Fyrirtæki hafa endurgreitt 380 milljónir vegna hlutastarfaleiðarinnar

Alls hafa 88 fyrirtæki endurgreitt hlutabætur sem greiddar voru til 1.834 launamanna. Hlutastarfaleiðin er umfangsmesta efnahagslega úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins en alls hafa 28 milljarðar verið greiddir í hlutabætur.

Vinnumálastofnun Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Tæp­lega 380 millj­ónir króna hafa verið end­ur­greiddar til vinnu­mála­stofn­unar vegna hluta­starfa­leið­ar­inn­ar. Alls hafa 88 fyr­ir­tæki end­ur­greitt hluta­bætur sem greiddar voru til 1.834 launa­manna. Fyr­ir­tækin sem hafa end­ur­greitt hluta­bætur hafa því að með­al­tali greitt 4,3 millj­ónir króna til Vinnu­mála­stofn­unar og með­al­tal á hvern launa­mann sem búið er að end­ur­greiða fyrir er 206 þús­und krón­ur.

Þetta kemur fram í minn­is­blaði frá Vinnu­mála­stofnun en Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum um heild­ar­um­fang end­ur­greiðslna þeirra fyr­ir­tækja sem ákveðið hafa að end­ur­greiða hluta­bæt­ur. Fram kemur í svari Unnar Sverr­is­dótt­ur, for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans stofn­unin hafi ekki heim­ildir til að leggja mat á þörf ein­stakra fyr­ir­tækja fyrir þátt­töku í hluta­starfa­leið­inni. Fyr­ir­tækin hafi sjálf metið þetta og eftir atvikum end­ur­greitt þær hluta­bætur sem greiddar voru til starfs­manna hafi nið­ur­staðan verið sú að fyr­ir­tækin hafi ekki þurft á stuðn­ingnum að halda.

Rúmir 28 millj­arðar hafa verið greiddir í hluta­bætur

Hluta­starfa­leiðin er umfangs­mesta úrræði stjórn­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í nýrri skýrslu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu kemur fram að hingað til hafa rúm­lega 28 millj­arðar króna verið greiddir í hluta­bæt­ur. Úrræðið rennur sitt skeið á enda í lok maí 2021 og gert er ráð fyrir að heild­ar­kostn­aður vegna úrræð­is­ins muni nema 30 millj­örðum króna.

Auglýsing

Frá síð­asta sumri hafa að með­al­tali um 4.350 ein­stak­lingar fengið greiddar hluta­bætur í hverjum mán­uði. Alls hafa 36 þús­und ein­stak­lingar fengið hluta­bætur á gild­is­tíma úrræð­is­ins. Í mars síð­ast­liðnum fengu 4.186 ein­stak­lingar greiðslur úr opin­berum sjóðum vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls.

Lögin túlkuð nokkuð frjáls­lega

Rík­is­end­ur­skoðun fjall­aði ítar­lega um hluta­starfa­leið­ina í skýrslu sem stofn­unin sendi frá sér í maí á síð­asta ári. Í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unnar er sagt að af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum hafi mátt ráða að úrræðið hefði ekki verið ætlað stönd­ugum fyr­ir­tækj­um.

„Það hefur þó komið í ljós að þrátt fyrir áherslu stjórn­valda um að hluta­starfa­leiðin væri stuðn­ingur við líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem misst hefðu miklar tekjur virð­ist að nokkuð frjáls­ræði hafi verið á túlkun lag­anna. Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hluta­starfa­leið­ina eru fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­un­in. Nokkur fyr­ir­tæki hafa til­kynnt um að horfið verði frá nýt­ingu hluta­starfa­leiðar og önnur boðað end­ur­greiðslu á fram­lagi Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs.“

Þá var það einnig sagt vekja athygli að sveit­ar­fé­lög og opin­berir aðilar hafi nýtt sér úrræð­ið.

Fækk­aði í hópnum með hertum skil­yrðum

Þegar skýrslan var skrifuð var úrræðið en nokkuð opið og hert skil­yrði fyrir nýt­ingu hluta­starfa­leiðar fyr­ir­hug­uð. Skil­yrðin voru í kjöl­farið hert og gerð var rík­ari krafa um tekju­skerð­ingu auk þess sem girt var fyrir það að vinnu­veit­endur gætu greitt sér arð, lækkað hluta­fé, greitt óum­samda kaupauka eða keypt eigin bréf fyrr en í fyrsta lagi í júní 2023.

Rík­is­end­ur­skoðun sendi frá sér aðra skýrslu í des­em­ber á síð­asta ári um vinnu­mark­aðs­að­gerðir á tímum kór­ónu­veiru. Í þeirri skýrslu er nið­ur­stöðum skýrsl­unnar um hluta­starfa­leið­ina fylgt eft­ir. Í kafl­anum um hluta­starfa­leið­ina í þeirri skýrslu kemur fram að í júní fækk­aði launa­mönnum á hluta­starfa­leið um 60 pró­sent á milli mán­aða. Hert­ari reglur skýra þessa fækkun að ein­hverju leyti.

“Skýr­ing­una má að hluta til rekja til hert­ari reglna um skil­yrði sem fyr­ir­tæki þurftu að upp­fylla til að starfs­fólk þess gæti nýtt sér hluta­starfa­leið­ina. Einnig var kynnt nýtt úrræði um greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti sem hafði m.a. þau áhrif að ein­hverjum launa­mönnum á hluta­starfa­leið­inni var sagt upp. Þá má benda á að atvinnu­lífið og þá sér­stak­lega ferða­þjón­ustan tók við sér með auknum ferða­lögum Íslend­inga inn­an­lands í júlí og ágúst. Því fækk­aði þeim rekstr­ar­að­ilum sem settu starfs­fólk sitt í hluta­störf.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent