Þeim sem búa miðsvæðis í Reykjavík líst best á hugmyndir um Borgarlínu

Samkvæmt nýrri könnun sem MMR framkvæmdi fyrir þrýstihóp sem vill verja minna almannafé í bættar almenningssamgöngur líst um 40 prósentum íbúa á höfuðborgarsvæðinu vel á framkomnar hugmyndir um Borgarlínu, en 34 prósentum illa.

Mikill munur virðist á afstöðu fólks til hugmynda um Borgarlínu eftir því hversu margir bílar eru í heimilishaldinu, samkvæmt þessari nýju könnun.
Mikill munur virðist á afstöðu fólks til hugmynda um Borgarlínu eftir því hversu margir bílar eru í heimilishaldinu, samkvæmt þessari nýju könnun.
Auglýsing

Um 40 pró­sentum íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu líst vel á þær hug­myndir um Borg­ar­línu sem fram hafa komið til þessa, en 34 pró­sentum líst illa á þær áætl­anir sem uppi eru. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR. Fjórð­ungur aðspurðra, eða 25 pró­sent, segir annað hvort „bæði og“ eða tekur ekki afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Þrýsti­hópur sem kallar sig Sam­göngur fyrir alla (ÁS) lét MMR fram­kvæma þessa könnun fyrir sig í maí­mán­uði og spurt var út í ýmsa hluti sem tengj­ast borg­ar­línu­verk­efn­inu. Mik­ill munur er á afstöðu til þeirra hug­mynda sem fram hafa komið um Borg­ar­lín­una eftir því hvar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fólk er búsett.

Í Reykja­vík vestan Elliða­ár­vogar líst fólki best á hug­mynd­irn­ar, en 61 pró­sent íbúa á því svæði segja að þeim lít­ist ýmist mjög vel eða fremur vel á fram­komnar hug­myndir um Borg­ar­línu, á meðan 20 pró­sentum líst illa á það sem lagt hefur verið fram.

Innan höf­uð­borg­ar­inn­ar, austan Elliða­ár­vog­ar, segja hins vegar ein­ungis 26 pró­sent íbúa að þeim lít­ist vel á hug­myndir um Borg­ar­línu. Rúmur helm­ingur íbúa þar, eða 55 pró­sent, segir hins vegar að þeim lít­ist mjög eða fremur illa á hug­mynd­irn­ar.

Í öðrum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins líst 39 pró­sentum íbúa mjög eða frekar illa á hug­mynd­irnar en 31 pró­senti líst mjög eða fremur vel á þær, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Einn eða tveir bílar?

Úr nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar má lesa að nokkur munur er á afstöðu fólks til hug­mynda um Borg­ar­línu eftir því hversu margir bílar eru í heim­il­is­hald­inu. Á heim­ilum þar sem eng­inn er bíll­inn líst 59 pró­sentum vel á hug­myndir um Borg­ar­línu en það hlut­fall er ein­ungis 23 pró­sent á heim­ilum þar sem þrír bílar eða fleiri eru til stað­ar, á meðan að 54 pró­sentum þeirra sem búa á heim­ili með þrjá bíla eða fleiri líst illa á fram­komnar borg­ar­línu­hug­mynd­ir.

Skörp skil eru á milli afstöðu fólks á heim­ilum sem reka einn bíl og þeirra sem reka tvo, en af þátt­tak­endum könn­un­ar­inn­ar, sem alls voru 611 tals­ins, voru sam­tals 488 manns af heim­ilum sem reka einn eða tvo bíla.

Auglýsing

Rúmur helm­ingur þeirra sem eru með einn bíl í heim­il­is­bók­hald­inu segir að þeim lít­ist vel á borg­ar­línu­hug­myndir en ein­göngu 30 pró­sent þeirra sem taka þátt í rekstri tveggja bíla. Í hópi þeirra sem eru með tvo bíla á heim­il­inu segja 40 pró­sent að þeim lít­ist illa á hug­myndir um Borg­ar­línu en ein­ungis 24 pró­sent þeirra sem eru með einn bíl á heim­il­inu.

Víð­tæk and­staða við fækkun akreina á Suð­ur­lands­braut

Í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu er gert ráð fyrir því að Suð­ur­lands­braut taki miklum breyt­ing­um, en áætlað er að Suð­ur­lands­brautin allt frá Skeið­ar­vogi, með­fram Laug­ar­dalnum og að Lauga­vegi verði með tvö­faldri borg­ar­línu­braut fyrir miðju og einni akrein fyrir bíla sitt­hvoru meg­in.

Í frumdragaskýrslu um fyrstu lotu Borgarlínu voru lagðar til miklar breytingar á Suðurlandsbraut, sem virðast mælast illa fyrir. Mynd: Borgarlína

Einnig er gert ráð fyrir því að hjóla- og göngu­stígar verði beggja vegna Suð­ur­lands­brautar og svæðið undir bíla­stæði fyrir framan bygg­ingar sunnan Suð­ur­lands­brautar verði minnkað veru­lega, en stór hluti þess­ara bíla­stæða er á landi Reykja­vík­ur­borg­ar. Fram kom í frum­draga­skýrsl­unni, sem kom út í byrjun febr­ú­ar, að búist væri við að þessar breyt­ingar á göt­unni myndu draga úr umferð­ar­þunga á henni og að þær leiddu til þess að bíla­um­ferð leit­aði ann­að, þá helst um Sæbraut og Miklu­braut.

Þessi hug­mynd virð­ist leggj­ast öfugt ofan í marga, en sam­kvæmt könnun MMR segj­ast ein­ungis 19 pró­sent hlynnt því að þetta verði raunin á meðan að 65 pró­sent eru þessu and­víg. Ein­ungis einn hópur sker sig úr með afger­andi hætti hvað varðar þær breyt­ingar á Suð­ur­lands­braut­inni. Það er kjós­enda­hópur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en 52 pró­sent þeirra sem segja að þeir myndu kjósa Sam­fylk­ing­una í kom­andi þing­kosn­ingum segj­ast vera mjög eða frekar hlynnt því að Suð­ur­lands­braut verði breytt með þeim hætti sem hug­myndir eru uppi um.

Mik­ill stuðn­ingur við kosn­inga­lof­orð Sam­fylk­ingar frá 2018

ÁS lét MMR spyrja íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins út í ýmsa hluti, meðal ann­ars afstöð­una til bygg­ingar stokks fyrir bíla­um­ferðar neð­an­jarðar milli Rauð­ar­ár­stígs og Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Mik­ill stuðn­ingur er við slíka stokka­gerð og fáir lýsa sig and­víga þessu. 54 pró­sent segj­ast mjög eða frekar hlynnt þessu en ein­ungis 13 pró­sent lýsa sig and­víg því að ráð­ist verði í þessa fram­kvæmd. Tæpur þriðj­ung­ur, eða 32 pró­sent aðspurðra, segja ýmist „bæði og“ eða taka ekki afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Athygli vekur að þessi fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd, sem var eitt helsta slag­orð Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, nýtur meiri­hluta­stuðn­ings íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, óháð því hvar þeir búa og nán­ast hvar sem þeir standa í hinu póli­tíska lit­rófi. Ein­ungis þeir sem segj­ast ætla að kjósa Mið­flokk­inn í næstu þing­kosn­ingum eru að meiri­hluta á móti því að bíla­um­ferðin um Hlíða­hverfi verði færð neð­an­jarð­ar.

Könnun MMR fyrir ÁS var fram­kvæmd dag­ana 7.-12. maí og voru þátt­tak­endur 611 tals­ins, sem áður seg­ir. Um net­könnun var að ræða og voru þátt­tak­endur valdir af handa­hófi úr hópi álits­gjafa MMR.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar í heild sinni

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent