Samherja virðist „skorta auðmýkt“ gagnvart því að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar allrar

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði að sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði einnig að standa undir meiri kröfum en aðrir til samfélagslegrar ábyrgðar. „Þau verða að vinna í sátt við samfélagið sem þau starfa í, fylgja lögum og reglum og ekki bara að greiða fullt gjald til eigandans fyrir nýtinguna heldur líka sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.“

Þetta sagði hún í störfum þingsins á Alþingi í dag en tilefnið er Samherjamálið svokallað sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undanförnu.

„Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Samherja, sem var löngu tímabær en er mjög óljós, þá halda áfram að birtast fréttir af framgöngu forsvarsmanna fyrirtækisins gagnvart lykilstofnunum samfélagsins. Samherji hefur gengið óvenjuhart fram gegn fjölmiðlafólki, krafist þess með bréfi að ráðherra gefi skýringar á ummælum sínum hér í ræðustóli Alþingis og í morgun kom fram að fyrirtækið hafi haldið áfram vegferð sinni gagnvart starfsfólki Seðlabanka Íslands og seðlabankastjóra. Ég endurtek það sem sagt var hér í gær: Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar á ummælum sínum sem falla hér í ræðustól,“ sagði hún en þarna vísar hún í ummæli kollega síns, Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingarinnar, en í gær sagði hann að alþingismenn skulduðu Samherja engar skýringar á ummælum sínum sem falla í ræðustól þingsins.

Auglýsing

Vill raunverulegar breytingar á auðlindaákvæðinu

Rósa Björk sagði að stóra málið væri að samfélagið þyrfti með einhverjum hætti að geta tekist á við svona framgöngu. „Við verðum að geta tryggt vernd fjölmiðlafólks betur gegn ágangi stórfyrirtækja og tryggja nægjanlegar fjárheimildir til lögreglu, saksóknara og annarra eftirlitsstofnana til að hefja rannsókn ef upp kemur grunur um refsivert athæfi. Kerfið okkar verður nefnilega að virka og löggjafinn, við hér á Alþingi, verður að veita starfsfólki grunnstofnana samfélagsins vernd fyrir svona ásókn, eins og seðlabankastjóri sagði sjálfur.“

Sagðist hún hafa vonast til þess að taka mætti afsökunarbeiðni Samherja sem dæmi um einlægan vilja þessa mikilvæga fyrirtækis til sátta við samfélagið. „En því miður virðist skorta auðmýkt gagnvart því að auðlindin sem fyrirtækið hefur fengið sinn arð af að nýta er í eigu þjóðarinnar allrar.“

Vonaðist hún jafnframt til þess að þessi mál öllsömul hjálpuðu þingmönnum til að ná saman um raunverulegar „en ekki sýndarbreytingar á auðlindaákvæðinu í stjórnarskrá. Oft var þörf en nú er nauðsyn.“

Alþingismenn heyra ekki undir Samherja

Guðmundur Andi Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í gær undir sama lið að alþingismenn sæktu ekki til Samherja umboð sitt til starfa á Alþingi heldur til kjósenda, til almennings í landinu.

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld Beck

„Stundum sér maður eitthvað sem verður til þess eiginlega að mann setur hljóðan. Á hvaða heilafoksfundi skyldi hafa komið upp sú hugmynd að láta lögmann á virðulegri lögmannsstofu senda hæstvirtan menntamálaráðherra bréf í valdsmannslegum kansellístíl með ábúðarfullum þéringum og spurningum sem ráðherranum er gefinn frestur til að svara, án þess að afleiðingar þess að hunsa þann frest séu nánar tilgreindar, allt út af fyrirspurn sem hún svaraði í þessum stól frá mér um það hvort hún styddi Ríkisútvarpið sem heyrir undir þann ráðherra.

Hæstvirtur ráðherra sagðist gera það og notaði síðan orðalag sem forsvarsmenn Samherja hafa sjálfir notað um sína framgöngu í afsökunarbeiðni sem þeir sendu út í kosmósið, að þeir hefðu gengið of langt. Fyrir þau orð er ráðherrann krafin sagna með sérstöku lögmannsbréfi í ábyrgðarpósti, væntanlega, eins og hér sé jafnvel til skoðunar að hún hafi brotið einhver lög með ummælum sínum. Það verður að segjast eins og er að það er ákaflega sérkennilegt samskiptaform að standa í bréfaskiptum af þessu tagi og lýsir hugsunarhætti manna sem telja sig ekki ríki í ríkinu heldur ríki yfir ríkinu,“ sagði hann.

Enn fremur benti hann á að alþingismenn heyrðu ekki undir Samherja. „Alþingismenn sækja ekki til Samherja umboð sitt til starfa hér heldur til kjósenda, til almennings í landinu. Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar á ummælum sínum sem falla í ræðustól hér og lúta að framgöngu og ummælum sem þegar liggja fyrir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent