Skjáskot af bréfi lögmanns Samherja til Lilju Alfreðsdóttur. brefLex123213.JPG
Skjáskot af bréfi lögmanns Samherja til Lilju Alfreðsdóttur.

Vildu að Lilja útskýrði orð sín um að Samherji hefði gengið „of langt“

Lögmaður á vegum Samherja óskaði eftir því 27. apríl að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra útskyrði nákvæmlega hvað hún átti við, þegar hún sagði á þingi deginum áður að Samherji hefði gengið „of langt“ í viðbrögðum sínum. „Þess er óskað að þér útskýrið af töluverðri nákvæmni ummæli yðar á þingi um þessi efni,“ sagði í bréfi lögmannsins til ráðherra. Erindinu frá Samherja hefur ekki verið svarað. Lilja sjálf segist hafa sett brýnni hluti í forgang.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji fól lög­manni á vegum fyr­ir­tæk­is­ins að senda form­legt erindi á Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í lok apr­íl, í kjöl­far þess að Lilja sagði á Alþingi að Sam­herji hefði gengið „of langt“ í við­brögðum sínum við frétta­flutn­ingi af hinu svo­kall­aða Namib­íu­máli.

Ráð­herra er í bréfi lög­manns­ins krafin um svör og nán­ari útskýr­ingar á ummælum sínum og yfir­lýstum stuðn­ingi sínum við Rík­is­út­varpið og stjórn þess. Erind­inu hefur ekki verið svarað af hálfu ráð­herra, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, en lög­maður Sam­herja óskaði eftir því að svörum yrði beint til sín eigi síðar en viku eftir að bréfið var sent.

Kjarn­inn fékk bréf lög­manns Sam­herja afhent í dag, eftir að hafa óskað eftir því við öll ráðu­neyti á grund­velli upp­lýs­inga­laga að fá sam­skipti Sam­herja eða full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins við ráðu­neytin eða ráð­herra und­an­farna tvo mán­uði afhent, ef ein­hver væru til stað­ar.

Lilja sagði Sam­herja vera að „þreyta lax­inn“

„Mér finnst Sam­herji ganga of langt. Hann geng­ur of langt í sín­um við­brögð­um. Og mér finnst að þetta sé gert til að þess að þreyta lax­inn og von­­ast til þess að hann gef­ist upp,“ sagði Lilja á þingi 26. apr­íl, í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn frá Guð­mundi Andra Thors­syni þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Bára Huld Beck

Fyr­ir­spurn Guð­mundar Andra laut meðal ann­ars að mynd­bands­gerð Sam­herja um störf frétta­manns­ins Helga Selj­an. „Ég er spurð út í það hvort ég styðji ekki Rík­­is­út­­varp­ið. Jú, að sjálf­­sögðu geri ég það í þess­­ari um­­fjöll­un og þess­­ari orra­hríð,“ sagði Lilja einnig í þing­inu þann 26. apr­íl.

Ráð­herra berst bréf

Dag­inn eftir sendi Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður á lög­manns­stof­unni Lex, bréf fyrir hönd Sam­herja á mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þar sem Lilja var beðin um nán­ari útskýr­ingar á ummælum sínum um að Sam­herji hefði gengið „of lang­t“.

„Var það t.d. of langt gengið að skjóta mál­inu til siða­nefndar Rík­is­út­varps­ins eða að fjalla um nið­ur­stöð­una? Var það mynd­bands­gerðin um nið­ur­stöð­una sem gekk of langt? Þess er óskað að þér útskýrið af tölu­verðri nákvæmni ummæli yðar á þingi um þessi efn­i,“ segir í bréfi lög­manns­ins til ráð­herra.

Auglýsing

Þetta er ekki það eina sem Lilja var krafin um að skýra fyrir í Sam­herja í bréf­inu frá lög­mann­in­um. Hún var einnig beðin um að skýra það að hún hefði lýst yfir ein­dregnum stuðn­ingi við Rík­is­út­varpið og stjórn­endur þess.

„Skiptir í því sam­hengi engu máli, að yðar dómi, það siða­reglu­brot starfs­manns Rík­is­út­varps­ins sem slegið hefur verið föstu með úrskurði siða­nefndar Rík­is­út­varps­ins? Skipta við­brögð stjórn­enda Rík­is­út­varps­ins við úrskurð­inum heldur engu máli í þessu sam­band­i?“ sagði í bréfi lög­manns­ins.

Lög­mað­ur­inn spurði ráð­herra einnig út í það, fyrir hönd Sam­herja, hvort í stuðn­ingi hennar við stjórn Rík­is­út­varps­ins fælist einnig stuðn­ingur við ummæli stjórn­ar­manns­ins Marðar Árna­sonar um afgreiðslu stjórnar RÚV á erindi frá Sam­herja. Mörður lét hafa eftir sér í við­tali við Mann­líf, í kjöl­far þess að stjórn RÚV sagði Sam­herja að það væri ekki í hennar verka­hring stjórn­ar­innar að skipta sér af því hvort frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan fjall­aði um eitt mál eða ann­að, að hans túlkun á bréf­inu væri sú að stjórnin hefði verið að segja „fokkið ykk­ur“ við Sam­herja.

Spurn­ingar um hæfi Helga Seljan

Í erindi lög­manns Sam­herja til Lilju er vísað til þess að hún hafi sagt á þingi að stjórn RÚV hefði brugð­ist rétt við í mál­inu. „Óskar umbj. minn eftir útskýr­ingum á ummælum þessum, sér­stak­lega í ljósi þess að í úrskurði siða­nefndar Rík­is­út­varps­ins er bein­línis kveðið á um að við­kom­andi frétta- og dag­skrár­gerð­ar­maður hafi með ummælum sínum gerst hlut­drægur og brotið alvar­lega gegn siða­reglum Rík­is­út­varps­ins,“ segir í bréf­inu frá Arn­ari Þór.

Auglýsing

Þar sagði enn­fremur að slíkt hlyti að vekja upp spurn­ingar um hæfi Helga Seljan til umfjöll­unar um mál­efni Sam­herja, í ljósi hlut­lægn­is­skyldu sem kveðið væri á um í lögum um Rík­is­út­varp­ið, sem heyrðu undir mál­efna­svið Lilju sem ráð­herra.

Ný við­mið um hvenær megi bera hönd fyrir höfuð sér?

„Það er mat umbj. míns að rétt sé, í ljósi ummæla yðar á Alþingi í gær, að þér, sem sá aðili sem fer með eign­ar­hlut íslenska rík­is­ins í Rík­is­út­varp­inu sem og stjórn­ar­fars­lega með mál­efni fjöl­miðla og menn­ing­ar­mála yfir­leitt, gerið fyllri grein fyrir því hvort ein­hvern ný við­mið hafi verið sett á yðar vegum um það hvenær aðil­ar, sem vegið er að, megi bera hönd fyrir höfuð sér í opin­beri umræðu og hvort þar skipti máli hvort í hlut á Rík­is­út­varpið eða aðrir fjöl­miðl­ar.

Í bréfi lög­manns­ins segir einnig að það sé „rétt að minna á“ að í gildi sé þjón­ustu­samn­ingur á milli ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins og í þeim samn­ingi væri m.a. fjallað um hlut­verk og skyldur RÚV. „Þá hefur ráð­herra heim­ildir til aðgerða á grund­velli samn­ings­ins, sbr. 16. gr. hans,“ segir í bréfi Arn­ars Þórs.

Ráð­herra lítur svo á að mál­inu sé lokið

Kjarn­inn beindi síð­degis í dag spurn­ingum til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um þetta erindi frá lög­manni Sam­herja. Blaða­maður fal­að­ist eftir svörum um það hvaða augum ráð­herra liti þetta bréf, af hverju því hefði ekki verið svar­að, hvort algengt væri að fyr­ir­tæki krefðu þing­menn eða ráð­herra um útskýr­ingar á til­teknum ummælum sem féllu á þingi og einnig, hvort hún liti á bréfið sem þrýst­ing um að hún sem mennta­mála­ráð­herra beitti sér á ein­hvern hátt fyrir því að Helgi Seljan fjall­aði ekki frekar um mál­efni Sam­herja.

Lilja segir í skrif­legum svörum til Kjarn­ans, sem lesa má í heild sinni hér að neð­an, að brýnni mál hafi verið sett í for­gang hjá sér en að svara þessu erindi. Hún líti svo á að mál­inu sé lok­ið.

Þó kemur fram í svari ráð­herra að það sé ekki algengt að form­legar beiðnir sem þessar ber­ist um útskýr­ingar á orðum sem falla á þingi, enda segi í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins að eng­inn alþing­is­maður verði kraf­inn reikn­ings­skapar utan þings fyrir það sem hann hafi sagt í þing­inu nema Alþingi leyfi.

„Á grund­velli ákvæð­is­ins njóta alþing­is­menn þing­helgi og felur það í sér víð­tækt mál­frelsi þing­manna,“ segir Lilja í svari við spurn­ingu blaða­manns.

Svör mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra:

1) Af hverju hefur þessu erindi ekki verið svar­að?

Hér hafa brýnni mál verið sett í for­gang. Orð mín skýra sig sjálf og raunar hefur fyr­ir­tækið geng­ist við því að hafa gengið of langt í sínum við­brögð­um. Ég lít svo á, að þessum hluta máls­ins sé lok­ið.

2) Hvaða augum lítur þú þetta erindi?

Hverjum og einum er heim­ilt að senda erindi til stjórn­valda. Ég lít svo á að mál­inu sé lok­ið.

3) Er algengt að form­legar beiðnir ber­ist frá fyr­ir­tækjum um nákvæmar útskýr­ingar á orðum sem þing­menn eða ráð­herrar láta falla í umræðum á þingi? Hefur þú upp­lifað slíkt áður, sem þing­maður eða ráð­herra?

Nei, enda njóta alþing­is­menn þing­helgi sam­kvæmt ákvæði í stjórn­ar­skrá. Í 2. mgr. 49. gr. stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands nr. 33/1944, kemur fram að eng­inn alþing­is­maður verði kraf­inn reikn­ings­skapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þing­inu nema Alþingi leyfi. Á grund­velli ákvæð­is­ins njóta alþing­is­menn þing­helgi og felur það í sér víð­tækt mál­frelsi þing­manna.

4) Upp­lifir þú þetta erindi sem þrýst­ing um að þú sem ráð­herra beitir þér á þann hátt að Helgi Seljan frétta­maður á RÚV verði lát­inn víkja frá frek­ari umfjöllun um mál­efni Sam­herja, vegna nið­ur­stöðu siða­nefndar í máli hans?

RÚV er sjálf­stætt félag, með stjórn sem kjörin er af Alþingi. Ég gef RÚV ekki fyr­ir­mæli um neitt, né hef ég afskipti af innri málum þess. Lög um Rík­is­út­varpið eru afdrátt­ar­laus varð­andi það og úti­lokað að ráð­herra beiti sér í ein­stökum mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent