Samherja virðist „skorta auðmýkt“ gagnvart því að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar allrar

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði að sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir að fyr­ir­tæki sem nýta auð­lind þjóð­ar­innar verði einnig að standa undir meiri kröfum en aðrir til sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. „Þau verða að vinna í sátt við sam­fé­lagið sem þau starfa í, fylgja lögum og reglum og ekki bara að greiða fullt gjald til eig­and­ans fyrir nýt­ing­una heldur líka sýna eig­and­an­um, sem er íslenskt sam­fé­lag, virð­ingu og auð­mýkt.“

Þetta sagði hún í störfum þings­ins á Alþingi í dag en til­efnið er Sam­herj­a­málið svo­kallað sem mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum að und­an­förnu.

„­Þrátt fyrir afsök­un­ar­beiðni Sam­herja, sem var löngu tíma­bær en er mjög óljós, þá halda áfram að birt­ast fréttir af fram­göngu for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart lyk­il­stofn­unum sam­fé­lags­ins. Sam­herji hefur gengið óvenju­hart fram gegn fjöl­miðla­fólki, kraf­ist þess með bréfi að ráð­herra gefi skýr­ingar á ummælum sínum hér í ræðu­stóli Alþingis og í morgun kom fram að fyr­ir­tækið hafi haldið áfram veg­ferð sinni gagn­vart starfs­fólki Seðla­banka Íslands og seðla­banka­stjóra. Ég end­ur­tek það sem sagt var hér í gær: Alþing­is­menn skulda Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla hér í ræðu­stól,“ sagði hún en þarna vísar hún í ummæli kollega síns, Guð­mundar Andra Thors­sonar þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en í gær sagði hann að alþing­is­menn skuld­uðu Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla í ræðu­stól þings­ins.

Auglýsing

Vill raun­veru­legar breyt­ingar á auð­linda­á­kvæð­inu

Rósa Björk sagði að stóra málið væri að sam­fé­lagið þyrfti með ein­hverjum hætti að geta tek­ist á við svona fram­göngu. „Við verðum að geta tryggt vernd fjöl­miðla­fólks betur gegn ágangi stór­fyr­ir­tækja og tryggja nægj­an­legar fjár­heim­ildir til lög­reglu, sak­sókn­ara og ann­arra eft­ir­lits­stofn­ana til að hefja rann­sókn ef upp kemur grunur um refsi­vert athæfi. Kerfið okkar verður nefni­lega að virka og lög­gjaf­inn, við hér á Alþingi, verður að veita starfs­fólki grunn­stofn­ana sam­fé­lags­ins vernd fyrir svona ásókn, eins og seðla­banka­stjóri sagði sjálf­ur.“

Sagð­ist hún hafa von­ast til þess að taka mætti afsök­un­ar­beiðni Sam­herja sem dæmi um ein­lægan vilja þessa mik­il­væga fyr­ir­tækis til sátta við sam­fé­lag­ið. „En því miður virð­ist skorta auð­mýkt gagn­vart því að auð­lindin sem fyr­ir­tækið hefur fengið sinn arð af að nýta er í eigu þjóð­ar­innar allr­ar.“

Von­að­ist hún jafn­framt til þess að þessi mál öll­sömul hjálp­uðu þing­mönnum til að ná saman um raun­veru­legar „en ekki sýnd­ar­breyt­ingar á auð­linda­á­kvæð­inu í stjórn­ar­skrá. Oft var þörf en nú er nauð­syn.“

Alþing­is­menn heyra ekki undir Sam­herja

Guð­mundur Andi Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði á þingi í gær undir sama lið að alþing­is­menn sæktu ekki til Sam­herja umboð sitt til starfa á Alþingi heldur til kjós­enda, til almenn­ings í land­inu.

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld Beck

„Stundum sér maður eitt­hvað sem verður til þess eig­in­lega að mann setur hljóð­an. Á hvaða heilafoks­fundi skyldi hafa komið upp sú hug­mynd að láta lög­mann á virðu­legri lög­manns­stofu senda hæst­virtan mennta­mála­ráð­herra bréf í valds­manns­legum kans­ellístíl með ábúð­ar­fullum þér­ingum og spurn­ingum sem ráð­herr­anum er gef­inn frestur til að svara, án þess að afleið­ingar þess að hunsa þann frest séu nánar til­greind­ar, allt út af fyr­ir­spurn sem hún svar­aði í þessum stól frá mér um það hvort hún styddi Rík­is­út­varpið sem heyrir undir þann ráð­herra.

Hæst­virtur ráð­herra sagð­ist gera það og not­aði síðan orða­lag sem for­svars­menn Sam­herja hafa sjálfir notað um sína fram­göngu í afsök­un­ar­beiðni sem þeir sendu út í kosmósið, að þeir hefðu gengið of langt. Fyrir þau orð er ráð­herr­ann krafin sagna með sér­stöku lög­manns­bréfi í ábyrgð­ar­pósti, vænt­an­lega, eins og hér sé jafn­vel til skoð­unar að hún hafi brotið ein­hver lög með ummælum sín­um. Það verður að segj­ast eins og er að það er ákaf­lega sér­kenni­legt sam­skipta­form að standa í bréfa­skiptum af þessu tagi og lýsir hugs­un­ar­hætti manna sem telja sig ekki ríki í rík­inu heldur ríki yfir rík­in­u,“ sagði hann.

Enn fremur benti hann á að alþing­is­menn heyrðu ekki undir Sam­herja. „Al­þing­is­menn sækja ekki til Sam­herja umboð sitt til starfa hér heldur til kjós­enda, til almenn­ings í land­inu. Alþing­is­menn skulda Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla í ræðu­stól hér og lúta að fram­göngu og ummælum sem þegar liggja fyr­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent