Ætla ekki að skila hlutabótum þrátt fyrir methagnað í fyrra

Alls var rúm 31 milljón í formi hlutabóta greidd til 148 starfsmanna Húsasmiðjunnar í mars og apríl í fyrra. Ekki hefur komið til tals að endurgreiða bæturnar að sögn forstjóra en fyrirtækið var rekið með um 900 milljón króna hagnaði í fyrra fyrir skatta.

Húsasmiðjan rekur byggingavöruverslanir víða um land.
Húsasmiðjan rekur byggingavöruverslanir víða um land.
Auglýsing

Þrátt fyrir met­hagnað Húsa­smiðj­unnar í fyrra stendur ekki til að end­ur­greiða þær hluta­bætur sem greiddar voru til starfs­fólks fyr­ir­tæk­is­ins vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Nei, það hefur nú ekki komið til tals. Þetta var nátt­úr­lega í mjög stuttan tíma sem við nýttum þetta,“ segir Árni Stef­áns­son, for­stjóri Húsa­smiðj­unn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um hluta­starfa­leið­ina kemur fram að í mars og apríl í fyrra voru 148 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins settir á hluta­bætur og námu greiðslur úr opin­berum sjóðum vegna þessa alls rúmri 31 millj­ón. Þeir fjár­munir verða ekki end­ur­greiddir þrátt fyrir met­hagn­að, en líkt og fram kom í við­tali Mark­að­ar­ins við Árna í vik­unni nam hagn­aður Húsa­smiðj­unar í fyrra um 900 millj­ónum króna fyrir skatta.

Spurður að því hvers vegna fyr­ir­tækið ætli ekki að end­ur­greiða hluta­bæt­urn­ar, líkt og sum fyr­ir­tæki hafa ákveðið að gera, segir Árni að bæt­urnar hafi ekki runnið til fyr­ir­tæk­is­ins heldur til starfs­fólks þess. Þá segir hann upp­hæð­ina vera lága. Að mati Árna hafi mátt taka til­lit til stærðar versl­ana þegar fjölda­tak­mark­anir voru ákveðnar á sínum tíma. Versl­anir Húsa­smiðj­unnar séu stórar en hafi þurft að lúta sömu reglum og minni versl­an­ir.

Auglýsing

Telja sig hafa tekið ábyrga afstöðu

„Við teljum okkur hafa tekið mjög ábyrga afstöðu. Við vorum sett í stöðu sem við vildum alls ekki vera í. Við vorum ósam­mála aðgerðum og okkur þótti allt of grimmt vera far­ið, að taka ekk­ert til­lit til stærð­ar. Við vorum í raun og veru sett undir sama hatt og 50 fer­metra verslun í Kringl­unn­i,“ segir Árni.

Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar. Mynd: Húsasmiðjan

Hann nefnir það einnig að hluta­bóta­leiðin hafi verið nýtt á stuttu tíma­bili, frá síð­ari hluta mars í fyrra til síð­ari hluta apríl en á því tíma­bili hafi veltu­tap fyr­ir­tæk­is­ins numið rúmum 200 millj­ónum króna miðað við sama tíma­bil ári fyrr. Árni segir að rekst­ur­inn á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 2020 hafi farið hægt af stað, óvissan vegna COVID kom því á slæmum tíma: „Við sáum ekk­ert í krist­alskúl­unni hvað myndi verða.“

Að sögn Árna tók veltan við sér í síð­ari hluta apríl og fyr­ir­tækið því hætt að nýta hluta­starfa­leið­ina í kjöl­far­ið. „Um leið og veltan tók við sér þá fóru starfs­menn í fullt starfs­hlut­fall og við nýttum þá ekk­ert þessi úrræði í fram­hald­i,“ segir Árni.

Eig­andi Húsa­smiðj­unnar er danska bygg­inga­vöru­keðjan BYGMA. Árni bendir á að eig­end­urnir hafi ekki greitt sér arð út úr félag­inu á síð­ustu árum heldur hafi hagn­aður lið­inna ára farið í að efla félagið og fjár­festa hér inann­lands.

Úrræðið ekki ætlað stönd­ugum fyr­ir­tækjum

Rík­is­end­ur­skoðun fjall­aði ítar­lega um hluta­starfa­leið­ina í skýrslu sinni sem kom út í maí í fyrra og áður hefur verið minnst á hér að ofan. Í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unnar er sagt að af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum hafi mátt ráða að úrræðið hefði ekki verið ætlað stönd­ugum fyr­ir­tækj­u­m.

Í skýrsl­unni segir einnig að nokkuð frjáls­ræði hafi verið á túlkun lag­anna. „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hluta­starfa­leið­ina eru fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­un­in,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni. Þar kom einnig fram að sum fyr­ir­tæki hefðu boðað end­ur­greiðslu á hluta­bót­um.

Í apríl síð­ast­liðnum óskaði Kjarn­inn eftir gögnum frá Vinnu­mála­stofnun um umfang end­ur­greiðslna hluta­bóta. Í minn­is­blaði Vinnu­mála­stofn­unar sem dag­sett er 23. apríl kemur fram að þá höfðu alls 88 fyr­ir­tæki end­ur­greitt hluta­bætur og að heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna næmi tæpum 380 millj­ónum króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent