Ásgeir Jónsson fékk bréf frá Samherja eftir viðtalið við Stundina

Kjarninn hefur fengið staðfestingu á því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk sent erindi frá Samherja í kjölfar þess að viðtal við hann í Stundinni birtist í aprílmánuði. Erindið fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji, eða ein­hver á þess veg­um, sendi erindi á Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra eftir að umtalað við­tal við hann birt­ist í Stund­inni í apr­íl­mán­uði. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest, en blaða­maður óskaði eftir því við Seðla­bank­ann að fá afhent öll erindi frá Sam­herja eða full­trúum fyr­ir­tæk­is­ins sem mögu­lega hefðu borist til seðla­banka­stjóra frá því að við­tal Stund­ar­innar við Ásgeir birt­ist.

Í svari Seðla­bank­ans við beiðni Kjarn­ans um gögnin felst stað­fest­ing á því að slíkt erindi er til, en Seðla­bank­inn neitar Kjarn­anum um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til ríkrar þagn­ar­skyldu starfs­manna bank­ans.

„Rík þagn­ar­skylda hvílir á starfs­mönnum Seðla­bank­ans um allt það sem varðar hagi við­skipta­manna bank­ans, við­skipti og rekstur eft­ir­lits­skyldra aðila, tengdra aðila eða ann­arra og mál­efni bank­ans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vit­neskju um í starfi sínu og leynt skulu fara sam­kvæmt lögum eða eðli máls, nema dóm­ari úrskurði að upp­lýs­ingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lög­reglu eða skylt sé að veita upp­lýs­ingar lögum sam­kvæmt [...]. Umbeðin gögn varða sam­skipti Seðla­bank­ans og þriðja aðila og telur bank­inn að slíkar upp­lýs­ingar séu háðar þagn­ar­skyldu nema ann­að­hvort úrskurður dóm­ara eða laga­boð gera bank­anum skylt að láta þær af hendi. Beiðni þinni um aðgang að umbeðnum gögnum er þar með hafn­að,“ segir í svari Seðla­bank­ans til blaða­manns.

Kjarn­inn kærir synjun Seðla­bank­ans til úrskurð­ar­nefndar

Þetta form­lega svar barst blaða­manni síð­asta föstu­dag og hefur ákvörðun Seðla­bank­ans um að synja Kjarn­anum um aðgang að þessu erindi frá Sam­herja þegar verið kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Sam­kvæmt 5. gr. upp­lýs­inga­laga á almenn­ingur rétt til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. end­ur­rita af bréfum sem stjórn­vald eða aðrir aðilar hafa sent, enda megi ætla að þau hafi borist við­tak­anda.

Í kæru blaða­manns til úrskurð­ar­nefndar segir meðal ann­ars að ekki verði fall­ist á það, án þess að úrskurð­ar­nefndin sem óháður aðili hafi lagt mat á erindið frá Sam­herja til seðla­banka­stjóra, að efni þess sé þess eðlis að það þurfi að fara leynt vegna þagn­ar­skyldu starfs­manna Seðla­bank­ans, en sam­kvæmt 4. gr. upp­lýs­inga­laga eiga almenn ákvæði laga um þagn­ar­skyldu ekki að tak­marka rétt til aðgangs að gögn­um.

Auglýsing

Nokkrir mán­uðir munu senni­lega líða þar til úrskurður liggur fyrir í þessu kæru­máli.

Í ljósi þessa óskaði blaða­maður eftir því að fá erindið afhent frá Sam­herja og spurð­ist fyrir um það hvort fyr­ir­tækið teldi, rétt eins og Seðla­bank­inn, að erindið væri þess eðlis að það ætti að fara leynt. Svör höfðu ekki borist frá Sam­herja þegar þessi frétt birt­ist.

Kjarn­inn hefur því ekki vit­neskju um hvað kemur fram í þessu erindi Sam­herja eða ein­hvers á vegum fyr­ir­tæk­is­ins til seðla­banka­stjóra, sem í ljós hefur komið að er til­.

Ósk um útskýr­ing­ar?

Mögu­lega felst í því ósk um útskýr­ingar Ásgeirs á ein­hverjum orðum hans í sam­tali við Stund­ina, en erindið er að lík­indum sent á svip­uðum tíma og annað bréf sem barst mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra frá Arn­ari Þór Stef­áns­syni, lög­manni Sam­herja, þann 27. apr­íl.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í fyrra­dag krafði lög­mað­ur­inn Lilju Alfreðs­dóttur um útskýr­ingar á orðum hennar á þingi, þar sem hún sagði 26. apríl síð­ast­lið­inn að Sam­herji hefði gengið „of langt“ í við­brögðum sínum við frétta­flutn­ingi af svoköll­uðu Namib­íu­máli fyr­ir­tæk­is­ins.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kall­aði þetta bréf Sam­herja til Lilju stórfurðu­legt, í sam­tali við mbl.is í gær.

Ásgeir gagn­rýndi fram­göngu Sam­herja gegn starfs­fólki Seðla­bank­ans

Í við­tal­inu við Stund­ina, sem birt­ist 23. apr­íl, gagn­rýndi Ásgeir Sam­herja fyrir fram­göngu sína gegn ein­staka starfs­mönnum gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, en fyr­ir­tækið kærði fimm starfs­menn bank­ans að Má Guð­munds­syni fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra með­töldum til lög­reglu vorið 2019, eftir að Seðla­bank­inn hafn­aði að greiða Sam­herja bætur vegna hins svo­kall­aða Seðla­banka­máls.

„Og ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Sam­herj­a­máli: Að farið hafi verið svona per­sónu­lega á eftir þessu fólki. [...]Eitt er að fara gegn stofn­un­inni, það er hægt að berja á þess­ari stofnun eða mér sem fram­kvæmda­stjóra henn­ar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir ein­staka starfs­mönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þess­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­sónu­lega gegn fólki.“

Í við­tal­inu sagði Ásgeir ótækt að Sam­herji gæti ráð­ist per­sónu­lega að rík­is- og emb­ætt­is­mönnum með þeim hætti sem hann teldi að hefði átt sér stað.

„Þetta er ákveð­inn vandi; lög­gjaf­inn hefur ekki enn veitt okkur vernd fyrir svona ásókn. Seðla­bank­inn mun að sjálf­sögðu standa straum af máls­kostn­aði vegna þess­ara mála. En ég er mjög ósáttur við þetta, að þessar kærur hafi ekki verið afgreiddar og það hafi ekki verið gengið frá þessu,“ sagði Ásgeir við Stund­ina.

Rík­is­sak­sókn­ari með málið

Sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist kom það fram í fréttum að lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum hefði vísað kæru Sam­herja frá. Fram kemur í sam­skipta­gögnum innan úr Sam­herja sem Kjarn­inn hefur undir höndum að Sam­herji ætli sér að fara lengra með mál­ið.

„Bara svo þið vitið þá vís­aði lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum kærunni frá a grund­velli þess að bank­inn hafði brotið eins a öðrum í 18 mál­um. Sumsé eins og ef þú seg­ist ekki eiga að fá sekt af því að þú keyrðir yfir 18 önnur rauð ljós. Rík­is­sak­sókn­ari er með málið og hefur kallað eftir gögnum frá lög­reglu­stjór­an­um. Þessi rök halda vita­skuld ekki vatni. Þu sleppur ekki fyrir það eitt að hafa brotið oftar af þér. Öðru fremur bendir það til kerf­is­bund­inna brota,“ sagði annað hvort Arna McClure lög­maður eða Þor­björn Þórð­ar­son almanna­tengsla­ráð­gjafi í spjall­hópnum „PR Namibía“ sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist í Stund­inni.

Eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega ræddu þau þar, ásamt Páli Stein­gríms­syni skip­stjóra, um hvernig ætti að bregð­ast við orðum seðla­banka­stjóra í við­tal­inu.

Ýmist Arna eða Þor­björn sögðu að það væri „hægt að afgreiða Ásgeir í 250 orð­um“ og rætt var um að „gera þrjár mis­mun­andi útgáf­ur“ af blaða­grein, „með svip­uðu inn­taki en ólíkum stíl og áhersl­um, og birta í sömu vik­unni í þremur ólíkum miðl­um. Vísi, Mbl og Frétta­blað­inu“ til þess að svara seðla­banka­stjóra og þeim orðum sem hann lét falla í sam­tali við Stund­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent