Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu

S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.

S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Auglýsing

Stjórn S4S leggur til að allt að 230 millj­ónir króna verði greiddar í arð til hlut­hafa á árinu 2021 fyrir rekstr­ar­árið 2020 en félagið hagn­að­ist um rúm­lega 250 millj­ónir króna á því ári. Þar að auki lækk­aði félagið hlutafé sitt um 110 millj­ónir króna á árinu 2020.

S4S rekur fjölda skó­búða, til að mynda Kaup­fé­lag­ið, versl­anir með Ecco og Skechers skó, Steinar Waage, AIR og Skór.is, auk þess sem félagið á og rekur Ell­ing­sen sem sér­hæfir sig í úti­vi­starfatn­aði og -bún­aði.

Félagið þurfti að loka sumum versl­unum sínum tíma­bundið í fyrra vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og var starfs­hlut­fall hluta starfs­fólks því lækk­að. Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem kom út í maí í fyrra nýtti S4S hluta­starfa­leið­ina fyrir 52 starfs­menn í mars og apr­íl. Ekki fást upp­lýs­ingar um það hversu há fjár­hæð fór í hluta­bætur starfs­manna félags­ins.

Auglýsing

Pétur Þór Hall­dórs­son er for­stjóri S4S. Pétur Þór er einnig stjórn­ar­for­maður félags­ins og annar stærstu eig­enda þess en hann heldur á 40 pró­senta hlut í félag­inu. Félagið Sjáv­ar­sýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármanns­son­ar, á 40 pró­senta hlut í S4S og þeir Her­mann Helga­son og Georg Krist­jáns­son eiga tíu pró­sent hvor.

Far­ald­ur­inn hafði „veru­lega jákvæð áhrif á sölu félags­ins“

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til S4S og spurði hversu háa fjár­hæð félagið hefði þegið í formi hluta­bóta. Þar var einnig spurt hvort það hefði komið til tals að end­ur­greiða hluta­bæt­urnar líkt og önnur stöndug fyr­ir­tæki gerðu á síð­asta ári.

Í skrif­legu svari Pét­urs Þórs sagði hann að S4S hefði ekki þegið neinar greiðslur heldur starfs­fólkið sem vann í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Pétur minnt­ist ekki á end­ur­greiðslur í svari sínu en svar Pét­urs fylgir hér í heild sinni:

„Stjórn­völd settu fram hluta­bóta­leið­ina til þess að starfs­mönnum yrði ekki sagt upp í stórum stíl vegna Covid 19. Fyr­ir­tæki voru hvött til þess að nýta sér þetta úrræði og gera tíma­bundið sam­komu­lag við sína starfs­menn um minnkað starfs­hlut­fall. Þeir starfs­menn S4S sem nýttu sér þessa leið fóru því í hluta­starf og fengu greidd laun frá S4S í sam­ræmi við sitt vinnu­fram­lag. S4S fékk engar greiðslur til sín. Fyr­ir­tækið stóð frammi fyrir gríð­ar­legri óvissu í upp­hafi far­ald­urs­ins og var sumum versl­unum S4S lokað tíma­bund­ið. Um leið og búið var að ná nokk­urri stjórn á afleið­ingum far­ald­urs­ins fóru allir starfs­menn aftur í 100% starfs­hlut­fall og voru fleiri til ráðnir til vinnu. Þess má geta að nú vinna yfir 180 starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­in­u.“

Í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi S4S er sér­stak­lega fjallað um áhrif COVID-19 á rekstur félags­ins. Þar er far­ald­ur­inn sagður hafa haft mikil jákvæð áhrif á rekstur félags­ins. „Að­gerðir stjórn­enda voru að tryggja öryggi starfs­manna og við­skipta­vina ásamt því að halda uppi fram­leiðni. Félagið leit­aði allra leiða til að þjóna við­skipta­vinum sínum sem best miðað við aðstæður á árinu og hafði heims­far­ald­ur­inn veru­lega jákvæði áhrif á sölu félags­ins. Sala jókst umtals­vert á árinu og þá sér­stak­lega net­versl­unin og var lagt mikið upp úr því að nýta tækn­ina sem best.“

Ráð­herra úti­loki ekki að farið verði fram á end­ur­greiðslu

Lög um hluta­bætur voru fyrst sam­þykkt á Alþingi í mars á síð­asta ári þegar bráða­birgða­á­kvæði við lög um atvinnu­leys­is­trygg­ingar voru sam­þykkt. Þá voru skil­yrði til atvinnu­veit­anda tak­mörk­uð. Það var ekki fyrr en úrræðið var fram­lengt í maí að girt var fyrir arð­greiðslur fyr­ir­tækja sem nýta sér hluta­bóta­leið. Þá var atvinnu­veit­endum sem nýta sér hluta­bóta­leið­ina meinað að lækka hlutafé sitt. Þessi skil­yrði voru sett fyrir greiðslum sem greiddar voru frá og með 1. júní 2020.

Síð­asta sumar var tekin ákvörðun innan ýmissa stöndugra fyr­ir­tækja um að ýmist hætta að nýta hluta­starfa­leið­ina eða end­ur­greiða hluta­bætur starfs­fólks síns. Að þessu er meðal ann­ars vikið í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar: „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hluta­starfa­leið­ina eru fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­unin Nokkur fyr­ir­tæki hafa til­kynnt um að horfið verði frá nýt­ingu hluta­starfa­leiðar og önnur boðað end­ur­greiðslu á fram­lagi Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs.“

Í sér­stakri tíma­línu um hluta­starfa­leið­ina í skýrsl­unni er sagt frá því að fjár­mála- og efn­hags­ráð­herra úti­loki ekki að farið verði fram á end­ur­greiðslu frá stönd­ugum fyr­ir­tækj­um. Bjarni Bene­dikts­son sagði í við­tali við Vísi í maí í fyrra það vera eðli­legt að þegar betur áraði myndu fyr­ir­tæki greiða til baka þann stuðn­ing sem ríkið hefði veitt þeim. Þá sagði hann fyr­ir­tæki sem ekki þyrftu á slíkum stuðn­ingi að halda en nýttu hann samt „reka rýt­ing í sam­stöð­una“ sem stjórn­völd hefðu kallað eft­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent