Oddný: „Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína“

Í sérstakri umræðu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum benti fjármálaráðherra á að aflandsfélög sem slík væru ekki ólögleg. Margt hafi verið gert á nýliðnum árum til að koma í veg fyrir skattaundanskot.

Oddný G. Harðardóttir og Bjarni Benediktsson ræddu um aflandseignir Íslendinga í dag.
Oddný G. Harðardóttir og Bjarni Benediktsson ræddu um aflandseignir Íslendinga í dag.
Auglýsing

Margt hefur breyst til hins betra á und­an­förnum árum í mál­efnum sem tengj­ast eignum Íslend­inga á aflands­svæðum og umhverfið í mála­flokknum gjör­breyst að mati Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Þetta kom fram í sér­stakri umræðu um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum sem fram fór í þing­inu í dag.

Bjarni sagði að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Skatt­inum virt­ust bæði skattaund­an­skot og -snið­ganga hafa minnkað á und­an­förnum árum. „Það er að ger­ast meðal ann­ars vegna upp­lýs­inga­skipta­samn­inga sem við höfum und­ir­ritað síð­ustu ár. Það gætir meira gagn­sæis í öðrum ríkj­um, sömu­leið­is. Breyttar reglur hér á landi. Ný lög skipta máli. Hér má nefna lög um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda og síð­ast í gær vorum við að sam­þykkja lög um upp­töku sekt­ar­á­kvæða vegna milli­verð­lagn­ing­ar­mála,“ sagði Bjarni.

Hann sagði það skipta máli að hóf­legar og sann­gjarnar álögur væri til staðar og hvat­arnir til skattaund­an­skota þar með teknir í burtu. Undir lok ræðu sinnar benti Bjarni á að aflands­fé­lög sem slík væru ekki ólög­leg.

Auglýsing

„Hér vil ég að lokum segja að aflands­fé­lögin sem slík eru ekki ólög­leg að íslenskum lög­um. Við segjum hins vegar í skatta­lög­unum að við skil­greinum það sem lág­skatta­ríki þar sem tekju­skattur er tveimur þriðju lægri en á Íslandi og við sam­þykkjum ekki slíka skatt­lagn­ingu og skatt­leggjum slíka starf­semi á Íslandi sam­kvæmt íslenskum skatta­regl­um. Það er lyk­il­at­riði. Þessu höfum við verið að breyta á und­an­förnum árum og þess vegna stendur dálítið upp úr spurn­ingin hvort máls­hefj­andi hér telji að í skatta­regl­unum sé eitt­hvað ábóta­vant eða ekki.“

Koma þurfi í veg fyrir afland­svæð­inu Íslands

Mál­hefj­andi umræð­unnar var Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og sagði hún í upp­hafs­ræðu sinni meðal ann­ars að eftir útkomu skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum hefði verið kallað eftir frek­ari rann­sóknum á umsvifum eigna Íslend­inga á aflands­svæðum til að fyr­ir­byggja skatt­svik. Oddný sagði núver­andi rík­is­stjórn hafa svarað því kalli með því að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Hún sagði að í skýrsl­unni hefði mörgum mik­il­vægum spurn­ingum verið varpað fram sem vert væri að fá svör við.

Í kjöl­farið beindi Oddný spurn­ingum til fjár­mála­ráð­herra, meðal ann­ars um hlut­deild aflands­fé­laga í eign­ar­haldi í félögum í úrvals­vísi­tölu kaup­hall­ar­innar og um rann­sóknir á milli­verð­lagn­ingu í vöru­við­skipt­um.

Þá sagði Oddný að alþjóð­leg sam­vinna hefði auk­ist á und­an­förnum árum um aðgerðir gegn skatta­skjólum og að þátt­taka Íslend­inga í slíku sam­starfi þyrfti að vera mark­viss. „Til að koma í veg fyrir að skað­inn sem átti sér stað við afland­svæð­ingu Íslands á árunum fyrir banka­hrun end­ur­taki sig Í ein­hverri mynd verður að rann­saka, kort­leggja, vinna að vand­aðri laga­setn­ingu og vinna með öðrum þjóðum með notkun skatta­skjóla. Skatta­skjól eru nýtt af fólki sem vill fela pen­ing­ana sína fyrir skatt­inum og láta aðra bera uppi sinn hlut í vel­ferð­ar­kerf­in­u.“

Þing­menn ósam­mála um mik­il­vægi emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra

Fjár­mála­ráð­herra rakti í seinni ræðu sinni, undir lok umræð­unn­ar, nokkrar af þeim breyt­ingum sem ráð­ist hafði verið í til þess að koma í veg fyrir skattaund­an­skot. Hann klykkti út með orð­un­um: „Ég þakka fyrir gagn­lega umræðu og að lokum þetta: Við vorum ekki að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra heldur sam­eina það skatt­in­um.“

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafði verið tölu­vert til umræðu í þess­ari sér­stöku umræðu. Líkt og áður segir gagn­rýndi Oddný að emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefði verið lagt nið­ur.

Smári McCarthy sagði í ræðu sinni að sú ákvörðun að leggja emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra og fjár­mála­eft­ir­lit niður og „fela öðrum van­fjár­mögnuð stofn­unum þau verk­efni er á vissan hátt rót vand­ans.“ Þá sagði hann að sú stað­reynd að stofn­anir sem þurfa að sinna rann­sóknum á skattaund­anskotum þurfi jafn­vel að reiða sig á gagna­leka sýna að víða sé pottur brot­inn. Þá gagn­rýndi hann Brynjar Níels­son fyrir að vera þing­maður sem hefur „sér­hæft sig í því að stækka gráa svæðið og gera útlínur þess loðn­ari.“

Brynjar sagði í sinni ræðu að nýlegar breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra myndu gera eft­ir­lit með skattaund­anskotum betra. „Ég vil líka and­mæla því sér­stak­lega sem kemur alltaf hér fram að það sé verið að reyna að draga úr skatt­eft­ir­liti í nýlegum lög­um. Þar sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri var sam­ein­aður skatt­in­um, hann var ekk­ert lagður nið­ur. Það er ekk­ert verið að hugsa um að draga úr skatt­eft­ir­liti nema síður sé, það er verið að gera það betra.“

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um gerði emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra athuga­semdir við þá breyt­ingu sem gerð var á emb­ætt­inu þegar það var lagt af sem sjálf­stæð stofnun og varð að ein­ingu innan Skatts­ins. Í athuga­semd­unum kom fram að hætta yrði á að sér­fræði­þekk­ing myndi glat­ast. Þá var breyt­ingin einnig sögð ganga gegn til­gangi sínum um að koma í veg fyrir tvö­falda refs­ingu og tvö­falda máls­með­ferð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent