SFS telja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ekki ætlun sína að refsa aðildarfyrirtækjum sem gangi gegn því sem kveðið sé á um í stefnu um samfélagsábyrgð.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
Auglýsing

„Sam­herji hefur birt afsök­un­ar­beiðni vegna fram­ferðis stjórn­enda og starfs­manna í tengslum við umfjöllun fjöl­miðla um áður­greint mál. Við­ur­kennt var að vikið var af braut. SFS telja mik­il­vægt að fyr­ir­tækið axli ábyrgð á eigin ákvörð­unum og athöfn­um, stuðli að gagn­sæjum starfs­háttum og góðum sam­skipt­um. Á þeim for­sendum er unnið á vett­vangi SFS og sam­tökin gera sömu kröfu til sinna félags­manna.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem birt­ist í dag á vef Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sem eng­inn er þó skrif­aður fyr­ir. 

Ætla ekki að refsa Sam­herja

Í grein­inni segir að um nokk­urt skeið hafi verið fjallað um ýmsa þætti er tengj­ast starf­semi, starfs­mönnum og stjórn­endum Sam­herja. Í fyrri yfir­lýs­ingum SFS vegna þess­ara mála hafi afstaða sam­tak­anna verið afdrátt­ar­laus og í grein­inni segir að hún sé óbreytt. Í kjöl­farið er vísað í tvær yfir­lýs­ingar sem birt­ust á heima­síðu SFS, 14. nóv­em­ber og 19. nóv­em­ber 2019, í kjöl­far umfjöll­unar um starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

Auglýsing
Í grein­inni segir að SFS geri þá kröfu að félags­menn í sam­tök­unum fylgi lög­um, bæði hér heima og erlend­is, og við­hafi góða við­skipta- og stjórn­ar­hætti. Fyr­ir­tæki innan vébanda SFS hafi markað sér stefnu í sam­fé­lags­á­byrgð sem grund­vall­ist á heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un. „Með því að setja sér stefnu í sam­fé­lags­á­byrgð hafa fyr­ir­tæki varðað leið­ina og þau eru við upp­haf þeirrar leið­ar. Rétt er að halda til haga að flest þeirra upp­fylla nú þegar marga þætti í stefn­unni. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki, frekar en aðrir geirar atvinnu­lífs­ins, full­kom­inn. Þar getur mönnum orðið á. En stefnan hvetur menn til gagn­rýnnar hugs­un­ar, til þess að huga og gæta að breytni sinni og fram­komu í sam­fé­lag­inu og bæta úr þar sem þarf. Stefnan er ekki vöndur – heldur leið­bein­ing.“

Ein­stakar ákvarð­anir fyr­ir­tækja geti gengið gegn því sem kveðið er á um í stefnu um sam­fé­lags­á­byrgð. Það sé ekki ætl­unin að SFS refsi hlut­að­eig­andi fyr­ir­tæki.„ Í slíkum aðstæðum er stefnan einmitt mjög mik­il­væg – hún er leið­ar­ljós fyr­ir­tækja aftur inn á rétta braut.“

Sögðu stjórn­endur hafa gengið „of langt“

Sam­herji sendi frá sér yfir­lýs­ingu um liðna helgi þar sem sagði að stjórn­endur félags­ins hafi gengið „of langt“ í við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun um félag­ið“. Eng­inn var skrif­aður fyrir yfir­lýs­ing­unni.

„Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­ast afsök­unar á þeirri fram­göng­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki var útskýrt í frek­ari smá­at­riðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæm­lega hverju verið væri að biðj­ast afsök­unar á.

Í yfir­lýs­ing­unni sagði einnig að stjórn­endum og starfs­fólki Sam­herja hefði þótt umfjöllun og umræða um fyr­ir­tækið á und­an­förnum árum „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um.“ Þegar svo sé – og „vegið að starfs­heiðri með ósann­gjörnum hætti á opin­berum vett­vangi“ – geti reynst erfitt að bregð­ast ekki við.

Sam­herji vís­aði til fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þau sam­skipta­gögn fyr­ir­tæk­is­ins sem Kjarn­inn og Stundin hafa undir höndum og fjallað um und­an­farna viku í fréttum og frétta­skýr­ing­um. Fyr­ir­tækið segir að „þau orð“ og „sú umræða sem þar var við­höfð“ hafi verið „óheppi­leg“.

„Þarna var um að ræða per­sónu­leg sam­skipti á milli starfs­fé­laga og vina sem eng­inn gerði ráð fyrir að yrðu opin­ber,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja, en fyr­ir­tækið hafn­aði því að svara spurn­ingum Kjarn­ans um það sem kemur fram í gögn­unum á þeim grund­velli að gögn­unum hefði verið stolið.

Í svari sem Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður á Lex, sendi fyrir hönd Sam­herja síð­degis fimmtu­dag­inn 20. maí kom fram að fyrir lægi að þau gögn sem umfjöllun Kjarn­ans byggði á hefðu feng­ist með inn­broti í síma og tölvu Páls Stein­gríms­son­ar, starfs­manns Sam­herja.

Páll hefði kært inn­brotið og með­ferð gagn­anna til lög­reglu og það biði lög­reglu­rann­sókn­ar. „Hvorki Sam­herji hf. né fyr­ir­svars­menn félags­ins munu fjalla um inn­tak gagna sem aflað hefur verið með refsi­verðum hætti. Með því væri verið að ljá umfjöllun vægi sem hún á ekki skil­ið. Fyr­ir­spurnum yðar verður því ekki svar­að,“ sagði í svari lög­manns­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent