Ætla ekki að skila hlutabótum þrátt fyrir methagnað í fyrra

Alls var rúm 31 milljón í formi hlutabóta greidd til 148 starfsmanna Húsasmiðjunnar í mars og apríl í fyrra. Ekki hefur komið til tals að endurgreiða bæturnar að sögn forstjóra en fyrirtækið var rekið með um 900 milljón króna hagnaði í fyrra fyrir skatta.

Húsasmiðjan rekur byggingavöruverslanir víða um land.
Húsasmiðjan rekur byggingavöruverslanir víða um land.
Auglýsing

Þrátt fyrir methagnað Húsasmiðjunnar í fyrra stendur ekki til að endurgreiða þær hlutabætur sem greiddar voru til starfsfólks fyrirtækisins vegna kórónuveirufaraldursins. „Nei, það hefur nú ekki komið til tals. Þetta var náttúrlega í mjög stuttan tíma sem við nýttum þetta,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, í samtali við Kjarnann.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutastarfaleiðina kemur fram að í mars og apríl í fyrra voru 148 starfsmenn fyrirtækisins settir á hlutabætur og námu greiðslur úr opinberum sjóðum vegna þessa alls rúmri 31 milljón. Þeir fjármunir verða ekki endurgreiddir þrátt fyrir methagnað, en líkt og fram kom í viðtali Markaðarins við Árna í vikunni nam hagnaður Húsasmiðjunar í fyrra um 900 milljónum króna fyrir skatta.

Spurður að því hvers vegna fyrirtækið ætli ekki að endurgreiða hlutabæturnar, líkt og sum fyrirtæki hafa ákveðið að gera, segir Árni að bæturnar hafi ekki runnið til fyrirtækisins heldur til starfsfólks þess. Þá segir hann upphæðina vera lága. Að mati Árna hafi mátt taka tillit til stærðar verslana þegar fjöldatakmarkanir voru ákveðnar á sínum tíma. Verslanir Húsasmiðjunnar séu stórar en hafi þurft að lúta sömu reglum og minni verslanir.

Auglýsing

Telja sig hafa tekið ábyrga afstöðu

„Við teljum okkur hafa tekið mjög ábyrga afstöðu. Við vorum sett í stöðu sem við vildum alls ekki vera í. Við vorum ósammála aðgerðum og okkur þótti allt of grimmt vera farið, að taka ekkert tillit til stærðar. Við vorum í raun og veru sett undir sama hatt og 50 fermetra verslun í Kringlunni,“ segir Árni.

Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar. Mynd: Húsasmiðjan

Hann nefnir það einnig að hlutabótaleiðin hafi verið nýtt á stuttu tímabili, frá síðari hluta mars í fyrra til síðari hluta apríl en á því tímabili hafi veltutap fyrirtækisins numið rúmum 200 milljónum króna miðað við sama tímabil ári fyrr. Árni segir að reksturinn á fyrsta fjórðungi ársins 2020 hafi farið hægt af stað, óvissan vegna COVID kom því á slæmum tíma: „Við sáum ekkert í kristalskúlunni hvað myndi verða.“

Að sögn Árna tók veltan við sér í síðari hluta apríl og fyrirtækið því hætt að nýta hlutastarfaleiðina í kjölfarið. „Um leið og veltan tók við sér þá fóru starfsmenn í fullt starfshlutfall og við nýttum þá ekkert þessi úrræði í framhaldi,“ segir Árni.

Eigandi Húsasmiðjunnar er danska byggingavörukeðjan BYGMA. Árni bendir á að eigendurnir hafi ekki greitt sér arð út úr félaginu á síðustu árum heldur hafi hagnaður liðinna ára farið í að efla félagið og fjárfesta hér inannlands.

Úrræðið ekki ætlað stöndugum fyrirtækjum

Ríkisendurskoðun fjallaði ítarlega um hlutastarfaleiðina í skýrslu sinni sem kom út í maí í fyrra og áður hefur verið minnst á hér að ofan. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er sagt að af lögunum og lögskýringargögnum hafi mátt ráða að úrræðið hefði ekki verið ætlað stöndugum fyrirtækjum.

Í skýrslunni segir einnig að nokkuð frjálsræði hafi verið á túlkun laganna. „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hlutastarfaleiðina eru fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búa að öflugum rekstri og traustum efnahag en ekki verður séð af lögunum og lögskýringargögnum að slíkt hafi verið ætlunin,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þar kom einnig fram að sum fyrirtæki hefðu boðað endurgreiðslu á hlutabótum.

Í apríl síðastliðnum óskaði Kjarninn eftir gögnum frá Vinnumálastofnun um umfang endurgreiðslna hlutabóta. Í minnisblaði Vinnumálastofnunar sem dagsett er 23. apríl kemur fram að þá höfðu alls 88 fyrirtæki endurgreitt hlutabætur og að heildarfjárhæð endurgreiðslna næmi tæpum 380 milljónum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent