Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu

S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.

S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Auglýsing

Stjórn S4S leggur til að allt að 230 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2021 fyrir rekstrarárið 2020 en félagið hagnaðist um rúmlega 250 milljónir króna á því ári. Þar að auki lækkaði félagið hlutafé sitt um 110 milljónir króna á árinu 2020.

S4S rekur fjölda skóbúða, til að mynda Kaupfélagið, verslanir með Ecco og Skechers skó, Steinar Waage, AIR og Skór.is, auk þess sem félagið á og rekur Ellingsen sem sérhæfir sig í útivistarfatnaði og -búnaði.

Félagið þurfti að loka sumum verslunum sínum tímabundið í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins og var starfshlutfall hluta starfsfólks því lækkað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í maí í fyrra nýtti S4S hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl. Ekki fást upplýsingar um það hversu há fjárhæð fór í hlutabætur starfsmanna félagsins.

Auglýsing

Pétur Þór Halldórsson er forstjóri S4S. Pétur Þór er einnig stjórnarformaður félagsins og annar stærstu eigenda þess en hann heldur á 40 prósenta hlut í félaginu. Félagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, á 40 prósenta hlut í S4S og þeir Hermann Helgason og Georg Kristjánsson eiga tíu prósent hvor.

Faraldurinn hafði „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“

Kjarninn sendi fyrirspurn til S4S og spurði hversu háa fjárhæð félagið hefði þegið í formi hlutabóta. Þar var einnig spurt hvort það hefði komið til tals að endurgreiða hlutabæturnar líkt og önnur stöndug fyrirtæki gerðu á síðasta ári.

Í skriflegu svari Péturs Þórs sagði hann að S4S hefði ekki þegið neinar greiðslur heldur starfsfólkið sem vann í minnkuðu starfshlutfalli. Pétur minntist ekki á endurgreiðslur í svari sínu en svar Péturs fylgir hér í heild sinni:

„Stjórnvöld settu fram hlutabótaleiðina til þess að starfsmönnum yrði ekki sagt upp í stórum stíl vegna Covid 19. Fyrirtæki voru hvött til þess að nýta sér þetta úrræði og gera tímabundið samkomulag við sína starfsmenn um minnkað starfshlutfall. Þeir starfsmenn S4S sem nýttu sér þessa leið fóru því í hlutastarf og fengu greidd laun frá S4S í samræmi við sitt vinnuframlag. S4S fékk engar greiðslur til sín. Fyrirtækið stóð frammi fyrir gríðarlegri óvissu í upphafi faraldursins og var sumum verslunum S4S lokað tímabundið. Um leið og búið var að ná nokkurri stjórn á afleiðingum faraldursins fóru allir starfsmenn aftur í 100% starfshlutfall og voru fleiri til ráðnir til vinnu. Þess má geta að nú vinna yfir 180 starfsmenn hjá fyrirtækinu.“

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi S4S er sérstaklega fjallað um áhrif COVID-19 á rekstur félagsins. Þar er faraldurinn sagður hafa haft mikil jákvæð áhrif á rekstur félagsins. „Aðgerðir stjórnenda voru að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina ásamt því að halda uppi framleiðni. Félagið leitaði allra leiða til að þjóna viðskiptavinum sínum sem best miðað við aðstæður á árinu og hafði heimsfaraldurinn verulega jákvæði áhrif á sölu félagsins. Sala jókst umtalsvert á árinu og þá sérstaklega netverslunin og var lagt mikið upp úr því að nýta tæknina sem best.“

Ráðherra útiloki ekki að farið verði fram á endurgreiðslu

Lög um hlutabætur voru fyrst samþykkt á Alþingi í mars á síðasta ári þegar bráðabirgðaákvæði við lög um atvinnuleysistryggingar voru samþykkt. Þá voru skilyrði til atvinnuveitanda takmörkuð. Það var ekki fyrr en úrræðið var framlengt í maí að girt var fyrir arðgreiðslur fyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleið. Þá var atvinnuveitendum sem nýta sér hlutabótaleiðina meinað að lækka hlutafé sitt. Þessi skilyrði voru sett fyrir greiðslum sem greiddar voru frá og með 1. júní 2020.

Síðasta sumar var tekin ákvörðun innan ýmissa stöndugra fyrirtækja um að ýmist hætta að nýta hlutastarfaleiðina eða endurgreiða hlutabætur starfsfólks síns. Að þessu er meðal annars vikið í skýrslu Ríkisendurskoðunar: „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hlutastarfaleiðina eru fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búa að öflugum rekstri og traustum efnahag en ekki verður séð af lögunum og lögskýringargögnum að slíkt hafi verið ætlunin Nokkur fyrirtæki hafa tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu hlutastarfaleiðar og önnur boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs.“

Í sérstakri tímalínu um hlutastarfaleiðina í skýrslunni er sagt frá því að fjármála- og efnhagsráðherra útiloki ekki að farið verði fram á endurgreiðslu frá stöndugum fyrirtækjum. Bjarni Benediktsson sagði í viðtali við Vísi í maí í fyrra það vera eðlilegt að þegar betur áraði myndu fyrirtæki greiða til baka þann stuðning sem ríkið hefði veitt þeim. Þá sagði hann fyrirtæki sem ekki þyrftu á slíkum stuðningi að halda en nýttu hann samt „reka rýting í samstöðuna“ sem stjórnvöld hefðu kallað eftir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent