Segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn gegnsýrða af sérhagsmunagæslu

Þingmaður Viðreisnar segir að ítök Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í grunnkerfum samfélagsins séu mikil og í gegnum lýðveldissöguna hafi myndast sterk hagsmunatengsl á milli flokkanna og helstu hagsmunaaðila íslensks samfélags.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisnar segir að Sam­herj­a­málið hafi gefið almenn­ingi inn­sýn í það hversu gegn­sýrðir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn séu af sér­hags­muna­gæslu. Von­ast hann til að almenn­ingur sé reiðu­bú­inn að opna augun fyrir því og velji frekar stjórn­mála­flokka sem hafi almanna­hags­muni framar sér­hags­mun­um. „Það er mikið í húfi fyrir fram­tíð lands og lýðs.“

Þetta kom fram í máli þing­manns­ins undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

„Á lýð­veld­is­tím­anum hafa Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur að mestu haldið um stjórn­ar­taumana. Yfir­leitt sam­an, stundum í sitt hvoru lagi. Sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við í dag er á ábyrgð þeirra. Auð­vitað eru þær í þeirri sögu bjartar hliðar en því miður eru þær ansi margar myrkar,“ sagði hann.

Auglýsing

Engin til­viljun að þessir flokkar vildu helst engu hagga

Þá sagði Jón Stein­dór að allir vissu sem vildu vita að ítök þess­ara flokka í grunn­kerfum sam­fé­lags­ins væru mikil og í gegnum lýð­veld­is­sög­una hefðu mynd­ast sterk hags­muna­tengsl á milli flokk­anna og helstu hags­muna­að­ila íslensks sam­fé­lags. „Þú klappar mér, ég klappa þér.“

Það væri engin til­viljun að þessir flokkar vildu helst engu hagga þegar kæmi að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerf­un­um.

„Það er ekki vegna þeirra ríku almanna­hags­muna sem þeir verja. Nei, það er vegna sér­hags­muna flokk­anna sjálfra og fyr­ir­tækj­anna sem þeir þjóna. Og það er heldur engin til­viljun þegar umræða um krón­una og Evr­ópu­sam­bandið er opnuð þá fari þessir sömu flokkar á lím­ing­un­um. Það er ekki vegna þeirra ríku almanna­hags­muna sem fælust í auknum geng­is­stöð­ug­leika fyrir heim­ilin og fyr­ir­tækin í land­inu. Nei, það er vegna þess að þeir sem telja sig tapa eru vörslu­menn sér­hags­muna sem flokk­arnir verja,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent