Ásgeir Jónsson fékk bréf frá Samherja eftir viðtalið við Stundina

Kjarninn hefur fengið staðfestingu á því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk sent erindi frá Samherja í kjölfar þess að viðtal við hann í Stundinni birtist í aprílmánuði. Erindið fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Auglýsing

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji, eða einhver á þess vegum, sendi erindi á Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra eftir að umtalað viðtal við hann birtist í Stundinni í aprílmánuði. Þetta hefur Kjarninn fengið staðfest, en blaðamaður óskaði eftir því við Seðlabankann að fá afhent öll erindi frá Samherja eða fulltrúum fyrirtækisins sem mögulega hefðu borist til seðlabankastjóra frá því að viðtal Stundarinnar við Ásgeir birtist.

Í svari Seðlabankans við beiðni Kjarnans um gögnin felst staðfesting á því að slíkt erindi er til, en Seðlabankinn neitar Kjarnanum um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til ríkrar þagnarskyldu starfsmanna bankans.

„Rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Seðlabankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt [...]. Umbeðin gögn varða samskipti Seðlabankans og þriðja aðila og telur bankinn að slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema annaðhvort úrskurður dómara eða lagaboð gera bankanum skylt að láta þær af hendi. Beiðni þinni um aðgang að umbeðnum gögnum er þar með hafnað,“ segir í svari Seðlabankans til blaðamanns.

Kjarninn kærir synjun Seðlabankans til úrskurðarnefndar

Þetta formlega svar barst blaðamanni síðasta föstudag og hefur ákvörðun Seðlabankans um að synja Kjarnanum um aðgang að þessu erindi frá Samherja þegar verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga á almenningur rétt til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða aðrir aðilar hafa sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda.

Í kæru blaðamanns til úrskurðarnefndar segir meðal annars að ekki verði fallist á það, án þess að úrskurðarnefndin sem óháður aðili hafi lagt mat á erindið frá Samherja til seðlabankastjóra, að efni þess sé þess eðlis að það þurfi að fara leynt vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans, en samkvæmt 4. gr. upplýsingalaga eiga almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki að takmarka rétt til aðgangs að gögnum.

Auglýsing

Nokkrir mánuðir munu sennilega líða þar til úrskurður liggur fyrir í þessu kærumáli.

Í ljósi þessa óskaði blaðamaður eftir því að fá erindið afhent frá Samherja og spurðist fyrir um það hvort fyrirtækið teldi, rétt eins og Seðlabankinn, að erindið væri þess eðlis að það ætti að fara leynt. Svör höfðu ekki borist frá Samherja þegar þessi frétt birtist.

Kjarninn hefur því ekki vitneskju um hvað kemur fram í þessu erindi Samherja eða einhvers á vegum fyrirtækisins til seðlabankastjóra, sem í ljós hefur komið að er til.

Ósk um útskýringar?

Mögulega felst í því ósk um útskýringar Ásgeirs á einhverjum orðum hans í samtali við Stundina, en erindið er að líkindum sent á svipuðum tíma og annað bréf sem barst mennta- og menningarmálaráðherra frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Samherja, þann 27. apríl.

Eins og Kjarninn sagði frá í fyrradag krafði lögmaðurinn Lilju Alfreðsdóttur um útskýringar á orðum hennar á þingi, þar sem hún sagði 26. apríl síðastliðinn að Samherji hefði gengið „of langt“ í viðbrögðum sínum við fréttaflutningi af svokölluðu Namibíumáli fyrirtækisins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallaði þetta bréf Samherja til Lilju stórfurðulegt, í samtali við mbl.is í gær.

Ásgeir gagnrýndi framgöngu Samherja gegn starfsfólki Seðlabankans

Í viðtalinu við Stundina, sem birtist 23. apríl, gagnrýndi Ásgeir Samherja fyrir framgöngu sína gegn einstaka starfsmönnum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, en fyrirtækið kærði fimm starfsmenn bankans að Má Guðmundssyni fyrrverandi seðlabankastjóra meðtöldum til lögreglu vorið 2019, eftir að Seðlabankinn hafnaði að greiða Samherja bætur vegna hins svokallaða Seðlabankamáls.

„Og ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Samherjamáli: Að farið hafi verið svona persónulega á eftir þessu fólki. [...]Eitt er að fara gegn stofnuninni, það er hægt að berja á þessari stofnun eða mér sem framkvæmdastjóra hennar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir einstaka starfsmönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þessari stofnun, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona persónulega gegn fólki.“

Í viðtalinu sagði Ásgeir ótækt að Samherji gæti ráðist persónulega að ríkis- og embættismönnum með þeim hætti sem hann teldi að hefði átt sér stað.

„Þetta er ákveðinn vandi; löggjafinn hefur ekki enn veitt okkur vernd fyrir svona ásókn. Seðlabankinn mun að sjálfsögðu standa straum af málskostnaði vegna þessara mála. En ég er mjög ósáttur við þetta, að þessar kærur hafi ekki verið afgreiddar og það hafi ekki verið gengið frá þessu,“ sagði Ásgeir við Stundina.

Ríkissaksóknari með málið

Sama dag og viðtalið við Ásgeir birtist kom það fram í fréttum að lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefði vísað kæru Samherja frá. Fram kemur í samskiptagögnum innan úr Samherja sem Kjarninn hefur undir höndum að Samherji ætli sér að fara lengra með málið.

„Bara svo þið vitið þá vísaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum kærunni frá a grundvelli þess að bankinn hafði brotið eins a öðrum í 18 málum. Sumsé eins og ef þú segist ekki eiga að fá sekt af því að þú keyrðir yfir 18 önnur rauð ljós. Ríkissaksóknari er með málið og hefur kallað eftir gögnum frá lögreglustjóranum. Þessi rök halda vitaskuld ekki vatni. Þu sleppur ekki fyrir það eitt að hafa brotið oftar af þér. Öðru fremur bendir það til kerfisbundinna brota,“ sagði annað hvort Arna McClure lögmaður eða Þorbjörn Þórðarson almannatengslaráðgjafi í spjallhópnum „PR Namibía“ sama dag og viðtalið við Ásgeir birtist í Stundinni.

Eins og Kjarninn sagði frá nýlega ræddu þau þar, ásamt Páli Steingrímssyni skipstjóra, um hvernig ætti að bregðast við orðum seðlabankastjóra í viðtalinu.

Ýmist Arna eða Þorbjörn sögðu að það væri „hægt að afgreiða Ásgeir í 250 orðum“ og rætt var um að „gera þrjár mismunandi útgáfur“ af blaðagrein, „með svipuðu inntaki en ólíkum stíl og áherslum, og birta í sömu vikunni í þremur ólíkum miðlum. Vísi, Mbl og Fréttablaðinu“ til þess að svara seðlabankastjóra og þeim orðum sem hann lét falla í samtali við Stundina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent