Oddný: Óvirðingin himinhrópandi í ræðu þingmannsins

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins um atvinnulausa sem hann lét falla í ræðustól Alþingis í gær.

Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson
Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir á Facebook-síðu sinni í dag að óvirðingin gagnvart því fólki sem hefur mátt taka á sig mesta skellinn í heimsfaraldri hafi verið himinhrópandi í ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. Þar sagði hann meðal annars að fyrirtæki á landsbyggðinni fengi ekki fólk í vinnu því að það vildi taka sumarfríið fyrst á bótum.

Oddný og Ásmundur eru bæði þingmenn Suðurkjördæmis og bendir Oddný á í færslu sinni að á því svæði sem þingmaðurinn byggi gengi fjórði hver maður atvinnulaus.

Auglýsing

Jafnframt vísar Oddný í ályktun sem miðstjórn ASÍ sendi frá sér í gær en í henni segir að stjórnin hvetji atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur. „Góðar og gildar ástæður geta verið fyrir því að atvinnuleitandi geti ekki þegið tiltekið starf. Með því að einblína á undantekningar sem kunna að eiga við færri en 2 prósent atvinnuleitenda er dregin upp röng og meiðandi mynd af þeim þúsundum manna sem leita vinnu á Íslandi og hafa loks fengið von um að brátt taki við betri tíð,” segir í ályktuninni.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson sagði á Alþingi Íslendinga í gær að hann hefði heyrt að...

Posted by Oddný Harðardóttir on Thursday, June 3, 2021

„Vandinn miklu útbreiddari og alvarlegri en ferðaþjónustan átti von á“

Ásmundur hélt ræðu undir liðnum störf þingsins í gær en þar sagði hann að fyrirtækjum í ferðaþjónustu gengi illa að fá fólk af atvinnuleysisskrá aftur til starfa. „Fjöldi atvinnulausra hafnar vinnu, lætur ekki ná í sig og mætir ekki í viðtöl. Ég hafði samband við Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu sem segja frá reynslu sinni frá síðasta sumri þegar erfiðlega gekk að manna ferðaþjónustuna og að það sé að endurtaka sig. Vandinn er hins vegar miklu útbreiddari og alvarlegri en ferðaþjónustan átti von á.“

Taldi hann upp nokkur dæmi sem hann hefði fengið upplýsingar um. „Fyrirtæki sem starfar um allt land hringdi í 60 fyrrverandi starfsmenn sína og enginn þeirra vildi koma aftur til vinnu. Sumir Íslendingar eru erlendis og aðrir eru farnir til síns heima og vilja vera þar á atvinnuleysisbótum á Íslandi enda eru bætur þar hærri en laun. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki Íslendinga í vinnu því að þeir vildu ekki vinna um helgar. Fyrirtæki á landsbyggðinni fær ekki fólk í vinnu því að það vill taka sumarfríið fyrst á bótum. Fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru í verulegum vanda við að fá fólk. Fyrirtæki á Norðvesturlandi, sem þyrfti að vera með 25 til 30 stöðugildi í gistingu- og veitingaþjónustu, nær t.d. bara að manna 12 stöður.“

Ásmundur sagði að samkvæmt hans heimildum hefði Vinnumálastofnun tekið 350 manns út af bótaskrá vegna svona mála síðustu daga. „Það veldur fyrirtækjum tjóni að þurfa að þjálfa upp nýtt starfsfólk og þá nýtast ekki úrræðin sem boðið er upp á. Fyrirtækin fá ekki ráðningarstyrki með nýju fólki sem ekki er ráðið af atvinnuleysisskrá. Niðurstaðan er að ef sama ástand heldur áfram hamlar það viðspyrnu greinarinnar verulega með tilheyrandi auknum og óþörfum kostnaði ríkisins við atvinnuleysistryggingakerfið auk þess sem verðmætasköpun fer hægar af stað.“

Spurði hann að lokum hvort þetta ástand væri laununum eða bótaupphæðunum um að kenna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent