„Getum ekki verið með fólk hérna sem bara ráfar um göturnar tekjulaust“

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Miðflokksins ræddu á þingi kostnað við þjónustu hælisleitenda og þeirra sem sækja um dvalarleyfi hér á landi. Ráðherrann sagði að ef Íslendingar ykju réttindi fólks til að fá stuðning þá myndi það kosta peninga.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að það þurfi að vera ein­hver sýn á það hvaða aðstæður séu boð­legar fyrir hæl­is­leit­endur að búa við á milli þess sem þeim er synjað um hæli og mál þeirra tekið upp að nýju eða þeim vísað úr landi. „Við getum ekki verið með fólk hérna sem bara ráfar um göt­urnar tekju­laust á meðan það bíður úrlausnar sinna mála.“

Þetta sagði hann í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði hann meðal ann­ars hvort það hefði engan kostnað í för með sér að marg­falda þann fjölda sem á rétt á þeirri fjár­hags­að­stoð og þjón­ustu sem Íslend­ingar veita kvótaflótta­mönn­um.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að fjórtán manns hefðu misst þjón­ustu á vegum Útlend­inga­stofn­unar eftir að hafa neitað að fara í COVID-19 próf þegar til stóð að vísa þeim úr landi til Grikk­lands. Nú stendur yfir neyð­ar­söfnun fyrir þessa flótta­menn sem margir eru frá Palest­ínu.

Auglýsing

„Ég veit að þegar er veitt mikil þjón­usta öllum þeim sem fá hér hæli eða dval­ar­leyfi, lík­lega ein­hver sú mesta sem fyr­ir­finnst og að því marki að ásókn í hæli hér er orðin hlut­falls­lega sexfalt meiri en í Dan­mörku og Nor­egi. Við höfum hins vegar ein­beitt okkur að því og lagt metnað í það að taka vel á móti kvótaflótta­mönnum sem eiga meðal ann­ars rétt á fjár­hags­að­stoð, félags­legri ráð­gjöf, hús­næði, mennt­un, leik­skóla­kennslu, tóm­stunda­starfi, heil­brigð­is­þjón­ustu, tann­lækn­ing­um, þjón­ustu túlka, síma og svo fram­veg­is,“ sagði þing­mað­ur­inn í fyr­ir­spurn sinni í gær.

­Sig­mundur Davíð spurði þar af leið­andi ráð­herr­ann hvort það væri hans skoðun að það hefði engan kostnað í för með sér að marg­falda þann fjölda sem á rétt á þeirri fjár­hags­að­stoð og þjón­ustu sem Íslend­ingar veita kvótaflótta­mönn­um. Jafn­framt spurði hann hvort Bjarni teldi að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á þann fjölda sem myndi leita hingað umfram önnur lönd á sama tíma og önnur Norð­ur­lönd væru að reyna að hindra hæl­is­um­sóknir og beina öllum í kvótaflótta­manna­kerf­ið.

Höfum „opnað of víða í kerf­inu“ fyrir kærur

Bjarni svar­aði og sagði að þessum spurn­ingum væri auðsvar­að. „Ef við aukum rétt­indin til að fá stuðn­ing þá mun það kosta pen­inga,“ sagði hann og bætti því við að Íslend­ingar þyrftu að horfast í augu við það að í þessu kerfi hefði máls­með­ferð­ar­tím­inn á und­an­förnum árum kostað rík­is­sjóð „óheyri­lega mikla pen­inga“ – eða marga millj­arða á hverju ári.

„Þess vegna hef ég talað fyrir því að við skerpum á þeim til­fellum þar sem við eigum að geta kom­ist hratt að nið­ur­stöðu, við ein­földum ferlið til að klára hraðar mál sem allan tím­ann voru lík­leg til að enda með höfn­un. Við höfum opnað of víða í kerf­inu fyrir kærur sem geta dregið málin og end­an­lega nið­ur­stöðu þeirra á lang­inn og ég held að það sé kannski einkum þar sem við skerum okkur úr í sam­an­burði við önnur ríki sem vinna að þessum málum á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, að mögu­leik­arnir til að fá end­ur­upp­töku og frek­ari skoðun sinna mála séu fleiri í íslenska kerf­inu. Það getur valdið alveg sér­stak­lega miklum kostn­að­i,“ sagði Bjarni.

Biðin gæti auk­ist enn meira

Sig­mundur Davíð sagði í fram­hald­inu að það væri ágætt að ráð­herra við­ur­kenndi að þetta fæli í sér kostnað en þá þyrfti að reyna að meta þann kostnað sam­hliða þessum breyt­ingum sem myndu hafa mjög veru­leg áhrif.

„Ef ásóknin eykst gerir það kerf­inu erf­ið­ara fyrir að afgreiða umsóknir og biðin getur þar af leið­andi orðið lengri og sá kostn­aður eykst þá líka fyrir vik­ið. Það er því mjög sér­kenni­legt – í ljósi þess að hæst­virtur ráð­herra við­ur­kennir að ýmsir gallar eru á kerf­inu, það er ekki að virka sem skyldi og ekki hefur tek­ist að ráða bót á því enn sem komið er – að stjórn­völd skuli ekki byrja á að laga þá galla heldur ráð­ast í aðgerðir sem eru til þess fallnar að auka vand­ann meira, fá enn meiri fjölda umfram­um­sókna, sér­stak­lega þegar þetta ger­ist á sama tíma og önnur Norð­ur­lönd eru að reyna að stöðva hæl­is­um­sóknir og beina flótta­mönn­um, hæl­is­leit­end­um, í kvótaflótta­manna­kerf­ið. Við erum á sama tíma að fara í þver­öf­uga átt,“ sagði hann.

Kann ekki góðri lukku að stýra í þessum mála­flokki að vera með lægstu þrösk­uldana

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að hann gæti svo sann­ar­lega tekið undir að það kynni ekki góðri lukku að stýra í þessum mála­flokki að vera með lægstu þrösk­uldana – þegar fá mál væru tekin til athug­unar þar sem umsækj­endur fengju stuðn­ing á meðan á athugun stæði og að vera með fleiri kæru­leiðir en aðr­ir.

„Hvort það megi leiða til sér­ís­lenskrar leiðar í þessum efnum að fjöldi umsókna hafi verið meiri hér en hlut­falls­lega ann­ars staðar skal ég ekki segja. En fyrir þing­inu hefur legið frum­varp frá dóms­mála­ráð­herra, óaf­greitt í fleiri en eitt þing, sem meðal ann­ars er ætlað að taka á afgreiðslu þess­ara mála þannig að hægt sé að kom­ast hraðar að nið­ur­stöð­u,“ sagði ráð­herr­ann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent