Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu

S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.

S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Auglýsing

Stjórn S4S leggur til að allt að 230 millj­ónir króna verði greiddar í arð til hlut­hafa á árinu 2021 fyrir rekstr­ar­árið 2020 en félagið hagn­að­ist um rúm­lega 250 millj­ónir króna á því ári. Þar að auki lækk­aði félagið hlutafé sitt um 110 millj­ónir króna á árinu 2020.

S4S rekur fjölda skó­búða, til að mynda Kaup­fé­lag­ið, versl­anir með Ecco og Skechers skó, Steinar Waage, AIR og Skór.is, auk þess sem félagið á og rekur Ell­ing­sen sem sér­hæfir sig í úti­vi­starfatn­aði og -bún­aði.

Félagið þurfti að loka sumum versl­unum sínum tíma­bundið í fyrra vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og var starfs­hlut­fall hluta starfs­fólks því lækk­að. Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem kom út í maí í fyrra nýtti S4S hluta­starfa­leið­ina fyrir 52 starfs­menn í mars og apr­íl. Ekki fást upp­lýs­ingar um það hversu há fjár­hæð fór í hluta­bætur starfs­manna félags­ins.

Auglýsing

Pétur Þór Hall­dórs­son er for­stjóri S4S. Pétur Þór er einnig stjórn­ar­for­maður félags­ins og annar stærstu eig­enda þess en hann heldur á 40 pró­senta hlut í félag­inu. Félagið Sjáv­ar­sýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármanns­son­ar, á 40 pró­senta hlut í S4S og þeir Her­mann Helga­son og Georg Krist­jáns­son eiga tíu pró­sent hvor.

Far­ald­ur­inn hafði „veru­lega jákvæð áhrif á sölu félags­ins“

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til S4S og spurði hversu háa fjár­hæð félagið hefði þegið í formi hluta­bóta. Þar var einnig spurt hvort það hefði komið til tals að end­ur­greiða hluta­bæt­urnar líkt og önnur stöndug fyr­ir­tæki gerðu á síð­asta ári.

Í skrif­legu svari Pét­urs Þórs sagði hann að S4S hefði ekki þegið neinar greiðslur heldur starfs­fólkið sem vann í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Pétur minnt­ist ekki á end­ur­greiðslur í svari sínu en svar Pét­urs fylgir hér í heild sinni:

„Stjórn­völd settu fram hluta­bóta­leið­ina til þess að starfs­mönnum yrði ekki sagt upp í stórum stíl vegna Covid 19. Fyr­ir­tæki voru hvött til þess að nýta sér þetta úrræði og gera tíma­bundið sam­komu­lag við sína starfs­menn um minnkað starfs­hlut­fall. Þeir starfs­menn S4S sem nýttu sér þessa leið fóru því í hluta­starf og fengu greidd laun frá S4S í sam­ræmi við sitt vinnu­fram­lag. S4S fékk engar greiðslur til sín. Fyr­ir­tækið stóð frammi fyrir gríð­ar­legri óvissu í upp­hafi far­ald­urs­ins og var sumum versl­unum S4S lokað tíma­bund­ið. Um leið og búið var að ná nokk­urri stjórn á afleið­ingum far­ald­urs­ins fóru allir starfs­menn aftur í 100% starfs­hlut­fall og voru fleiri til ráðnir til vinnu. Þess má geta að nú vinna yfir 180 starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­in­u.“

Í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi S4S er sér­stak­lega fjallað um áhrif COVID-19 á rekstur félags­ins. Þar er far­ald­ur­inn sagður hafa haft mikil jákvæð áhrif á rekstur félags­ins. „Að­gerðir stjórn­enda voru að tryggja öryggi starfs­manna og við­skipta­vina ásamt því að halda uppi fram­leiðni. Félagið leit­aði allra leiða til að þjóna við­skipta­vinum sínum sem best miðað við aðstæður á árinu og hafði heims­far­ald­ur­inn veru­lega jákvæði áhrif á sölu félags­ins. Sala jókst umtals­vert á árinu og þá sér­stak­lega net­versl­unin og var lagt mikið upp úr því að nýta tækn­ina sem best.“

Ráð­herra úti­loki ekki að farið verði fram á end­ur­greiðslu

Lög um hluta­bætur voru fyrst sam­þykkt á Alþingi í mars á síð­asta ári þegar bráða­birgða­á­kvæði við lög um atvinnu­leys­is­trygg­ingar voru sam­þykkt. Þá voru skil­yrði til atvinnu­veit­anda tak­mörk­uð. Það var ekki fyrr en úrræðið var fram­lengt í maí að girt var fyrir arð­greiðslur fyr­ir­tækja sem nýta sér hluta­bóta­leið. Þá var atvinnu­veit­endum sem nýta sér hluta­bóta­leið­ina meinað að lækka hlutafé sitt. Þessi skil­yrði voru sett fyrir greiðslum sem greiddar voru frá og með 1. júní 2020.

Síð­asta sumar var tekin ákvörðun innan ýmissa stöndugra fyr­ir­tækja um að ýmist hætta að nýta hluta­starfa­leið­ina eða end­ur­greiða hluta­bætur starfs­fólks síns. Að þessu er meðal ann­ars vikið í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar: „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hluta­starfa­leið­ina eru fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­unin Nokkur fyr­ir­tæki hafa til­kynnt um að horfið verði frá nýt­ingu hluta­starfa­leiðar og önnur boðað end­ur­greiðslu á fram­lagi Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs.“

Í sér­stakri tíma­línu um hluta­starfa­leið­ina í skýrsl­unni er sagt frá því að fjár­mála- og efn­hags­ráð­herra úti­loki ekki að farið verði fram á end­ur­greiðslu frá stönd­ugum fyr­ir­tækj­um. Bjarni Bene­dikts­son sagði í við­tali við Vísi í maí í fyrra það vera eðli­legt að þegar betur áraði myndu fyr­ir­tæki greiða til baka þann stuðn­ing sem ríkið hefði veitt þeim. Þá sagði hann fyr­ir­tæki sem ekki þyrftu á slíkum stuðn­ingi að halda en nýttu hann samt „reka rýt­ing í sam­stöð­una“ sem stjórn­völd hefðu kallað eft­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent