Hafa lokað tímabundið á níu lögmenn frá árinu 2016

Eftirlit Samgöngustofu með uppflettingum lögmanna í ökutækjaskrá fer fram með árlegu slembiúrtaki. Síðan 2016 hafa níu lögmenn verið staðnir að því að misnota víðtækan aðgang sinn að ökutækjaskránni og aðgangi þeirra verið lokað tímabundið.

Tesla-bifreið fyrir framan Hallgrímskirkju.
Tesla-bifreið fyrir framan Hallgrímskirkju.
Auglýsing

Samgöngustofa hefur frá árinu 2016 lokað tímabundið á aðgang níu lögmanna að ökutækjaskrá, eftir að þeir hafa verið staðnir að óleyfilegum uppflettingum í skránni. Enginn lögmaður hefur hins vegar verið staðinn að misnotkun frá því að ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga tóku gildi, en það var sumarið 2018.

Þetta kemur fram í svari frá stofnuninni við fyrirspurn Kjarnans, sem lögð var fram eftir að Kjarninn fjallaði um uppflettingar lögmannsins Þorbjörns Þórðarsonar á bifreiðaeign rithöfundarins Hallgríms Helgasonar, en lögmaðurinn (og almannatengslaráðgjafinn) fletti Hallgrími upp til þess að athuga hvort hann ætti Teslu.

Lögmenn geta í krafti starfa sinna fengið víðtækari aðgang að ökutækjaskrá en almenningi almennt stendur til boða. Allir sem vilja geta flett upp skráðum eiganda ökutækis með því að skrá sig inn með rafrænum skílríkjum á vef Samgöngustofu. Í þeim víðtækari aðgangi sem lögmenn hafa er hins vegar hægt að fletta upp með víðtækari hætti, og til dæmis sjá sögu bílaeignar hjá einstaklingum.

Þetta virðist lögmaðurinn Þorbjörn hafa gert í tilfelli Hallgríms. „Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu,“ sagði Þorbjörn við Pál Steingrímsson skipstjóra Samherja, sem hafði verið með kenningu um að Hallgrímur ætti Teslu, en slík er í eigu nágranna hans.

Þorbjörn rakti fyrir skipstjóranum að Hallgrímur ætti tvo bíla af Hyundai-gerð, annars vegar Santa Fe og hins vegar Galloper-jeppa. Einnig fylgdi sögunni að rithöfundurinn hefði áður átt Skoda-bifreið af gerðinni Octavia en selt hana árið 2007.

Eftirlit um það bil árlega með slembiúrtaki

Samgöngustofa segist sinna eftirliti með uppflettingum lögmanna „nokkuð reglubundið eða um það bil árlega“ og fer eftirlitið fram með skoðun á slembiúrtaki.

Auglýsing

„Þá er óskað eftir gögnum sem staðfesta heimild til að framkvæma tilteknar uppflettingar, s.s. úrskurð héraðsdóms vegna skipunar viðkomandi lögmanns sem skiptastjóra. Verði misnotkunar vart eða gögnum ekki framvísað er aðgangi lokað. Við fyrsta brot í þrjá mánuði, við annað brot sex mánuði og við þriðja brot varanlega,“ segir í svari frá Samgöngustofu.

Ef ábendingar berast um mögulega misnotkun eru þau mál skoðuð eftir hefðbundnu verklagi, segir stofnunin í svari til Kjarnans.

Ekki barst þó skýrt svar við spurningu um hvort eitthvað sérstakt yrði aðhafst vegna uppflettinga lögmannsins Þorbjörns, sem sagt hefur verið frá opinberlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent