Stjórn Bakarameistarans ekki rætt endurgreiðslu hlutabóta þrátt fyrir hagnað

Endurgreiðsla hlutabóta 46 starfsmanna Bakarameistarans hefur ekki verið rædd en til stendur að greiða arð til eigenda fyrir rekstrarárið í fyrra. „Ekkert óeðlilegt við þessa hlutabótaleið sem við vorum að nýta,“ segir stjórnarformaður og stærsti eigandi.

Bakarameistarinn rekur níu bakarí víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu auk veisluþjónustu.
Bakarameistarinn rekur níu bakarí víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu auk veisluþjónustu.
Auglýsing

Rekstur Bak­ara­meist­ar­ans hefur verið með ágætum und­an­farin ár. Í nýbirtum árs­reikn­ingi fyrir árið 2020 kemur fram að hagn­aður félags­ins á því ári nam rúmum 22 millj­ónum króna. Hagn­að­ur­inn lækkar milli ára, var tæpar 62 millj­ónir í fyrra. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafði tölu­verð áhrif á rekstur félags­ins, líkt og segir í skýrslu stjórn­ar, en þar segir einnig að félag­inu hafi þó ekki verið gert að loka fyrir starf­semi. Félagið hyggst greiða eig­endum sínum arð fyrir síð­asta rekstr­arár en það er ekki til­greint hve háar arð­greiðsl­urnar munu verða. Arð­greiðslur á árinu 2020 námu 15 millj­ónum króna fyrir rekstr­ar­árið á und­an, sem er tölu­verð lækkun frá 2019 þegar arð­greiðsl­urn­ar, fyrir und­an­gengið rekstr­ar­ár, námu 55 millj­ónum króna.

Þrátt fyrir að fyr­ir­tækið hafi staðið af sér þau skakka­föll sem fylgdu kór­ónu­veiru­far­aldr­inum nýtti fyr­ir­tækið sér hluta­bóta­leið stjórn­valda. Alls voru 46 starfs­menn settir á hluta­bóta­leið í mars og apríl í fyrra sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Ekki stendur til að end­ur­greiða það fjár­magn sem greitt var til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins í formi hluta­bóta.

“Ég tel ekk­ert óeðli­legt við þessa hluta­bóta­leið sem við vorum að nýta, þannig er það. Ég tel að við séum bara með gott fyr­ir­tæki sem stendur við sínar skuld­bind­ing­ar,” segir Sig­þór Sig­ur­jóns­son í sam­tali við Kjarn­ann en hann á 95 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og er stjórn­ar­for­maður þess.

Auglýsing

Spurður að því hvort til greina komi að end­ur­greiða hluta­bæt­urnar segir Sig­þór það ekki hafa komið til tals. „Við höfum ekk­ert rætt það, það hefur ekk­ert komið upp. Ég held að það sé allt eðli­legt við það sem við erum að gera þarna,“ segir Sig­þór.

Ekki ætl­unin að stöndug fyr­ir­tæki nýti úrræðið

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um hafa fyr­ir­tæki sem standa traustum fótum og fóru klakk­laust í gegnum árið 2020 nýtt sér hluta­bóta­leið fyrir starfs­fólk sitt. Í áður­nefndri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar var sér­stak­lega vikið að því að úrræðið væri hafi verið frekar opið þegar því var fyrst komið á. Skil­yrði fyrir nýt­ingu hluta­bóta­leið­ar­innar voru hert þegar úrræðið var fram­lengt en þá var gerð rík­ari krafa um tekju­skerð­ingu fyr­ir­tækja auk þess sem girt var fyrir það að eig­endur fyr­ir­tækja sem nýttu leið­ina gætu greitt sér arð, lækkað hluta­fé, greitt óum­samda kaupauka eða keypt eigin bréf til árs­ins 2023.

Í skýrsl­unni segir einnig að nokkuð frjáls­ræði hafi verið á túlkun lag­anna. „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hluta­starfa­leið­ina eru fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­un­in.“ Þar kom einnig fram að sum fyr­ir­tæki höfðu boðað end­ur­greiðslur á hluta­bót­um. Í apríl síð­ast­liðnum höfðu 88 fyr­ir­tæki end­ur­greitt alls 380 millj­ónir króna sem greiddar höfðu verið í hluta­bæt­ur.

Rík­is­end­ur­skoðun gaf út aðra skýrslu um vinnu­mark­aðsúr­ræði sem kom út í des­em­ber í fyrra en í henni kemur fram að nýt­ing hluta­bóta­leið­ar­innar hafi minnkað um 60 pró­sent milli maí og júní í fyrra eftir að skil­yrði fyrir nýt­ingu úrræð­is­ins voru hert. Í skýrsl­unni segir að sam­drátt­inn mátti að hluta til rekja til hert­ari reglna, að hluta til vegna nýs úrræðis um greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti og að hluta til vegna þess að atvinnu­lífið hafði, að ein­hverju marki, tekið við sér.

Í umfjöllun um úrræðið í síð­ari skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kom meðal ann­ars fram að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ekki úti­lokað að farið yrði fram á end­ur­greiðslu frá stönd­ugum fyr­ir­tækj­um. Umræddur ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, sagði í við­tali við Vísi í maí í fyrra að það væri eðli­legt að fyr­ir­tæki myndu greiða til baka þann stuðn­ing sem ríkið hefði veitt þeim þegar betur áraði. Hann sagði fyr­ir­tæki sem ekki þyrftu á slíkum stuðn­ingi að halda en nýttu hann samt „reka rýt­ing í sam­stöð­una“ sem stjórn­völd hefðu kallað eft­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent