Samherja virðist „skorta auðmýkt“ gagnvart því að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar allrar

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði að sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir að fyr­ir­tæki sem nýta auð­lind þjóð­ar­innar verði einnig að standa undir meiri kröfum en aðrir til sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. „Þau verða að vinna í sátt við sam­fé­lagið sem þau starfa í, fylgja lögum og reglum og ekki bara að greiða fullt gjald til eig­and­ans fyrir nýt­ing­una heldur líka sýna eig­and­an­um, sem er íslenskt sam­fé­lag, virð­ingu og auð­mýkt.“

Þetta sagði hún í störfum þings­ins á Alþingi í dag en til­efnið er Sam­herj­a­málið svo­kallað sem mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum að und­an­förnu.

„­Þrátt fyrir afsök­un­ar­beiðni Sam­herja, sem var löngu tíma­bær en er mjög óljós, þá halda áfram að birt­ast fréttir af fram­göngu for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart lyk­il­stofn­unum sam­fé­lags­ins. Sam­herji hefur gengið óvenju­hart fram gegn fjöl­miðla­fólki, kraf­ist þess með bréfi að ráð­herra gefi skýr­ingar á ummælum sínum hér í ræðu­stóli Alþingis og í morgun kom fram að fyr­ir­tækið hafi haldið áfram veg­ferð sinni gagn­vart starfs­fólki Seðla­banka Íslands og seðla­banka­stjóra. Ég end­ur­tek það sem sagt var hér í gær: Alþing­is­menn skulda Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla hér í ræðu­stól,“ sagði hún en þarna vísar hún í ummæli kollega síns, Guð­mundar Andra Thors­sonar þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en í gær sagði hann að alþing­is­menn skuld­uðu Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla í ræðu­stól þings­ins.

Auglýsing

Vill raun­veru­legar breyt­ingar á auð­linda­á­kvæð­inu

Rósa Björk sagði að stóra málið væri að sam­fé­lagið þyrfti með ein­hverjum hætti að geta tek­ist á við svona fram­göngu. „Við verðum að geta tryggt vernd fjöl­miðla­fólks betur gegn ágangi stór­fyr­ir­tækja og tryggja nægj­an­legar fjár­heim­ildir til lög­reglu, sak­sókn­ara og ann­arra eft­ir­lits­stofn­ana til að hefja rann­sókn ef upp kemur grunur um refsi­vert athæfi. Kerfið okkar verður nefni­lega að virka og lög­gjaf­inn, við hér á Alþingi, verður að veita starfs­fólki grunn­stofn­ana sam­fé­lags­ins vernd fyrir svona ásókn, eins og seðla­banka­stjóri sagði sjálf­ur.“

Sagð­ist hún hafa von­ast til þess að taka mætti afsök­un­ar­beiðni Sam­herja sem dæmi um ein­lægan vilja þessa mik­il­væga fyr­ir­tækis til sátta við sam­fé­lag­ið. „En því miður virð­ist skorta auð­mýkt gagn­vart því að auð­lindin sem fyr­ir­tækið hefur fengið sinn arð af að nýta er í eigu þjóð­ar­innar allr­ar.“

Von­að­ist hún jafn­framt til þess að þessi mál öll­sömul hjálp­uðu þing­mönnum til að ná saman um raun­veru­legar „en ekki sýnd­ar­breyt­ingar á auð­linda­á­kvæð­inu í stjórn­ar­skrá. Oft var þörf en nú er nauð­syn.“

Alþing­is­menn heyra ekki undir Sam­herja

Guð­mundur Andi Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði á þingi í gær undir sama lið að alþing­is­menn sæktu ekki til Sam­herja umboð sitt til starfa á Alþingi heldur til kjós­enda, til almenn­ings í land­inu.

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld Beck

„Stundum sér maður eitt­hvað sem verður til þess eig­in­lega að mann setur hljóð­an. Á hvaða heilafoks­fundi skyldi hafa komið upp sú hug­mynd að láta lög­mann á virðu­legri lög­manns­stofu senda hæst­virtan mennta­mála­ráð­herra bréf í valds­manns­legum kans­ellístíl með ábúð­ar­fullum þér­ingum og spurn­ingum sem ráð­herr­anum er gef­inn frestur til að svara, án þess að afleið­ingar þess að hunsa þann frest séu nánar til­greind­ar, allt út af fyr­ir­spurn sem hún svar­aði í þessum stól frá mér um það hvort hún styddi Rík­is­út­varpið sem heyrir undir þann ráð­herra.

Hæst­virtur ráð­herra sagð­ist gera það og not­aði síðan orða­lag sem for­svars­menn Sam­herja hafa sjálfir notað um sína fram­göngu í afsök­un­ar­beiðni sem þeir sendu út í kosmósið, að þeir hefðu gengið of langt. Fyrir þau orð er ráð­herr­ann krafin sagna með sér­stöku lög­manns­bréfi í ábyrgð­ar­pósti, vænt­an­lega, eins og hér sé jafn­vel til skoð­unar að hún hafi brotið ein­hver lög með ummælum sín­um. Það verður að segj­ast eins og er að það er ákaf­lega sér­kenni­legt sam­skipta­form að standa í bréfa­skiptum af þessu tagi og lýsir hugs­un­ar­hætti manna sem telja sig ekki ríki í rík­inu heldur ríki yfir rík­in­u,“ sagði hann.

Enn fremur benti hann á að alþing­is­menn heyrðu ekki undir Sam­herja. „Al­þing­is­menn sækja ekki til Sam­herja umboð sitt til starfa hér heldur til kjós­enda, til almenn­ings í land­inu. Alþing­is­menn skulda Sam­herja engar skýr­ingar á ummælum sínum sem falla í ræðu­stól hér og lúta að fram­göngu og ummælum sem þegar liggja fyr­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent