Samherja virðist „skorta auðmýkt“ gagnvart því að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar allrar

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði að sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir að fyr­ir­tæki sem nýta auð­lind þjóð­ar­innar verði einnig að standa undir meiri kröfum en aðrir til sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. „Þau verða að vinna í sátt við sam­fé­lagið sem þau starfa í, fylgja lögum og reglum og ekki bara að greiða fullt gjald til eig­and­ans fyrir nýt­ing­una heldur líka sýna eig­and­an­um, sem er íslenskt sam­fé­lag, virð­ingu og auð­mýkt.“

Þetta sagði hún í störfum þings­ins á Alþingi í dag en til­efnið er Sam­herj­a­málið svo­kallað sem mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum að und­an­förnu.

„­Þrátt fyrir afsök­un­ar­beiðni Sam­herja, sem var löngu tíma­bær en er mjög óljós, þá halda áfram að birt­ast fréttir af fram­göngu for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart lyk­il­stofn­unum sam­fé­lags­ins. Sam­herji hefur gengið óvenju­hart fram gegn fjöl­miðla­fólki, kraf­ist þess með bréfi að ráð­herra gefi skýr­ingar á ummælum sínum hér í ræðu­stóli Alþingis og í morgun kom fram að fyr­ir­tækið hafi haldið áfram veg­ferð sinni gagn­vart starfs­fólki Seðla­banka Íslands og seðla­banka­stjóra. Ég end­ur­tek það sem sagt var hér í gær: Alþing­is­menn skulda Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla hér í ræðu­stól,“ sagði hún en þarna vísar hún í ummæli kollega síns, Guð­mundar Andra Thors­sonar þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en í gær sagði hann að alþing­is­menn skuld­uðu Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla í ræðu­stól þings­ins.

Auglýsing

Vill raun­veru­legar breyt­ingar á auð­linda­á­kvæð­inu

Rósa Björk sagði að stóra málið væri að sam­fé­lagið þyrfti með ein­hverjum hætti að geta tek­ist á við svona fram­göngu. „Við verðum að geta tryggt vernd fjöl­miðla­fólks betur gegn ágangi stór­fyr­ir­tækja og tryggja nægj­an­legar fjár­heim­ildir til lög­reglu, sak­sókn­ara og ann­arra eft­ir­lits­stofn­ana til að hefja rann­sókn ef upp kemur grunur um refsi­vert athæfi. Kerfið okkar verður nefni­lega að virka og lög­gjaf­inn, við hér á Alþingi, verður að veita starfs­fólki grunn­stofn­ana sam­fé­lags­ins vernd fyrir svona ásókn, eins og seðla­banka­stjóri sagði sjálf­ur.“

Sagð­ist hún hafa von­ast til þess að taka mætti afsök­un­ar­beiðni Sam­herja sem dæmi um ein­lægan vilja þessa mik­il­væga fyr­ir­tækis til sátta við sam­fé­lag­ið. „En því miður virð­ist skorta auð­mýkt gagn­vart því að auð­lindin sem fyr­ir­tækið hefur fengið sinn arð af að nýta er í eigu þjóð­ar­innar allr­ar.“

Von­að­ist hún jafn­framt til þess að þessi mál öll­sömul hjálp­uðu þing­mönnum til að ná saman um raun­veru­legar „en ekki sýnd­ar­breyt­ingar á auð­linda­á­kvæð­inu í stjórn­ar­skrá. Oft var þörf en nú er nauð­syn.“

Alþing­is­menn heyra ekki undir Sam­herja

Guð­mundur Andi Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði á þingi í gær undir sama lið að alþing­is­menn sæktu ekki til Sam­herja umboð sitt til starfa á Alþingi heldur til kjós­enda, til almenn­ings í land­inu.

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld Beck

„Stundum sér maður eitt­hvað sem verður til þess eig­in­lega að mann setur hljóð­an. Á hvaða heilafoks­fundi skyldi hafa komið upp sú hug­mynd að láta lög­mann á virðu­legri lög­manns­stofu senda hæst­virtan mennta­mála­ráð­herra bréf í valds­manns­legum kans­ellístíl með ábúð­ar­fullum þér­ingum og spurn­ingum sem ráð­herr­anum er gef­inn frestur til að svara, án þess að afleið­ingar þess að hunsa þann frest séu nánar til­greind­ar, allt út af fyr­ir­spurn sem hún svar­aði í þessum stól frá mér um það hvort hún styddi Rík­is­út­varpið sem heyrir undir þann ráð­herra.

Hæst­virtur ráð­herra sagð­ist gera það og not­aði síðan orða­lag sem for­svars­menn Sam­herja hafa sjálfir notað um sína fram­göngu í afsök­un­ar­beiðni sem þeir sendu út í kosmósið, að þeir hefðu gengið of langt. Fyrir þau orð er ráð­herr­ann krafin sagna með sér­stöku lög­manns­bréfi í ábyrgð­ar­pósti, vænt­an­lega, eins og hér sé jafn­vel til skoð­unar að hún hafi brotið ein­hver lög með ummælum sín­um. Það verður að segj­ast eins og er að það er ákaf­lega sér­kenni­legt sam­skipta­form að standa í bréfa­skiptum af þessu tagi og lýsir hugs­un­ar­hætti manna sem telja sig ekki ríki í rík­inu heldur ríki yfir rík­in­u,“ sagði hann.

Enn fremur benti hann á að alþing­is­menn heyrðu ekki undir Sam­herja. „Al­þing­is­menn sækja ekki til Sam­herja umboð sitt til starfa hér heldur til kjós­enda, til almenn­ings í land­inu. Alþing­is­menn skulda Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla í ræðu­stól hér og lúta að fram­göngu og ummælum sem þegar liggja fyr­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent