SFS telja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ekki ætlun sína að refsa aðildarfyrirtækjum sem gangi gegn því sem kveðið sé á um í stefnu um samfélagsábyrgð.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
Auglýsing

„Samherji hefur birt afsökunarbeiðni vegna framferðis stjórnenda og starfsmanna í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um áðurgreint mál. Viðurkennt var að vikið var af braut. SFS telja mikilvægt að fyrirtækið axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum, stuðli að gagnsæjum starfsháttum og góðum samskiptum. Á þeim forsendum er unnið á vettvangi SFS og samtökin gera sömu kröfu til sinna félagsmanna.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem birtist í dag á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem enginn er þó skrifaður fyrir. 

Ætla ekki að refsa Samherja

Í greininni segir að um nokkurt skeið hafi verið fjallað um ýmsa þætti er tengjast starfsemi, starfsmönnum og stjórnendum Samherja. Í fyrri yfirlýsingum SFS vegna þessara mála hafi afstaða samtakanna verið afdráttarlaus og í greininni segir að hún sé óbreytt. Í kjölfarið er vísað í tvær yfirlýsingar sem birtust á heimasíðu SFS, 14. nóvember og 19. nóvember 2019, í kjölfar umfjöllunar um starfsemi Samherja í Namibíu.

Auglýsing
Í greininni segir að SFS geri þá kröfu að félagsmenn í samtökunum fylgi lögum, bæði hér heima og erlendis, og viðhafi góða viðskipta- og stjórnarhætti. Fyrirtæki innan vébanda SFS hafi markað sér stefnu í samfélagsábyrgð sem grundvallist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Með því að setja sér stefnu í samfélagsábyrgð hafa fyrirtæki varðað leiðina og þau eru við upphaf þeirrar leiðar. Rétt er að halda til haga að flest þeirra uppfylla nú þegar marga þætti í stefnunni. Sjávarútvegurinn er ekki, frekar en aðrir geirar atvinnulífsins, fullkominn. Þar getur mönnum orðið á. En stefnan hvetur menn til gagnrýnnar hugsunar, til þess að huga og gæta að breytni sinni og framkomu í samfélaginu og bæta úr þar sem þarf. Stefnan er ekki vöndur – heldur leiðbeining.“

Einstakar ákvarðanir fyrirtækja geti gengið gegn því sem kveðið er á um í stefnu um samfélagsábyrgð. Það sé ekki ætlunin að SFS refsi hlutaðeigandi fyrirtæki.„ Í slíkum aðstæðum er stefnan einmitt mjög mikilvæg – hún er leiðarljós fyrirtækja aftur inn á rétta braut.“

Sögðu stjórnendur hafa gengið „of langt“

Samherji sendi frá sér yfirlýsingu um liðna helgi þar sem sagði að stjórnendur félagsins hafi gengið „of langt“ í viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun um félagið“. Enginn var skrifaður fyrir yfirlýsingunni.

„Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins, en ekki var útskýrt í frekari smáatriðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæmlega hverju verið væri að biðjast afsökunar á.

Í yfirlýsingunni sagði einnig að stjórnendum og starfsfólki Samherja hefði þótt umfjöllun og umræða um fyrirtækið á undanförnum árum „einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum.“ Þegar svo sé – og „vegið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti á opinberum vettvangi“ – geti reynst erfitt að bregðast ekki við.

Samherji vísaði til fjölmiðlaumfjöllunar um þau samskiptagögn fyrirtækisins sem Kjarninn og Stundin hafa undir höndum og fjallað um undanfarna viku í fréttum og fréttaskýringum. Fyrirtækið segir að „þau orð“ og „sú umræða sem þar var viðhöfð“ hafi verið „óheppileg“.

„Þarna var um að ræða persónuleg samskipti á milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber,“ segir í yfirlýsingu Samherja, en fyrirtækið hafnaði því að svara spurningum Kjarnans um það sem kemur fram í gögnunum á þeim grundvelli að gögnunum hefði verið stolið.

Í svari sem Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, sendi fyrir hönd Samherja síðdegis fimmtudaginn 20. maí kom fram að fyrir lægi að þau gögn sem umfjöllun Kjarnans byggði á hefðu fengist með innbroti í síma og tölvu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja.

Páll hefði kært innbrotið og meðferð gagnanna til lögreglu og það biði lögreglurannsóknar. „Hvorki Samherji hf. né fyrirsvarsmenn félagsins munu fjalla um inntak gagna sem aflað hefur verið með refsiverðum hætti. Með því væri verið að ljá umfjöllun vægi sem hún á ekki skilið. Fyrirspurnum yðar verður því ekki svarað,“ sagði í svari lögmannsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent