Settu 131 starfsmann á hlutabætur og greiða nú 100 milljónir í arð

Greiðslur vegna hlutabóta til starfsmanna Toyota í Kauptúni námu 26 milljónum króna í fyrra. Stjórnarformaður segir fyrirtækið ekki geta endurgreitt fjármuni sem það fékk ekki – greiðslurnar hafi borist starfsmönnum en ekki fyrirtækinu.

Sala nýrra bíla hjá Toyota dróst saman á árinu 2020 en sala notaðra bíla jókst í fyrrasumar. Áhrif af heimsfaraldri kórónuveiru voru mun minni á rekstur félagsins en gera mátti ráð fyrir, samkvæmt ársskýrslu.
Sala nýrra bíla hjá Toyota dróst saman á árinu 2020 en sala notaðra bíla jókst í fyrrasumar. Áhrif af heimsfaraldri kórónuveiru voru mun minni á rekstur félagsins en gera mátti ráð fyrir, samkvæmt ársskýrslu.
Auglýsing

Stjórn TK bíla, sem á og rekur Toyota í Kaup­túni, leggur til að 100 millj­ónir króna verði greiddar í arð til hlut­hafa á árinu 2021 fyrir rekstr­ar­árið 2020 en félagið hagn­að­ist um 96,2 millj­ónir króna á því ári. Félagið er í jafnri eigu Úlf­ars Stein­dórs­sonar og Krist­jáns Þor­bergs­sonar í gegnum félög í þeirra eigu en Úlfar er stjórn­ar­for­maður félags­ins.

Við upp­haf kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í fyrra fór 131 starfs­maður Toyota í Kaup­túni í minnkað starfs­hlut­fall og þáði í kjöl­farið hluta­bætur frá Vinnu­mála­stofn­un. Alls voru rúm­lega 26 millj­ónir greiddar í hluta­bætur til starfs­manna Toyota í Kaup­túni í mars og apríl í fyrra, sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um hluta­starfa­leið­ina sem kom út í maí í fyrra.

Auglýsing

Í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi félags­ins seg­ir: „Áhrif af Covid-19 heims­far­aldri var mun minni á rekstur félags­ins en gera mátti ráð fyrir í upp­hafi far­ald­urs­ins, eins og sjá má af afkomu árs­ins. Í upp­hafi far­ald­urs­ins nýtti félagið að hluta þau úrræði stjórn­valda sem í boði voru, auk þess nýtti félagið að hluta fryst­ingu á afborg­unum lána í sex mán­uði. Sala nýrra bíla dróst saman á árinu, en um sum­arið varð aukn­ing á sölu not­aðra bíla og sú stað­reynd ásamt aðgerðum til að draga úr rekstr­ar­kostn­aði hefur skilað betri rekstr­ar­nið­ur­stöðu en árið áður.“

Greiðslur bár­ust starfs­mönnum en ekki félag­inu

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Toyota í Kaup­túni og spurði hvort komið hafi til tals að end­ur­greiða þær hluta­bætur sem starfs­fólk félags­ins þáði úr opin­berum sjóð­um. Í skrif­legu svari frá Úlf­ari Stein­dórs­syni segir að í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafi ríkt mikil óvissa um fram­vindu. „Fram­vinda sem snéri að því hvort að fyr­ir­tækjum þyrfti að loka að hluta eða öllu leyt­i.“

Hann segir rík­is­stjórn­ina hafa hvatt fyr­ir­tæki til að setja starfs­fólk á hluta­bóta­leið­ina til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi og að úrræðið hafi falið í sér að fólk var sett í hluta­starf í stað þess að vera sagt upp. Hjá Toyota í Kaup­túni hafi hluti þess starfs­fólks sem lækk­aði í starfs­hlut­falli verið í 50 pró­sent starfi og hluti í 75 pró­sent starfi.

„Tk bílar greiddu þessu fólki laun í sam­ræmi við það hlut­fall sem það mætti til vinnu. Þetta fólk fékk síðan bætur frá Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði að ákveðnu marki,“ segir Úlf­ar. Sjóð­ur­inn sé fjár­magn­aður með trygg­inga­gjaldi sem greiddur er af fyr­ir­tækj­um. Sam­kvæmt Úlf­ari hafi félagið greitt vel á fjórða hund­rað millj­ónir í trygg­inga­gjald á síð­ustu fimm árum.

Úlfar segir að félagið geti ekki greitt til baka fjár­muni sem það aldrei fékk. „Að þessu sögðu, þá skil ég ekki hvernig við eigum að end­ur­greiða eitt­hvað sem að starfs­fólkið okkar fékk greitt frá Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði. Tk bílar fékk enga greiðslu til sín og varð að sjálf­sögðu af miklum tekjum þar sem að stór hluti starf­sem­innar er þjón­usta sem að felur í sér útselda vinn­u.“

Um leið og létt var á sam­komu­tak­mörk­unum í maí fóru allir aftur í fullt starf og hafa verið síðan segir í svari Úlf­ars.

Nýt­ing úrræð­is­ins minnk­aði með hert­ari skil­yrðum

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um segir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar að hluta­bóta­leiðin hafi verið frekar opið úrræði þegar það var sett á lagg­irn­ar. Skil­yrði fyrir nýt­ingu úrræð­is­ins voru hert þegar úrræðið var fram­lengt og rík­ari krafa var gerð um tekju­skerð­ingu fyr­ir­tækja auk þess sem girt var fyrir það að vinnu­veit­endur gætu greitt sér arð, lækkað hluta­fé, greitt óum­samda kaupauka eða keypt eigin bréf þangað til árið 2023.

Í síð­ari skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem kom út í des­em­ber kom fram að nýt­ing hluta­starfa­leið­ar­innar hafi minnkað um 60% á milli maí og júní eftir að skil­yrði fyrir nýt­ingu voru hert. Skýr­ing­una mátti að hluta til rekja til hert­ari reglna, að hluta til vegna nýs úrræðis um greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti og að hluta til vegna þess að hjólin fóru að snú­ast í atvinnu­líf­inu af aðeins meiri hraða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent