Metro undir Eyrarsund til Malmö

Fyrir níu árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar að hann sæi fyrir sér að Metro lestarkerfið í Kaupmannahöfn næði yfir Eyrarsund til Malmö innan fárra áratuga. Fáir voru trúaðir á þessa framtíðarsýn. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Auglýsing

Frank Jen­sen, þáver­andi yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafn­ar, lét ofan­greind orð falla á fundi með frétta­mönnum árið 2012. Til­efni fund­ar­ins var und­ir­ritun sam­komu­lags borg­ar­stjórna Kaup­manna­hafnar og Malmö um að ráð­ast í könnun á hugs­an­legri Metro teng­ingu yfir Eyr­ar­sund. Frank Jen­sen hafði þá verið yfir­borg­ar­stjóri (borg­ar­stjór­arnir eru sjö) í tvö ár. Hann var áhuga­samur um skipu­lags­mál og beitti sér mjög í þeim efn­um. Á borg­ar­stjóra­árum hans urðu miklar breyt­ingar á Kaup­manna­höfn, ekki síst á gömlu hafn­ar­svæð­un­um, Norð­ur- og Suð­ur­höfn­inni. Frank Jen­sen hafði sömu­leiðis mik­inn áhuga á auk­inni sam­vinnu við borg­ar­yf­ir­völd í Malmö og lagði mikla áherslu á sam­vinnu „yfir sund­ið“ eins og hann komst gjarna að orði.

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi sagði yfir­borg­ar­stjór­inn að Metro lest­ar­kerfið væri frá­bær sam­göngu­bót. En „þetta væri bara byrj­un­in“ sagði yfir­borg­ar­stjór­inn. Þetta var löngu áður en lín­urnar M3 „hring­lín­an“ og M4, sem liggur í Norð­ur­höfn­ina, voru teknar í notk­un. Á hring­lín­unni eru 17 stöðv­ar, þar á meðal Ráð­hús­torgið og Aðal- járn­braut­ar­stöðin (Hoved­banegår­den). Á M4 lín­unni eru nú 8 stöðvar en árið 2024 bæt­ast 5 nýjar stöðvar við.

Ekki ofmælt

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri tók ekki of djúpt í árinni þegar hann hældi Metro í hástert. Kerfið hefur reynst vel, ferð­irnar eru mjög tíð­ar, á hánna­tíma ein­ungis 90 sek­úndur á milli lesta, ann­ars oft­ast ein­ungis 2-3 mín­út­ur, leiða­kerfið auð­skilið og greiðslu­kerfið ein­falt. Þær ganga allan sól­ar­hring­inn, ferðir eru strjálli á nótt­inni. Metro lest­irnar byrj­uðu að renna eftir tein­unum 19. októ­ber árið 2002, og slógu strax í gegn ef svo mætti að orði kom­ast.

Leiðakerfi Metro í dag. Hringleiðin er nýjasta viðbótin við kerfið.

Dag­lega ferð­ast að jafn­aði hátt í 200 þús­und manns með lest­unum og fjölgar sífellt. Metro hefur margoft verið valið besta borg­ar­lesta­kerfi í heimi og víða um lönd er bent á það sem fyr­ir­mynd í þessum efn­um. Mörg­um, sem ekki þekkja til, þykir ein­kenni­legt að sjá lest­ina bruna inn á stöð­ina og eng­inn lest­ar­stjóri sjá­an­leg­ur. Skýr­ingin er ein­föld: það er eng­inn stjóri og ekk­ert stýri, allt tölvu­stýrt.

Hugs­uðu ekki nógu stórt

Þegar skipu­lagn­ing og und­ir­bún­ingur Metro lest­ar­kerf­is­ins byrj­aði á síð­asta ára­tug lið­innar aldar var í mörg horn að líta. Þar á meðal var spurn­ingin um lengd lest­anna og þá jafn­framt braut­ar­pall­anna á stöðv­un­um. Um þetta atriði voru skoð­anir skipt­ar. Á end­anum var ákveðið að í hverri lest yrðu þrír vagn­ar, sam­tals 39 metrar á lengd (2.65 metrar á breidd) og lengd braut­ar­pall­anna í sam­ræmi við það.

Auglýsing

Hámarks­fjöldi í hverri lest er 306, 234 stæði og 72 sæti. Í upp­hafi voru hug­myndir uppi um að hafa lest­irnar og braut­ar­pall­ana lengri en það hefði þýtt auk­inn kostn­að, sem var ærinn.

Ekki voru liðin mörg ár, frá því að lest­irnar voru teknar í notk­un, þegar stjórn­endur Metro (og margir aðr­ir) fóru að velta fyrir sér hvernig hægt yrði að bregð­ast við síauknum far­þega­fjölda. Mjög erfitt er að lengja braut­ar­pall­ana og fjölga þannig vögnum í hverri lest. Nýir vagnar sem keyptir hafa verið eru þannig að sætin eru langs í vögn­un­um, en ekki þversum, þannig nýt­ist plássið bet­ur. Önnur leið til að mæta fjölgun far­þega er að auka ferða­tíðn­ina. Nú klóra stjórn­endur og stjórn­mála­menn sér í koll­inum yfir að hafa ekki verið fram­sýnni á sínum tíma. „Horfðum meira í pen­ing­ana en á fram­tíð­ina“ sagði einn stjórn­enda Metro.

Fáir trúðu á fram­tíð­ar­sýn­ina

Eins og fyrr var getið voru fáir trú­aðir á fram­tíð­ar­sýn Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóra um Metro til Malmö þegar hann, árið 2012, kynnti fyr­ir­hug­aða könnun á mögu­leika og hag­kvæmni slíkrar teng­ing­ar. Mikil vinna var lögð í þessa könnun og í síð­ustu viku lá skýrsla starfs­hóps­ins fyr­ir, eftir 9 ára vinnu. Þegar Frank Jen­sen hafði séð fyrstu drög að skýrsl­unni árið 2018 sagði hann að sú sýn sem sig hefði dreymt um árið 2012, liti nú út fyrir að geta ræst. Frank Jen­sen sá fyrir sér að Kaup­manna­hafn­ar­svæðið og Suð­ur­-­Skánn yrðu eitt atvinnu­svæði.

„Greater Copenhagen“ Metro eða Eyrarsunds Metro. Mynd: Úr skýrslu um Eyrarsunds Metro.

Bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ar­mönnum Sví­þjóð­ar­megin sunds­ins leist mörgum vel á hug­myndir yfir­borg­ar­stjór­ans en síður á þá hug­mynd að kalla svæðið „Gr­ea­ter Copen­hagen“. Sví­arnir vildu tengja nafnið Eyr­ar­sundi með ein­hverjum hætti. Frank Jen­sen sagði hins­vegar að allir þekki Kaup­manna­höfn en margir hafi ekki hug­mynd um „þetta Eyr­ar­sund“ eins og hann orð­aði það. Það kom ekki í hans hlut að kynna skýrsl­una því hann sagði af sér, sem yfir­borg­ar­stjóri og vara­for­maður danskra sós­í­alista í októ­ber á síð­asta ári vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­lega áreitn­i.

Allt mælir með Metro til Malmö

Í skýrsl­unni, sem er mjög yfir­grips­mik­il, er farið nákvæm­lega yfir kosti þess að leggja Metro milli borg­anna tveggja, Kaup­manna­hafnar og Mal­mö.

Því starfs­fólki sem býr á svæð­inu, og gæti kom­ist frá heim­ili til vinnu á innan við klukku­stund, myndi fjölga um að minnsta kosti hálfa milljón frá því sem nú er og verða að minnsta kosti 1,3 millj­ón­ir.

Ferða­tím­inn milli Kaup­manna­hafnar og Malmö stytt­ist úr 40 mín­útum í 23 mín­útur og það sem skiptir meira máli í þessu sam­hengi er að ferða­tíðnin verður miklu meiri. Gert er ráð fyrir að Metro lest bruni af stað með 90 sek­úndna milli­bili, í báðar átt­ir.

Fem­ern teng­ing­in, yfir sam­nefnt sund milli Dan­merkur og Þýska­lands, verð­ur, ef áætl­anir standast, tekin í notkun árið 2029. Hún styttir ferða­tím­ann til Mið- og Suður Evr­ópu og það hefur í för með sér aukna fragt­flutn­inga frá Nor­egi og Sví­þjóð um Dan­mörku. Fyr­ir­séð er að „flösku­háls“ muni, að óbreyttu, mynd­ast við Eyr­ar­sunds­brúna, milli Dan­merkur og Sví­þjóð­ar, hún er nefni­lega brátt komin að þol­mörk­um, hvað lest­irnar varð­ar.

Svona líta hugmyndirnar út um Metro tengingu Amager og Malmö. Mynd: Úr skýrslu um Eyrarsunds Metro.

Í þessu sam­bandi er rétt að nefna að sam­kvæmt mark­miðum Evr­ópu­sam­bands­ins eiga 30% af öllum vörum sem fluttar eru lengri vega­lengd en 300 kíló­metra að fara fram með lest­um, eða skip­um.

Með til­komu Metro teng­ingar yfir sundið myndi ferðum „hefð­bund­inna“ lesta yfir sundið fækka og það minnkar álagið á járn­braut­ar­tein­ana á Eyr­ar­sunds­brúnni.

Metrogöng undir sundið

Gert er ráð fyrir að gerð verði göng undir Eyr­ar­sund fyrir Metro lest­irn­ar. Þau verða fyrir norðan Eyr­ar­sunds­brúna, um það bil 22 kíló­metra löng frá strönd til strandar og eiga að liggja frá norð­ur­hluta Ama­ger til aðal­járn­braut­ar­stöðv­ar­innar í Mal­mö.

Kostn­að­ar­á­ætlun þess­arar miklu fram­kvæmdar hljóðar upp á 30 millj­arða danskra króna (591 millj­arð íslenskra króna). Gert er ráð fyrir því í skýrslu starfs­hóps­ins að verkið verði fjár­magnað með lang­tíma­lánum sem greidd verði með far­gjöldum not­end­anna. Enn­fremur er gert ráð fyrir sér­stökum styrkjum úr fram­kvæmda­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hvenær?

Skýrslan áður­nefnda er ein­ungis fyrsta, en jafn­framt mik­il­vægt, skref í hugs­an­legri Metro teng­ingu yfir Eyr­ar­sund. Ef sam­komu­lag tekst um að ráð­ast í fram­kvæmd­ina og ljúka forms­at­riðum eigi síðar en árið 2025, gætu fram­kvæmdir haf­ist árið 2029. Þær gætu tekið sex ár og lokið árið 2035.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar