Metro undir Eyrarsund til Malmö

Fyrir níu árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar að hann sæi fyrir sér að Metro lestarkerfið í Kaupmannahöfn næði yfir Eyrarsund til Malmö innan fárra áratuga. Fáir voru trúaðir á þessa framtíðarsýn. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Auglýsing

Frank Jen­sen, þáver­andi yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafn­ar, lét ofan­greind orð falla á fundi með frétta­mönnum árið 2012. Til­efni fund­ar­ins var und­ir­ritun sam­komu­lags borg­ar­stjórna Kaup­manna­hafnar og Malmö um að ráð­ast í könnun á hugs­an­legri Metro teng­ingu yfir Eyr­ar­sund. Frank Jen­sen hafði þá verið yfir­borg­ar­stjóri (borg­ar­stjór­arnir eru sjö) í tvö ár. Hann var áhuga­samur um skipu­lags­mál og beitti sér mjög í þeim efn­um. Á borg­ar­stjóra­árum hans urðu miklar breyt­ingar á Kaup­manna­höfn, ekki síst á gömlu hafn­ar­svæð­un­um, Norð­ur- og Suð­ur­höfn­inni. Frank Jen­sen hafði sömu­leiðis mik­inn áhuga á auk­inni sam­vinnu við borg­ar­yf­ir­völd í Malmö og lagði mikla áherslu á sam­vinnu „yfir sund­ið“ eins og hann komst gjarna að orði.

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi sagði yfir­borg­ar­stjór­inn að Metro lest­ar­kerfið væri frá­bær sam­göngu­bót. En „þetta væri bara byrj­un­in“ sagði yfir­borg­ar­stjór­inn. Þetta var löngu áður en lín­urnar M3 „hring­lín­an“ og M4, sem liggur í Norð­ur­höfn­ina, voru teknar í notk­un. Á hring­lín­unni eru 17 stöðv­ar, þar á meðal Ráð­hús­torgið og Aðal- járn­braut­ar­stöðin (Hoved­banegår­den). Á M4 lín­unni eru nú 8 stöðvar en árið 2024 bæt­ast 5 nýjar stöðvar við.

Ekki ofmælt

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri tók ekki of djúpt í árinni þegar hann hældi Metro í hástert. Kerfið hefur reynst vel, ferð­irnar eru mjög tíð­ar, á hánna­tíma ein­ungis 90 sek­úndur á milli lesta, ann­ars oft­ast ein­ungis 2-3 mín­út­ur, leiða­kerfið auð­skilið og greiðslu­kerfið ein­falt. Þær ganga allan sól­ar­hring­inn, ferðir eru strjálli á nótt­inni. Metro lest­irnar byrj­uðu að renna eftir tein­unum 19. októ­ber árið 2002, og slógu strax í gegn ef svo mætti að orði kom­ast.

Leiðakerfi Metro í dag. Hringleiðin er nýjasta viðbótin við kerfið.

Dag­lega ferð­ast að jafn­aði hátt í 200 þús­und manns með lest­unum og fjölgar sífellt. Metro hefur margoft verið valið besta borg­ar­lesta­kerfi í heimi og víða um lönd er bent á það sem fyr­ir­mynd í þessum efn­um. Mörg­um, sem ekki þekkja til, þykir ein­kenni­legt að sjá lest­ina bruna inn á stöð­ina og eng­inn lest­ar­stjóri sjá­an­leg­ur. Skýr­ingin er ein­föld: það er eng­inn stjóri og ekk­ert stýri, allt tölvu­stýrt.

Hugs­uðu ekki nógu stórt

Þegar skipu­lagn­ing og und­ir­bún­ingur Metro lest­ar­kerf­is­ins byrj­aði á síð­asta ára­tug lið­innar aldar var í mörg horn að líta. Þar á meðal var spurn­ingin um lengd lest­anna og þá jafn­framt braut­ar­pall­anna á stöðv­un­um. Um þetta atriði voru skoð­anir skipt­ar. Á end­anum var ákveðið að í hverri lest yrðu þrír vagn­ar, sam­tals 39 metrar á lengd (2.65 metrar á breidd) og lengd braut­ar­pall­anna í sam­ræmi við það.

Auglýsing

Hámarks­fjöldi í hverri lest er 306, 234 stæði og 72 sæti. Í upp­hafi voru hug­myndir uppi um að hafa lest­irnar og braut­ar­pall­ana lengri en það hefði þýtt auk­inn kostn­að, sem var ærinn.

Ekki voru liðin mörg ár, frá því að lest­irnar voru teknar í notk­un, þegar stjórn­endur Metro (og margir aðr­ir) fóru að velta fyrir sér hvernig hægt yrði að bregð­ast við síauknum far­þega­fjölda. Mjög erfitt er að lengja braut­ar­pall­ana og fjölga þannig vögnum í hverri lest. Nýir vagnar sem keyptir hafa verið eru þannig að sætin eru langs í vögn­un­um, en ekki þversum, þannig nýt­ist plássið bet­ur. Önnur leið til að mæta fjölgun far­þega er að auka ferða­tíðn­ina. Nú klóra stjórn­endur og stjórn­mála­menn sér í koll­inum yfir að hafa ekki verið fram­sýnni á sínum tíma. „Horfðum meira í pen­ing­ana en á fram­tíð­ina“ sagði einn stjórn­enda Metro.

Fáir trúðu á fram­tíð­ar­sýn­ina

Eins og fyrr var getið voru fáir trú­aðir á fram­tíð­ar­sýn Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóra um Metro til Malmö þegar hann, árið 2012, kynnti fyr­ir­hug­aða könnun á mögu­leika og hag­kvæmni slíkrar teng­ing­ar. Mikil vinna var lögð í þessa könnun og í síð­ustu viku lá skýrsla starfs­hóps­ins fyr­ir, eftir 9 ára vinnu. Þegar Frank Jen­sen hafði séð fyrstu drög að skýrsl­unni árið 2018 sagði hann að sú sýn sem sig hefði dreymt um árið 2012, liti nú út fyrir að geta ræst. Frank Jen­sen sá fyrir sér að Kaup­manna­hafn­ar­svæðið og Suð­ur­-­Skánn yrðu eitt atvinnu­svæði.

„Greater Copenhagen“ Metro eða Eyrarsunds Metro. Mynd: Úr skýrslu um Eyrarsunds Metro.

Bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ar­mönnum Sví­þjóð­ar­megin sunds­ins leist mörgum vel á hug­myndir yfir­borg­ar­stjór­ans en síður á þá hug­mynd að kalla svæðið „Gr­ea­ter Copen­hagen“. Sví­arnir vildu tengja nafnið Eyr­ar­sundi með ein­hverjum hætti. Frank Jen­sen sagði hins­vegar að allir þekki Kaup­manna­höfn en margir hafi ekki hug­mynd um „þetta Eyr­ar­sund“ eins og hann orð­aði það. Það kom ekki í hans hlut að kynna skýrsl­una því hann sagði af sér, sem yfir­borg­ar­stjóri og vara­for­maður danskra sós­í­alista í októ­ber á síð­asta ári vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­lega áreitn­i.

Allt mælir með Metro til Malmö

Í skýrsl­unni, sem er mjög yfir­grips­mik­il, er farið nákvæm­lega yfir kosti þess að leggja Metro milli borg­anna tveggja, Kaup­manna­hafnar og Mal­mö.

Því starfs­fólki sem býr á svæð­inu, og gæti kom­ist frá heim­ili til vinnu á innan við klukku­stund, myndi fjölga um að minnsta kosti hálfa milljón frá því sem nú er og verða að minnsta kosti 1,3 millj­ón­ir.

Ferða­tím­inn milli Kaup­manna­hafnar og Malmö stytt­ist úr 40 mín­útum í 23 mín­útur og það sem skiptir meira máli í þessu sam­hengi er að ferða­tíðnin verður miklu meiri. Gert er ráð fyrir að Metro lest bruni af stað með 90 sek­úndna milli­bili, í báðar átt­ir.

Fem­ern teng­ing­in, yfir sam­nefnt sund milli Dan­merkur og Þýska­lands, verð­ur, ef áætl­anir standast, tekin í notkun árið 2029. Hún styttir ferða­tím­ann til Mið- og Suður Evr­ópu og það hefur í för með sér aukna fragt­flutn­inga frá Nor­egi og Sví­þjóð um Dan­mörku. Fyr­ir­séð er að „flösku­háls“ muni, að óbreyttu, mynd­ast við Eyr­ar­sunds­brúna, milli Dan­merkur og Sví­þjóð­ar, hún er nefni­lega brátt komin að þol­mörk­um, hvað lest­irnar varð­ar.

Svona líta hugmyndirnar út um Metro tengingu Amager og Malmö. Mynd: Úr skýrslu um Eyrarsunds Metro.

Í þessu sam­bandi er rétt að nefna að sam­kvæmt mark­miðum Evr­ópu­sam­bands­ins eiga 30% af öllum vörum sem fluttar eru lengri vega­lengd en 300 kíló­metra að fara fram með lest­um, eða skip­um.

Með til­komu Metro teng­ingar yfir sundið myndi ferðum „hefð­bund­inna“ lesta yfir sundið fækka og það minnkar álagið á járn­braut­ar­tein­ana á Eyr­ar­sunds­brúnni.

Metrogöng undir sundið

Gert er ráð fyrir að gerð verði göng undir Eyr­ar­sund fyrir Metro lest­irn­ar. Þau verða fyrir norðan Eyr­ar­sunds­brúna, um það bil 22 kíló­metra löng frá strönd til strandar og eiga að liggja frá norð­ur­hluta Ama­ger til aðal­járn­braut­ar­stöðv­ar­innar í Mal­mö.

Kostn­að­ar­á­ætlun þess­arar miklu fram­kvæmdar hljóðar upp á 30 millj­arða danskra króna (591 millj­arð íslenskra króna). Gert er ráð fyrir því í skýrslu starfs­hóps­ins að verkið verði fjár­magnað með lang­tíma­lánum sem greidd verði með far­gjöldum not­end­anna. Enn­fremur er gert ráð fyrir sér­stökum styrkjum úr fram­kvæmda­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hvenær?

Skýrslan áður­nefnda er ein­ungis fyrsta, en jafn­framt mik­il­vægt, skref í hugs­an­legri Metro teng­ingu yfir Eyr­ar­sund. Ef sam­komu­lag tekst um að ráð­ast í fram­kvæmd­ina og ljúka forms­at­riðum eigi síðar en árið 2025, gætu fram­kvæmdir haf­ist árið 2029. Þær gætu tekið sex ár og lokið árið 2035.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar