Launatekjur heimilanna minnkuðu en eignatekjur jukust

Íslensk heimili fengu minni launatekjur í fyrra heldur en árið á undan, í fyrsta skipti frá árinu 2009. Á sama tíma jukust eignatekjur þeirra og tekjur úr bótakerfinu.

Druslugangan 27. júlí 2019
Auglýsing

Launatekjur íslenskra heimila drógust saman um 1,6 prósent í fyrra, miðað við árið á undan og er það mesti samdráttur í tekjuflokknum í 11 ár. Eignatekjur heimilanna jukust hins vegar um 1,9 prósent milli ára, sem er í samræmi við meðalhækkun síðustu árin. Auk þess jukust lífeyrisgreiðslur og félagslegar bótatekjur þeirra um 27 prósent. Þetta kemur fram í tekjuskiptingauppgjöri Hagstofu, sem birtist í gær.

Ef miðað er við mannfjöldaþróun var samdrátturinn í launatekjum heimila enn meiri, eða um þrjú prósent, milli ára þar sem þær fóru úr 4,5 milljónum á hverju ári á mann árið 2019 niður í 4,3 milljónir á mann í fyrra. Alls námu launatekjurnar tæpum 1.600 milljörðum króna.

Líkt og sjá má á mynd hér að neðan jukust launatekjurnar að meðaltali um 9 prósent á hverju ári á árunum 2011-2018 og var vöxturinn nokkuð stöðugur milli ára. Árið 2019 var árlegur vöxtur launatekna heimila þó nokkuð minni, eða um 4 prósent.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Þróun eignatekna heimilanna, sem inniheldur arðgreiðslur, vaxtatekjur og leigutekjur þeirra, hefur hins vegar verið nokkuð sveiflukenndari og rokkað á milli 10 prósenta vaxtar og 5 prósenta samdráttar á tímabilinu. Í fyrra nam hann þó 1,9 prósentum, sem er svipað og meðalvöxtur eignatekna heimilanna á síðustu tíu árum.

Auglýsing

Eignatekjur heimilanna námu alls 170 milljörðum króna í fyrra. Líkt og Kjarninn hefur áður greint frá renna fjármagnstekjur, sem er stór hluti eignateknanna, að mestu leyti til þeirra tekjuhæstu. Árið 2019 aflaði tekjuhæsta prósent landsmanna nær helming allra fjármagnstekna ársins, eða um 58 milljarða króna.

Aukningin í vaxtatekjum heimilanna var þó ekki jafnmikil og aukningin í tekjum þeirra úr lífeyris- eða bótakerfinu, en þær jukust um 27 prósent milli ára í fyrra. Alls námu þær rúmlega 492 milljörðum krónum í fyrra, miðað við 387 milljarða króna bótagreiðslur árið 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent