust fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps sem og fyrir brot gegn vald­stjórn­inni. Þá neit­aði hann sök.

Glíma enn við afleið­ingar áfalls­ins

Kjarn­inn hefur ítar­lega fjallað um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg en í þeirri umfjöllun kom meðal ann­ars fram að brun­inn hefði afhjúpað þær slæmu aðstæður sem útlend­ingar búa hér oft við. Í umfjöll­un­inni var fjallað um húsið sjálft, eig­endur þess og sögu og við­brögð opin­berra stofn­anna og ann­arra við atburði sem á sér enga hlið­stæðu á síð­ari tím­um. Varpað var ljósi á fram­lag erlends verka­fólks í auk­inni hag­sæld íslensku þjóð­ar­inn­ar, á kjör þess og þær aðstæður sem það er látið búa við og hvernig þær aðstæður gátu skap­ast.

Fjallað var um sam­fé­lagið í Gamla Vest­ur­bænum sem stóð þétt saman og reyndi eftir fremsta megni að rétta fórn­ar­lömbun­um, sem mörg hver hafa lítið tengsla­net hér á landi, hjálp­ar­hönd og sagðar sögur þeirra sem komu fyrst á vett­vang brun­ans.

Þunga­miðja umfjöll­un­ar­innar voru frá­sagnir þeirra sem lifðu af. Fólks sem kom til Íslands í leit að betra lífi en glímir nú við afleið­ingar áfalls­ins sem á eftir að fylgja því alla ævi. „Ég hugsa stundum um það hvort að ég hefði getað leikið ofur­hetju og bjargað þeim,“ sagði Vasile Tibor Andor sem komst út úr brenn­andi hús­inu á síð­ustu stundu. „En ég veit innst inni að ég gat það ekki. Að þegar ég vissi af eld­inum var það orðið of sein­t.“

Bræðraborgarstígur 1 Mynd: Golli

Til stendur að rífa húsið í vik­unni

RÚV greindi frá því í gær að rífa ætti það sem eftir stendur af hús­inu við Bræðra­borg­ar­stíg 1 annað hvort í dag eða á morg­un. Íbúar í hverf­inu væru orðnir lang­þreyttir á að hafa rúst­irnar fyrir aug­un­um.

„Þorpið vist­fé­lag keypti húsið af félag­inu HD verk sem var eig­andi húss­ins þegar kvikn­aði í. Sig­urður Smári Gylfa­son fram­kvæmda­stjóri Þorps­ins segir í sam­tali við frétta­stofu að öll leyfi séu komin í hús til að hefja nið­ur­rif og und­ir­bún­ingur sé á loka­metr­un­um,“ segir í frétt­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent