Framsókn og Píratar bæta við sig í nýrri könnun MMR – Vinstri græn dala mest

Fylgi Vinstri grænna mældist þremur prósentustigum lægra en síðast í nýrri könnun MMR. Á sama tíma bæta Framsókn og Píratar við sig tæpum þremur prósentustigum hvor flokkur. Píratar mælast næststærsti á eftir Sjálfstæðisflokki, sem er nærri kjörfylgi.

MMR segir að fleiri baráttulínur séu að teiknast upp á milli flokka en bara sú sem fyrirtækið hefur vakið máls á að séu greinilegar á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.
MMR segir að fleiri baráttulínur séu að teiknast upp á milli flokka en bara sú sem fyrirtækið hefur vakið máls á að séu greinilegar á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn er nærri kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun frá MMR, en flokkurinn mældist með 24,6 prósent fylgi. Þar á eftir koma Píratar með 13,5 prósent og Framsókn með 12,5 prósent fylgi. Báðir flokkar bæta við sig í þessari nýju könnun, Píratar 2,5 prósentustigum og Framsókn 2,9 prósentustigum.

Svipaða sögu er að segja af Viðreisn, sem mælist nú með 11 prósent fylgi og bætir við sig rúmu prósentustigi frá síðustu könnun MMR. Vinstri græn dala hins vegar mest og mælast nú með 11,1 prósent fylgi, sléttum 3 prósentustigum minna en í síðustu könnun MMR.

Fylgi Samfylkingar dalar einnig um rúmt prósentustig og mælist nú 10,9 prósent. Fylgi Miðflokksins minnkar sömuleiðis um rúmt prósentustig á milli kannana og mældist nú 6,5 prósent.

Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,6 prósent, sem er rúmu prósentustigi minna en í síðustu könnun MMR og Flokkur fólksins mælist með 2,8 prósent fylgi, eftir að hafa mælst með 4,2 prósent í síðustu könnun. 1,6 prósent aðspurðra segja að þeir myndu að kjósa einhverjar aðrar stjórnmálahreyfingar.

MMR segir í umfjöllun um niðurstöðurnar á vef sínum að þegar gögnin séu skoðuð aftur í tímann sé ljóst að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. „Þessar sveiflur eru eðlilegar og til marks um þau áhrif sem stjórnmálaumræðan hefur á þeim tímapunkti þegar viðkomandi könnun er tekin,“ segir á vef MMR.

Niðurstöður nýrrar könnunar MMR.Skoðanakannanir fyrirtækisins eru ólíkar þjóðarpúlsi Gallup, sem Kjarninn birti ítarlega umfjöllun um fyrr í dag, meðal annars að því leyti að kannanir MMR eru framkvæmdar á skemmra tímabili og mæla þannig skarpari sveiflur í fylgi en Þjóðarpúlsinn, sem er framkvæmdur yfir mánaðarlangt tímabil.

Þessi könnun MMR var framkvæmd dagana 25. maí til 1. júní 2021.

Fleiri baráttulínur að koma í ljós

MMR leggst í nokkra greiningu á tölunum og segir í umfjöllun sinni að sveiflurnar í fylgi flokkanna sýni okkur á milli hvaða flokka baráttan standi.

Auglýsing

„MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í umfjöllun MMR.

Þau orð fylgja að nú þegar hylli undir lok COVID-baráttunnar og athygli stjórnmálamanna beinist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum, séu línur teknar að skerpast um hvaða flokka þeir muni velja á milli í komandi kosningum.

Könnun MMR var sem áður segir framkvæmd dagana 25.-1. júní 2021. Þátttakendur voru einstaklingar 18 ára og eldri sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, en álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma. Um netkönnun var að ræða og voru svör 951 talsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent