Miðstjórn ASÍ krefst þess að ferðaþjónusta verði ekki endurreist á grundvelli lakari kjara

Allt tal um að atvinnuleysisbætur séu óhóflega háar standast ekki skoðun að mati miðstjórnar ASÍ. Miðstjórnin hvetur bæði atvinnurekendur og fjölmiðla til að láta af „neikvæðri og beinlínis fordómafullri umfjöllun um atvinnuleitendur.“

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Skýr merki er um að ein­stakir atvinnu­rek­endur hygg­ist hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfs­fólks. Þetta kemur fram í nýrri ályktun frá mið­stjórn ASÍ og krefst mið­stjórnin að ferða­þjón­ustan verði ekki end­ur­reist á grund­velli lak­ari kjara og starfs­um­hverfis en áður.

Mið­stjórnin harmar þá „sleggju­dóma“ sem birt­ast í opin­berri umræðu um mál­efni atvinnu­leit­enda. „Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram nei­kvæð og ein­hliða. Mið­stjórn varar við því að ýtt sé undir for­dóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnu­leysi,“ segir í álykt­un­inni. Mið­stjórnin hvetur bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Mið­stjórnin vísar þar til full­yrð­inga nokk­urra atvinnu­rek­enda sem birst hafa í fjöl­miðlum síð­ustu daga. Meðal ann­ars sagði Stein­grímur Birg­is­son, for­stjóri bíla­leig­unnar Höld­urs, það í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni að hvat­inn til að vinna væri orð­inn lít­ill því atvinnu­leys­is­bætur væru orðnar of háar.

Auglýsing

Tal um óhóf­lega háar bætur stand­ist ekki skoðun

„Þau dæmi sem hafa verið nefnd og fjöl­miðlar hafa gert að frétta­efni heyra til und­an­tekn­inga og ekki hafa komið fram full­nægj­andi skýr­ingar á þeim, hvorki af hálfu atvinnu­rek­enda né Vinnu­mála­stofn­un­ar,“ segir í ályktun mið­stjórn­ar­innar sem minnir á að atvinnu­leysi sé í sögu­legu hámarki. Nú þegar hafi átakið Hefjum störf engu að síður skilað miklum árangri að mati mið­stjórn­ar­inn­ar.

Hlut­fall grunn­bóta af lág­marks­tekju­trygg­ingu er nú lægra en það var á árunum 2006 til 2010 og segir í álykt­un­inni að allt tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu fram úr hófi háar stand­ist ekki skoð­un. „Grunn­bætur nema 88% af lág­marks­tekju­trygg­ingu en á árunum 2006–2010 var það hlut­fall á bil­inu 90–100%. Tekju­fall atvinnu­lausra í COVID-krepp­unni er að jafn­aði 37% og því aug­ljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinn­u.“

Varar við for­dómum í garð aðflutts verka­fólks

Mið­stjórnin vekur athygli á því að aðflutt verka­fólk sé í meiri­hluta þeirra sem eru án atvinnu og varar við for­dómum í garð þessa hóps, „sem auð­veld­lega má lesa úr orðum þeirra atvinnu­rek­enda sem fram hafa komið í fjöl­miðl­u­m.“ Sam­kvæmt nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar er almennt atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara hér á landi 23 pró­sent en það er 10,4 pró­sent í heild.

Þá segir mið­stjórnin almenn­ing hafa haldið fyr­ir­tækjum á lífi að und­an­förnu, „Mið­stjórn ASÍ minnir á að þeir atvinnu­rek­endur sem nú veit­ast að atvinnu­leit­endum hafa um margra mán­aða skeið notið marg­vís­legra opin­berra styrkja. Þeir hinir sömu geta nú að auki ráðið starfs­fólk með beinum stuðn­ingi. Með öðrum orðum er það almenn­ingur á Íslandi sem haldið hefur fyr­ir­tækjum atvinnu­rek­enda á líf­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent