Kaflaskil í baráttunni gegn loftslagsbreytingum?

Ríkjum heims hefur gengið treglega að uppfylla sáttmála um minni kolefnislosun. Nú kann að verða breyting á vegna harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og þess að fjárfestingar í grænni tækni aukast hratt og örugglega.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Ant­ony Blin­ken utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna flutti nýlega ávarp þar sem hann lagði áherslu á nauð­syn þess að Banda­ríkja­menn myndu taka for­ystu og verða leið­andi í lofts­lags­málum – þar væri fram­tíð jarð­ar­innar í húfi. En það fælust einnig í því mikil tæki­færi til að skapa góð störf fyrir kom­andi kyn­slóðir og sann­gjarnt, heil­brigt og sjálf­bært sam­fé­lag. Þetta eru háleit mark­mið eins og við er að búast frá nýjum ráð­herra og spyrja má hvort þetta sé eitt­hvað meira en bara orðin tóm.

Þegar almenn­ing­ur, fyr­ir­tæki og hið opin­bera stendur frammi fyrir því að mæta kröfum um umhverf­is­vernd og sjálf­bærni vegna bar­átt­unnar við lofts­lags­breyt­ing­ar, er margt sem stendur í veg­in­um. Það kostar tíma, fyr­ir­höfn og fjár­muni að taka upp nýja starfs- og lifn­að­ar­hætti, með minni útblæstri, mengun og kolefn­is­spori, flokkun sorps og úrgangs o.s.frv. Þrátt fyrir við­leitni á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, allt frá ein­stak­lingum sem breyta kaup­hegðun til alþjóða­sam­starfs um lofts­lags­mál, hefur staðið á nægi­lega rót­tækum við­brögð­um. Svo virð­ist að þar til beinn áþreif­an­legur hagn­aður af umbreyt­ing­unum er í aug­sýn verði aðgerðir hálf mátt­litl­ar.

Umhverf­is­mál verða stór­velda­stjórn­mál

Gjarnan er talað um stór­velda­stjórn­mál í nei­kvæðu ljósi, sem er eðli­legt því að þar sýna hin öfl­ugri ríki oft vald sitt án þess að þurfa að svara fyrir afleið­ing­arn­ar. En bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum hefur borist liðs­auki úr óvæntri átt því að lofts­lags­mál eru farin að vera hluti af stór­velda­stjórn­málum – komin á dag­skrá sem grund­vall­ar­mál í sam­keppni um völd. Banda­ríkin horfa nú fram á að Kína verði sífellt öfl­ugri keppi­nautur um for­ystu í heim­in­um. Ant­ony Blin­ken segir í fyrr­nefndu ávarpi erfitt að sjá fyrir sér að Banda­ríkin geti unnið þá sam­keppni ef þau leiði ekki bylt­ing­una í end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og segir þau vera að drag­ast aftur úr. Kína sé stærsti fram­leið­andi og útflytj­andi heims á sól­ar­sell­um, vind­myll­um, raf­hlöðum og raf­bílum og eigi næstum þriðj­ung einka­leyfa í end­ur­nýj­an­legri orku.

Blin­ken sagði jafn­framt að ekki beri að líta á lofts­lags­breyt­ingar ein­göngu sem ógn því að hvert og eitt ríki þurfi að gera tvennt: draga úr losun og búa sig undir óhjá­kvæmi­leg áhrif af lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta kalli á tækni­legar úrlausn­ir. Banda­rísk nýsköpun og iðn­aður geti þarna verið í far­ar­broddi á báðum víg­stöðvum og hann vitnar í orð Joes Biden: „Þegar ég hugsa um lofts­lags­breyt­ingar hugsa ég um störf.“

Þetta kann að hljóma eins og dæmi­gerð inni­halds­laus og jafn­vel takt­laus yfir­lýs­ing en nú er ýmis­legt sem bendir til þess að lands­lagið sé að breyt­ast og þetta sé raun­sætt mat sem gæti haft afger­andi áhrif á þróun mála.

Umbreyt­ing í áhættu­fjár­fest­ingum

Það sem hefur staðið áhættu­fjár­fest­ingum í grænum verk­efnum fyrir þrifum er hin nýja óreynda tækni og hversu langur tími getur liðið þar til fjár­fest­ingin skilar arði, en flestir vilja sjá ávöxtun eftir fimm til sjö ár. Nú eru merki um að fjár­festar séu í meira mæli til­búnir til fjár­fest­inga í grænum verk­efnum en áður. Orku­fyr­ir­tæki sem þróa grænar lausnir í orku­vinnslu og geymslu njóta nú t.d. stuðn­ings áhættu­fjár­festa eins og sjóða í eigu Bills Gates eða úr olíu­geir­an­um. Þetta end­ur­speglar eðli þró­unar græna mark­að­ar­ins í áhættu­fjár­fest­ing­um.

Árið 2019 var fjár­fest­ing sem tengd­ist grænum verk­efnum á heims­vísu um 36 millj­arðar doll­ara og hafði meira en tvö­fald­ast frá árinu 2015. Helm­ing­ur­inn rann til sprota­fyr­ir­tækja í Norður Amer­íku en í Kína var hlut­ur­inn á bil­inu 15 til 30 pró­sent, allt eftir því hvernig greinin er skil­greind og í Evr­ópu um 15 af hundraði. Að sögn Bills Gates ætti þetta að ýta undir nýsköpun og von­andi lækka hlut­falls­legan kostnað lofts­lagsvænnar tækni, jafn­vel án þess að koma þurfi til íþyngj­andi aðgerða stjórn­valda gagn­vart meng­andi iðn­aði. Hann leggur áherslu á að þetta þurfi að ger­ast í öllu iðn­að­ar­hag­kerf­inu, ekki ein­ungis í orku- og flutn­inga­geir­an­um.

Auglýsing

Áhættu­fjár­fest­ingar í grænum verk­efnum hafa verið brokk­gengar en í lok fyrsta ára­tugar ald­ar­innar varð mikil upp­sveifla og síðan hrun. Ein ástæðan var sú að áhættu­fjár­fest­ing­ar­sjóðir not­uðu fjár­mögn­un­ar­líkan sem var hannað fyrir hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki á fyr­ir­tæki sem fram­leiða eig­in­legar vör­ur, aðal­lega sól­ar­sellur og líf­elds­neyti. Slík fyr­ir­tæki þurfa langan tíma og mikið fjár­magn áður en þau fara að skila tekjum og mörg fyr­ir­tæki fóru á haus­inn. Fjár­festar töp­uðu þar meira en helm­ingi þeirra 25 millj­arða Banda­ríkja­dala sem þeir höfðu lagt til og héldu að sér höndum í kjöl­far­ið.

Nú verður svið grænnar tækni og þró­unar sífellt fjöl­breytt­ara með fleiri fjár­fest­ing­ar­kostum og fjár­magn aftur tekið að streyma, en um það bil helm­ingur við­skipta snýst um kolefn­is­lausar sam­göng­ur. Einn hvat­inn að því er gengi Tesla en árið 2004 keypti Elon Musk 14 pró­senta hlut í raf­bíla­fram­leið­and­anum fyrir 6,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Sex árum síðar fór fyr­ir­tækið á markað og er í dag 385 millj­arða doll­ara virði, mun meira en nokkur annar bíla­fram­leið­andi. Bara hlutur Elons Musk er 72 millj­arða virði, sem er hátt í sam­an­lagt virði bíla­fram­leið­end­anna General Motors og Ford.

Eigna­söfn í grænum fyr­ir­tækjum hafa jafn­framt hækkað mjög hratt í verði að und­an­förnu, sum meira en tvö­fald­ast á rúmu ári. Þetta eru m.a. fjár­fest­ingar sem bein­ast að sjóðum sem byggja á sam­fé­lags­á­byrgð – UFS (e. En­viron­mental-Soci­al-­Go­vern­ance) sem stend­ur fyr­ir þætti í rekstri sem tengj­­ast um­hverfi, fé­lags­­leg­um þátt­um og stjórn­­­ar­hátt­­um. Á heims­vísu var fjár­fest­ing í slíkum UFS-­sjóðum um 178 millj­arðar dala á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, sam­an­borið við 38 millj­arða á sama árs­fjórð­ungi í fyrra.

Hefð­bundnir fjár­fest­ing­ar­sjóðir hafa einnig snúið sér að grænum fjár­fest­ing­um. Ef skoð­aðar eru eignir í til­teknum fyr­ir­tækjum með hreina orku þá voru í lok árs 2020 að jafn­aði 138 sjálf­bærir sjóðir á bak við hvert fyr­ir­tæki sam­an­borið við 81 ári áður. Fjöldi eig­enda utan UFS-­staðla jókst einnig úr 390 í 624. Að sögn sér­fræð­inga er fjár­fest­ing í hreinni orku að verða hluti af hefð­bundnum fjár­fest­ingum og er ekki lengur ein­hvers­konar gælu­verk­efni ein­stakra sér­hæfðra sjóða.

Björn­inn er ekki unn­inn

Það gæti þó verið vara­samt að líta á þessa miklu aukn­ingu í grænni fjár­fest­ingu sem var­an­lega. Fjár­mála­mark­aðir hafa til­hneig­ingu til að fara upp og nið­ur, fjár­fest­ingar í til­teknum geirum kom­ast í tísku og mark­að­ur­inn ein­kenn­ist af froðu sem á end­anum myndar bólu – sem síðan spring­ur.

Að sama skapi kynni ein­hver að draga í efa að ný stjórn í Banda­ríkj­unum breyti miklu til fram­tíðar því það gæti verið komin ný stjórn innan fárra ára sem sneri aftur til stefnu Don­alds Trump. Sú stefna gefur grænum lausnum við að tak­marka kolefn­islosun langt nef, afgreiðir þær sem ein­hverja draum­óra og þar fær þunga­iðn­aður knú­inn jarð­efna­elds­neyti frekar braut­ar­gengi.

Talið er að kostnaður ríkja heims af því að mistakast að efna Parísarsáttmálann um róttæka stefnubreytingu í losun gróðurhúsalofttegunda, gæti numið allt að 600 billjónum dollara – 600 þúsund milljörðum.

Slík stefna heldur enn velli víða og mörg ríki heims eiga langt í land með að ná settum mark­mið­um, m.a. Íslend­ing­ar. Sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­anum árið 2015 hétu ríkin því að dragar úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna brennslu jarð­efna­elds­neytis til að halda hækkun hita­stigs á jörð­inni undir tveimur gráð­um. Nú þegar með­al­hiti hefur hækkað um eina gráðu frá byrjun iðn­bylt­ingar eru afleið­ing­arnar þegar orðnar geig­væn­leg­ar, með hita­bylgj­um, þurrk­um, skóg­ar­eldum og óveð­urs­bylgjum sem versna vegna hækk­andi sjáv­ar­borðs. Ennþá halda ríki áfram að losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir sem með sama áfram­haldi myndi valda milli 3–4 gráðu hækkun hita­stigs í lok ald­ar­inn­ar.

Því er einmitt haldið fram að mesta hindr­unin sé af póli­tískum toga því þarna snýst málið um að snúa við stefnu sem í mörgum til­fellum snertir grund­vall­arat­vinnu­vegi við­kom­andi ríkja og lífs­af­komu heilla sam­fé­laga. Þetta eru ákvarð­anir sem fram að þessu hafa snú­ist um óljósan fram­tíð­ar­á­vinn­ing þegar stjórn­mála­menn hall­ast frekar að stefnu­mörkun sem gefur skjót­ari ávinn­ing og kemur kjós­endum í nærum­hverfi til góða.

Grund­vall­ar­breyt­ing að verða

Allt bendir hins vegar til þess að nú sé að verða grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing sem verði ekki við­snú­ið. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga og meng­unar eru að verða áþreif­an­legar og einnig sá hagn­aður sem má upp­skera af því að koma í veg fyrir hina nei­kvæðu þró­un. Sam­fara því eru fjár­festar farnir að sjá áhættu­fjár­fest­ingar í grænum verk­efnum sem álit­legan kost og merki eru um að það sé ekki ein­göngu bundið við sess-fjár­festa (e. niche investors) heldur sé hluti af fjár­fest­ing­ar­stefnu venju­legra fjár­fest­ing­ar­sjóða. Að sama skapi bendir einnig ýmis­legt til þess að þrátt fyrir að ekki megi treysta til lengdar á þá spreng­ingu sem hefur orðið í fjár­fest­ingum í grænum verk­efnum und­an­farin ár, sé ekki um tísku­fyr­ir­brigði og bólu að ræða heldur marki þetta upp­haf að vexti til lengri tíma.

Talið er að kostn­aður ríkja heims af því að mis­takast að efna Par­ís­ar­sátt­mál­ann um rót­tæka stefnu­breyt­ingu í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, gæti numið allt að 600 billjónum doll­ara – 600 þús­und millj­örð­um. Það er svo há upp­hæð að erfitt er að átta sig á henni og er einmitt kannski bara tölur á blaði – og hingað til hafa slíkar tölur ekki hreyft við fólki. En nú þegar fyr­ir­tæki sjá orðið hag af umbreyt­ing­unum og grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing er að verða hjá stórum ríkjum eins og Banda­ríkj­unum og Kína – sem keppa munu um for­ystu­hlut­verk í heim­inum – má búast við að stefnu­breyt­ing í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum gæti orðið mark­viss­ari og því skilað meiri árangri en fram að þessu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar