Oddný: Óvirðingin himinhrópandi í ræðu þingmannsins

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins um atvinnulausa sem hann lét falla í ræðustól Alþingis í gær.

Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson
Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir á Face­book-­síðu sinni í dag að óvirð­ingin gagn­vart því fólki sem hefur mátt taka á sig mesta skell­inn í heims­far­aldri hafi verið him­in­hróp­andi í ræðu Ásmundar Frið­riks­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Alþingi í gær. Þar sagði hann meðal ann­ars að fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni fengi ekki fólk í vinnu því að það vildi taka sum­ar­fríið fyrst á bót­um.

Oddný og Ásmundur eru bæði þing­menn Suð­ur­kjör­dæmis og bendir Oddný á í færslu sinni að á því svæði sem þing­mað­ur­inn byggi gengi fjórði hver maður atvinnu­laus.

Auglýsing

­Jafn­framt vísar Oddný í ályktun sem mið­stjórn ASÍ sendi frá sér í gær en í henni segir að stjórnin hvetji atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur. „Góðar og gildar ástæður geta verið fyrir því að atvinnu­leit­andi geti ekki þegið til­tekið starf. Með því að ein­blína á und­an­tekn­ingar sem kunna að eiga við færri en 2 pró­sent atvinnu­leit­enda er dregin upp röng og meið­andi mynd af þeim þús­undum manna sem leita vinnu á Íslandi og hafa loks fengið von um að brátt taki við betri tíð,” segir í álykt­un­inni.

Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ásmundur Frið­riks­son sagði á Alþingi Íslend­inga í gær að hann hefði heyrt að...

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Thurs­day, June 3, 2021

„Vand­inn miklu útbreidd­ari og alvar­legri en ferða­þjón­ustan átti von á“

Ásmundur hélt ræðu undir liðnum störf þings­ins í gær en þar sagði hann að fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu gengi illa að fá fólk af atvinnu­leys­is­skrá aftur til starfa. „Fjöldi atvinnu­lausra hafnar vinnu, lætur ekki ná í sig og mætir ekki í við­töl. Ég hafði sam­band við Sam­tök fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sem segja frá reynslu sinni frá síð­asta sumri þegar erf­ið­lega gekk að manna ferða­þjón­ust­una og að það sé að end­ur­taka sig. Vand­inn er hins vegar miklu útbreidd­ari og alvar­legri en ferða­þjón­ustan átti von á.“

Taldi hann upp nokkur dæmi sem hann hefði fengið upp­lýs­ingar um. „Fyr­ir­tæki sem starfar um allt land hringdi í 60 fyrr­ver­andi starfs­menn sína og eng­inn þeirra vildi koma aftur til vinnu. Sumir Íslend­ingar eru erlendis og aðrir eru farnir til síns heima og vilja vera þar á atvinnu­leys­is­bótum á Íslandi enda eru bætur þar hærri en laun. Fyr­ir­tæki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fékk ekki Íslend­inga í vinnu því að þeir vildu ekki vinna um helg­ar. Fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni fær ekki fólk í vinnu því að það vill taka sum­ar­fríið fyrst á bót­um. Fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni sem eru í veru­legum vanda við að fá fólk. Fyr­ir­tæki á Norð­vest­ur­landi, sem þyrfti að vera með 25 til 30 stöðu­gildi í gist­ingu- og veit­inga­þjón­ustu, nær t.d. bara að manna 12 stöð­ur.“

Ásmundur sagði að sam­kvæmt hans heim­ildum hefði Vinnu­mála­stofnun tekið 350 manns út af bóta­skrá vegna svona mála síð­ustu daga. „Það veldur fyr­ir­tækjum tjóni að þurfa að þjálfa upp nýtt starfs­fólk og þá nýt­ast ekki úrræðin sem boðið er upp á. Fyr­ir­tækin fá ekki ráðn­ing­ar­styrki með nýju fólki sem ekki er ráðið af atvinnu­leys­is­skrá. Nið­ur­staðan er að ef sama ástand heldur áfram hamlar það við­spyrnu grein­ar­innar veru­lega með til­heyr­andi auknum og óþörfum kostn­aði rík­is­ins við atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið auk þess sem verð­mæta­sköpun fer hægar af stað.“

Spurði hann að lokum hvort þetta ástand væri laun­unum eða bóta­upp­hæð­unum um að kenna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent