Oddný: Óvirðingin himinhrópandi í ræðu þingmannsins

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins um atvinnulausa sem hann lét falla í ræðustól Alþingis í gær.

Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson
Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir á Face­book-­síðu sinni í dag að óvirð­ingin gagn­vart því fólki sem hefur mátt taka á sig mesta skell­inn í heims­far­aldri hafi verið him­in­hróp­andi í ræðu Ásmundar Frið­riks­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Alþingi í gær. Þar sagði hann meðal ann­ars að fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni fengi ekki fólk í vinnu því að það vildi taka sum­ar­fríið fyrst á bót­um.

Oddný og Ásmundur eru bæði þing­menn Suð­ur­kjör­dæmis og bendir Oddný á í færslu sinni að á því svæði sem þing­mað­ur­inn byggi gengi fjórði hver maður atvinnu­laus.

Auglýsing

­Jafn­framt vísar Oddný í ályktun sem mið­stjórn ASÍ sendi frá sér í gær en í henni segir að stjórnin hvetji atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur. „Góðar og gildar ástæður geta verið fyrir því að atvinnu­leit­andi geti ekki þegið til­tekið starf. Með því að ein­blína á und­an­tekn­ingar sem kunna að eiga við færri en 2 pró­sent atvinnu­leit­enda er dregin upp röng og meið­andi mynd af þeim þús­undum manna sem leita vinnu á Íslandi og hafa loks fengið von um að brátt taki við betri tíð,” segir í álykt­un­inni.

Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ásmundur Frið­riks­son sagði á Alþingi Íslend­inga í gær að hann hefði heyrt að...

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Thurs­day, June 3, 2021

„Vand­inn miklu útbreidd­ari og alvar­legri en ferða­þjón­ustan átti von á“

Ásmundur hélt ræðu undir liðnum störf þings­ins í gær en þar sagði hann að fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu gengi illa að fá fólk af atvinnu­leys­is­skrá aftur til starfa. „Fjöldi atvinnu­lausra hafnar vinnu, lætur ekki ná í sig og mætir ekki í við­töl. Ég hafði sam­band við Sam­tök fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sem segja frá reynslu sinni frá síð­asta sumri þegar erf­ið­lega gekk að manna ferða­þjón­ust­una og að það sé að end­ur­taka sig. Vand­inn er hins vegar miklu útbreidd­ari og alvar­legri en ferða­þjón­ustan átti von á.“

Taldi hann upp nokkur dæmi sem hann hefði fengið upp­lýs­ingar um. „Fyr­ir­tæki sem starfar um allt land hringdi í 60 fyrr­ver­andi starfs­menn sína og eng­inn þeirra vildi koma aftur til vinnu. Sumir Íslend­ingar eru erlendis og aðrir eru farnir til síns heima og vilja vera þar á atvinnu­leys­is­bótum á Íslandi enda eru bætur þar hærri en laun. Fyr­ir­tæki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fékk ekki Íslend­inga í vinnu því að þeir vildu ekki vinna um helg­ar. Fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni fær ekki fólk í vinnu því að það vill taka sum­ar­fríið fyrst á bót­um. Fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni sem eru í veru­legum vanda við að fá fólk. Fyr­ir­tæki á Norð­vest­ur­landi, sem þyrfti að vera með 25 til 30 stöðu­gildi í gist­ingu- og veit­inga­þjón­ustu, nær t.d. bara að manna 12 stöð­ur.“

Ásmundur sagði að sam­kvæmt hans heim­ildum hefði Vinnu­mála­stofnun tekið 350 manns út af bóta­skrá vegna svona mála síð­ustu daga. „Það veldur fyr­ir­tækjum tjóni að þurfa að þjálfa upp nýtt starfs­fólk og þá nýt­ast ekki úrræðin sem boðið er upp á. Fyr­ir­tækin fá ekki ráðn­ing­ar­styrki með nýju fólki sem ekki er ráðið af atvinnu­leys­is­skrá. Nið­ur­staðan er að ef sama ástand heldur áfram hamlar það við­spyrnu grein­ar­innar veru­lega með til­heyr­andi auknum og óþörfum kostn­aði rík­is­ins við atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið auk þess sem verð­mæta­sköpun fer hægar af stað.“

Spurði hann að lokum hvort þetta ástand væri laun­unum eða bóta­upp­hæð­unum um að kenna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent