Þorsteinn Már í yfirlýsingu: „Svona stundum við hjá Samherja einfaldlega ekki viðskipti“

Fjöldi skjala sem Samherji hefur lagt fram vegna málarekstursins í Namibíu var birtur í vefgátt namibískra dómstóla í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og fleiri varpa allri ábyrgð á meintu ólögmætu athæfi á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

Í dag hefur verið gerður opin­ber mik­ill fjöldi skjala sem Sam­herji og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa lagt fram til yfir­valda í Namibíu vegna mála­rekst­urs­ins sem teng­ist starf­semi Sam­herja þar í landi. Á meðal gagna er eið­svarin yfir­lýs­ing frá Þor­steini Má Bald­vins­syni for­stjóra Sam­herja, þar sem hann neitar allri aðkomu að nokk­urs­konar spill­ing­ar­málum eða ólög­mætum gjörn­ingum í Namibíu eða í tengslum við Namib­íu.

Í yfir­lýs­ingu for­stjór­ans, sem lesa má í heild sinni hér, segir að ef Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja sem svo gerð­ist upp­ljóst­ari, hafi tekið þátt í ein­hverju ólög­legu athæfi hafi hann „sann­ar­lega aldrei látið mig vita af því“.

Þor­steinn Már hafnar því sömu­leiðis að hafa átt þátt í að, eða verið „aðal­arki­tekt­inn“ að, við­skipta­samn­ingum við Fischor og Nam­gom­ar. Jóhannes Stef­áns­son hafi gert þessa samn­inga og ef eitt­hvað ólög­mætt hafi falist í þeim, sé það „Hr. Stef­áns­son einn, og eng­inn ann­ar, allra síst ég, sem tók þátt í því.“

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Þor­steins Más var und­ir­rituð í við­ur­vist full­trúa sýslu­manns á Egils­stöðum 27. maí, en Þor­steinn Már var staddur á Aust­ur­landi þann dag til þess að vera við­stadd­ur, sem stjórn­ar­for­mað­ur, er við­skipti með hluta­bréf í Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaups­stað hófust með við­höfn.

Þor­steinn Már seg­ist hafa verið grun­laus

Í yfir­lýs­ingu hans segir að Jóhannes Stef­áns­son hafi allt frá því hann var ráð­inn og þar til hann var lát­inn fara í des­em­ber árið 2016, stjórnað starf­semi Sam­herja í Namibíu sjálf­stætt. Þor­steinn Már seg­ist ekki hafa verið með eft­ir­lit með hon­um, né heldur veitt honum leið­bein­ing­ar. „Hefði hann unnið undir beinni stjórn minni, þá hefði hann verið rek­inn fyrir löng­u,“ segir Þor­steinn Már í yfir­lýs­ingu sinni.

Hann neitar því að hann sjálfur hafi verið flæktur í, vitað af, eða svo mikið sem grunað að Jóhannes Stef­áns­son væri flæktur í „spillta samn­inga eða væri að flækja ein­hver namibísku fyr­ir­tækj­anna í spillta samn­inga á meðan hann var í starfi fyrir Sam­herj­a­sam­stæð­una.“

„Ég vissi sann­ar­lega ekki af né heldur sam­þykkti ég neina af hans meintu spilltu samn­ing­um. Svona stundum við hjá Sam­herja ein­fald­lega ekki við­skipt­i,“ segir for­stjór­inn.

Fjallar um Seðla­banka­málið

Í yfir­lýs­ingu sinni rekur Þor­steinn Már einnig gang hins svo­kallað Seðla­banka­máls, sem hófst með hús­leit Seðla­bank­ans hjá Sam­herja í mars árið 2012. Hann segir það mál hafa reynt gríð­ar­lega á æðstu stjórn­endur Sam­herja, þar með talið sig sjálf­an.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck.

Hann færir rök fyrir því að Seðla­banka­málið hafi verið þannig vaxið að í reynd hefði það verið ómögu­legt fyrir hann að vera eitt­hvað inni í rekstr­inum í Namib­íu, eða eins og hann lýsir sjálf­ur: „Það hefði ein­fald­lega ekki verið neinn tími, bjarg­ráð eða orka hjá mér til þess að djúpt inn­vinkl­aður í fjar­læga, litla og fremur ómerki­lega starf­semi hinumegin á plánet­unn­i,“ skrifar Þor­steinn Már.

Ingvar hafi ekki þurft leyfi for­stjóra til að greiða kostnað

Þor­steinn Már segir einnig í yfir­lýs­ing­unni að Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja á Kýp­ur, eða að minnsta kosti fjár­mála­deildin „hans“, hafi ekki þurft sér­stakt leyfi frá sér til þess að fram­kvæma greiðslur vegna rekstr­ar­kostn­að­ar, eins og Jóhannes Stef­áns­son hafi gefið í skyn. Raunin sé sú að Jóhannes sjálfur hafi stýrt greiðslum á kostn­aði vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Ítar­leg yfir­lýs­ing Ingv­ars

Ingvar hefur sjálfur lagt fram 108 blað­síðna langa eið­svarna yfir­lýs­ingu, þar sem hann sver af sér sakir í mál­inu. Undir þá yfir­lýs­ingu tekur Egill Helgi Árna­son, sem namibísk yfir­völd vilja einnig ákæra í mál­inu ásamt Aðal­steini Helga­syni, fyrr­ver­andi starfs­manni Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem kom að rekstri dótt­ur­fé­laga í Namibíu á árum áður.

Íslensk yfir­völd hafa hafnað fram­sals­beiðnum frá Namibíu vegna þeirra þriggja og því hefur ekki tek­ist að birta Íslend­ing­unum þremur ákæru með form­legum hætti. Ingvar gerir athuga­semd við vinnu­brögð sak­sókn­ar­ans í Namibíu hvað fram­sals­mál varðar í yfir­lýs­ingu sinni og segir hana hafa látið undir höfuð leggj­ast að láta dóm­stól­inn í Wind­hoek vita af því að nei­kvætt svar hefði borist um fram­sal frá Íslandi strax í febr­ú­ar.

Hin ítar­lega yfir­lýs­ing Ingv­ars, sem und­ir­rituð var í sendi­ráði Íslands í Brus­sel í Belgíu 28. maí, inni­heldur svör við mörgum efn­is­at­riðum sem koma fram í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu Jóhann­esar Stef­áns­sonar og sömu­leiðis yfir­lýs­ingu Mörthu Imalwa, sak­sókn­ara ákæru­valds­ins í Namib­íu.

Ingvar kemur því ítrekað að, að ef eitt­hvað ólög­legt athæfi hafi átt sér stað í rekstri dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu, þá hafi það verið að á ábyrgð Jóhann­esar eins. Hann kallar Jóhannes „stjörnu­vitni“ ákæru­valds­ins í mál­inu og segir að án vitn­is­burðar hans sé mál namibískra yfir­valda á hendur sér og öðrum erlendum sak­born­ingum algjör­lega hald­laust.

Full­yrðir að Jóhannes muni ekki koma til Namibíu

Ingvar full­yrðir sömu­leiðis í yfir­lýs­ingu sinni að Jóhannes Stef­áns­son muni ekki koma til Namibíu til þess að bera vitni í mál­inu — en ef hann myndi koma, kæmi einnig koma í ljós við gagn­leiðslur fyrir dómi að fram­burður hans héldi ekki vatni.

Ástæðan fyrir því að Ingvar telur að Jóhannes fari ekki suður til Namibíu til þess að bera vitni er sam­kvæmt honum sú að hvorki sak­sókn­ar­inn né Jóhannes sjálfur hafi sagt að hann ætli að sér að koma og bera vitni, né heldur hafi sak­sókn­ar­inn og Jóhannes sagt að hann njóti ein­hverrar frið­helgi í land­inu.

Samherjamenn segja Jóhannes Stefánsson hafa starfað sjálfstætt í Namibíu. Mynd: Skjáskot/RÚV

Jóhannes „veit að ef hann kemur til Namibíu verður hann hand­tek­inn og mun ekki losna gegn trygg­ing­u,“ segir í yfir­lýs­ingu Ingv­ars, sem segir einnig að Jóhannes viti að hans bíði langur tími í fang­elsi í Namibíu fyrir þá glæpi sem hann hafi ját­að.

Ingvar segir að ef það hins vegar fari svo að sak­sókn­ar­inn bjóði Jóhann­esi frið­helgi, muni sú sama frið­helgi falla úr gildi ef Jóhannes beri vitni. Ef Jóhannes segi sann­leik­ann, muni erlendu sak­born­ing­arnir í mál­inu, Íslend­ing­arn­ir, ekki verða dæmdir fyrir nein meint brot. „Ef hann heldur áfram með núver­andi lygar, verður það sannað við gagn­leiðslu að hann hefur ekki sagt sann­leik­ann og hann verður sak­sótt­ur,“ segir Ingv­ar.

„Það verður ekki hægt að koma í veg fyrir að ég beri vitni“

Stundin sagði á dög­unum frá því, sem fram kemur í sam­skipta­gögnum innan úr Sam­herja sem Kjarn­inn hefur einnig undir hönd­um, að hin svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ fyr­ir­tæk­is­ins hafilagt á ráðin um að koma í veg fyrir að Jóhannes færi til Namib­íu.

Í sam­skiptum á milli starfs­manna Sam­herja snemma í apr­íl­mán­uði kom fram að til skoð­unar væri að kæra Jóhannes fyrir mein­tan þjófnað frá fisk­búðum í Namib­íu, undir þeim for­merkjum að ef Jóhann­esi yrði talin trú um að þar með héldi ekki samn­ingur hans við namibísk stjórn­völd myndi hann pott­þétt ekki mæta í rétt­ar­sal. Um þetta voru þau Arna McClure lög­maður og Páll Stein­gríms­son sam­mála og sagði Páll hafa talað við Þor­stein Má um kæru á hendur Jóhann­esi.

Í sam­tali við Stund­ina sagð­ist Jóhannes sjálfur ætla sér að bera vitni.

„Það verður ekki hægt að koma í veg fyrir að ég beri vitn­i,“ sagði Jóhannes Stef­áns­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent