Miðstjórn ASÍ krefst þess að ferðaþjónusta verði ekki endurreist á grundvelli lakari kjara

Allt tal um að atvinnuleysisbætur séu óhóflega háar standast ekki skoðun að mati miðstjórnar ASÍ. Miðstjórnin hvetur bæði atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af „neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur.“

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Skýr merki er um að einstakir atvinnurekendur hyggist hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfsfólks. Þetta kemur fram í nýrri ályktun frá miðstjórn ASÍ og krefst miðstjórnin að ferðaþjónustan verði ekki endurreist á grundvelli lakari kjara og starfsumhverfis en áður.

Miðstjórnin harmar þá „sleggjudóma“ sem birtast í opinberri umræðu um málefni atvinnuleitenda. „Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram neikvæð og einhliða. Miðstjórn varar við því að ýtt sé undir fordóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnuleysi,“ segir í ályktuninni. Miðstjórnin hvetur bæði atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af „neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur.“

Miðstjórnin vísar þar til fullyrðinga nokkurra atvinnurekenda sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Meðal annars sagði Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar Höldurs, það í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að hvatinn til að vinna væri orðinn lítill því atvinnuleysisbætur væru orðnar of háar.

Auglýsing

Tal um óhóflega háar bætur standist ekki skoðun

„Þau dæmi sem hafa verið nefnd og fjölmiðlar hafa gert að fréttaefni heyra til undantekninga og ekki hafa komið fram fullnægjandi skýringar á þeim, hvorki af hálfu atvinnurekenda né Vinnumálastofnunar,“ segir í ályktun miðstjórnarinnar sem minnir á að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Nú þegar hafi átakið Hefjum störf engu að síður skilað miklum árangri að mati miðstjórnarinnar.

Hlutfall grunnbóta af lágmarkstekjutryggingu er nú lægra en það var á árunum 2006 til 2010 og segir í ályktuninni að allt tal um að atvinnuleysisbætur séu fram úr hófi háar standist ekki skoðun. „Grunnbætur nema 88% af lágmarkstekjutryggingu en á árunum 2006–2010 var það hlutfall á bilinu 90–100%. Tekjufall atvinnulausra í COVID-kreppunni er að jafnaði 37% og því augljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinnu.“

Varar við fordómum í garð aðflutts verkafólks

Miðstjórnin vekur athygli á því að aðflutt verkafólk sé í meirihluta þeirra sem eru án atvinnu og varar við fordómum í garð þessa hóps, „sem auðveldlega má lesa úr orðum þeirra atvinnurekenda sem fram hafa komið í fjölmiðlum.“ Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar er almennt atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hér á landi 23 prósent en það er 10,4 prósent í heild.

Þá segir miðstjórnin almenning hafa haldið fyrirtækjum á lífi að undanförnu, „Miðstjórn ASÍ minnir á að þeir atvinnurekendur sem nú veitast að atvinnuleitendum hafa um margra mánaða skeið notið margvíslegra opinberra styrkja. Þeir hinir sömu geta nú að auki ráðið starfsfólk með beinum stuðningi. Með öðrum orðum er það almenningur á Íslandi sem haldið hefur fyrirtækjum atvinnurekenda á lífi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent